27.5.2020 | 10:20
Ástin?
Í mínu ungdæmi gerðu Bítlarnir lagið ,,All you need ís love" heimsfrægt. Þeir breyttu viðhorfi til ástarinnar til meira frjálsræðis og ungafólkið fór að hegða sér eins og ástin væri án ábyrgðar. Auðvita hafði frelsið afleiðingar og ávöxt og mun meira varð um börn fædd utan hjónabandsins eða óskilgetin. En lagið var enn vinsælt og margt benti til þess að ,,All you need ís love" væri heimspeki sem gæti leyst öll heimsins vandamál.
Á íslensku höfum við allavega tvö orð um ástina þ.e. Kærleikur og ást. Svo tengjum við saman orð og getum fengið út föður-kærleika, móðurást, systkinakærleik og föðurlands ást.
Í grísku eru til 4 orð yfir það sem íslenskan hefur 2 og enskan 1! Breski rithöfundurinn C.S.Lewis benti á mjög merkilegt orðavalið í grískunni um hugtakið ást ,,love". Fyrst skal nefna ,,Agape" sem er ævinlega tengt við kærleika. Kristnin segir okkur að Guð sé kærleikur. Trúin tengir kærleikann við gefandi eða fórnandi kærleika. Gefa án þess að fá eitthvað í staðinn, frumkvæðið er viðhorf Guðs til þín og mín.
Annað orðið í grísku máli um ást er ,,storge"! Notað í tengslum við föðurást eða foreldraást gagnvart börnum og afkvæmum okkar. Sagt var um Jóhannes skírara að hlutverk hans væri að :,,snúa hjörtum feðra til barna" eða endurvekja ,,storge" föðurkærleikann í samfélagi gyðinga á fyrstu öldum okkar tímatals.
Þriðja orðið í grískunni er:,,filiae"! Gjarnan þýtt sem bróður kærleikur, eða vinátta milli félaga og vina. Þaðan er orðið ,,Fíladelfía" komið og bæði notað yfir borgir og söfnuði þar sem bræðra þelið átti að ríkja og menn yrðu vörn og skjól hver fyrir annan. Þessi vináttu hugsun er mjög mikilvæg fyrir náungann, félagana og víðar.
Fjórða orðið er ,,Eros" sem gjarnan er notað yfir kynferðislega ást eða aðdóun. Þetta orð er gjarnan tengt við Bítlalagið fræga. Þess vegna varð enska orðið ,,love" oftast tengt við ,,frjálsar ástir"! Við tökum orðin í notkun eftir hentugleika hverju sinni. Meinbugirnir koma í ljós þegar við heyrum fullorðna ,,njóta ásta" með börnum. Þá er ástin komin á skjön við skilning flestra á friðhelgi barnsins.
Ég ætla að enda þennan pistil á þessari tengingu að Guð sem er kærleikur (Agape,Storge,Filíae og Eros) hefur skapað tilveruna í þessum tilgangi að hún megi birta kærleika Guðs. Aðeins ein stofnun í okkar heimi, hjónabandið, speglar þessi 4 grísku orð. Þar er hin fórnandi ást(Agape) að finna, annars gengur hjónabandið ekki. Í hjónabandinu verða börnin til og þeim á að mæta föðurkærleikur og móðurást (storge). Gott hjónaband tengir hjón og afkomendur þeirra vina böndum (Filiae) og svo höfum við kynlífið, ljúft og skapandi (Eros) svo áframhald verði í sköpuninni. Svona hefur Guð útbúið tilveruna. Þess vegna á ástar söngur Bítlanna vel við ,,All you need ís love" ef þú tekur gríska merkingu (Agape, Storge, Filiae,Eros) inní textann.
Hjónabandið er því gjöf Guðs til okkar mannanna og það er besta ,,ástar samband" sem við getum speglað kærleika Guðs í okkar lífi.
Guð elskar þig (Agape) enda gaf hann Son sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur eignist eilíft líf!
Snorri í Betel
25.5.2020 | 14:22
Sólrún með boðskap!
Fjársjóður hugans er eftirsóknarverður auður. Þegar ég las um hugsun þessarar stúlku minntist ég orðanna: ,,Hugrekki mannsins heldur honum uppi í sjúkdómi hans, en dapurt geð, hver fær borið það"! (Orðskv.18:14)
Mann órar ekki fyrir því hve gömul speki hefur mikið að segja í nútímanum. Við spyrjum gjarnan hvers vegna svona slys gerast? Svörin verða bara handahófskennd. Það mikilvægasta er hvað býr í huga þess sem lendir í slysi og þarf að vinna að lausninni. Hugarfarið geymir fjársjóðinn að miklum bata. Sólrún er ljóslifandi dæmi þess og hennar hugsun hefur mikilvæg skilaboð til okkar.
Ég vísa til Orðskviða Salómons sem var uppi um 900 f.kr. Hann var greinilega opinn fyrir því hvernig maðurinn bregst við þrautum lífsins. Allir samtímamenn hans eru fyrir löngu horfnir og meira að segja um 40 kynslóð að auki! Það sem ég vísa til er samt hugsun og vers sem getur reynst okkur veganesti og vonandi verður svo.
Hin hliðin á þessu Orði ritningarinnar er svo viðbrögð samtímans. Þar kennir margra grasa eins og þeirra að við skulum halda þessum boðskap frá börnum. Ekki fræða ungmennin í skóla eða draga allt í efa standi það í Biblíunni.
Sólrún skilar mikilvægum boðskap til landsmanna hvað hugarfar hefur mikil og kröftug áhrif. Megi þetta verða til áframhaldandi græðslu og bjartsýni fyrir okkar land!
Biblíuorðið er auðvitað þjóðargersemi gyðingsins sem mannkyn fær að njóta. Spurningin er auðvitað, hvort við höfum vilja til þess?
Allir sjá að veröldin er viðsjárverð, öryggið hverfult og réttlætið eins og norðangarrinn. Bara sumir fá að vera í skjóli. Gyðingurinn hefur nefnilega ekki alltaf fengið réttláta meðferð í sögu sinni og fáar þjóðir með jafn grátlegar reynslur. En veganestið sem þeir fengu eins og Orðskviðir Salómons, hafa mótað hugsun þessa fólks til góðs og heilla af því að Guð gaf þeim gott veganesti! Sólrúnu nýtist það og ég bið fyrir því að þeim báðum vegni áframhaldandi vel og þau fái fullan bata, í Jesú nafni!
En gleymum því ekki að veganesti gyðingsins er Orð Guðs og skjólið er Guð almáttugur. Orðið segir: ,,Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta, sá er gistir í skugga hins almáttka, sá er segir : ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á"!(Sálm. 91:1-2)
Snorri í Betel
![]() |
Sólrún staðráðin í að halda áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2020 | 10:22
Hvað varð um smokkinn?
Eru þá menn komnir að þeirri niðurstöðu að smokkurinn dugir ekki lengur? Við höfum fylgst með herferðum þar sem ungafólkinu var ráðlagt að nota bara smokkinn og þá væri öryggið komið á oddinn! Lítið var gert úr skírlífi og enginn gaumur gefinn að reynast maka sínum trúr. Dygðir og trúmennska komust ekki á blað!
Vísindin lögðu til smokkinn!
Þurfti heimsfaraldur til að opna augu manna fyrir því að öruggasta leiðin til farsæls lífs og besta sjúkdómavörnin væri hreinlæti, trúfesti og virðing gagnvart makanum.
Það er meira en í lagi að fara í upprifjun á gömlu kristnu gildunum sem eru hætt að heyrast!
Guð skapaði nefnilega aðeins eina konu á mann! Adam og Eva. Þau urðu ,,reglubundnir bólfélagar" eins og hjónaböndin eiga ennþá að vera!
Snorri í Betel
![]() |
Fólk haldi sig við sína reglubundnu bólfélaga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.5.2020 | 15:40
Viðvörun SÞ - hungursneyð yfirvofandi!
https://www.bbc.com/news/live/world-52568948
Ofangreind viðvörun Sameinuðuþjóðanna birtist í dag á BBC vegna áhrifa Covid-19. Áhyggjurnar snúast um uppskerubrest og yfirvofandi hungursneyð. Þangað átti málið ekki að fara, var það?
Meðan okkar samtími er upptekinn af lokunum, útbreiðslu faraldurs og tilraunum stjórnvalda til að bjarga efnahag Vesturlanda þá heldur hjól tilverunnar áfram að snúast, án þess að mikill gaumur sé gefinn að því. Hvað láta fjölmiðlar kjurrt liggja sem betur væri að veita athygli? Við vitum að upplýsingagjöfinni er stýrt og fréttamenn birta ekki allt,auðvitað ekki! Of mikil vitneskja getur skapað ótta, en of lítil skapar örugglega hættuástand.
Ég hef undanfarna daga verið að bera saman samtímann annars vegar og Exodus, hins vegar, burtför Ísraelsmanna úr Egyptalandi. Atburðum í stjórnmálum og samskiptum þjóðanna á sama tíma, eða undir lok Bronsaldar. Bronsöld var glæsilegur tími í verslun, viðskiptum og framþróun hjá þjóðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vitað er að á Kýpur voru miklar koparnámur sem gerðu Eyjuna ríka. Allt frá Ítalíu til Grikklands, til ríkis Hittíta (Anatólía) til Sýrlands og alla leið til Egyptalands sigldu menn með vörur, mat og hráefni en einnig Brons. Herir þessara landa urðu mikið öflugri vegna vopna framleiddum úr bronsi (90% kopar 10% tin). Eyrinn var þá jafn mikilvægur í viðskiptum og Olían er í okkar hagkerfi. Svo gerist eitthvað, ekki bara eitt heldur margt sem orsakaði samspil, keðjuverkun, svo að þessi ríki hrundu og sum hurfu eins og veldi Hittíta. Borgin Trója var sú borg sem lá vestast í veldi Hittíta og verður fyrir árás sem sumir sagnfræðingar segja að hafi verið fyrsta heimsstyrjöld mannkynssögunnar. Margar þjóðir tóku þátt í þeirri baráttu að leggja borgina að velli. Svo áhrifamikil var styrjöldin að nafni minn Sturluson getur hennar í upphafi Heimskringlu. Þangað rekur hann upphaf Ásatrúar víkinga. Í ættartölu minni frá Oddi Helgasyni greinir hann frá nöfnum sem við þekkjum lítið eins og Dómaldi Vísburson, Tyrkjakonungur.sem var uppi 13 - 15 öldum seinna eða 20 e.kr.
Í þessu ófriðarástandi við lok Bronsaldar hrundi verslun og viðskipti þessara landa. Reynt var að efna til friðar með mægðum við konungsættir óvinaríkja eins og greint er frá í hýroglýfum Egyptalands frá þessum tíma. Þetta kemur einnig fram í Biblíunni þegar Salómon konungur giftist egypskri prinsessu og fær koparnámurnar í Timna að gjöf, allt til að tryggja frið. Faraó Egypta, Tutmosis 2. (1500 - 1450 f.kr) var búinn að berja niður allar varnir Kanverskra borga. Sennilega var Hatsepsut prinsessa dóttir hans og fóstra Móse en Móse leiddi Ísrael út úr þrælahúsinu, Egyptalandi. Áður en til þess kom flúði hann frá Egyptalandi og var 40 ár í útlegð í Midían en nafnið þýðir kopargerða menn!
Við endalok Bronsaldar varð uppskerubrestur og náttúruhamfarir (jarðskjálftar) sem beygðu heimsveldin og loftslagsbreytingar (þurrkur) hafði æ verri áhrif á þessi samfélög svo að þau jafnvel ,,gufuðu upp" og þeirra er ekki getið í mannkynssögunni eftir 1100 f.kr. Ein kenning er sú að Ísland hafi komið duglega við sögu. Hekla hafi gosið miklu gosi (18 rúmkílómetrum) og kældi fyrir bragðið veðurhjúp Miðjarðarhafsins með öskunni sem dreifðist þangað. Fyrir bragðið stöðvaðist verslun með korn. Siglingar lögðustst af og ríkin lentu jafnvel sjálf í innanlandsátökum auk árása frá Sjófólkinu sem svo var kallað. Trúlega voru það landlausir ættbálkar sem voru að leita sér að nýju föðurlandi. Í Amos spádómsbók er þetta sagt:,,Hef ég ekki flutt Ísrael af Egyptalandi og Filista frá Kaftor og Sýrlendinga frá Kýr"? (Amos 9:7) Má vera að þeir séu forverar strandbúa á Gaza t.d.og jafnvel forfeður víkinganna á leiðinni norður til Skandinavíu? Ýmis nöfn eru á þessu ,,Sjófólki" sem skráð eru á hyróglýfur Egyptalands sem benda til að þetta voru Sardiníu menn og fólk frá Sikiley svo eitthvað sé nefnt.
En á meðan þessi upplausn er fyrir botni Miðjarðarhafs og voldug ríki hrynja eins og Hittítar, mætir Móse með sinn lýð, úr 40 ára eyðimerkurgöngu og til lands sem mátti sín lítils gegn Guði almáttugum og þurfti að láta í minnipokann fyrir Ísrael, Guðs lýð! Til eru leirtöflur Kanverja frá þessum tíma þar sem Faraó var beðinn um liðsinni gegn Hebreum. Þessir atburðir voru þá eftir allt ,,fæðingahríðir" nýs tíma. Ný þjóð var að setjast að. Bronsöld að líða undir lok og nýtt tímabil að hefjast.
En enginn gat hjálpað Kanverjum þegar upplausn ríkti í löndunum frá Ítalíu, Grikklandi, veldi Hittíta, Sýrlandi og allt til Egyptalands. Löndin voru mörg hver að hruni komin. Margir fornleifa uppgreftir eins og í Lakíz eða Úgarit sem og Hattusa(höfuðborg Hittíta) benda eindregið til þessarar framangreindu niðurstöðu.
Sumir segja að á þessum tíma, við lok Bronsaldar hafi verið hið fullkomna ,,Gerningaveður"! Nútíminn er nokkuð líkur þessum tíma. Gætum við verið að sigla inní svipaðar aðstæður? Stríð er í Sýrlandi, ókyrrð í Tyrklandi, flóttamenn um alla Evrópu, álfan lokuð vegna Covid-19 efnahagur þjóðanna kominn að fótum fram og ótti við hamfarahlýnun. Aðeins vantar tvennt til að fullkomna myndina 1. Náttúruhamfarir (Mikið eldgos á Íslandi og jarðskjálfa í Evrópu) 2.uppskerubrest (yfirvofandi hungursneyð, eins og SÞ.er að vara við).
Þér þykir þetta blogg eflaust mjög neikvætt og fullt af svartsýni, en ég get ekki varist þeirri hugsun að þessir atburðir eiga heilmikið sammerkt og hljóma undarlega líkt og lýsing Jesú Krists er á tímanum rétt áður en hann kemur aftur(Mátt. 24:8). Biblían kallar þann tíma ,,Fæðingarhríðir"! Það er nýtt skipulag, nýr heimur, að fæðast, nýjar kringumstæður jafnvel nýtt og endurnýjað þjóðskipulag.
Meðan við öll erum hugsi og upptekin af sjúkdómi og viljum ekki smitast geta atburðir gerst í Ísrael sem enginn getur spornað við, því ,,Guðs áætlun" mun ná fram að ganga þrátt fyrir okkar skoðanir eða álit. Endurreisn Musterisins gæti hafist án nokkurar viðspyrnu. Upplausn landa, skipulags og samvinna þjóða mun renna sitt skeið og í upplausninni virka hvorki NATO eða EB. Ég er engan veginn að tala um heimsendi þó að um sé að ræða ákveðna tegund af honum. Nýtt tímabil mannkynssögunnar er við sjónarrönd!
Þrengingarnar koma og allt mun verða augljóst. En hvernig fá þessir atburðir að snerta mig og þig? Jesús gaf lærisveinum sínum eitt ráð: ,,Vakið því þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur!"
Endurnýjaðu trú þína á Jesú því að hann lofar okkur því að vera með okkur alla daga allt til enda veraldar og taka okkur til sín, svo að við séum og þar sem hann er"
Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti Ásjónu sína lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið, AMEN!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt 10.5.2020 kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2020 | 09:14
Að trúa eða hafna?
Viðbrögð okkar við þessari frétt verða annað hvort að við trúum eða höfnum.
Í því ljósi að Trump segir þetta munu margir andstæðingar hans hafna þessari vitneskju af því að hún kemur frá Trump. Hinir trúa þessari fullyrðingu þó að hún komi frá Trump. Hann hefur nefnilega aðgang að upplýsingum sem við höfum ekki. En ég minnist þess að hafa séð þetta í fjölmiðlum í upphafi faraldursins að efnavopnaverksmiðja Kínverja er einmitt í Wuhan og þeir hafi misst tökin á ,,afkvæminu".
En hverju ættum við að trúa? Segja Kínverjar frekar satt? Munum gamla kviðlinginn um Jón Hrak. Hann ,,hugði ei sannleik hóti betri sagðar af sér eða Sankti Pétri"!
Ég segi eins og Beda prestur sagði og Ari Fróði vísaði til að :,,hafa skal það sem sannara reynist"!
Leitum sannleikans
snorri í betel
![]() |
Segir hægt að sanna að veiran komi af rannsóknarstofu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.10.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 243759
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar