Viðvörun SÞ - hungursneyð yfirvofandi!

https://www.bbc.com/news/live/world-52568948

Ofangreind viðvörun Sameinuðuþjóðanna birtist í dag á BBC vegna áhrifa Covid-19. Áhyggjurnar snúast um uppskerubrest og yfirvofandi hungursneyð. Þangað átti málið ekki að fara, var það?

Meðan okkar samtími er upptekinn af lokunum, útbreiðslu faraldurs og tilraunum stjórnvalda til að bjarga efnahag Vesturlanda þá heldur hjól tilverunnar áfram að snúast, án þess að mikill gaumur sé gefinn að því. Hvað láta fjölmiðlar kjurrt liggja sem betur væri að veita athygli? Við vitum að upplýsingagjöfinni er stýrt og fréttamenn birta ekki allt,auðvitað ekki!  Of mikil vitneskja getur skapað ótta, en of lítil skapar örugglega hættuástand.

Ég hef undanfarna daga verið að bera saman samtímann annars vegar og Exodus, hins vegar, burtför Ísraelsmanna úr Egyptalandi. Atburðum í stjórnmálum og samskiptum þjóðanna á sama tíma, eða undir lok Bronsaldar. Bronsöld var glæsilegur tími í verslun, viðskiptum og framþróun hjá þjóðunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Vitað er að á Kýpur voru miklar koparnámur sem gerðu Eyjuna ríka. Allt frá Ítalíu til Grikklands, til ríkis Hittíta (Anatólía)  til Sýrlands og alla leið til Egyptalands sigldu menn með vörur, mat og hráefni en einnig Brons. Herir þessara landa urðu mikið öflugri vegna vopna framleiddum úr bronsi (90% kopar 10% tin). Eyrinn var þá jafn mikilvægur í viðskiptum og Olían er í okkar hagkerfi. Svo gerist eitthvað, ekki bara eitt heldur margt sem orsakaði samspil, keðjuverkun, svo að þessi ríki hrundu og sum hurfu eins og veldi Hittíta. Borgin Trója var sú borg sem lá vestast í veldi Hittíta og verður fyrir árás sem sumir sagnfræðingar segja að hafi verið fyrsta heimsstyrjöld mannkynssögunnar. Margar þjóðir tóku þátt í þeirri baráttu að leggja borgina að velli. Svo áhrifamikil var styrjöldin að nafni minn Sturluson getur hennar í upphafi Heimskringlu. Þangað rekur hann upphaf Ásatrúar víkinga. Í ættartölu minni frá Oddi Helgasyni greinir hann frá nöfnum sem við þekkjum lítið eins og Dómaldi Vísburson, Tyrkjakonungur.sem var uppi 13 - 15 öldum seinna eða 20 e.kr.

Í þessu ófriðarástandi við lok Bronsaldar hrundi verslun og viðskipti þessara landa. Reynt var að efna til friðar með mægðum við konungsættir óvinaríkja eins og greint er frá í hýroglýfum  Egyptalands frá þessum tíma. Þetta kemur einnig fram í Biblíunni þegar Salómon konungur giftist egypskri prinsessu og fær koparnámurnar í Timna að gjöf, allt til að tryggja frið.  Faraó Egypta, Tutmosis 2. (1500 - 1450 f.kr) var búinn að berja niður allar varnir Kanverskra borga. Sennilega var Hatsepsut prinsessa dóttir hans og fóstra Móse en Móse leiddi Ísrael út úr þrælahúsinu, Egyptalandi. Áður en til þess kom flúði hann frá Egyptalandi og var 40 ár í útlegð í Midían en nafnið þýðir kopargerða menn!

Við endalok Bronsaldar varð uppskerubrestur og náttúruhamfarir (jarðskjálftar) sem beygðu heimsveldin og loftslagsbreytingar (þurrkur) hafði æ verri áhrif á þessi samfélög svo að þau jafnvel ,,gufuðu upp" og þeirra er ekki getið í mannkynssögunni eftir 1100 f.kr. Ein kenning er sú að Ísland hafi komið duglega við sögu. Hekla hafi gosið miklu gosi (18 rúmkílómetrum) og kældi fyrir bragðið veðurhjúp Miðjarðarhafsins með öskunni sem dreifðist þangað. Fyrir bragðið stöðvaðist verslun með korn. Siglingar lögðustst af og ríkin lentu jafnvel sjálf í innanlandsátökum auk árása frá Sjófólkinu sem svo var kallað. Trúlega voru það landlausir ættbálkar sem voru að leita sér að nýju föðurlandi. Í Amos spádómsbók er þetta sagt:,,Hef ég ekki flutt Ísrael af Egyptalandi og Filista frá Kaftor og Sýrlendinga frá Kýr"? (Amos 9:7) Má vera að þeir séu forverar strandbúa á Gaza t.d.og jafnvel forfeður víkinganna á leiðinni norður til Skandinavíu? Ýmis nöfn eru á þessu ,,Sjófólki" sem skráð eru á hyróglýfur Egyptalands sem benda til að þetta voru Sardiníu menn og fólk frá Sikiley svo eitthvað sé nefnt.

En á meðan þessi upplausn er fyrir botni Miðjarðarhafs og voldug ríki hrynja eins og Hittítar, mætir Móse með sinn lýð, úr 40 ára eyðimerkurgöngu og til lands sem mátti sín lítils gegn Guði almáttugum og þurfti að láta í minnipokann fyrir Ísrael, Guðs lýð! Til eru leirtöflur Kanverja frá þessum tíma þar sem Faraó var beðinn um liðsinni gegn Hebreum. Þessir atburðir voru þá eftir allt ,,fæðingahríðir" nýs tíma. Ný þjóð var að setjast að. Bronsöld að líða undir lok og nýtt tímabil að hefjast.

En enginn gat hjálpað Kanverjum þegar upplausn ríkti í löndunum frá Ítalíu, Grikklandi, veldi Hittíta, Sýrlandi og allt til Egyptalands. Löndin voru mörg hver að hruni komin. Margir fornleifa uppgreftir eins og í Lakíz eða Úgarit sem og Hattusa(höfuðborg Hittíta) benda eindregið til þessarar framangreindu niðurstöðu.

Sumir segja að á þessum tíma, við lok Bronsaldar hafi verið hið fullkomna ,,Gerningaveður"! Nútíminn er nokkuð líkur þessum tíma. Gætum við verið að sigla inní svipaðar aðstæður? Stríð er í Sýrlandi, ókyrrð í Tyrklandi, flóttamenn um alla Evrópu, álfan lokuð vegna Covid-19 efnahagur þjóðanna kominn að fótum fram og ótti við hamfarahlýnun. Aðeins vantar tvennt til að fullkomna myndina 1. Náttúruhamfarir (Mikið eldgos á Íslandi og jarðskjálfa í Evrópu) 2.uppskerubrest (yfirvofandi hungursneyð, eins og SÞ.er að vara við).

Þér þykir þetta blogg eflaust mjög neikvætt og fullt af svartsýni, en ég get ekki varist þeirri hugsun að þessir atburðir eiga heilmikið sammerkt og hljóma undarlega líkt og lýsing Jesú Krists er á tímanum rétt áður en hann kemur aftur(Mátt. 24:8). Biblían kallar þann tíma ,,Fæðingarhríðir"! Það er nýtt skipulag, nýr heimur, að fæðast, nýjar kringumstæður jafnvel nýtt og endurnýjað þjóðskipulag.

Meðan við öll erum hugsi og upptekin af sjúkdómi og viljum ekki smitast geta atburðir gerst í Ísrael sem enginn getur spornað við, því ,,Guðs áætlun" mun ná fram að ganga þrátt fyrir okkar skoðanir eða álit. Endurreisn Musterisins gæti hafist án nokkurar viðspyrnu. Upplausn landa, skipulags og samvinna þjóða mun renna sitt skeið og í upplausninni virka hvorki NATO eða EB.  Ég er engan veginn að tala um heimsendi þó að um sé að ræða ákveðna tegund af honum. Nýtt tímabil mannkynssögunnar er við sjónarrönd!

Þrengingarnar koma og allt mun verða augljóst. En hvernig fá þessir atburðir að snerta mig og þig? Jesús gaf lærisveinum sínum eitt ráð: ,,Vakið því þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur!"

Endurnýjaðu trú þína á Jesú því að hann lofar okkur því að vera með okkur alla daga allt til enda veraldar og taka okkur til sín, svo að við séum og þar sem hann er"

Drottinn blessi þig og varðveiti þig, Drottinn láti Ásjónu sína lýsa yfir þig og sé þér náðugur. Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið, AMEN!

 

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Örn Einar Hansen

Þetta er einmitt það sem Trump var að tala um. Lækningin má ekki vera verri en sjúkdómurinn ... vinstra fólkið er svo upptekið af sjálfu sér, að það sér ekki þær hörmungar sem það veldur.  Það er blint af hatri og heift gegn Trump, og vill fólki almennt illt.

Við *verðum* að opna fyrir löndin ... því stór hluti af hinum fátæka heimsluta, byggir á því að vörur og þjónusta sé til staðar.

Örn Einar Hansen, 7.5.2020 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 241064

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband