... ekki að hækka skatta..!

Hvað þá? Verða menn þá ekki að afskrifa laun og vinnu?  Verða menn þá ekki ráðnir aðeins í hlutastörf?

Ég fékk tölvupóst þess efnis hvort ég, ásamt samkennurum mínum, vildi fækka skóladögum gegn því að lækka í launum sem nemur einum degi á mánuði ( 12 mánuðir í ári svo það nálgast hálf mánaðarlaun á ársgrundvelli). 

Þetta er tilboð, undirritað af sjálfstæðisbæjastjóra og samfylkingar forseta bæjarstjórnar. Náist þessi leið ekki í gegn þá verður kennurum fækkað við skólann, fjölgað í bekkjum og annar svipur settur á skólastarfið.

Bærinn ætlar að spara allt að 200 milljónum og miðað við að allt gangi upp áreynslulaust, þá verður sparnaðurinn um 150 milljónir á ári. Menningarhúsið sem ekki er komið í starfsemi er sagt muni kalla á þennan rekstrarkostnað, jafnvel meir. Þannig fer sparnaðurinn úr skólastofunni í menningar-Hofið.

Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn ætla greinilega að fara aðra leið en Sjálfstæðismenn í sölum Alþingis. Ætli flokkurinn sé  þá vinstrisinnaður í bæjarstjórnum með niðurskurð og auknar álögur en í stjórnarandstöðu fyrir kostningar með opnar peningalindir ..hvar? Á leynireikningum?

Þingmenn Sjálfstæðisflokks þurfa að tala í sama tóni og bæjarstjórnir Sjálfstæðisflokks annars verður flokkurinn enn daprari kostur fyrir mig og aðra kjósendur.

Ég geri mér alveg grein fyrir að við þurfum öll að taka á og það er ég til í að gera. Ég vil sjá að innan tveggja ára horfum við fram á breytt landslag í fjármálum lands og þjóðar. Þess vegna er ég til í að láta skera launin niður og vinnuna ef það má vera Íslandi til bjargar. En sporin hræða. Þetta var reynt uppúr 1990 þegar þjóðarsáttin var sett á og allir samþykktu ábyrga kjarasamninga. Okkur var lofað að þegar fyrirtækin færu að blómstra þá kæmu kauphækkanir mun hraðar. En hvað gerðist? Vextir og vertrygging var varðveitt, bankarnir þöndust út. Fyrirtækin styrktust og fóru í útrás með forseta vorn í stafni og heimilunum blæddi eins og dreyrasjúklingi með opið sár. Laun kennara sigu jafnt og þétt, launastéttir voru að lafa í kjarabótum sem voru alltaf undir verðbólguprósentum. Það var því kjaraskerðing í 19 ár með auknum sköttum og íþyngjandi vaxta-okri.Verkalýðsforystan sat með foringjum velmektarinnar og var sátt, þjóðarsátt!

Eini sjóðurinn sem gat borgað niður skuldir á þessum þjóðarsáttarárum var ríkissjóður. Sveitafélög og heimili sátu eftir með æ rýrari hag.

Ég hef ekki heyrt neinn koma með djarfa áætlun sem blæs í okkur þrótti, boðar blóð, svita og tár en sigurlaun að úthaldi loknu! Hver þorir að boða okkur "nýjan himin og nýja jörð"?

Hefði ég kannski átt að bjóða mig fram?

kær kveðja

Snorri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: þorvaldur Hermannsson

Sá flokkur eða flokkar sem segja nú fyrir kosningar að þeir ætli ekki að hækka skatta þeir eru að ljúga og líta á kjósendur sem fífl.

Og þá flokka á ekki að kjósa.kv

þorvaldur Hermannsson, 16.4.2009 kl. 01:28

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður

Auðvita áttir þú að bjóða þig fram í alþingiskosningum en fyrir hvern nema þá himnaföðurinn?

Þegar ég heyrði þessar tillögur að skerða kennslu á Akureyrir þá var mér nú hugsað til dagana í ágúst sem var verið að klína við skólaaríð ekki fyrir svo mörgum árum. Það þótti mér mjög heimskulegt. Væri ekki ráð að byrja skólann 1. sept. eins og hér fyrr á árum? Þar væri sparnaður, kennarar jú á launum en starfsemin væri engin í staðin í 10 -14 daga.

Frábært grein og vonandi ratar hún til ráðamanna sem hafa lofað að slá skjaldborg um heimilin í landinu. Get ekki séð að það sé neitt verið að hjálpa almenningi en það er verið að hjálpa bönkunum á kostnað almennings sem er að blæða út.

Þetta er allt saman til skammar.

Vertu Guði falinn og blástu nú almennilega í lúður eldklerksins. Láttu nú ráðamenn þjóðarinnar fá það óþvegið

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2009 kl. 04:27

3 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Alveg er ég sammála þér Snorri - það þarf átök til að rétta þjóðina við og menn verða að vera samstíga. Verður fróðlegt að sjá hvað gerist og hvað fólki hugnast þegar fram á veginn er komið.

Varðandi framboðið þá er alltaf þörf á góðu fólki alveg sama hvar það er og þú hefðir síður en svo verið lakari kostur en það sem er í boði, allavega upp til hópa í mínu kjördæmi.

Gísli Foster Hjartarson, 16.4.2009 kl. 10:13

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já Snorri það hefðirðu átt að gera.  Ég hefði kosið þig, jafnvel flutt mig til um kjördæmi til að ljá þér atkvæði mitt.

Bestu kveðjur til þín og þinna,

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.4.2009 kl. 12:26

5 Smámynd: Jónatan Már Guðjónsson

Sæll Snorri loksins ert farinn að skrifa sem sannur vinstri maður til hamingju vinur ,  haltu svona áfram.

p.s. Ég myndi kjósa þig með það sama þú gætir nefnilega ekki verið verri kostur en hinir.

Kær kveðja Jónatan Már Guðjónsson (Jonni)

Jónatan Már Guðjónsson, 16.4.2009 kl. 14:34

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Við borgarar landsins verðum að borga með einum eða öðrum hætti. Spurningin er hvort að fulltrúar okkar hafi verið allsgáðir og með öllum mjalla þegar þeir skuldsettu þjóðina fyrir tímabundinn sýndargróða. Að tekjuskerðing og atvinnuleysi haldist í hendur er ekki spurning bara tímaspursmál hversu lengi. Ef við verðum að borga allt sem upp er sett verður þetta langur tími kannski að eilífu ef eigendur skulda okkar fá að ráða. Það er kannski rétt afstaða að kjósa sjálfstæðisflokkinn svo hann geti unnið á vanda sem hann skapaði sjálfur. Af hverju að leggja á sig óvinsædir í 4 til 8 ár bara til að sjálfstæðisflokkurinn geti setið á hliðarlínunni og rifið kjaft. VG eru bestir í stjórnarandstöðu og Samfylkingin lika. Ég styð minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.

Gísli Ingvarsson, 16.4.2009 kl. 16:24

7 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Snorri þú minkar bara tíundina niður í áttund og kemur út á sléttu.

Þorvaldur Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 00:49

8 Smámynd: Snorri Óskarsson

Þorvaldur

Blessaður það er langt síðan hún varð að "sjö-und"  svo á að ganga að launa umslagi verkamannsins bæði frá hægri-og vinströflunum á þá fer þetta enn neðar, "fimmund" eða "ferund"! Und-arlegt er þetta allt saman!

kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 17.4.2009 kl. 17:39

9 Smámynd: Eygló Hjaltalín

Sæll Snorri.

Það er reindar farið fram á að allir starfsmenn Akureyrar taki á sig einn launalausan frí dag á mánuði,en haldi öllum réttum sínum svo sem orlofsuppbót Desenberuppbót og framveigis eins munu kenarar halda sínum réttum,ég er til í þetta frekar en að verða atvinnulaus þar sem ég er launþegi hjá Akureyrarbæ,Ég sé að Þorvaldur að þú minkir bara tíundinna,hvort þú minkir hana kemur mér ekki við en það mun ég ekki gera því sagt er gjaldið keisaranum það sem keisarans er og Guði sem Guðs er,en megi Guð forða okkur frá því að kjósa yfir okkur vinstristjórn er boðar aukna skatabyrði á okkur.

kveðja Eygló.

Eygló Hjaltalín, 17.4.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 66
  • Frá upphafi: 241097

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband