Jesús og þú?

Þessar fréttir hljóma í eyrum mér sem "furðufrétt" eða jafnvel "ekki frétt"! En samt finnst mér merkilegt hve margir nútímamenn þekkja andlit á Jesú KristiSmile, gyðingnum sem fæddist fyrir 2000 árum, rúmlega!  Hvað ætli það sé í okkur mönnunum sem vekur þessi hughrif?

Jesús fæddist sem ungbarn og var lagður í jötu. Himnintungl og stjörnur könnuðust við hann og leiðbeindu vitringunum frá Persíu til Ísraels og síðan til Betlehem.

Í höll Heródesar var kallað á hina skriftlærðu og þeir spurðir hvað fornu spámannaritin greindu frá um fæðingu hins smurða, Messías? Þá flettu men uppá staðnum hjá Míka spámanni í kafla 5. Engin spurning var um efni textans, Jú, Kristur átti að fæðast í Betlehem. En ekki er frá því greint að nokkur hafi slegist í för með vitringunum að líta með eigin augum hið spámannlega undur. Þeir sátu sem fastast í lærdómssetrum en vitringarnir létu stjörnuna ráða för. Táknið á himnum kallaði á viðbrögð!

Hjarðmenn á völlum fóru til að skoða barnið og litu það með eigin augum. Ekki var nein skýjamyndun eða svartir blettir á banana sem var með andlit Jesú, heldur hvítvoðungur, reifaður og liggjandi í jötu búsmalans. Jötunni var ekki haldið til hag eða hún sett á safn. Ekkert andlit friðarhöfðingjans mikla grópaðist í fjalir jötunnar.

Jesaja sá þetta andlit 600 árum áður en vitringarnir og hirðingjarnir mættu að jötunni. Hann lýsti því þannig:"Hann var hvorki fagur né glæsilegur svo að oss gæfi á að líta, né álitlegur svo að oss fyndist til um hann". (Jes.53:2).

En hann kom til að verða krossfestur svo að hann mætti frelsa synduga menn. Og við fáum að halda hátíðirnar hans, jól, páska, hvítasunnu og sunnudaga til að minna okkur á þessa stórkostlegu gjöf Guðs.

Andlit hans er einnig að finna á líkklæðunum sem hann notaði eina helgi um árið 30 e.kr. þegar hann steig niður til Heljar og prédikaði fyrir öndunum sem syndguðu áður og öðrumsálum réttlátra sem biðu í forsal himinsins en höfðu ekki komist inn fyrr en Jesús Kristur opnaði okkur nýjan veg og lifandi, í gegnum fortjaldið- líkama sinn- og inní hið allra helgasta!

Svo á hann  að birtast í huga okkar og háttalagi. Við erum kölluð til að vera hans lærisveinar. Þúsundir barna eru borin til skírnar á hverju ári, annar eins skammtur unglinga mætir til ferminga og heitir því að gera þennan Jesú að leiðtoga lífsins. En .. birtist hann í okkar mannlífi? Sést hann í mér og þér?

Það er kaldhæðið að andlit hans sjáist á bananahýði, innihurð eða skýjamyndum en ekki í okkur! Samt sagði Jesús í Æðstaprestsbæn sinni:"Í þeim er ég dýrlegur orðinn". (Jóh.17:10). Þannig eru hinir kristnu útvaldir til að birta mynd og persónu Jesú krists. 

Ætli við stöndum okkur betur en bananahýði?Whistling

Gleðileg jól.

Snorri í Betel


mbl.is Jesús birtist á banana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki veit ég hvernig Jesús leit út, en myndin á hýðinu svipar til einhvers  og fólk gefur sér að það sé Jesú. Ef einhver spyrði mig af hverjum myndin væri þá myndi ég svara:"Essasú?"

kveðja.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.12.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

Auðvitað er þetta ótrúlegt að þekkja mynd af bananahýði. Af manni sem er meira enn 2000 ára gamall. Ég er mestu erfiðleikum að þekkja sjálfan mig á skólamyndum og þekki mig alls ekki á myndum þegar ég var í vöggu.

Ég gerði einmitt  pistil um þetta, því það hafði líka verið kona í útlöndum sem Jesú birtist á botninum á straujárni sem nú er heilagt. Það má ekkert nota það, þar sem það er hálfgert guðlast að nudda andliti frelsarans sjóðheitu á alls konar garma sem verið er að reyna að slétta.

Alla vega, þá vakti þetta straujárn heimsathygli. Jesú sjálfur, sem ég er ekki í neinum vafa að hefur húmor fyrir því mesta, hlýtur að veltast um af hlátri yfir þessu...annað er bara ekki hægt. 

Óskar Arnórsson, 1.1.2010 kl. 17:35

3 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já margt er skrítið í Kýrhausnum, Jesús sagði, að ef þú trúir, þá muntu sjá dýrð Guðs. Það er nóg fyrir mig, meira en nóg ...

G.Helga Ingadóttir, 3.1.2010 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 50
  • Frá upphafi: 241072

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband