12.1.2021 | 14:11
Endalok lýðræðisins?
Foringjaræðið í Þýskalandi, Þriðja ríkið eða Nazizminn reis upp úr rústum Weimar lýðræðisins. Flestir þeirra sem hafa kynnt sér og fjallað um það lýðræði hafa viðurkennt veikleika sem vill birtast hjá lýðræðis þjóðfélögum. Það er sundurlyndið og fjöldi flokka sem stíga fram þegar einhver stefnumál eru látin liggja milli hluta og endalausar samsteypustjórnir með getuleysi og átakafælni sitja að völdum. Nazisminn komst að vegna þess að lýðræðið átti engin svör.
Allir sem hafa lesið um hrun Weimar lýðveldisins vita að það átti ekki roð við ,,Foringjann" sem nýtti sér einfaldara kerfi og einræði með skyndilausnum. En þar mátti enginn hafa aðrar skoðanir.
Getum við séð lýðræðið falla og ,,Foringjaræði" rísa í okkar tíð? Tvö ríki má nefna strax og eru þau bæði fyrir botni Miðjarðarhafs. Tyrkland er komið vel á veg til einræðis. Sést það best á spennunni sem komin er milli Tyrkja, Grikkja og Armena. Mannréttindi hafa verið stórlega skert í Tyrklandi því lýðræði er veikara en einræði.
Nú herma fréttir að ísraelska ríkisstjórnin er að sundrast og erfitt var fyrir hana að ná saman svo kosningar verða á næsta ári, þær fjórðu á jafnmörgum árum. Lýðræðið er greinilega ganga á hálum og þunnum ís eða bara á vatni.
Stendur Ísrael frammi fyrir ógnun líkri þeirri sem hreppti þjóðverja fyrir 80 árum? Stjórnvöld sem ná ekki saman og treysta ekki öðrum stjórnmálamönnum er mikil ógn við hið viðkvæma lýðveldi.Þetta gerðist í Weimar lýðvelinu millistríðsáranna og gæti hæglega verið að birtast í Ísrael á þessum vikum. Sagt er um gyðinga að þar sem 3 koma saman þá hafa þeir 4 skoðanir. Sundurlyndið getur því verið ástæðan fyrir því óumflýjanlega að ,,Foringjaræði" gæti tekið völdin. Hluti af þessu máli er einnig eftirvænting gyðinga eftir Messíasi. Vegna þess getum við sagt að í trú gyðinga er innbyggð ,,Foringjahyggja" þar sem þeir vonast eftir því að tími Messíasar er inni.
Getur það verið að á þessu ári muni sá birtast sem Gyðingar bíða eftir? Leiðtogi sem virðir ekki lýðræðið? Ekki vitum við það en vert er að hafa opin augun og fylgjast grannt með.
Sá sem verður þessi leiðtogi er nefndur til sögunnar og hefur verið kallaður Antikristur! Við getum vitað sumt um hann meðal annars úr spádómsritum gyðinganna sjálfra. Þeim er þetta ekki hulið því þeirra fornu rit geyma þessa sögu. Hvað fáum við að vita? Til dæmis þetta:,,og borgina og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs sem koma á". Sú þjóð sem eyddi Jerúsalem og musterið 70 e.kr. voru Ítalir. Verður næsti ,,foringi" Ísraels af ítölskum ættum?
Þessar hugrenningar mínar tengjast atburðum síðustu vikna vegna þess að jarðvegurinn er kjörlendi fyrir ógnandi en sterkan foringja. Þess má geta að ríkisstjónrin í Íran gerði samning við mörg ríki um takmarkaða auðgun úrans. Vilji þessara mörgu ríkja var að hefta útbreiðslu kjarnavopna, nóg er komið. Bandaríkin sögðu sig frá þessum samningi því þeir treysta ekki sviksömum stjórnvöldum í Teheran. Nú hefur utanríkisráðherra Þýskalands og Svíþjóðar krafist þess að Íranir standi við umræddan samning þó svo að Bandaríkin hafi sagt sig frá honum því samningurinn er ennþá í gildi við Evrópu t.d. En þegar hinn sterki gefngur út úr salnum þá virðist agaleysið ná aftur tökunum á liðinu.
Getur það verið að við á Íslandi sem sitjum undir áróðri fréttastofa sem hafa mótað afstöðu okkar gegn Trump, með fréttaflutningi, hefur gert okkur kærulaus og hyskion í afstöðunni til Múslimskra þjóða? Það má ekki benda á tvöfeldnina í stefnu þeirra ríkja og ég hef ekki séð eða heyrt fréttir um aukna framleiðslu á Úran hjá Irönum. Við vitum að þeir hafa hótað því að mæta með kjarnorkusprengju í átökin í Mið-Austurlöndum. En best er trúlega að gera eins og strúturinn, stinga höfðinu í sandinn.
Ekki vitum við þetta svo gjörla í dag en höfun augun opin og sjáum hverju fram vindur.Verkin tala og Guð gefur okkur náð til að vita þetta áður en það gerist. Þannig erum við forrréttindahópur sem getur gert viðeigandi ráðstafanir í huga okkar og hjörtum.
Hvernig við hugsum ræður því hversu ógnandi atburðir líðandi stundar eru. Sumt í lífinu er óumflýjanlegt þó svo að það veki okkur ugg og ótta. Þöggunin breytir engu nema til bölvunar.
Þegar samfélagsmilðar eins og Twitter og Facebook ásamt fleirrum slíkum sýna af sér yfirgang og þöggun þá er mjög stutt í að ,,Hitlers typan" geti birst og tekið völdin.
Ég hugsa oft til þess sem Akureyrabær sýndi mér með þöggunarkröfu sinni og síðar útskúfun hve stutt er í þessi viðbrögð hjá ,,vinstrisinnuðum" mönnum. Alla vega hefur verið áberandi hversu einarðlega þeir komu til vanrar þöggunartilburðum Akureyrar. Meira að segja vanir fjölmiðlamenn og Alþingismenn vörðu Akureyrarbæ. Svo má nefna skýrsluna um óeyrðirnar á Austurvelli í kjölfar hrunsins. Þegar bent var á hvatningarhróp þingmanna og eggjan þeirra til að taka Alþingi yfir, þá mátti þetta ekki standa í skýrslunni. Krafan frá vinstrinu var að fjarlægja þetta úr skýrslu lögreglunnar.
Hve nálægt erum við komin að skerðingunni á trúar-, tjáningar- eða skoðunarfrelsi?
Og ég sá annað dýr stíga upp af jörðinni það hafði tvö horn lík lambshornum...(Op.13:11) Það virðist ekki svo hættulegt. Ef Biden og Kamella eru dæmi um veigalítil horn sem eru að ná Hvítahúsinu, gefa þau rúm annarsstaðar fyrir stærri og meiri ógnanir? Því þessi ,,lambshorn" gegna því hlutverki að efla tiltrú á ,,fyrra dýrið" og sjá til þess að allir ,,tilbiðji líkneski dýrsins" og ,,allir taki nafn þess og tölu þess á hægri hönd sér eða enni"!
Það er áleitið fyrir mig að bera saman þessa fornu sýn Opinberunarbókarinnar og lesa samtíð mína inní þessa mynd. Jarðvegurinn virðist vera eins í sýninni og í nútímanum. Mér sýnist við vera komin inní þennan ógnvænlega tíma Guðleysisins þegar frelsi til trúar og tjáningar verður fjarlægt og við ,,látin tilbiðja" ríki og skipulag sem þolir ekki frjáls skoðanaskipti. Djöfullinn hreiðrar alltaf um sig í þögguninni með lygunum! Hann hefur aldrei þolað Anda Sannleikans.
kveðja
Snorri i Betel
Trúmál og siðferði | Breytt 15.1.2021 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2021 | 15:12
Friðarhöfðinginn segir:
,,Minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur, hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." (Jóh.14:27)
Er ekki auðveldast að leita til friðarhöfðingjans, fá friðinn og mæta síðan til leiks?
kveðja
Snorri í Betel
![]() |
Mig langar að finna friðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2021 | 23:51
Betel 100 ára
Það er ekki algengt á Íslandi að hafa fríkirkju í sinni heimabyggð. Lengst af Íslandsögunni var ekki tíðkað að kirkjur væru frjálsar og sjálfstæðar heldur voru þær undir konungi eða páfa. Það var ekki fyrr en með strjórnarskránni 1874 að trúfrelsi væri ákvæði inn í þjóðskipulag á Íslandi. Betel í Vestmannaeyjum nýtur góðs af því.
Betel er elsta hvítasunnukirkja á Íslandi og hefur í 100 ára sögu sinni staðið vörð um Biblíulega kristni. Söfnuðurinn var ekki stofnaður fyrr en 1926, þann 1.janúar en trúboðsstarfið byrjaði í Vestmannaeyjum árið 1921 og því finnst mér eðlilegt að minnast þess með fáum orðum.
Þegar Sigmundur Davíð brýndi raust sína á síðum morgunblaðsins um undanhald kirkjunnar og trúargildum sínum þá ýtti það við mér. Ég fór að rifja upp söguna hvað Betel söfnuðurinn þurfti að glíma við í gegnum þessi 100 ár. Þó svo að hann hafi aldrei talist fjölmennur eða haft sínar pólitísku tengingar né lifað á sóknargjöldum, þá heyrðist meðal fólksins vitnisburðurinn um Vilja Guðs, Reglur Guðs og Náð Guðs sem birtist í kenningum Jesú Krists.
Fyrsta glíman var við Þjóðkirkjuna sem var að meira eða minna leyti undirorpin andatrúnni. Bæði biskupar, Guðfræðiprófessorar og ýmsir kennimenn voru hallir undir Andatrú og lituðu söfnuði sína með slíku. Í haust var Fríkirkjan við tjörnina að rifja upp fyrir okkur hið ,,Frjálslynda kennivald" sem kirkjan stóð fyrir og skreytir sig enn með fjöðrum ,,Frjálslyndis" sem sínu helsta ágæti. Hvítasunnuprédikararnir andmæltu hinni ,,Frjálslyndu" guðfræði og bentu á hversu kröftuglega hún er trássi við Biblíuna, Guðs Orð. Hvítasunnuprédikanirnar studdust einmitt við þetta þrennt Biblíuorðið, reynsluheim frelsaðra og Hallgrím Pétursson. Engu var líkara en að HP væri besti varnaraðili Betelinganna því fyrir eitthundrað árum andmæltu menn ekki framsetningu Hallgríms á kristinni Guðfræði. Og í Betel var bara lifað, breytt eins og stendur skrifað:
Guðs Orð fær sýnt og sannað
hvað oss er leyft eða bannað
Það skal þitt leiðarljós!
Lífsreyndur prestur og vinur minn, hafði á orði við mig að hann teldi að Hvítasunnumenn hafi bjargað kristninni fram að miðbiki 20. aldar. Því þeir vísuðu alltaf til Biblíunnar og kröfðu prestana um afstöðu með kristnum sjónarmiðunum og hvað Biblían segði.
Í upphafi starfs Hvítasunnusafnaðanna urðu fleiri átakamál eins og kommúnisminn og nazisminn. Ungir menn flykktust að flokkum þessum og margt glæsilegt virtist eftirsóknarvert í þeirra framsetnigu. Eitt atriði umfram annað réð úrslitum að Betel gat ekki samþykkti þessar stefnur og það var guðleysið sem þær boðuðu. Kommúnisminn vildi tortíma eignarréttinum og þess vegna prédikuðu hvítasunnumenn á móti kommúnismanum því Guð varðveitir eignarrétt mannsins og segir:,,Þú skalt ekki girnast neitt það sem náungi þinn á"!
Nazisminn vildi útrýma gyðingum og vaða yfir önnur lönd, flokka menn í yfir- og undirflokka en hvítasunnumenn bentu á Biblíuna og sögðu alla menn bræður, komna af einum og skapaða af Guði.
Þó svo að hvítasunnusöfnuðurinn hafi verið ljós á myrkum stað og sett ljósið á ljósastikuna þá varð það ekki til þess að hann fengi öflugt fylgi almennings. Betel var ævinlega flokkað sem ,,sértrúarsöfnuður".
Þegar hvítasunnumenn töluðu gegn klámi, lauslæti,kynvillu eða trans-lífsmátanum og bent á að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd til að virða það að karlinn er gerður fyrir konuna og konan gerð fyrir manninn þá telst það ekki góð ella í dag og bera vott um þröngsýni. Þegar prédikað var að kynvillan sé synd og leiði menn til glötunar skv. Biblíunni þá jókst ekki fylgið við Hvítasunnusöfnuðinn heldur ruku upp pólitískir tækifærissinnar og beittu sínum vopnum af krafti til að þagga niður í ,,þröngsýnum prédikurum" sem skildu ekki nútíma viðhorf í samtímanum.
Kannski er kominn tími fyrir þá sem í dag prédika í ræðustólum Hvítasunnu-kirkjunnar að tala eins og gert hefur verið fyrstu 50 ár Betels, Láta Orð Guðs hljóma, setja lampann á ljósastikuna til að það lýsi öllum í húsinu því menn eru á glötunarvegi, þrátt fyrir skírnir, fermingar eða kvenna stjórnun.
Takk Sigmundur Davíð að hafa orð á þessu mikilvæga atriði kirkjunnar. Þó að það skapi ekki fjöldafylgi, vinsældir eða almennan stuðning við hin kristnu gildi þá gefur kristnin mönnum og þjóðfélögum möguleikann á betra lífi. Má vera að kirkja sem lætur almenningsálitið leiða sig þurfi að fá uppsagnarbréf frá ríkinu til að hin Frjálsa og Sjálfstæða kirkja tali skírar því líf okkar liggur við. Hlutverk kirkjunnar er að vera Guðs rödd inní samtímann svo menn: ,,Nemi staðar við vegina og litist um og spyrji um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin og fari hana, svo að þeir finni sálum sínum hvíld."(Jer.6:16)
Megi þessi 100ára saga Betels verða til brýningar þeim sem fara um landið okkar með ,,Orðsins Brandi"!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt 2.1.2021 kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.10.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 243758
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar