30.9.2021 | 15:47
af hverju er spilling?
Stundum er erfitt að skilja einfaldleikann. Við erum í svo flóknu samfélagi. Þegar ég heyri talað um vandamál barna og unglinga þá er yfirleitt verið að vísa til ,,flókinnar tilveru" þeirra. Þetta var fundið upp fyrir áratugum svo sem, en ég hef upplifað að hinar sjálfsögðu reglur um heiðarleika, sannsögli og hið varanlega virðist ekki eiga upp á pallborðið hjá okkur í dag.
Í kristinni trú er talið sjálfsagt og eðlilegt að hjónaband sé ævilöng tenging. ,,Ekkert skilji okkur að nema dauðinn" hefur stórlega laskast undanfarna áratugi. ,,Það er svo erfitt að vera unglingur" gæti verið ,,skýringin" á því hve gildin eru sterklega á undanhaldi af því að við gerum ekki lengur kröfu um að hjónin standi saman og séu hvoru öðru trú. Við virðumst svo auðveldlega smitast af nútíma viðhorfum. Hvað er svona erfitt við að tileinka sér viðhorf til að hlúa að maka sínum og varðveita heimili sitt en að velja sína eigin leið af því að .....(bara)? Svo rammt kveður að þessu breytingum að biblía nýrrar aldar hefur ekki lengur þessi orð Guðs: ,,Því að ég hata hjónaskilnað" (Malakí 2:16) Ætli Guð eigi einnig erfitt með að fóta sig í flóknum heimi, líkt og unglingarnir, fyrst Biblían greinir frá breyttu viðhorfi hans til hjónaskilnaðar?
Ég var á spjalli um dauðann við mér yngri og bar upp hina kristnu sýn á málefnið. Ég greindi frá því að dauðinn væri ekki eilífur, hann á sinn afmarkaða tíma í tilverunni. Þetta var þeim nokkuð framandi og enn þá meiri varð undrunin þegar ég greindi þeim frá því að innan skamms tíma kæmi rynni upp dagur þegar kirkjugarðarnir á Íslandi myndu missa frá sér alla þá sem áttu trú á Jesú við andlátið. Þeir myndu lifna við og verða með samskonar upprisulíkama og Jesús hafði við sína upprisu. Hann gekk, borðaði með þeim, notaði hendurnar talaði, sá og heyrði. Tómas fékk að koma við hann og fann vel fyrir efnislegum líkama. Þetta er hin kristna trú að við verðum honum lík.
Það sló þögn á viðmælendurna uns sagt var..,,ég lít nú ekki alveg svona á málin"! Ég sá þá að Hallgrímur hafði upplifað hið sama í sinni tíð og segir þess vegna:
,,Sú von er bæði völt og myrk
að voga freklega á holdsins styrk
án guðs náðar er allt vort traust
óstöðugt, veikt og hjálparlaust."
Erum við sem samfélag ekki frávillingar frá hinni kristnu kenningu bæði um hjónabandið og upprisuna?
Ég sé það í hendi mér að kirkjan þarf að fara að bretta upp ermar og boða að nýju kristnina, kristna lífssýn og hvað kristnin segir okkur um framtíðina.
frh.
kveðja
Snorri í Betel
18.9.2021 | 10:56
spilling þjóðar?
Við erum gerspillt samfélag. Það er ekki bara ég. ÉG hef verið að benda þér á það að 66% þjóðarinnar sem eru á því að spilling sé stórt vandamál í íslensku samfélagi. Þetta sagði Gunnar Smári, Sócíalisti í viðtali. Hann er ekki einn um þessa skoðun. Nokkrir frambjóðendur í kosningabaráttunni (sept.2021) hafa haft orð á þessu sama.
Hvernig er spillingin?
Oftast er bent á tengingarnar við valdaflokkana og stéttir manna sem hafa aðgang að miklum fjármunum. Sjálfstæðisflokkur og dómarastöður, Sjálfstæðisflokkur og útgerðirnar stóru, Sjálfstæðisflokkur og ....? Hvað vilja menn nefna?
Trúlega er hægt að nefna mjög margar tengingar milli stjórnmála og ráðningar í ,,valdastöður"! En hvernig fer þá með úthlutun á kvóta ef ,,spilltir" stjórnendur ríkis og ráðuneyta fá þetta verkefni í hendur? Og Samfylking ásamt Viðreisn vilja efla skatta og gjöld til að fá sannvirði kvótans í ríkissjóð. Er verið að leiða ,,freistnivanda" inní ráðuneytin og ríkisstofnanir? Er ekki auðvelt að borga ,,kommissaranum" undir borðið til að fá úthlutunina? Má þá hæstbjóðandi í kvótann veiða í íslenskri lögsögu? Ef hæstbjóðandi er þýsk, spönsk, eða ensk útgerð, fær hún þá frjálsan aðgang að fiskimiðunum? Þá gæti orðið þröngt um íslenska útgerð og farið eins fyrir henni og smábátaútgerðinni. Saga okkar til veiða og aflabragða gæti orðið lífleg bankaviðskipti milli landa ef ,,spillingin" tekur völdin.
,,Spilling" er yfirleitt tilvísun í rangt og ósanngjarnt hugarfar. Spilltir menn fara illa með auð, völd, hjónabönd og náungann jafnvel sjálfa sig! Mafían er dæmi um spillta menn. En Tryggingastofnun ríkisins sem hjólar í þá fátæku og endurkrefur þá um ,,ofgreiddar" bætur spillt? Eða starfsmenn þar sem segja að ,,endurhæfing er ekki fullreynd" þó svo að læknisvottorð segi annað, spilltir? Er það ekki dæmi um spillt samfélag sem þarf aðgæslu Umboðsmanns Alþingis til að fá frá ráðuneytinu skírari svör um þær reglur sem TR eigi að vinna eftir.
Er það ekki dæmi um spillingu að hlýða á kosningabaráttu þar sem hver flokkur kemur með lausnir, svör og fyrirheit um betra samfélag verði þeir kosnir en undanfarin ár hafa þeir stungið stefnumálum sínum undir stól og haft þau að engu, aðeins til að þóknast ,,hinum í stjórnarsamstarfinu"?
Hvað með löggjöf um kynin öll, breytingu á íslenskri tungu til að þóknast fámennum hóp sem glímir við hugaróra og afbrigðilega kynhegðun? Er það dæmi um spillt hugarfar? Hvers virði er Blóðbankinn, má fórna öryggi sjúklinga í blóðgjöf bara til að þóknast Samtökum 78? Er einhver spilling fólgin í þeirri fórn?
Ég er alveg viss um að grunnur hins spillta þjóðfélags liggur í því að við höfum hafnað Guði. Kirkjan klæðskerasaumar kristna kenningu eftir tíðarandanum og er því hvorki salt né ljós fyrir þjóðina.
Pétur postuli segir:,,...til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss"!(1.Pét.2:9)
Flokkar sem vilja ekki kenna grunnskólabörnum þessi kristnu fræði eru dæmdir til að leiða spillinguna inn í stjórnkerfi Íslands af því að þeir hafna ljósinu en velja ,,Myrkrið"!
Svarið okkar gegn spillingunni er að kjósa þá aðila sem leggja til kristinfræðina sem námsgrein í grunnskólum landsins og kveikja ljós óspilltrar hugsunar meðal barna okkar. Göngum á vegi ljóssins þar sem allt má vera sýnilegt!!!
Snorri í Betel
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar