Að hafa áhrif á aðra?

Rússar taka til sinna ráða. Þeir eru sjálfum sér samkvæmir og vilja að ,,sannleikurinn" sé sagður þeim í hag og því reyna þeir að hafa áhrif á aðra. Megum við ekki skilja Rússann sem kemur úr uppeldisbúðum kommúnismans að hann séu líkur i háttalagi og hugsun þeirrar stefnu var sem ól hann upp. Stalin og andi hans svífur enn yfir vötnum þar eystra.

En ritsjóri Fréttablaðsins hefur líka reynt að hafa áhrif á aðra og ,,troðið á öðrum með skítugum skónum"! Er það eitthvað til að fetta fingur út í? Ritsjórinn er sjálfur Samfylkigarmaður og hefur leyft sér rússnesk efnistök í Fréttablaðinu.

Skoðið þetta úr penna ritsjórans:

,,Fyrirlitna landið". Hvaða land er það? Jú, USA. Þar velur ritstjórinn að varpa ljósi á hið fyrirlitna land með þessum orðum: ,,Frjálsræðið hefur vikið fyrir stæku afturhaldi þar sem forpokuð kristni af karllægustu sort er notuð til að knýja áfram lygavélina.." Ætli ritsjórinn sé að reyna að hafa áhrif? jafnvel rússnesk áhrif af þeirri tegund sem Stalin Djúkasvíli kunni best? 

Ritsjóri Fréttablaðsins hélt áfram með sinn málflutning svona:,,enda virðist kristileg kórvilla vera að eitra allt samfélagið, langt umfram lýðræðislegt umboð.." Er þetta eitthvað líkt því sem Rússar reyna sjálfir að gera og Fréttablaðið einnig?
Hvaða lýðræðislega umboð hefur Sigmundur Ernir til svona skrifa um bandaríkin og kristnina þar í landi? Kom hún kannski frá Kreml sem reynir að beita ritsjórann sömu brögðum og einkennir hin sócíalisku viðhorf að allir lúti ,,Stalín" eða Pútín!

Mér finnst gott þegar ritsjórar kvarta undan sínum eigin aðferðum. Vera má að hann læri eitthvað af því.

Sagt var til forna. ,,Allt það sem þér viljið að aðrir menn geri yður , það skuluð þér og þeim gjöra"!(tekið úr forpokaðri kristni af karllægustu sort, Matt.7:12)

Það skyldi þó ekki vera að ritstjóri Fréttablaðsins fái sjálfur að finna til tevatnsins úr hinu rammasta vígi ,,Samfylkingarinnar", Kreml? Hann hefur óvægið, beitt aðra þessum brögðum eins og hér að framan greinir.

Okkur lesendum er gert að þola hans málflutning og ég vil ráðleggja honum að þola málflutning Rússa. Tjáningarfrelsið er dýrmætur fjársjóður og fellur vel saman við ,,Gullnu regluna" í Matt. 7:12!

Hin ,,forpokaða kristni", sem virðist ,,eitra samfélagið langt umfram lýðræðislegt umboð" er miklu betri en þöggunartilburðir ritsjóra Fréttablaðsins á málefni fóstureyðinga og samfélagsmeina.

Varðveitum hin kristilegu gildi og þolum andmælin, þeim er hægt að svara!

 

Snorri í Betel


mbl.is Netárás og hótun um að loka vef Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver segir satt?

Er Fríkirkja samasem merki um að fara ,,frjálslega" með sannleikann? Stundum blasir það við að allar kirkjur telja sig boðbera sannleikans og svo virðist sem hann sé bara settur í mismunandi umbúðir en kjarninn er samt alltaf hinn sami.

Við flöggum Biblíunni og svo leggjum útaf biblíutextanum á okkar hátt og allir virðast hafa á réttu að standa því sannleikurinn er afstæður, ekki satt! 

En er það svo? Skoðum þetta

Ein setning í Biblíunni, stutt og alvarleg, er svona:..,,enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig"!(Jóh.14:7)

Er setningin dæmi um hrokafulla kirkju eða þröngsýni postulanna? Ég leitaði í ýmsa texta hinnar íslensku Biblíu. Þar segir í ( Viðeyjarbiblíu 1841)þar er setningin eins. Í Stjórn (1976, stofnun Árna Magnússonar) segir: ,,Engi comr til faudor nema fyr mic"! Þessi texti er forn Norrænn. Hvernig skyldi Oddur Gottskálksson (1540) hafa þýtt þennan Biblíutexta? Svona:,,Enginn kemur til míns föðurs nema fyrir mig."

Textinn virðist skila sér eins frá því um 1200 til okkar daga. Það segir mér að menn hafi verið sammála um túlkun og þýðingu taxtans úr grískum frumheimildum í 800 ár!

Skoðum umdeilda texta sem mér er tjáð að ég hafi misfarið og rangtúlkað. Vegna Hinsegin daga eru þessir textar dregnir fram í umræðuna hjá Fríkirkjunni við Tjörnina.

Efnið er frá 1.Kor. 6:9 en þar segir:,,Hvorki munu saurlifismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa" (Bibl. 1981).

Þýðingin frá Oddi(1540) er svona:,,Því villist eigi að hvorki frillulífismenn né blótmenn skurðgoða, eigi hórdómsmenn né sælgætingar, eigi heldur þeir sem skömm drýgja með karlmönnum, eigi þjófar né ágirndarmenn, eigi ofdrykkjumenn, eigi hneykslarar né ræningjar munu Guðs ríki eignast."

Og Viðeyjarbiblían frá 1841:,,dragið yður eigi sjálfa á tálar; hvorki frillulífsmenn, né  skurðgoðadýrkarar, né hórdómsmenn, né mannbleyður, eður þeir sem leggjast með karlmönnum, né þjófar, né ásælnir, né drykkjumenn né orðhákar, né ránsmenn munu Guðs ríki erfa."

Skyldi þessi texti einnig vera til í Stjórn frá Stofnun Árna Magnússonar frá 1976? Þar segir:,,Eigi mego hordóms meN eignasc ríke guþs...eigi mego hordómsmeN ne saurlifess meN ne bla/ter meN eignast rike guþs.

Ef þýðendur fyrri alda voru svona sammála um innihald hins forna gríska texta af hverju eru menn inná því í dag að þetta séu allt saman miskildar ritningargreinar?

Fríkirkjan við Tjörnina stígur fram með þeim rökum að menn hafa viljandi barið Samkynhneigða með Biblíunni vegna þessa ,,misskyldu texta" ritninganna! Það skyldi þó aldrei vera að þessi afstaða Fríkirkjunnar sé opinberun á þeirra eigin rangtúlkun? 

Jesaja segir við okkur um þann anda sem talar að ef hann tali ekki samkvæmt þessu orði hafa þeir engan morgunroða (þá er ekkert ljós í þeim?).

Nútíma túlkun guðfræðinga Fríkirkjunnar er varla æðri en Guðfræði fyrri alda sem þýddu Bibíutextana síðustu 800 ár í samhljóma.

Niðurstaðan er einföld. Frikirkjan er villutrúarsöfnuður með falskenningar að leiðarljósi og boða annan Jesú en Biblían og postularnir boðuðu.

Það er því eðlilegt að við væntum þess að Guð sjái um málið og fari sínum höndum um villukennarana við Tjörnina. Trúlega er það best líka því hjá honum, Guði er miskunn að hafa!

Snorri í Betel


Heilbrigð sál á skotæfingu?

Af misjöfnu þrífast börnin best. Sumt sem þau taka sér fyrir hendur flokkast undir óhollustu og slæman lífsstíl. Skotfimi er ekki þar á meðal. Ég gekk til liðs við Skotfélag Reykjavíkur 1970 þegar gjaldkerinn var Ári V. Atlason. Ég hef ekki verið virkur félagi undanfarna áratugi og ræðst það helst af búsetu minni utan höfuðborgarsvæðisins. En skotveiðar hafa verið stundaðar í gegnum árin, bæði svartfugl, Skarfur, rjúpa, gæs og hreindýr hafa verið lögð að velli á skjótan og sársaukalausan hátt. 

Ég hreifst snemma af skotfimi og stundaði veiðar. Til að fella dýr eða fugla var nauðsyn að vera hittinn. Í veiði vilja menn alls ekki særa dýr og margskjóta eða hlaupa eftir þeim helsærðum heldur fella þau kvalalaust og snöggt. Til að svo megi verða þurfa menn æfingasvæði.

Ég gladdist yfir þessari frétt, að nýju má skjótast úti á Álfsnesi og æfa skotfimi. Stilla sjónaukana á rifflum og viðhalda færninni að hitta vel þegar til kastanna kemur..

Fólkið sem ég hef kynst í þessum geira er ekki hættulegasta fólk og morðóðasti lýður. Þetta er fólkið sem fer mjög varlega og gætir þess vel að ógna engum eða verða öðrum til ama.

Þeir sem læra að umgangast byssur hafa sýnt það að slys af völdum skotvopna á Íslandi eru hverfandi. Því segi ég að byssan er ekki endilega hættuleg, það er maðurinn með rangt hugarfar sem er hættulegur hvort sem hann ber hníf, byssu, kylfu eða band.

Ég gladdist því yfir opnun skotsvæðisins á Álfsnesi að nýju og ætla að fá að njóta þess. Endurnýja skráningu mína í Skotfélag Reykjavíkur og njóta þess að heilbrigt fólk á höuðborgarsvæðinu fái að hittast við æfingu, undirbúning veiða og góð vináttu.

Það hlýtur að vera eitt eðlilegasta sport í veiðimannaþjóðfélagi að ungt fólk fái aðgang og áhuga á veiðum, byssum og náttúruvernd. Því þetta fer saman. Enginn heilbrigður veiðimaður drepur til að útrýma.

Vinur minn sótti um byssuleyfi á unglingsárum sínum hjá sýslumanni í okkar heimabæ. Sýslumaðurinn spurði hvað hann vildi með byssu, hvort honum þætti nú ekki vænt um litlu fuglana? ,,Jú" svaraði vinur minn, ,,mér þykir svo vænt um þá að ég vil ekki borða þá lifandi"! Syslumaður hafði ekki frekar orð á þessu, skrifaði nafn sitt á byssuleyfið og síðan hefur handhafi byssunnar ekki gert flugu mein en bæði gæsir, sjófuglar og sauðfé hafa fengið skjótan dauða hjá viðkomandi.

Það er frá Guði komið að við megum nýta okkur dýrin sem fæðuog því Guði þóknanlegt að við förum rétt að með sem sneggstum hætti.

Til hamingju að hafa opnað Skotæfingasvæðið á Álfsnesi.

Snorri í Betel


mbl.is Skotvöllur í Álfsnesi fær nú nýtt starfsleyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritarinn ruglar!

Ritarastarfi hefur gjarnan fylgt mikil ábyrgð og vald. Ritarar kommúnistaflokksins í Rússlandi réðu för. Þeir réðu hvað ritað var og höfðu ,,sannleikann í höndum sér"!

Biskupinn yfir Íslandi hefur líka sinn ritara. Hann sendi frá sér hin furðulegustu skrif og engu líkara en að hann einn fái að ráða trúarviðhorfum þjóðkirkjunnar og kynna þau án nokkurra athugasemda frá biskupi.

Í dag(2.ág.´22) birtist Guðfræði og opinberun biskupsritara þar sem hann lýsir Jesú Kristi. Hann hefur svo sem gert það áður á sinn furðulega hátt og í dag sagði hann Jesú vera:,,trans, homma,fjölbreytilegan"!

Þessi kynning á Jesú Kristi er í mikilli mótsögn við kynningu guðspjallanna og kristninnar á þessari persónu hreinleikans og sannleikans.

Páll postuli fór ekki í neinar grafgötur með það að rétt kynning á Jesú Kristi er grundvallar þáttur í trúnni á hann. Svo ákveðinn var postulinn í því að varðveita rétta framsetningu á Frelsaranum að hann sagði við Korintusöfnuðinn í öðru bréfinu til hans og kafla 11:4:,,Því að ef einhver kemur og prédikar annan Jesú en vér höfum prédikað eða þér fáið annan anda en þér hafið fengið eða annað fagnaðarerindi en þér hafið tekið á móti þá umberið þér það mætavel." Svo eilítið síðar í sama kafla v.13:..því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn, er taka á sig mynd postula Krists."

Það er ábyrgðarhluti að kynna Jesú Krist og eins gott að fara rétt með hver hann er. Hann er Sonur Guðs og karakterinn slíkur, óaðfinnanlegur enda fann Pílatus enga sök hjá þessum manni Páskalambið þurfti að vera gallalaust. Það var Jesús Kristur bæði sem maður, páskalamb og frelsari.

Hinn lýtalausi maður og hin fullkomna fórn var ekki syndari, þjófur, hórkarl, hommi eða trans. Hann var gerður að synd okkar vegna, vammlaus maðurinn.

Ef biskupsritari fer í fjölmiðla með staðlausa stafi um frelsarann Jesú Krist og boðskap Fagnaðarerindisins um Guð almáttugan þá er hann ekki starfi biskupsritara vaxinn. Hann hefur tvo möguleika 1. að leiðrétta rangfærslur sínar og kynna Biblíumyndina rétta eða 2. að segja af sér og sinna öðrum störfum sem falla honum betur.

Ábyrgð hans kemur fram í Galatabréfi Páls þar sem hann kynnir Fagnaðarerindið og mikilvægi þess með þessu orðum:..En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað Fagnaðarerindi en það sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður" ! (Gal.1:8)

Af hverju vill biskupsritari vera bölvaður? Guðfræðimenntaður maðurinn virðist ekki skilja að Guð Gamlatestamentisins og Guð Nýjatestamentisins er einn og hinn sami Guð. Hann veitti okkur syndugum mönnum, sonarrétt fyrir trú á Son hans Jesú Krist. Það er breytingin frá Gamla- í Nýja-testamentið. Jesús er eina leið mannsins úr ógöngum syndarinnar hvort sem þær ógöngur nefnast hommi, trans, þjófur, hórdómur, fíkill eða hvað það nú er sem nefnt er á lastalista Biblíunnar (1.Kor.6:9-10)!

Við getum haft svo sem okkar skoðun og álit á málinu en gleymum því ekki að Guð hefur líka skoðun og álit á málinu! Biskupsritari á að kynna álit Guðs fyrir þjóðinni, það er hlutverk kirkjunnar að standa með Guðs álitinu í æboðskap sínum. Ef Biskup og prestar stíga ekki fram til að leiðrétta rangfærslur þær sem koma frá biskupstofu um Jesú Krist þá viti þjóðin að þjóðkirkjan er ekki kristin. Hún getur haft sumt kristilegt í sínum verkum en hún boðar annað Fagnaðarerindi og annarlegan Jesú. Þú ,kæri lesandi, sem ert annt um Fagnaðarerindið og trúir á hinn Biblíulega Jesú farðu úr Þjóðkirkjunni svo að þú hreppir ekki dóm Guðs sem gegnur yfir þá stofnun. Bölvunin kemur yfir þá sem guðlasta Jesú og frelsisverki hans. Þú átt að erfa blessunina, vertu réttu megin.

Snorri í Betel


Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Ágúst 2022
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_6438
  • IMG_6438
  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 243756

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband