Búum til betri heim!

Næstu daga færi ég inn hugrenningar og skoðanir tengdar minni trú. Ég trúi því að Biblían sé innblásin af Guðsanda, nytsöm til fræðslu og uppbyggingar. Menn hafa yfirleitt tvennskonar álit á Biblíunni. Annað er að hún sé samansafn fornrar þröngsýni og afsprengi ómenntaðra gyðinga; þess vegna hefur hún ekkert vægi í dag. Hitt er að hún sé svo óskeikul að engu megi við hrófla því hún flytur okkur von og styrk á verstu augnablikum lífsins. En það er sama hvaða skoðanir við höfum þær virðast sínkt og heilagt vera á flakki ýmist svona eða öðruvísi. Hvernig vita menn hvort þeir hafi á réttu að standa? Jú reynslan sannar það.

Ég tók eftir því í Passíusálmalestrinum í kvöld að Hallgrímur færði fram álit sitt og trú að Orð Guðs færi mönnum orð sem kalli fram ákveðna hegðun. Kristið hegðunarmynstur hefur í gegnum aldirnar verið eftirsóknanvert og sannar að manninum er hægt að breyta. Menn eru líka sammála því að unglingum er hægt að breyta með "áróðri" eins og t.d. gert er við 8.bekki grunnskólans en þá er "áróðurstækninni" beitt til að halda unglingunum frá reykingum. Enn er þetta talið sjálfsagt því ávöxtur reykinganna réttlætir árðóðurinn - þjóðin tekur þessu vel.

Biblían segir líka og spyr: "Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? " Þá eins og nú er það eftirsóknkarvert að ungir menn hleypi sér ekki út í hvað sem er. En hvað hélt ungum manni á hreina veginum? Það er einnig eftirsóknarverð þekking fyrir nútímamanninn. Svarið er klárt í Biblíunni: "Með því að gefa gaum að Orði Drottins".

Hvað segir samtíminn við þessari skoðun Biblíunnar? Hallgrímur Pétursson sá það sama á 17.öld að Orð Drottins mótar hegðun, skoðanir og viðmið manna. Það alla vega breytti honum. Í dag stendur þjóðin frammi fyrir sömu spurningu :Með hverju geta unglingar valið rétt?

En gefum við þeim sama svarið: Gefið gaum að Orði Drottins - Biblían er öll heilög ritning - hún verður fyrst hjálp þegar þú lest hana á góðu dögunum svo þú verðir tilbúinn að nýta þér hana á þeim vondu.

Búðu sjálfum þér betri heim. Leyfðu Orði Guðs skapa þig! 

Kær kveðja

Snorri í Betel 


« Fyrri síða

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_6438
  • IMG_6438
  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 150
  • Frá upphafi: 243616

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 137
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband