Eigi þarft þú að óttast ...

Það er ekki ásættanleg staða að lifa í ótta. En hversu oft bankar hann ekki uppá hjá einstaklingum? Við óttumst um börnin okkar, framtíðina, afkomumöguleika, sjúkdóma og krabbamein. Menn óttast uppsögn og þegar starfsöryggið er farið læðist óttinn inn án þess að spornað sé við honum.

En óttinn er samt viðráðanlegur hann þarf ekki að ná undirtökunum og stjórna lífi okkar. Hin Heilaga Ritning varar okkur við því að óttinn fái að taka völdin og segir: "Því að óttaðist ég eitthvað, þá hitti það mig og það sem ég hræddist kom yfir mig.Job.3:25 og á öðrum stað segir: "Það sem hinn óguðlegi óttast kemur yfir hann en réttlátum gefst það er þeir girnast"! Orðskv. 10: 24

Spámenn ritninganna höfðu tekið eftir þessu að óttinn og ógæfan virðast kallast á. Þetta er stundum líkt hugboði sem menn fá og svo hrynur veröldin. Er ekki eitthvað sem við getum gert til að rjúfa þetta samband óttans og ógæfunnar?

Þegar spurt er um lausnir þá er hollt að líta til Ritninganna og bera saman hvaða möguleikar eru okkur gefnir sem svar og lækning við ótta. "Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka, sá er segir við Drottinn :"Hæli mitt og háborg, Guð minn er ég trúi á!" Hann frelsar þig úr snöru fuglarans frá drepsótt glötunarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og verja. Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flýgur um daga, drepsóttina er reikar um í dimmunni eða sýkina er geisar um hádegið. Þótt þúsund falli þér við hlið og tíuþúsund þér til hægri handa þá nær það ekki til þín. Þú horfir aðeins á með augunum og sérð hversu óguðlegum er endurgoldið! Davíðss. 91: 1-8

Hér fer sálmaskáldið fögrum orðum um þann sem trúir, veit stöðu sína, hvar öryggið er að hafa og mælir fram játningu trúarinnar á ávöxt hins óttalausa lífsmáta. Má vera að sumir líti á þessa færslu sem dæmalausa fávisku og ábyrgðarlaust kæruleysi að hafa orð á þessu því alltaf er eitthvað að varast. Og það er málið.

Alltaf er eitthvað að varast og ógnir steðja að okkar lífi. Þessi sálmur sem ég vísa til hann er talinn hættulegur börnum sem sækja skóla í Reykjavík. Hann er einnig talinn óæskilegur í heimi vantrúar þar sem enginn Guð er og enga hjálp er að hafa frá því yfirnáttúrulega. Það er sjónarmið sem virðist fá talsverðan hljómgrunn meðal langskólagenginna ungmenna.

Þess vegna er hér um að ræða val. Valið stendur um það hvort lífið sé sett inní vilja og áætlun skaparans eða hvort lífið sé látið reka eftir einhverjum straum og tíðaranda sem endar í vegleysu?

Ég hef valið að fela líf mitt Guði og trúa því að Jesús sé dyrnar til hans. Ég hef tekið þá ákvörðun að óttast ekki né skelfast af neinum ógnunum, úrtöluröddum, hatursáróðri, sjúkdómum eða drepsóttum (slæmri afkomu, lágum launum sem má einnig fella inní drepsóttina). Ég hef leyft mér að gera Guð minn að "Háborg" minni og skjóli.

Biblían segir: Fel Drottni vegu þína, treystu honum hann mun vel fyrir sjá"! Sám. 37:5

Valið stendur milli óttans og skelfinarinnar eða Guðsóttans og hinna rósömu bústaða!

Drottinn blessi þér daginn

Snorri í Betel 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 9
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 241063

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 51
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband