Gasa og Kúba.

Margt er reynt til að fá Ísraelsmenn í að slaka á klónni gagnvart Gasa. Þeir höfðu í nokkur ár hersetið svæðið og þá var þrýstingur "alþjóðasamfélagsins" að yfirgefa Gasa og ganga úr skugga um að Palestíuarabarnir væru friðelskandi menn. Það fór allt út um þúfur og svo rækilega að landnemabyggðir Ísraelsmanna voru eyðilagðar af Ísraelum sjálfum en synagógurnar brenndar af Aröbum en svæðið fylltist af ógnarvopnum. Eldflaugum fór að "rigna yfir" lendur og byggðir Ísraelsmanna. Hatrinu linnti ekki heldur jókst. Brotthvarf gyðinga frá Gasa var túlkað sem "sigur" Araba.

En í tíð Kennedýs bandaríkjaforseta var Kúba gerð að vopnabúri til að koma eldflaugum fyrir sem næðu langt inní Bandaríkin á innan við 10 mínútum. Þá var andsvar Bandaríkjanna þegar "upp komst um strákinn Tuma" að setja hafnbann á Kúbu. Það lenti á gamalmennum, konum, börnum, sjúkum sem heilbrigðum. En þannig eru viðskiptaþvinganir og hafnbönn! Við sjálft lá að allt spryngi í loft upp í kjarnorkustríð.

Öll ríki kommúnismans mótmæltu framferði Bandaríkjanna og Sameinuðu þjóðirnar urðu hinn mikli vettvangur þess einvígis. Fjölmiðlarnir voru notaði sem misnotaðir af þessum stríðandi öflum. Ógnaröflin þá töldu sig hafa einkarétt á stríðsundirbúningi. Þau öfl höfðu stuðningsmálgögn og flokka hér á Íslandi. Lygarnar bárust örugglega inn á heimilin. Svo fór þó að Bandaríkjamenn fóru með sigur og eldflaugarnar voru fluttar frá Kúbu. Heimurinn varð öruggari á eftir.

Ef hinn siðmenntaði heimur stendur ekki með Ísrael nú þá verða eldflaugarnar ekki fluttar frá Gasa. Þá mun vopnvæðing þar vaxa og hið óumflýgjanlega stríð verða háð. Egyptar standa sig ekki og fréttir berast frá hinum múslimsku ríkjum að víða er mótmælt stöðvun gyðinga á olíu og öðrum vörum. En það er kaldhæðnislegt að á sama tíma neitar Ahmadinejad að flytja olíu í afskekkt þorp Írans. Þar eru miklir kuldar og fólkið er látið líða - þar er ekki stríð. En engin mótmæli koma erlendis frá frá múslimskum ríkjum. Ógnaröflum Miðausturlanda er ekki mótmælt sem skyldi og Arabarnir eiga greinilega pólitíska stuðningsaðila hér á landi.

Það verður að viðurkennast að Ísraelar fá verri umfjöllun og ósanngjarnari kröfur  en t.d. Bandaríkjamenn fengu í tíð Kennedýs. Er það þeirra hlutskipti í mannkynssögunni enn einu sinni að þeim má ógna, þá má drepa, þeim má eyða án þess að finna hjá okkur Íslendingum bróðurfaðm eða vinarskjól?  Þessi einstaka þjóð - eignarlýður Guðs - á það inni hjá okkur að við stöndum með þeim og leggjum þeim lið í baráttu þeirra fyrir tilverurétti og ferðafrelsi.

Hvað þarf að gerast til að Arabarnir leggist á eitt til að stöðva vopnaframleiðslu, vopnaflutning og hatursáróður gegn Gyðingum? Þú getur lagt þitt af mörkum til friðar. Láttu í þér heyra gegn ógnar og eyðingaröflum Araba. Ísraelar eiga rétt á friði og öryggi!

Shalom

Snorri í Betel 


mbl.is Ekki litið fram hjá árásum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Sigurðardóttir

Þakka þér fyrir þennan pistil, Snorri, og alla hina pistlana sem ég las á síðunni þinni áðan. Þeir minna mig á að láta mér ekki í léttu rúmi liggja þann slagkraft sem svartstakkar trúarbragða hafa.

Málflutningur þinn er boðberi afdráttalausrar trúar. En málflutningur þinn er ekki boðberi vonar, kærleika, friðar, fyrirgefningar, mannúðar, eða nokkurra annarra gilda sem ég vil kenna mig við.

Soffía Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 11:08

2 identicon

Þú fylgir áróðurstrúarritinu algerlega..... enn eitt dæmið um mistök "guðs"

DoctorE (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Sigurður Rósant

Thessi átök afkomenda Abrahams, hálfsystur hans Söru og hinnar Egypsku Hagar, eru okkur algjörlega óvidkomandi.

Thau koma okkur ekki vid frekar en átök milli Súnní og Shíamuslima. Eda átök milli Tamíltígra og annarra eyjaskeggja Shri Lanka. Eda átök milli ættflokka í Kenya thessa dagana.

Vid getum thví midur ekki komid viti fyrir thetta fólk, sem hefur thad sem ættflokka- eda thjódaríthrótt ad kála hvert ödru út af minnsta tilefni. Vid eigum alveg nóg med okkur og tel ég thad stórhættulegt ad reyna ad koma á fridi milli thessa fólks sem hefur thróad ákvedid samskiptamynstur í tugir thúsunda ára.

Sigurður Rósant, 24.1.2008 kl. 15:54

4 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Þakka þér fyrir þessa grein Snorri, þetta eru orð í tíma töluð. Við þurfum að standa vörð um Ísrael. Hvernig var það þegar stríðið stóð sem hæst í Líbanon, hvar voru hryðjuverkamennirnir að skjóta eldflaugum sínum? Jú í íbúðabyggðum, meira að segja Sameiniðuþjóðunum blöskraði hugleysi þeirra. Ef að múslima hryðjuverkamennirnir eru ekki að ráðast á Ísrael þá ráðast þeir á hvorn annan. Stöndum vörð um réttindi Ísraelsmanna. Shalom.

Aðalbjörn Leifsson, 24.1.2008 kl. 16:11

5 Smámynd: Linda

Ég vil benda Sigurði Rósant á að Ísrael er eina lýðræðis ríkið á þessu svæði, og ef hann heldur að ef Ísrael fellur að það komi á friður þá er hann ekki alveg að fatta dæmið í heild sinni. Við megum ekki gleyma því að þarna eru menn eins og við, sem gera mistök í stjórn landsins eins og aðrir (samanber bullinu í rvk í dag)það breytir því ekki að þeir eru í landinu helga og hafa uppfyllt spádómana og hver sá sem heldur að að þeir mun fara þaðan aftur eru vitanlega bara veruleikafirrtir og ættu að kanna málið aðeins betur. 

Soffía þú mátt ekki ganga út frá því að Snorri sé ekki kærleiksríkur maður þó svo að skrif hans eru oft á tíðum svo beitt að maður sjálfur tekur andköf, stundum er kærleikurinn beittur eins og þú veist nú sjálf.  Jesú sjálfur beitti sínum beitta kærleika í musterinu og  þegar hann talaði við faríseana og aðra hann meira segja kallaði postula sína tja skulum nota orðið "þunna" því þeir skildu hann ekki, hann bar ekki minni kærleika til þeirra fyrir vikið.  Þér þarf ekki að líka við það sem hann skrifar en þú þarft að átta þig á því að hann er að sinna hlutverki sem honum var gefið.  Gerum ekki lítið úr því.

Knús. 

Linda, 24.1.2008 kl. 18:27

6 Smámynd: Jonni

Skrýtið hvernig sumir virðast líta svo á að Ísraelsmenn eru ofsóttir af palestínumönnum, þegar allar staðreyndir benda til þess gagnstæða. Palestínumenn eru orðnir að útspýttum hundskinnum í eigin landi, tala fallinna palestínuaraba er margföld tölu gyðinga í þessum erjum, listinn yfir þorp sem nú hefur verið eytt af stríðsmaskínu ísraelsmanna er að verða óendanlegur og lífsskilyrði þessarar þjóðar, sem lifir í skugga ógnarveldis gyðinga, eru skammarleg. Allt þetta er bara mögulegt fyrir hina þrælvopnuðu ísraelsmenn að viðhalda með stuðningi BNA sem lýtur þrýstings bandarískra gyðinga. Engin stjórn BNA getur breytt þessu því miður því þannig virkar þetta over there. Þetta er skömm heimsins.

Jonni, 24.1.2008 kl. 18:31

7 Smámynd: Linda

Jonni - fyrst Palestína hefur aldrei verið "þjóð" heldur er það og hefur alltaf verið "Svæði"  'Ísrael hefur hinsvegar alltaf verið Þjóð og sú þjóð hefur byggt í árþúsundir á landsvæði sem heitir "Palestína" Þeir arabar sem kalla sig nú Palestínumenn eru í raun Jórdanar sem fyrir rúmum 35 árum síðan drápu 8.000 þeirra því það henntaði  þeim ekki að eiga við þá.   Jerúsalem hefur alltaf verið borg Gyðinga, það hafa alltaf búið gyðingar þar, engin annar á sögulegan rétt til þeirra borgar.  Jerúsalem er hvergi minnst í "Qur'an" og telst því ekki helg borg samkvæmt því riti.  Ísrael er hinsvegar í Qur'an þó ekki í því samhengi sem þú heldur, því þar er á svört hvítu skrifað að þetta sé heimaland Gyðinga og þeir eigi það fyrir náð Guðs.  Svo ef þú tekur allt þetta saman, spurðu því sjálfan þig að því "hvað eru Palestínu  menn þá að gera þarna"  réttlát meðferð á þeim er á þeirra ábyrgð þeir kusu yfir sig "Hamas"  þeir kusu að fara aftur yfir á Gaza í gær eftir að þeir höfðu brotist í gegn um "múra Egyptalands" þeir kusu að fara til baka, hefðir þú gert það ? Efast um það. 

Samsæriskenningar um Gyðinga og BNA stjórnar er bara það samsæriskenning.  Hinir þrælvopnuð Ísraels menn eru að vernda landamæri sín, sem ríki eiga þeir fullan rétt á því,  alveg eins og þærlvopnaða  Pakistan á rétt á að vernda sig frá Indlandi, eða eiga þeir bara að láta vaða yfir sig..?

Arabarnir í Gaza eru peð, peð þeirra sem vilja Ísrael burt peð þeirra sem vilja ekki að Ísrael sé land Gyðinga.  Ef þú veist ekki hverjir eru á bak við það tafl, þá getur þú bara kíkt á landakortið og skoðað öll löndin þarna í kring.

Linda, 24.1.2008 kl. 19:38

8 identicon

Ég var að horfa á danskan heimildarþátt á DR2 sem hét Mohammad & Judah, þar sem tvem 15 ára strákum var fylgt eftir frá sitthvoru landinu og gefið innsýn inn í líf þeirra og aðstæður. Ég mæli með þessum þætti ef þið komist í hann einhverstaðar.

Jakob (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 19:54

9 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sérðu ekki muninn á þessu tvennu, eða ertu bara svona heimskur?

Brjánn Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 20:32

10 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

gyðingum var plantað inn í palestínu. bandaríkajamenn snéru bakin við kúbu eftir byltinguna. ertu fullur?

Brjánn Guðjónsson, 24.1.2008 kl. 20:35

11 Smámynd: halkatla

það eru tvö æðisleg komment hérna, #1 (fyrri hlutinn sko) og #6

halkatla, 24.1.2008 kl. 20:50

12 Smámynd: Snorri Óskarsson

Svörin eru mörg hver bara staðlaðar klisjur. En ég vil benda á þetta. Meðan Ottómanar (Tyrkir) réðu löndum (fram að 1915) voru gyðingar i Palestínu kallaðir palestínumenn(Palestinians). Þeir keyptu lönd og jarðir, ræktuðu og byggðu upp. 1918 voru örfáir Arabar búsettir í landinu. Á þeim árum voru ekki til Líbanon, Sýrland, Jórdanía eða Ísrael. Löndin féllu undir Frakka og Breta. Ef Ísrael á ekki tilverurétt vegna "landvinninga" þá á ekkert hinna ríkjanna tilverurétt og Palestínuarabar ekki heldur því þeir hafa aldrei átt þar ríki.

Gyðingarnir keyptu lönd og eiga því rétt vegna eignaréttarins. Gyðingar eiga líka rétt af því að þeim var hótað útrýmingu, stríð braust út og andstæðingarnir töpuðu. Af sömu ástæðu halda Pólverjar enn gömlum löndum Þjóðverja, Rússar löndum Finna og Þjóðverjar löndum Dana.

Þeir Arabar sem búa í Ísrael og eru ísraelskir þegnar hafa það gott svo gott að Arabar annarra ríkja hafa það ekki betra.

Gyðingar hóta engum útrýmingu eða dauða en þeir eiga rétt á friðsömu og rólegu lífi. Það er í okkar höndum að hjálpa þeim.

Bandaríkin komu hvergi nærri stofnun Gyðingaríkisins en það gerðu Íslendingar. dýrð sé Guði fyrir það. 

kveðja

snorri 

Snorri Óskarsson, 24.1.2008 kl. 22:12

13 Smámynd: Jonni

Linda: ísraelsmenn mega alveg kalla sig þjóð ef þeir vilja, þeir búa út um allan heim og ekki síst í Bandaríkjunum. Undanfarin 2000 ár hafa þeir minnst af öllum stöðum búið í Ísrael/Palestínu, ekki nema svona rétt síðustu hundrað árin að þeir hafa flutt þangað í stórum stíl. Að kalla Palestínu svæði getur líka verið réttnefni; þar var ekkert "ríki" stofnað fyrr en 1947 með tilstuðlan SÞ (sem gyðingar samþykktu en sem var hafnað af palestínuaröbum, hvers vegna skyldi það nú hafa verið?). Áður hafði þetta "svæði" verið að langmestu leiti verið búsett af "palestínuaröbum" og verið um langa hríð hluti af Ottómanska heimsveldinu. Að réttlæta kúgun ísraelsmanna á palestínuaröbum með því að kalla gyðinga "þjóð" sem á sér "ríki" er frekar þunn rökfærsla. Palestínumenn eru sem sé ekki "þjóð", þeir eiga sér tæplega "ríki" og eru þar með í réttri raun útlægir samkvæmt þinni skilgreiningu.

Ég hef nú ekki lesið kóraninn en leyfi mér að efast um þessa fullyrðingu þína um að það standi þar að "Ísrael" sé heimaland gyðinga. Ennfremur voru gyðingar þegar orðnir lítill minnihluti á þessu svæði þegar kóraninn var skrifaður. Um 1700 e.k. voru gyðingar u.þ.b. 1% fólksfjöldans á þessu "svæði".

Þú kallar ábendingu mína á það, að helstu og mikilvægustu stuðningsmenn stefnu Ísraelsmanna gagnvart palestínuaröbum séu bandaríkjamenn og að það grundvallist á áhrifamætti bandarískra gyðinga, samsæriskenningu. Það held ég nú síður. Lestu t.d. þetta;

http://en.wikipedia.org/wiki/Israel-United_States_relations

Hins vegar varpar þú sjálf þínni eigin samsæriskenningu; nefnilega að öll arabalöndin séu í raun að reyna að bola gyðingunum í burtu og þetta fólk (palestínuarabar) leggi á sig mikil harmkvæli og lifi lífinu BARA til þess að gera ísraelum lífið leitt. Þetta er ótrúleg kenning. En ég skil það vel að ef þú trúir þessu sjálf þá hlýtur þér að vera illa við þetta vonda fólk.

Mér er ekki illa við gyðinga, þeir eru flestir hverjir hið besta fólk, snillingar margir hverjir. Mér er hins vegar meinilla við framferði Ísraels gegn palestínuaröbum og hvernig samfélag heimsins horfir upp á þessu svívirðu gerast án þess aðhafast nokkuð. Skærur palestínuaraba eru að sjálfsögðu ekki réttlætanlegar, en má kannski skoða í því ljósi sem þú varpar á rétt Ísraels til þess að verjast. Ef litið er á tölu fallinna í þessum erjum undanfarin 80 ár kemur í ljós að fimm palestínuarabar hafa fallið fyrir hvern ísraelsmann og listinn yfir palestínsk þorp sem er búið að þurrka út af kortinu er nær óendanlegur. Og svona gæti ég haldið áfram...

Jonni, 24.1.2008 kl. 22:21

14 Smámynd: Jonni

Snorri; hér er smá lestur fyrir þig um fólksfjöldasamsetningu Palestínu/Ísraels síðustu 2000 árin;

http://en.wikipedia.org/wiki/Palestine#Demographics_in_the_late_Ottoman_and_British_Mandate_periods

Eignaréttur er ekki það sama og þjóðréttur; ef gyðingar hefðu nú komið til Íslands og keypt landeignir í stórum stíl á meðan Ísland var hluti af Danaveldi, þá hefðu þeir samkvæmt þessu prinsippi þínu átt að geta stofnað hér ríki og myndu ráða hér öllu. Allar tilraunir hinna norðurlandanna til þess að styðja Íslendinga í sjálfstæðisbaráttu sinni væri samsæri í huga Lindu. 1944 höfðu íslendingar ekki haft neitt ríki, hvaða rétt höfðu þeir á að lýsa þessu yfir?

Jonni, 24.1.2008 kl. 22:31

15 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Vá hvað þú er skrítinn lítill kall ef þú heldur að Ísraelar séu þeir góðu og Palestínumenn séu stóri vondi úlfurinn. Lestu þér aðeins til um sögulega staðreyndir áður en þú ferð að tjá þig eitthvað. Ísrael er eina landið í heiminum sem ekki er með nákvæm og staðfest landamæri, heldur er landið teygjanlegt eftir behag .

Ísraelar hafa engan rétt til að taka land annarra með það eitt að vopni að vera guðs útvalda þjóð, þetta land er heilagt í augum araba líka þannig að þeir hljóta eiga rétt á því af sömu ástæðu og Ísraelar.

Niður með Zíonisma!

Aron Björn Kristinsson, 24.1.2008 kl. 22:44

16 Smámynd: Aron Björn Kristinsson

Smá viðbót: 

In" the Qur'an, the term الأرض المقدسة ("Holy Land", Al-Ard Al-Muqaddasah) is mentioned at least seven times, once when Moses proclaims to the Children of Israel: "O my people! Enter the holy land which Allah hath assigned unto you, and turn not back ignominiously, for then will ye be overthrown, to your own ruin." (Surah 5:21)"

Tekið af wikipedia. 

Aron Björn Kristinsson, 24.1.2008 kl. 22:50

17 Smámynd: Jonni

Þetta er athyglisvert. Stendur líka í kóraninum að íslendingar eigi Ísland? Án gamans, þó að það væru langir kaflar í kóraninum að Ísrael væri heilagt land gyðinga, breytir það ekki sögunni; þar bjuggu sárafáir gyðingar og langmest arabar um margra alda/árþúsunda skeið.

Mér finnst alltaf svo skrýtið þegar hatursmenn múslima nota kóranin sem heimild og sönnun eins og með þetta atriði. Ég veit Aron að þú ert ekki þeirra á meðal.

Yfirhöfuð; hvernig er hægt að nota tugi alda gamalt trúarrit sem heimild og sönnun einhvers? Hvað þá heldur glæný trúarrit?

Jonni, 24.1.2008 kl. 23:04

18 Smámynd: Jonni

Æ, hvað er ég eiginlega að rífast við ykkur kexrugluðu biblíutuðara? Það er alltaf þetta sama og með Votta Jehóva; það duga engin rök eða upplýsingar. Eins og að berja hausnum í stein, þið standið fastir í bullinu og standið bara fastir í bullinu hvað sem á ríður. Mér er sama. Ég nenni ekki að þrasa þetta meira í ykkur. Good bye and good luck.

Jonni, 24.1.2008 kl. 23:35

19 Smámynd: Linda

Gott og vel Jonni, það er nú þannig með mig að ég set ekkert fram nema að ég hafi við rök að styðjast, og þau tengjast ekki Wicci..

1. smelltu hér og skráðu í Search Jerúsalem og sjáðu hvað þú færð.

2. á sama stað og ofangreint en, hér er Sura 7 vers 137 "

And We made a people, considered weak (and of no account), inheritors of lands in both East and West-lands whereon We sent down Our blessings. The fair promise of thy Lord was fulfilled for the Children of Israel, because they had patience and constancy, and We levelled to the ground the Great Works and fine Buildings which Fir'aun and his people erected (with such pride). "

Sura 2 vers 47 "O Children of Israel! Call to mind the (special) favour which I bestowed upon you, and that I preferred you to all others (for My Message

Sú staðreynd liggur fyrir í Qur'an að Muhamad sjálfur hafði mikla aðdáun áf Ísraels mönnum og sóttis mikið til þeirra og kennslu hjá þeim. 

Svo í lokin ætla ég að leyfa þessu fleygu orðum frá ættingja Muhamads um söguna um að Muhamad hafi orðið fyrir kraftaverki þar sem "Dome of the rock" er staðsettur.

Muhammad ibn al-Hanafiya (638-700), a close relative of the Prophet Muhammad, is quoted denigrating the notion that the prophet ever set foot on the Rock in Jerusalem; "these damned Syrians," by which he means the Umayyads, "pretend that God put His foot on the Rock in Jerusalem, though [only] one person ever put his foot on the rock, namely Abraham."

Ég hef stúterað þessi mál, og ég hef líka sagt hér að ég geri mér grein fyrir því að Ísrael´s stjórn gerir mörg mistök, það dregur hinsvegar ekki úr þeims "staðreyndum" að þú veist afskaplega lítið um þetta mál, umfram það sem þú hefur lesið í fjölmiðlum, þá á við flesta sem skrifa hér gegn Ísrael eins og fyrridaginn.  Lifum og lærum.

Linda, 25.1.2008 kl. 01:56

20 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi samanburður þinn er út í hött Snorri. Það er stór munur á því að beita sjálfstæðu ríki refsiaðgerðum vegna þess, sem ríkisstjórn þess lands gerir og því þegar hernámsveldi beitir íbúa hernámssvæða sinna hóprefsingum (collectiv punishment), sem telst stríðsblæpur samkvæmt alþjóðalögum.

Tökum eðlilegri samanburð. Í seinni heimstyrjöldinni tóku Þjóðverjar tíu eða fleiri fanga af lifi fyrir hvern þýskan hermann, sem var myrtur af andspyrnumönnum til að draga máttin úr andspyrnu við hernám sitt. Þetta hefur eflaust bjargað lífeyr margra þýskra hermanna. Það breytir því ekki að margir þjóðverjar og samstarfamanna þeirra voru dæmdir fyrir stríðsglæpi fyrir þessi morð. Engin ákærði andspyrnumennina jafnvel þó þeir vissu hver viðbrögð Þjóðverja yrðu við drápum þeirra á þýskum hermönnum. Ég hef heldur ekki heyrt nokkurn mann fordæma andspyrnumennina fyrir þetta heldur hefur þeim verið hampað, sem hetjum.

Þessar aðgerðir Ísraela eru nákvæmlega sambærilegar við þessa. Þeir beita saklaust fólk refsingum fyrir það, sem einhverjir aðrir hafa gert í von um að draga mátt úr andspyrnunni við hið grimmilega hernám sitt. Þessar aðgerðir eru ekki sök þeirra, sem skjóta rakettum inn í Ísrael frekar en að morð Þjóðverja á föngum hafi verið sök andspyrnumanna, sem drápu þýska hermenn. Þetta er einfaldlega sjálfstæð ákvörðun Ísraela að refsa einni og hálfri milljón manna fyrir eitthvað, sem örfáir úr þeirra röðum gera. Þetta eru hóprefsingar (collectiv punishment) og telst stríðsglæpur samkvæmt alþjóðalögum.

Eitt enn. Ef andspyrnumenn í seinna stríði hefðu haft yfir að ræða sambærilegum rakettum og Palestínumenn hafa og hefðu getað skotið þeim á þýska bæji og þorp, hversu líklegt telur þú að þeir hefðu ekki gert það? Hversu líklegt telur þú að þeir hefðu verið fordæmdir fyrir það að stríði loknu?

Sigurður M Grétarsson, 25.1.2008 kl. 05:07

21 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Magnús Einarsson. Þvílíkt kjaftæði í þér. Ísraelar hafa alla tíð stundað það í stórum stíl að slátra saklausum Palestínumönum. Þeir hafa bæði gert það í hefndaraðgerðum og einnig bara til að kvelja Palestínuþjóðina. Þeir hafa einnig skotið börn fyrir það að kasta grjóti í átt til ísraelskra hermanna. Þeir hafa reyndar alltaf reynt að telja heimsbyggðinni trú um að allir, sem þeir hafi drepið hafi annað hvort verið hryðjuverkamenn eða bara verið óheppið fólk í námunda við barkaga og hafa margir og greinilega þú lapið þetta upp eins og heilagan sannleika.

Sigurður M Grétarsson, 25.1.2008 kl. 05:11

22 identicon

Báðir aðilar þarna eru sekir og eru faktískt að slást í súperkarla leik, ef trú beggja aðila mynd hverfa 1  2  og bingó þá gætu menn farið að tala saman á vitrænum nótum

DoctorE (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 08:04

23 Smámynd: Jonni

Linda; hvaða andsk máli skiptir hvað stendur í kóraninum? Hann var skrifaður fyrir 1400 árum og er ekki hægt að nota sem röksemdafærslu í nútíma þjóðarmorðum. Það stendur ýmislegt í kóraninum sem lítið mark ber að taka á. Reyndar getur maður sleppt því alveg að lesa hann. Algjör steypa frá upphafi til enda. En af hverju ert þú að lesa kóraninn? Ert þú ekki bíblíukona?

Jonni, 25.1.2008 kl. 08:46

24 Smámynd: Linda

Jonni, þetta skiptir miklu máli, þetta er rót vandans, þegar hinn Íslamski heimur hrópar á götum úti að þeir eigi rétt til Jerúsalem þá ertu í raun að sjá lýgi, þeir eigan engan trúarlegan rétt til Jerúsalem. Ef við tökum trúarlegu ástæðuna í burt og þeir fara eftir Qur'an sem er jú bókinn sem Muhamad á að hafa fengið beint frá Guði þá væri stór hluti vandans "burt".  Heldur þú að fólk sem sprengir sig í loft upp, vegna mistúlkunar á Qur'an "fá ekki 7 hreinar meyjar" heldur er það 7 rúsínur í paradís hlusti á rökfærslur um leiðrétt orð Qur'ans. Allt sem knýir hinn öfgafulla múslíma er Qur'an og Hadiths, um leið og fólk áttar sig á því að Íslam er pólitík með trúarlegu ívafi þá verður nokkuð ljóst hver er óréttlátur. 

Ísrael (Guð blessi hana) berst fyrir lífi sínu ekki vegna hjákonu eins patríakana eins og einhver minntist á hérna fyrir ofan, heldur vegna þess að stór hópur Múslíma trúir lygi.

Ég les og sæki upplýsingar í Qur'an eftir þörfum, að vita um hvað málið snýst er mikilvægt i okkar samfélagi.

Nei ég er ekki "Biblíukona" ég er Kristin kona sem lesa Biblíuna sem og aðrar bækur.

Qur'an:9:5"Fight and kill the disbelievers wherever you find them, take them captive, harass them, lie in wait and ambush them using every stratagem of war."

Ishaq:587"Our onslaught will not be a weak faltering affair. We shall fight as long as we live. We will fight until you turn to Islam, humbly seeking refuge. We will fight not caring whom we meet. We will fight whether we destroy ancient holdings or newly gotten gains. We have mutilated every opponent. We have driven them violently before us at the command of Allah and Islam. We will fight until our religion is established. And we will plunder them, for they must suffer disgrace."

þetta er bara smá dæmi um von þeirra fyrir okkur og Gyðinga "trúlausir" þ.a.s nema við tökum trú á Íslam. 

Linda, 25.1.2008 kl. 16:16

25 Smámynd: Snorri Óskarsson

Tilvísanirnar í Kóraninn ætti að sýna okkur inní skoðanamyndandi efni sem ætti þá að hjálpa okkur að skilja innviði ófriðarins. Það er ekki hægt að finna sáttaleið við Islamista.

Gyðingar hafa nefnilega ekki stundað ófrið við Araba. Þeir réðu þá í vinnu og í áratugi keyptu af þeim framleiðslu.

Það sem eyðilagði var hatrið og öfundin sem forráðamenn Palestínumanna ræktuðu og hafa ekki komist frá. En eru ekki allir sammála því að leið vopnanna er ófæra sem skaðar æ meir?

leið  hins sanntrúaða kristna manns er að viðurkenna vandann eins og hann er, leggja sitt af mörkum til að friður verði og líf fólks verði þyrmt en ekki eytt.

Að koma til Arabanna er bara upplifun og skemmtileg lífsreynsla. Þeir eru ekki illmenni frekar en við. Þeir eru fórnarlömb heimskra stjórnmálamanna sem lítilsvirða gyðinginn vegna...?

Okkar er að stunda frið við þá alla en vita málavöxtu svo við verðu ekki nytsamir sakleysingjar gegn gyðingum.

kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 25.1.2008 kl. 22:57

26 Smámynd: Linda

619 Motzvo (lög Gyðinga) 26 af þeim eiga bara við Ísrael sjá hér

Ég vil benda Ólafi ef hann skildi ekki átta sig á því nú þegar, þá er Ísrael ekki að stunda þessi lög í þeirri mynd sem er sett fram í GT eða (ToraH) auk þess verður Ólafur að sina efnið í heild sinni eða í samhengi svo hæg sé að skilja það, auk þess vil ég benda Ólafi á að Jesú koma til að uppfylla lögmálið þetta veistu vitanlega ef þú sast í biblíufræði í grunnskólanum, þú manst eflaust eftir auga fyrir auga tönn fyrir tönn dæmi sögunni., Jesú taldi slíkt afleitt og ætti ekki við, hann áminnti Faríseana aftur og aftur um oftúlkun og rangtúlkun á Torah.

er 5 Mósebók 13:12-14

12Ef þú heyrir sagt um einhverja af borgum þínum,(ekki verið að tala um Jerúsalem borgin var ekki til á þessum tíma) þeim er Drottinn Guð þinn gefur þér til þess að búa í:

    13"Varmenni nokkur eru upp komin þín á meðal, og hafa þau tælt samborgara sína og sagt: ,Vér skulum fara og dýrka aðra guði, þá er þér þekkið ekki,"` (Það er einn Guð yfir Gyðingum og á hann trúa þeir annað er villitrú)

    14þá skalt þú rækilega rannsaka það, grennslast eftir og spyrjast fyrir, og ef það reynist satt vera, að slík svívirðing hafi framin verið þín á meðal, (þarna sérðu að þeir áttu að fara varlega í því að dæma)

En, það er hinsvegar rétt að ef þeir fundu villitrú á meðal samborgara og þá sem tældu þá frá hinum eina sanna Guði "Yahave" þá höfðu þeir skýr tilmæli um hvernig ætti að ganga frá þeim málum. Hinsvegar, verður þú líka að athuga að á þessum tímum voru árásir á litla bæi og borgir út um allan heim án þess að fyrirmæli væru að ganga úr skugga um hvort að óvinir væru þar . Þess vegna ber að lest GT með það í huga að þetta voru tímarnir, svona var þetta, ekkert sérstaklega flókið. 

En, Snorri hefur eflaust betri sín á þessu en ég.  Vildi bara fá að segja mitt álit. 

Knús.

Linda, 25.1.2008 kl. 23:17

27 Smámynd: Sigurður Rósant

Höldum nú ró okkar út af þessum lýð sem býr við botn Miðjarðarhafs.

Ég hitti fyrir nokkrum árum ungan mann frá Ísrael hér í Reykjavík. Hann sagðist vera að gefast upp á þessu ástandi í Ísrael og langaði til að flytjast burt þaðan.

Ég spurði hann hvort til væru Gyðingar sem tryðu því að þeim væri ætlað allt landsvæðið frá Egyptalandi til Íraks.

Sjá 1. Mós 15:18

 "Á þeim degi gjörði Drottinn sáttmála við Abram og mælti: "Þínu afkvæmi gef ég þetta land, frá Egyptalandsánni til árinnar miklu, árinnar Efrat"

Hann svaraði því játandi en að það væri lítill minnihluti Ísraelsmanna. Þeir réðu hins vegar öllu í þessari svokölluðu lýðræðiskjörinni stjórn í landinu og þess vegna standa þeir í þessu endalausa stríði við nágrannaþjóðirnar.

Linda, Snorri og fleiri trúa því að Guð eigi eftir að hjálpa til þess að Ísraelsmenn nái öllu þessu landsvæði og vilja hjálpa Guði til að svo megi verða. Bush forseti Bandaríkjanna er líka þessarar skoðunar og vill hjálpa Guði til að þessi fyrirheit í 1. Mósebók 15:18 megi rætast.

Yfir 80% Ísraelsmanna og Evrópubúa eru hins vegar ekki trúaðir á svona "fyrirheit" úr Biblíunni og vilja aðeins lýðræði, réttlæti og frið til að vinna, éta og njóta lífsins.

Trúaðir vilja berjast.

Sigurður Rósant, 26.1.2008 kl. 12:40

28 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll herra Snorri. Ég vill þakka þer fyrir þettta. Þetta var mjög góð færsla. Og er sámmála því að Ísraelsmenn eiga rétt á friði og öryggi. Megi Guð blessa ykkur öll sem komið á þessa síðu í Jesú nafni.

Þormar Helgi Ingimarsson, 26.1.2008 kl. 14:51

29 Smámynd: Linda

Sigurður, Bush trúir þessu ekki, hef hann gerði það væri ekki í umræðunni að skipta Jerúsalem upp, hann er talin óvinur Ísraela með þessum brögðum.  Nú varðandi tölurnar sem þú hentir hér fram og alhæfingarnar sem þú skrifar án heimilda, verð ég að bíða með að svara, ég býst við að hlutirnir séu ekki alveg eins og þú leggur hér ,en þangað til að ég fæ stats sjálf og frekari upplýsingar um þessa hlið málsins er best að tjá sig ekki um hana að svo stöddu. Ég skrifaði um þessa friðar samninga hér út frá lögum Ísraels og svo hér varðandi vinsælda umræddra aðila, eða þannig.

með vinsemd.

Linda, 26.1.2008 kl. 18:12

30 Smámynd: Linda

Ágæti Sigurður, ég gekk svo langt að fara með þínar tölur trúleysis og vantrausts til föðurlandsins helga að hálfu hins unga Ísraela sem þú nefnir til Tamar Yona sem sem er m.a. þekk útvarps kona í Ísrael sem og frétta bloggari í landinu helga, mun setja þá heimild neðst .

Ég spurði hana eftir farandi spurninga, ég set þær fram hér á Íslensku en svarið er hennar og er því á ensku.

1. Er það satt að 80% Ísrölsku þjóðarinnar sé trúlaus?(svar Tamar*Wrong,  only about 5% are athiests*

2. Er það hugsanlegt að þetta sama hlutfalla þjóðarinnar óskar eftir því að Ísrael verði trúlaust eða Secular lýðræðis ríki. (svar Tamar*Wrong, again, that is maybe 5%)

3. hér sagði ég henni ´frá þínum viðmælanda og hans frásögn og hún hafði þetta um það að segja (Svar Tamar*Again, wrong.  And perhaps, that is why THIS ISRAELI man left Israel.  becasue he does not believe.  Please read an article I wrote regarding the reliious population growing and growing and seeming to be taking over in israel.) 

Ég mun setja hlekk á þá færslu frá henni hér neðst. 

Þú mátt eiga það Sigurður Rósant að þín spurning vakti þörf hjá mér til að leita frekari upplýsinga um þín orð sem þú setur hér fram.  Við því hef ég fengið svar og bíð eftir frekari svörum frá öðrum sem eru í Ísrael, og mun sjálfsagt taka saman frekari upplýsingar um þetta á mínu bloggi við tækifæri. 

Hér er greinin hennar í A7news.

*The 'Tamar Yonah Show' blogwon the Silver Award  for the categories of BEST NEW BLOGand BEST RIGHT WING BLOG  at the 2007 Jewish & Israeli Blog Awards! www.jibawards.com
***

Linda, 26.1.2008 kl. 23:39

31 Smámynd: Jonni

Linda; Ef þú heldur að þessar erjur palestínumanna og ísraelsmann hafa eitthvað að gera með það sem stendur í kóraninum, eða bíblíunni, þá ert þú alvarlega á villigötum og ættir að fylgjast svolítið nánar með fréttaflutningi og kannski lesa pínulítið um það sem hefur verið að gerast þarna undanfarna áratugi. Það er enginn að flagga kóraninum eða öðrum trúarritum nema kannski þú.

Hvað er það sem gerir þinn heimildamann (Tamar Yona) betri en heimildamann Sigurðar?

Jonni, 27.1.2008 kl. 20:54

32 Smámynd: Linda

Jonni - þú um það, ég hef skírt fyrir þér rót vandans, eins og öðrum sem hafa keypt Palestínu lygina hráa þá neitið þið að að horfast við stóra hlut vandans.  Þú kemur hér með alhæfingar sem þú gætir ekki heimilda nema "fréttaflutning" þú veist mæta vel að fréttaflutningur er ekki alveg að koma með réttar upplýsingar, sjá t.d.  Írak, við vitum að dæmið þar er mun flóknara en það sem við sjáum í fréttum, ku það kannski vera að vegna þess að umræðan er um Ísrael að þú sért ekki beint réttlátur, mig grunar það.  Mæli með því að þú byrjir á því að skoða aðra fréttamiðla en þá Íslensku og byrjir á www.honestreporting.com .

Ég ætla ekki að metast um heimildamenn, það segir sig sjálft.

En ég er búin, lagt fram upplýsingar, ég get hinsvegar ekki neytt einn né neinn að opna hug sinn, það verður hver og einn að eiga við sig sjálfan. 

Takk fyrir mig Snorri.

Linda, 28.1.2008 kl. 05:27

33 Smámynd: Jonni

Linda; Þú hefur ekki skýrt neitt fyrir mér, hvað þá heldur rót vandans. Ef þínar heimildir eru kóraninn, biblían, Tamar Yona og Honest Report ertu alvarlega á villigötum. Honest Report gæti fengið verðlaun fyrir besta rangnefni, því þetta er ekkert annað en áróðursmaskína sem hefur það að markmiði að leita upp alla gagnrýni á Ísrael og kasta ryki í augu gagnrýnenda. Ennfremur hefur þessi stofnum fengið gagnrýni úr mörgum áttum fyrir að kynda undir fordómum gegn aröbum og múslimum almennt. Þokkaleg meðmæli þar. Og þú vilt að ég byrji þar?

Þú ásakar mig um að koma með alhæfingar án þess að vísa á neinar heimildir. Ef þú lest færslurnar mínar hér að ofan sérðu að ég hef vísað á heilmikið af lesefni (sem ég efast að þú hafir nennt að lesa) sem segir aðra og sannari sögu en þessar fáránlegu heimildir þínar (sem eru allar með tölu öfgamenn). Ennfremur virðist þú halda að mínar heimildir séu eingöngu íslenskir fjölmiðlar, en það er sem betur fer alrangt. Ég bý ekki einu sinni á Íslandi og mínar heimildir eru af ýmsu og mun hlutlægara tagi en þessi gyðinga-áróðursvél sem þú lætur heilaþvo þig. Hér er meira lesefni fyrir þig ef þú hefur áhuga á öðrum vinklum en snarrugluðum;

http://www.mg.co.za/articlePage.aspx?articleid=282802&area=/insight/insight__comment_and_analysis/

http://revisionistreview.blogspot.com/2006/07/how-holocaust-cult-inhibits-honest_25.html

http://en.wikipedia.org/wiki/Deir_Yassin_massacre

http://en.wikipedia.org/wiki/List_of_massacres_committed_during_the_1948_Arab-Israeli_war

http://www.haaretz.com/hasen/objects/pages/PrintArticleEn.jhtml?itemNo=380986

Ég held að það sért frekar þú Linda sem verður að opna hug þinn fyrir þeim raunveruleika sem við lifum við í dag. Í því sambandi er lítil hjálp að lesa 1500-2000 ára gömul trúarrit. Wake up.

Jonni, 28.1.2008 kl. 09:32

34 Smámynd: Linda

Jonni ég sé þig og ég þekki þig. Hafðu það sem best.

Linda, 28.1.2008 kl. 16:11

35 Smámynd: Jonni

Hvað meinarðu Linda? Tala dýrsins eða eitthvað þannig? Ó hvað ég er hræddur.

Jonni, 28.1.2008 kl. 20:13

36 Smámynd: Linda

Mæli með eftirfarandi síðum til að fræðast um málefni Ísraels frá öðrum sjónarmiðurm enn tja skulum nota orðið "vinstri" og láta þar við sitja.

www.honestreporting.com 

http://www.israelnationalnews.com/

http://myjwn.com/

Linda, 29.1.2008 kl. 00:26

37 Smámynd: Jonni

Linda; ég var búinn að kíkja á þetta og þetta er bara áróðursvél. Seriously biased. Ég hef meiri áhuga á hlutlausum upplýsingum, en takk fyrir ráðið. Nú veit ég hvar þetta bull er að finna.

Jonni, 29.1.2008 kl. 00:31

38 Smámynd: Linda

Sannleikurinn mun gera þig frjálsan. En, núna er ég hætt, farin út í það að stríða þér.  Vinstri öfgamönnum er ekki viðbjargandi!

Mæli með að fólk lesi bókina sem heitir Íslam og Navíistar, gefur rosalega góða innsýn í viðhorf vinstriöfgamanna, Íslamista og hvaða afleiðingar þau hafa haft í Vestur Evrópu.

Linda, 29.1.2008 kl. 19:08

39 Smámynd: Jonni

Sannleikurinn hefur nú þegar gert mig frjálsan Linda. Það sem ég er að gera núna er reyna að leiða blindann sauð út undir bert loft. En blindir sauðir þrífast víst best í kolniðamyrkri, það er greinilegt.

Maður þarf ekki að vera vinstri öfgamaður til þess að sjá sannindin í þessu máli. En maður þarf að vera alvarlega þröngsýnn til þess að neita að líta staðreyndir málsins eins og þú gerir. Ef þú myndir lesa helminginn af því lesefni sem ég hef miðlað til þín er ég viss um að heimsmynd þín myndi hrynja. En það er allt í lagi Linda. Heimurinn er bara ekki eins og þú hélst.

Jonni, 29.1.2008 kl. 19:38

40 Smámynd: Linda

Munurinn á mér og þér er þessi, ég hef lesið og séð umræðan um Ísrael daginn út og inn, ég hef ekki fengið alla fréttina frekar en þú, að sjá hvað hinir vestrænu miðlar og proganda pressan M.Au landa sendir frá sér er ekki að vera viðsýnn, heldur er slíkt að vera auðtrúa.  Ég hef sagt hér á þessum þræði að ekki væri ég sátt við allar þær ákvarðanir sem Ísraels menn (pólitíkusar) hafa komið með og framkvæmt, en það þýðir ekki að ég skoði ekki málið dýpra.  Ég sé þjáningar palestínu Arabans og þjáningu Gyðingsins sem hefur setið unir 4.000 loftskeyta árásum frá Gaza á síðustu árum, ég geri mér grein fyrir því að þetta fólk sem býr á Gaza m.a. er ekkert annað en bitbein  öfgamanna, sjáðu bara hvað skeði með Egyptaland, hugsaðu þér að þeir neiti að hjálpa, hugsaðu þér að Jórdanar loka líka á þá en hvert einblínir hin vestræna pressa, hún einblínir á Ísraela, hún nær meira að segja að spinna landamæra braski Egypta yfir á Ísraela.  Ekkert er réttlátt í þessu.  Ég hef bent þér á hina hliðs málsins og þú dæmir mig þröngsýna og slíkt er jú frekar skondið ef það væri ekki svona sorglegt fyrir þig.

Ísrael er lýðræðisríki eina lýðræðisríkið á svæðinu í dag. Þú færð því ekki breytt, sem betur fer.   

Linda, 30.1.2008 kl. 19:38

41 Smámynd: Jonni

í þessum þræði hefur þú Linda komið með ýmsar fullyrðingar um mig; ég er illa lesinn, ég er vinstri öfgamaður, þú sakar mig um að sækja mínar heimildir til áróðursmanna (sem er heimspressan skv. þinni skilgreiningu). Að sama skapa lýsir þú sjálfri þér sem víðsýnni og sannleikselskandi. Þú sækir þínar upplýsingar á "réttum" stöðum. Þessir staðir eru gömul trúarrit, "HonestReport" og öfgagyðingurinn Tamar Yona. Allat annað er bara rusl að þínu mati. Það hlýtur þá að vera hluti af einhverskonar alheimssamsæri gegn Ísrael?

Hefur þú lesið EITT orð af þeim heimildum sem ég miðlaði til þín? Ég hef kíkt á það sem þú gubbaðir upp og verð að segja að mér er illa brugðið. Þetta eru ekki heimildir, þetta er hreinn áróður og áburður. Já ég verð því miður að dæma þig þröngsýna, þú hefur ekki sýnt nein merki betrunar þrátt fyrir að ég hafi ekki mætt þér með því að reyna að gera lítið úr viðmælenda mínum eins og þú gerir. Þetta er ekki merki um víðsýni og opna hugsun, þetta er merki um þröngsýni og þvermóðsku. En eins og reykingamennirnir segja; það er aldrei of seint að hætta...

Jonni, 31.1.2008 kl. 12:17

42 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Linda. Þú talar hér um þær 4.000 heimatilbúnu "rakettur" sem hópar Palestínumanna hafa skotið á Ísrael en eru ekki öglugri vopn en það að tjón af þeim er sáralítið og mannfall óverulegt. Þú sleppir hins vegar alveg að tala um fullkomnu árásarvopnin, sem Ísraelar hafa skotið á Palestínu og Líbanon og þannig slátrað fjölda sakalussra manneskja og valdið miklu eignartjóni. Þessar rakettuárásir Palestínumanna eru afleiðing af þessum grimmdarverkum Ísraela.

Þú talar um rót vandans. Hún er augljós. Rót vandans er hernám Ísraela.

Þið Linda og Snorri talið mikið um tilkall til Jerúsalem. Í því efni er rétt að hafa það í huga að þarna bjuggu arabar fyrir áður en Zíonistar hröktu þá í burtu með fjöldamorðum og hryðjuverkum. Það er talið að árið 1700 hafi gyðingar verið um 1% íbúa á þessu svæði, sem um er deild og að árið 1890 hafi þeir verið um 2% íbúa.

Upp frá því fóru gyðingar að flykkjast til lansins og kaupa upp eihverjar jarðir. Síðan fóru þeir að færa sig upp á skaptið og stofnuðu hryðjuverkasveitir eins og Irgun, Stern og Hannah, sem fóru að herja á araba. 

Árið 1947 voru gyðingar orðnir um þriðjungur íbúa á þessu svæði og eigendur um 6% jarða á svæðinu. Samt ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að úthluta þeim 55% landsins. Það dugði þeim ekki til heldur hernámu þeir um helming þeirra 45%, sem aröbum voru ætlaðar samhliða því að hrekja hátt í milljón araba á flótta með fjöldamorðum og hryðjuverkum. Þetta skapaði eitt stærsta flóttamannavandamál veraldarinnar og er það enn svo um 60 árum síðar enda hafa Ísraelar ekki enn heimilað þessum fóttamönnum að snúa aftur heim.

Af þessu sést að Ísrael á ekkert sögulegt eða trúarlegt tilkall til lands á þessum slóðum. Það eina, sem gefur Ísrael þjóðréttarlegt tilkall til lands þarna er samþykkt Sameinuðu þjóðanna frá 1947 og þá aðeins það land, sem þar var úthlutað til þeirra. Jerúsalem er ekki innan þess svæðis og því eiga Ísraear nákvæmlega ekkert tilkall til Jerúsalem. Jerúsalem er einfaldlega hluti af ólöglegu hernámi Ísraela. Enda er það svo að ekkert Evrópuríki hefur sendiráð sitt í Ísrael í Jerúsalem af þeirrri einföldu ástæðu að ekkert þeirra viðurkennir borgina, sem hluta Ísraels, enda er hún það ekki.

Það er sennilega leitun að landi, sem notar hernumda (stolna) borg undir höfuðborg sína.

Sigurður M Grétarsson, 1.2.2008 kl. 04:56

43 Smámynd: Sigurður Rósant

Sæl Linda

Þakka þér fyrir þessa sendingu. Ég sé samt ekki ástæðu til þess að kúvenda í afstöðu minni hvað almennt túleysi varðar. Flest kveikjum við jú á aðventukertum hér heima, kaupum jólatré, gefum jólagjafir, látum skíra börn okkar hjá presti í kirkju o.s.frv.

En samkvæmt könnun félagsvísindastofnunar og þjóðfræðinga við Háskóla Íslands sem var birt í Fréttablaðinu 6. jan 2008 um trúarviðhorf Íslendinga er trú manna alls ekki eins heit og trúaðir halda fram.

M.a. rak ég augun í eftirfarandi niðurstöðu: 

Þeir sem voru vissir um að til væri svokallað frahaldslíf voru:

40% þjóðarinnar árið 1974

21% árið 2006 og

22% árið 2007.

Þessar niðurstöður segja mér að "sýnd trú" er alls ekki sama og "gefin trú".

Við Íslendingar lifum mjög svipuðu lífi og Ameríkanar og Evrópubúar og eins og all flestir sem tileinkað hafa sér framfarir síðustu 50 ára. Flest játum við trú okkar með vörunum, "sýndar trú", en innst inni er sannfæringin í samræmi við niðurstöður skoðanakannana sem birt er hér að ofan. Ísraelsmenn haga sér líka svipað og við, svo ég hef enga ástæðu til að ætla en að viðhorf þeirra sé í svipuðu hlutfalli hjá þeim til trúar.

Úr grein Tamar Yona sem vísað er til í innleggi 33 hér fyrir ofan:

"According to a survey from the prestigious Guttman Institute of Applied Social Research, published in 1993, more than half the Jews in Israel light Shabbat candles.  Approximately 70% keep a kosher home. Almost 80% celebrate the Passover Seder. Over 80% of Jewish males have a Bar Mitzvah, 92% have a brit milah (circumcision) and 98% go to the trouble of putting up a mezuzah on their front doors."

"The birth rate - three to one, the armed forces filled with relgious officers, the education branch filling with more religiously identifying Jews, are all now in the hands of the religious.  So, the Seculars, the Post Zionists, and the Self-hating Jews, can all go home. Perhaps they should open the Good Book and learn their history and the prophesies in store. The future is almost here, and it looks like it's going to be a Jewish one!"

Með kveðju og von um að sannleikanum sé haldið á lofti.

Sigurður Rósant, 1.2.2008 kl. 10:07

44 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Bara skjóta inn smá gagnrýni á þessar aðgerðir Ísraela, sem þessi grein fjallar um.

http://zope.gush-shalom.org/home/en/channels/avnery/1201278309/

Þetta er ekki gagnrýni neins arabaleiðtoga heldur er það ísraelskur gyðingur, sem hér gagnýnir eigin stjórnvöld.

Sigurður M Grétarsson, 1.2.2008 kl. 12:45

45 Smámynd: Jonni

Hér er talað fyrir daufum eyrum rétttrúarmanna. Þeir liggja á bæn fyrir sakleysi Olmerts.

Jonni, 1.2.2008 kl. 14:48

46 Smámynd: Linda

Rangt aftur Jonni, síðasta færslan þín gefur augaleið þess efni að þú veist mjög lítið um ástandið.  "Olmert" er hvorki hetja fyrir trúuðum eða Gyðingum, maðurinn er "´Júdas" og það vita þeir sem þekkja málefni Ísraels.

Sigðurður Rósant - þú komst með staðhæfingar um meinta vantrúar afstöðu Ísraela ég tók það og leiðrétti. 

Jonni- varðandi færslu 44 ertu haldin ofsóknarbrjálæði, nei í alvöru talað, ég var ekki viss um hvað ég hafði skrifað eftir að hafa lesið þitt andsvar, þangað til ég las mitt svar aftur..og voila..phew..segi ég nú bara. Þú sjálfir notar orð sem dæma þig, ég hvorki kallaði þig persónulega eitt eða annað, ég talaði almennt, þú gerðir það persónulegt.  Passaðu þig á slíku. En, ég er hætt að ræða þetta frekar við þig,  þetta er komið út í hringavitleysu og engum til sóma.l

Linda, 2.2.2008 kl. 02:09

47 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Og hvað ætli Olmert hafi gert til að verðskulda að vera nefndur "Júdas"? Voru það fjöldamorðin í Líbanon á síðasta ári þegar um þúsund Líbönum var stlátrað og samgöngukerfi landsins lagt í rúst? Var það fyrir þá kúgun á Palestínumönnum, sem hefur viðgengist undir stjórn hans?

Sigurður M Grétarsson, 2.2.2008 kl. 04:11

48 Smámynd: Jonni

OK Linda, takk fyrir spjallið.

Jonni, 2.2.2008 kl. 08:32

49 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hvaða álit höfum við á því að 4000 eldflaugum hefur verið skotið á Ísrael á fáum mánuðum eða að meðaltali 3 á dag!

Ég veit að spenna ríkir milli Ísraela og Palestínumanna. En Palestínumenn vilja hafa ríkisstjórn sem haldi lög og reglur í samfélagi Palestínumanna. Ef sú stjórn getur ekki stöðvað handahófskenndar árásir ýmissa vígasveita þá sanna þeir vanhæfni sína til að geta kallað sig "ríkisstjórn".

Ísraelar eru í vanda og við getum komið þeim til hjálpar með því að standa með þeim í lífsaráttu þeirra. það vil ég!

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 3.2.2008 kl. 00:46

50 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Snorri. Ég vil bara benda þér á að Ísraelar hafa sprent nær allar ef ekki allar lögreglustöðvar á Gasa í tætlur. Þeir hafa stolið nánast öllu skattfé ríkisstjórnar Palestínumanna í langan tíma þannig að ekki hefur verið hægt að greiða opinberum starfsmönnum laun. Hvernig í ósköpunum eiga stjórnvöld að gata stjórnað landinu við slíkar aðstæður.

Þú hefur miklar áhyggjur af þeim 4.000 eldflaugum, eða öllu heldur heimatilbúnum rakettum, sem Palestínumenn hafa varpað á Ísrael. Þessar rakettur eru litlar og ónákvæmar og hafa litlu tjóni valdið. Þú virðist hins vegar ekki hafa áhyggur af þeim fullkomnu flugskeytum, sem Ísrelar hafa skotið á Palestínumenn og hafa valdið miklu manntjóni og eignartjóni. Þar fer fram slátrun á saklausu fólki í flestum tilfellum með fullkonum vopnum.

Þú viriðist ekki hafa neinar áhyggjur af ólöglegu hernámi Ísraela og þeirri grimmilegu kúgun, sem þeir hafa beitt íbúa hernámssvæðanna. Þú virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því milkla landráni, sem Ísraelar hafa stundað í áratugi á landi Palestínumanna. Þú virðist ekki hafa neinar áhyggjur af öllum þeim heimilum Palestínumanna, sem Ísraelar hafa eyðilagt af mannvonsku sinni. Þú virðist ekki hafa áhyggjur af öllum þeim Palestínumönnum, sem Ísralar hafa drepið eða limlest af fullkomnu virðingarleysi fyrir lífi og limum Palestínumanna. Þú ferð hins vegar mikinn þegar Palestínumenn berja frá sér af litlum mætti.

 Þú tekur aftöðu með grimmum kúgurum gegn fórnarlömbum þeirra og berð fyrir þig Biblíunni. Þvílík saurgun á þeirri helgu bók.

Sigurður M Grétarsson, 3.2.2008 kl. 03:53

51 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sigurður.

Þú segir að fram fari slátrun á "saklausu fólki" í flestum tilfellum. Hvernig veistu um sakleysi þessa fólks? Ísraelar hafa sýnt upptökur af því hvernig þeir svara þessum árásum. Þeir sjá nákvæmlega hvaðan skotið er og skjóta nákvæmlega á þann stað. Þar verður þá slátrunin og eignatjónið. En því er ekki þannig farið hjá þeim sem skjóta hinum heimatilbúnu eldflaugum. Þær lenda ónækvæmt og geiga auðveldlega en drepa örugglega. Þeim er skotið til að valda tjóni, skelfingu og dauða.

Heimilin sem Ísraelsmenn hafa eyðilagt í "mannvonsku" sinni. Ég veit um þau öll. Þau eru teljandi á hendi annarar handar og þó að þú notir engan putta. Þau eru 0, engin. Hundruð þúsunda Araba eru ísraelskir borgarar og njóta þeirra réttinda sem borgararétturinn gefur. Þeir nefnilega eru líka skotmörk og verða fyrir árásum Palestínu-Araba. Ísraelar eru líka að vernda þá! En það er ekki því að heilsa hjá þeim sem hatast út í Ísraelsmenn. Gyðingarnir ógna þér ekki með byssu nema þú bjóðir þeim byrgin.

kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 4.2.2008 kl. 15:50

52 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Hvað veist þú um sakleysi þeirra Ísraela, sem Palestínumenn hafa drepið? Svarið er einfalt, nákvæmelga það sama og um sakleysi þeirra Palestínumanna, sem Ísraelar hafa drepið. Ísraelar hafa margoft ráðist á bara einhver skotmörk í Palestínu í hefndarárásum sínum. Það hefur oft komið fram vitnisburður ísraelskra hermanna, sem haf fengið fyrimæli um slíkt. Ísraelar hafa mrgoft skotið börn fyrir að henda grjóti í átt að hermönnum og bryndrekum.

Þau pelstínsku heimili, sem Ísraelar hafa eytt skipta þúsundum.  Þar er ég bara að tala um þau heimili, sem þeir hafa eytt á síðustu áratugum en til viðbótar þá  hafa þeir eytt milli 300 og 450 pelstínskum bæjum og þorpum eftir að hafa hrakið íbúa þeirra á brott með morðum og hryðjuverkum. Þær eyðingar áttu sér flestar stað eftir að Ísraelar hröktu hátt í milljón Palestínumenn frá heimilum sínum með fjöldamorðum og hryðjuverkum á árinu 1947. Þeir hafa reyndar reynt að halda á lofti annarri skýringu á þessum fólksflótta en það er varla til nokkur sagnfræðingur, sem hefur skoðað þessa atburði og vill viðhalda virðingu sinni, sem færðimaður, sem tekur undir skýringar Ísraela.

Það sýnir öfgar þína að halda því fram að Ísraelar hafi ekki eytt neinum heimilum Palestínumanna að Ísraelsk stjórvöld reyna ekki einu sinni að halda því fram. Þeir hafa hins vegar reynt að afsaka þær eyðingar palestínskra heimila með ýmsum hætti. Þeir eyðilögðu til dæmis alltaf heimili sjálfsmorðssprengjumanna áratugum saman. Þar skipti engu máli hvort viðkomandi átti það hús eða ekki. Ef um var að ræða fjölbýlishús þá eyddu þeir því öllu.

Ekki skulum við heldur gleyma hetjunni Rachel Corri, sem var myrt með svívirðilegum hætti af ísraelskum hermanni þegar hún var ásamt fleiri sjálfboðaliðum mannréttindasamtaka að reyna að verja heimili saklauss fólks, sem Ísraelsher var að eyðileggja. Samkvæmt vitnisburði nærstaddra bæði Bandaríkjamanna og Palestínumanna þá horfði ísraelski hermaðurinn í augun á henni áður en hann ók yfir hana á beltagröfu og bakkaði síðan yfir hana aftur.

Varla getur við talið það til mannvonnsku Palestínumanna þó þeir hafi ekki aðgang að jafn fullkomnum morðvopnum og Ísraelar.

Hvað varðar borgararétt araba innan Ísraels þá eru þeir annars flokks borgarar þar í landi. Þeir þurfa að búa í öðrum hverfun en gyðingar og þeir fá lakari heilsugæslu og menntun heldur en íbúar gyðingahverfa. Ef gyðingur vill giftas einstaklingi með aðra trú þá getur hann ekki búið með honum í Ísrael vegna þess að hann má ekki búa í gyðingahverfi og gyðingurinn má ekki búa utan gyðingahverfa. Ástandið hvað þetta varðar í Ísrael er mjög sambærilegt við Suður Afríku á tímum Apartheit.

Það eru Ísraelar, sem eru hernámsliðið á þessum slóðum. Það eru því þeir, sem eru árásaraðilinn í þessari deilu. Það eru þeir, sem hafa stundað gengdarlaust landrán á landi Palestínumanna og kúgað þá af mikilli grimmd. Það eru Palestínunenn, sem eru að verja sig og berjast fyrir tilveru sinni og landi. Ógnir Palesínumanna gagnvart Ísraelum eru vegna þess að það eru Ísraelar, sem hafa boðið þeim byrginn. 

Sigurður M Grétarsson, 5.2.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 17
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 241051

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband