Ritarinn ruglar!

Ritarastarfi hefur gjarnan fylgt mikil ábyrgð og vald. Ritarar kommúnistaflokksins í Rússlandi réðu för. Þeir réðu hvað ritað var og höfðu ,,sannleikann í höndum sér"!

Biskupinn yfir Íslandi hefur líka sinn ritara. Hann sendi frá sér hin furðulegustu skrif og engu líkara en að hann einn fái að ráða trúarviðhorfum þjóðkirkjunnar og kynna þau án nokkurra athugasemda frá biskupi.

Í dag(2.ág.´22) birtist Guðfræði og opinberun biskupsritara þar sem hann lýsir Jesú Kristi. Hann hefur svo sem gert það áður á sinn furðulega hátt og í dag sagði hann Jesú vera:,,trans, homma,fjölbreytilegan"!

Þessi kynning á Jesú Kristi er í mikilli mótsögn við kynningu guðspjallanna og kristninnar á þessari persónu hreinleikans og sannleikans.

Páll postuli fór ekki í neinar grafgötur með það að rétt kynning á Jesú Kristi er grundvallar þáttur í trúnni á hann. Svo ákveðinn var postulinn í því að varðveita rétta framsetningu á Frelsaranum að hann sagði við Korintusöfnuðinn í öðru bréfinu til hans og kafla 11:4:,,Því að ef einhver kemur og prédikar annan Jesú en vér höfum prédikað eða þér fáið annan anda en þér hafið fengið eða annað fagnaðarerindi en þér hafið tekið á móti þá umberið þér það mætavel." Svo eilítið síðar í sama kafla v.13:..því að slíkir menn eru falspostular, svikulir verkamenn, er taka á sig mynd postula Krists."

Það er ábyrgðarhluti að kynna Jesú Krist og eins gott að fara rétt með hver hann er. Hann er Sonur Guðs og karakterinn slíkur, óaðfinnanlegur enda fann Pílatus enga sök hjá þessum manni Páskalambið þurfti að vera gallalaust. Það var Jesús Kristur bæði sem maður, páskalamb og frelsari.

Hinn lýtalausi maður og hin fullkomna fórn var ekki syndari, þjófur, hórkarl, hommi eða trans. Hann var gerður að synd okkar vegna, vammlaus maðurinn.

Ef biskupsritari fer í fjölmiðla með staðlausa stafi um frelsarann Jesú Krist og boðskap Fagnaðarerindisins um Guð almáttugan þá er hann ekki starfi biskupsritara vaxinn. Hann hefur tvo möguleika 1. að leiðrétta rangfærslur sínar og kynna Biblíumyndina rétta eða 2. að segja af sér og sinna öðrum störfum sem falla honum betur.

Ábyrgð hans kemur fram í Galatabréfi Páls þar sem hann kynnir Fagnaðarerindið og mikilvægi þess með þessu orðum:..En þótt jafnvel vér eða engill frá himni færi að boða yður annað Fagnaðarerindi en það sem vér höfum boðað yður, þá sé hann bölvaður" ! (Gal.1:8)

Af hverju vill biskupsritari vera bölvaður? Guðfræðimenntaður maðurinn virðist ekki skilja að Guð Gamlatestamentisins og Guð Nýjatestamentisins er einn og hinn sami Guð. Hann veitti okkur syndugum mönnum, sonarrétt fyrir trú á Son hans Jesú Krist. Það er breytingin frá Gamla- í Nýja-testamentið. Jesús er eina leið mannsins úr ógöngum syndarinnar hvort sem þær ógöngur nefnast hommi, trans, þjófur, hórdómur, fíkill eða hvað það nú er sem nefnt er á lastalista Biblíunnar (1.Kor.6:9-10)!

Við getum haft svo sem okkar skoðun og álit á málinu en gleymum því ekki að Guð hefur líka skoðun og álit á málinu! Biskupsritari á að kynna álit Guðs fyrir þjóðinni, það er hlutverk kirkjunnar að standa með Guðs álitinu í æboðskap sínum. Ef Biskup og prestar stíga ekki fram til að leiðrétta rangfærslur þær sem koma frá biskupstofu um Jesú Krist þá viti þjóðin að þjóðkirkjan er ekki kristin. Hún getur haft sumt kristilegt í sínum verkum en hún boðar annað Fagnaðarerindi og annarlegan Jesú. Þú ,kæri lesandi, sem ert annt um Fagnaðarerindið og trúir á hinn Biblíulega Jesú farðu úr Þjóðkirkjunni svo að þú hreppir ekki dóm Guðs sem gegnur yfir þá stofnun. Bölvunin kemur yfir þá sem guðlasta Jesú og frelsisverki hans. Þú átt að erfa blessunina, vertu réttu megin.

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

AMEN.  Á eftir efninu.

Jón Þórhallsson, 3.8.2022 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 241057

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband