Betel 100 ára

  Það er ekki algengt á Íslandi að hafa fríkirkju í sinni heimabyggð. Lengst af Íslandsögunni var ekki tíðkað að kirkjur væru frjálsar og sjálfstæðar heldur voru þær undir konungi eða páfa. Það var ekki fyrr en með strjórnarskránni 1874 að trúfrelsi væri ákvæði inn í þjóðskipulag á Íslandi. Betel í Vestmannaeyjum nýtur góðs af því.

Betel er elsta hvítasunnukirkja á Íslandi og hefur í 100 ára sögu sinni staðið vörð um Biblíulega kristni. Söfnuðurinn var ekki stofnaður fyrr en 1926, þann 1.janúar en trúboðsstarfið byrjaði í Vestmannaeyjum árið 1921 og því finnst mér eðlilegt að minnast þess með fáum orðum.

Þegar Sigmundur Davíð brýndi raust sína á síðum morgunblaðsins um undanhald kirkjunnar og trúargildum sínum þá ýtti það við mér. Ég fór að rifja upp söguna hvað Betel söfnuðurinn þurfti að glíma við í gegnum þessi 100 ár. Þó svo að hann hafi aldrei talist fjölmennur eða haft sínar pólitísku tengingar né lifað á sóknargjöldum, þá heyrðist meðal fólksins vitnisburðurinn um Vilja Guðs, Reglur Guðs og Náð Guðs sem birtist í kenningum Jesú Krists.

Fyrsta glíman var við Þjóðkirkjuna sem var að meira eða minna leyti undirorpin andatrúnni. Bæði biskupar, Guðfræðiprófessorar og ýmsir kennimenn voru hallir undir Andatrú og lituðu söfnuði sína með slíku. Í haust var Fríkirkjan við tjörnina að rifja upp fyrir okkur hið ,,Frjálslynda kennivald" sem kirkjan stóð fyrir og skreytir sig enn með fjöðrum ,,Frjálslyndis" sem sínu helsta ágæti. Hvítasunnuprédikararnir andmæltu hinni ,,Frjálslyndu" guðfræði og bentu á hversu kröftuglega hún er trássi við Biblíuna, Guðs Orð. Hvítasunnuprédikanirnar studdust einmitt við þetta þrennt Biblíuorðið, reynsluheim frelsaðra og Hallgrím Pétursson. Engu var líkara en að HP væri besti varnaraðili Betelinganna því fyrir eitthundrað árum andmæltu menn ekki framsetningu Hallgríms á kristinni Guðfræði. Og í Betel var bara lifað, breytt eins og stendur skrifað:

Guðs Orð fær sýnt og sannað

hvað oss er leyft eða bannað

Það skal þitt leiðarljós!

Lífsreyndur prestur og vinur minn, hafði á orði við mig að hann teldi að Hvítasunnumenn hafi bjargað kristninni fram að miðbiki 20. aldar. Því þeir vísuðu alltaf til Biblíunnar og kröfðu prestana um afstöðu með kristnum sjónarmiðunum og hvað Biblían segði.

Í upphafi starfs Hvítasunnusafnaðanna urðu fleiri átakamál eins og kommúnisminn og nazisminn. Ungir menn flykktust að flokkum þessum og margt glæsilegt virtist eftirsóknarvert í þeirra framsetnigu. Eitt atriði umfram annað réð úrslitum að Betel gat ekki samþykkti þessar stefnur og það var guðleysið sem þær boðuðu. Kommúnisminn vildi tortíma eignarréttinum og þess vegna prédikuðu hvítasunnumenn á móti kommúnismanum því Guð varðveitir eignarrétt mannsins og segir:,,Þú skalt ekki girnast neitt það sem náungi þinn á"!

Nazisminn vildi útrýma gyðingum og vaða yfir önnur lönd, flokka menn í yfir- og undirflokka en hvítasunnumenn bentu á Biblíuna og sögðu alla menn bræður, komna af einum og skapaða af Guði.

Þó svo að hvítasunnusöfnuðurinn hafi verið ljós á myrkum stað og sett ljósið á ljósastikuna þá varð það ekki til þess að hann fengi öflugt fylgi almennings. Betel var ævinlega flokkað sem ,,sértrúarsöfnuður". 

Þegar hvítasunnumenn töluðu gegn klámi, lauslæti,kynvillu eða trans-lífsmátanum og bent á að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd til að virða það að karlinn er gerður fyrir konuna og konan gerð fyrir manninn þá telst það ekki góð ella í dag og bera vott um þröngsýni. Þegar prédikað var að kynvillan sé synd og leiði menn til glötunar skv. Biblíunni þá jókst ekki fylgið við Hvítasunnusöfnuðinn heldur ruku upp pólitískir tækifærissinnar og beittu sínum vopnum af krafti til að þagga niður í ,,þröngsýnum prédikurum" sem skildu ekki nútíma viðhorf í samtímanum.  

Kannski er kominn tími fyrir þá sem í dag prédika í ræðustólum Hvítasunnu-kirkjunnar að tala eins og gert hefur verið fyrstu 50 ár Betels, Láta Orð Guðs hljóma, setja lampann á ljósastikuna til að það lýsi öllum í húsinu því menn eru á glötunarvegi, þrátt fyrir skírnir, fermingar eða kvenna stjórnun.

Takk Sigmundur Davíð að hafa orð á þessu mikilvæga atriði kirkjunnar. Þó að það skapi ekki fjöldafylgi, vinsældir eða almennan stuðning við hin kristnu gildi þá gefur kristnin mönnum og þjóðfélögum möguleikann á betra lífi. Má vera að kirkja sem lætur almenningsálitið leiða sig þurfi að fá uppsagnarbréf frá ríkinu til að hin Frjálsa og Sjálfstæða kirkja tali skírar því líf okkar liggur við. Hlutverk kirkjunnar er að vera Guðs rödd inní samtímann svo menn: ,,Nemi staðar við vegina og litist um og spyrji um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin og fari hana, svo að þeir finni sálum sínum hvíld."(Jer.6:16)

Megi þessi 100ára saga Betels verða til brýningar þeim sem fara um landið okkar með ,,Orðsins Brandi"!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Amma mín var sannkristin eins og þú, Snorri, og það var afi líka. Þar ólst ég upp við þessi kristilegu gildi. Mér finnst eins og þér að nútíminn sé kominn býsna langt frá venjulegri kristni. 

Ég ætla að spyrja þig að svolitlu atriði. Þú skrifar um hvernig baráttan við andatrúna var stórt atriði við upphaf 20. aldarinnar. Það er alveg rétt hjá þér, þá var það í tízku, ekki aðeins innan kirkjunnar heldur víðar í þjóðfélaginu. 

Nú eru breyttir tímar. Andatrúin er að miklu leyti horfin í tímans skaut, eða orðin hluti af fjölbreytilegri flóru sem birtist í mörgum myndum.

Það sem kirkjan ætti að berjast á móti á okkar tímum væri þetta: Femínismi, líkamsskraut (sem er bannað í Biblíunni en er vinsælla en andatrú á okkar tímum), húmanismi og margt slíkt. 

Ég held að Sjálfstæðisflokkurinn myndi græða á því að halda fast í upphaflega stefnu sína. Ég lærði það á mínu æskuheimili hjá afa og ömmu að börnin þurfa að fá aga. Það er einmitt það sem vantar í nútímauppeldið, börnin fá ekki aga eða reglur til að fylgja, næstum allt er talið í lagi. Það er þetta mikla umburðarlyndi.

Afi minn var alltaf sjálfstæðismaður eins og amma, en hann gaf viðskiptavinum mikinn afslátt á verkstæðinu þar sem hann gerði við bíla ef þeir voru fátækir. Það þurfti enginn að segja honum það, þetta var bara hluti af hans kristilega siðferði og honum fannst það eðlilegt. Hann var enginn kapítalisti þótt hann kysi Sjálfstæðisflokkinn. 

Ég tel að andatrúin sé skárri en margt annað í nútímanum. Hún er ekki lengur eins áberandi og hún var og það er miklu fleira sem stríðir gegn boðskap Biblíunnar í menningunni.

Takk fyrir að vera okkur efasemdarmönnum traustur klettur Snorri. Þessi hreina og ómengaða kristni sem þú boðar er sú kristni sem ég kynntist í uppeldi mínu. Ég kannaðist líka við Jón Val Jensson, hann var mikill sómamaður, blessuð sé minning hans. Ég sakna þess að ekki koma lengur pistlar frá honum, ekki var hann að draga neitt undan í mikilvægum málum.

Ingólfur Sigurðsson, 2.1.2021 kl. 07:41

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

"flokka menn í yfir- og undirflokka en hvítasunnumenn bentu á Biblíuna og sögðu  alla menn bræður, komna af einum og skapaða af Guði".

------------------------------------------------------------------------------------

Er gaypride-göngufólkið þínir bræður og systur?

Jón Þórhallsson, 2.1.2021 kl. 09:31

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Já, við erum öll ,,bræður" komin af sameiginlegum forföður. Við erum ekki endilega ,,trúbræður" eða höfum sameiginlega afstöðu til trúar og siðferðis. Sumir bræðra minna ganga því miður á glötunarvegi og þess vegna boða ég þeim Jesú Krist, frelsarann og Guðssoninn til að leysa þá frá helslóð og inn til dýrðarfrelsis Guðs barna.

kveðja

Snorri

Snorri Óskarsson, 2.1.2021 kl. 11:58

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

>Nazisminn vildi útrýma gyðingum og vaða yfir önnur lönd, flokka menn í yfir- og undirflokka en hvítasunnumenn bentu á Biblíuna og sögðu alla menn bræður, komna af einum og skapaða af Guði.

Ah... svona eins og í Biblíunni eru Kanverjar undirflokkur sem á að útrýma.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.1.2021 kl. 17:27

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hjalti Rúnar, Nei þú úrskurðar rangt. Guð flokkaði niður í rétt og rangt. Hegðun manna varð þá eins og nú, mælikvarði á rétta hegðun og ranga. Nákvæmlega eins og þú flokkar fólk í andstæðinga eða sömu skoðunar. Davíð konungur segir það að Guð er ,,gagnvart ranglátum afundinn"! Kaanverjar völdu rangan lífsmáta eins og barnafórnir og fengu þess vegna dóm vegna synda sinna. Þetta áttu nú allt að vita og enn eru laun syndarinnar dauði, jafnvel fyrir yfirflokks fólkið.

Snorri

Snorri Óskarsson, 2.1.2021 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband