Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
6.5.2021 | 17:58
Heimilislæknir falsar sjúkra skýrslu?
Sveinn Rúnar Hauksson fer mikinn á síðum Mbl í dag. Þar fjallar hann um Von Palestínu. Það er aðeins eitt sem hrjáir Palestínu og það er Ísrael. (þetta segja þeir í Theran, kalla Ísrael sár á líkama Islam)! Þeir, Ísraelar (sem virða yfirráð Hamas á Gaza) láta Hamas ekki fá bóluefni fyrir Covid 19 og gera fólkinu á Gaza allt til bölvunar. Kosningar sem haldnar voru undir eftirliti Jimmy Carters stofnunarinnar fyrir meira en 15 árum voru ekki virtar af: ísrael, Bandaríkjunum og Evrópusambandinu!
Milli Hamas og Fata hófst blóðugt uppgjör. Hvar komu Ísraelar þar að málum? Að viðurkenna yfirráð Hamas hefur verið krafa SRH og samtökunum Ísland Palestína frá árinu 2009. Krafan er að virða samtök sem virða ekki rétt Palestínumanna til kosninga og lýðræðis. Hvorki í sjálfstjórnarhéruðunum á Vesturbakkanum eða á Gaza hefur verið efnt til kosninga í 15 ár. Hver skyldi ástæðan vera? Örugglega Ísrael? Hvað fengu Hamas og Fata langt umboð til stjórnunar? Var það meira en 4 ára kjörtímabil? Þegar Palestínumenn fá tækifæri til að sýna ábyrgð eigin mála þá geta þeir ekki einu sinni fengið bóluefni fyrir arabiskan almenning gegn Covit-19. Þeir eru svo uppteknir af Ísrael að skjóta eldflaugum þangað.
Von Palestínu? Hún er hin sama og Líbanons. Þar stjórna Hesbolla samtökin og hafa komið málum svo fyrir að Líbanon er hrunið ríki með höfuðborgina í rústum því landið var ,,hertekið" af Hesbolla til að berjast gegn Ísrael. Hvað er að gerast á Gaza? Alveg hið sama og í Líbanon. Fólkið er í herkví og kúgað af Hamas. Fær ekki að kjósa eða lifa friðsömu lífi því sem þeim var lofað ef Ísrael yfirgæfi Gaza 2006. Eftir að Ísraelar fóru frá Gaza 2006, hafa Gazabúar ekki séð glaðan dag. Vont þegar sjúkraskýrsla læknisins lýgur öllu um góða heilsu sjúklingsins í höndum Ismael Haniýa.
Hamas leggja sig fram um lýðræðislega ,,ímynd" segir læknirinn. Það gerðu nazistar líka. Í þeirra stjórnartíð urðu aldrei kosningar í Þýskalandi. Var útrýming á gyðingum samkvæmt niðurstöðum lýðræðislegra kosninga?
Var það skv lýðræðislegri niðurstöðu kosninga að Reykjavíkurborg samþykkt viðskiptabann á Ísrael? Það birtist ótrúleg vitleysa í ritum læknisins og gerðum konu hans gegn Ísrael. Þau geta ekki dulið gyðingahatrið sem býr í þeirra sjúka huga.
Gyðingarnir í Ísrael eru með innan sinna landamæra rúmlega eina og hálfa milljón Araba. Enginn þeirra vill flýja þaðan. Spyrjiði bara leigubílstjórana ef þið eigið kost á að heimsækja Ísrael og taka leigubíl.
Af hverju halda gyðingarnir hinum ,,herteknu svæðum"? Stríð eru alvarleg og breyta yfirráðum og landamærum. Arabar sögðu gyðingum stríð á hendur, töpuðu löndum, yfirráðum og ákvörðunarrétti. Þess vegna sitja þeir uppi með góða stöðu á þeim svæðum þar sem gyðingarnir ráða og eru með eignarréttinn í lagi. Ég hef komið til Jeríkó og séð stóra rauða skiltið með skilaboðunum um að gyðingar eru óvelkomnir inná yfirráðasvæði Palestínumanna. Enginn leiðsögumaður af gyðingaættum fer því þangað með ferðamannahóp sem hann er að leiðsegja um sögu landsins.
Minni á að ekki eru gyðingar að skjóta eldflaugum í tíma og ótíma á íbúa á Gaza, á Vesturbakkanum, á Líbanon eða Sýrland. Það er ekki hægt að segja um hina, því miður!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt 7.5.2021 kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.5.2021 | 17:20
Siðsöm þjóð eða vondir menn?
Siðsemi manna skapar samfélag. Þjóð er auðvitað fjöldi einstaklinga og þeir þurfa allir að búa við einhverskonar ,,allsherjar reglu"! Athugasemd var gerð vegna orða og aðfinnslna á austur-Evrópuþjóðir sem hafa smitað aðra á Íslandi. Þessar þjóðir bjuggu í ,,Sovétinu" draumalandi sócíalista. Ekki ber á öðru en að fólkið frá ,,fyrirmyndar" samfélaginu sé nauðalíkt okkar samborgurum. Fólk með hæfileika sem leitar sér lífsviðurværis en kannski teygir reglurnar út að ystu mörkum, líkt og Samherji eða einhver annar íslendingur, jafnvel líkt og Blaðamannafélagið, kvenréttindakonurnar og jafnréttisfulltrúarnir?
Ég var þakklátur RÚV fyrir viðtalið við Kjartan Ólafsson, fyrrum ritsjóra Þjóðviljans og Sócíalista. Hann játaði að hafa tekið þátt í blekkingunni á fyrirmyndarríkinu Sovétríkjunum. Taldi hann að margt óþægilegt myndi snerta núlifandi Íslendinga, afkomendur þeirra sem trúðu á, börðust fyrir og þráðu að Ísland yrði hluti af Sovétskipulaginu ,,sæla".
Í dag er Kjartan þakklátur fyrir að Sócíalisminn náði ekki sterkari tökum en þeim sem nú þegar eru. Hann komst að því að mennirnir eru vondir og Sovétið gat ekki lagað illsku mannanna!
Afi konu minnar, var einn af stofnendum Sócíalista flokks Íslands, Sameiningarflokk alþýðu. Hann sagði mér að eftir þann stofnfund fór hann alsæll heim og yljaði sér við drauminn um fyrirmyndarríkið þar sem enginn skortur væri og engin grimmd af því að allir hefðu það gott. Skipting auðæfannna myndi útrýma illskunni í mannfélaginu.
Daginn eftir stofnfundinn var annar haldinn í hinum nýja flokki til að setja saman framboðslista Sócíalistanna. Menn náðu einhverskonar samkomulagi, fundi var slitið og minn maður fór heim, hryggur og niðurbrotinn. Hann varð vitni að því þegar hugsjónarmennirnir nýttu hvert tækifæri til að koma sér á framfæri á kostnað skoðanabræðra sinna. Þá afhjúpaðist eðli mannsins um sérhagsmuni, eiginn frama og sjálfumgleði. Fögur hugsjón hvarf fyrir snúnu og illu eðli mannsins.
Jesús segir:,,Ef þér sem vondir eruð hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir" og ,,Þér nöðrukyn, hvernig getið þér sem eruð vondir talað gott"? Þessi orð eiga einnig við sócíalistana bæði þá gömlu og nýju.
Kjartan Ólafsson,ritsjóri og Jesús Kristur lýsa manninum eins. Eðli okkar er ,,illska alla daga"! Sama niðurstaða og Guð sagði um kynslóðina frá sköpuninni til Nóa. Þeir voru staddir í draumaveröld og fyrirmyndarríki en leiddu yfir tilveruna vald syndar og dauða sem dæmd var með Nóaflóðinu!
Hverju skyldum við eiga von á? Hafi Guð dæmt fyrri kynslóðir vegna synda þeirra við hverju megum við búast? Eða af hverju ættum við að sleppa?
Í dag stendur okkur jafnt Sócíalistum sem og viðhengjum annarra ,,isma", aðeins ein lausn okkar mála. Lausnin er að láta Jesú og kenningar hans móta lífsmáta og hugarfar okkar. Það er eina vonin til að hægt verði að búa til réttlátt þjóðfélag með öllum þeimm réttindum og skyldum sem þarf að virða.
Guð fer ekki í manngreinarálit og veit að ,,án hans getum við alls ekkert gjört"!
Snorri í Betel.
24.4.2021 | 11:52
Harmagedón að verða?
Mikil hernaðaruppbygging er allt í kringum Tyrkland. Armenar voru knésettir í vetur. Úkraína er að fá ádrepu. Líbanon á sömu leið og Syrland. Óstöðugleiki fer vaxandi fyrir botni Miðjarðarhafs. NATO er með öll viðvörunarljós logandi. Það snerir Ísland!
Um þetta er lítið fjallað í fréttum okkar líkt og okkur komi þetta ekki við. En atburðir gerast hvort sem þeir eru okkur að skapi eður ei. Enn fremur er ljóst að allar þessar þjóðir sem eiga hlut að máli, eru nefndar á spjöldum Biblíunnar í tengslum við eitt ægilegasta lokastríð mannkynssögunnar sem neft er í. Opinberunarbók Jóhannesar 16 kafla og 16.versi, sem Harmagedón uppá hebresku. Ekki veit ég hvers vegna orðið fær að standa óþýtt en það þýðir Megiddo hæð!
Svo er annan spádóm er að finna í Biblíunni, í bók Esekíels spámanns, kafla 38 og 39. Spurningin er alltaf hvort þetta 2500 ára gamla spádómsorð er að rætast frammi fyrir okkur í dag og við, annaðhvort skiljum-, þekkjum- eða þorum ekki að fjalla um. Auðvita vilja blaðamenn ekki sá óþarfa ótta og skelfingu meðal okkar og kannski ærir það bara óstöðugan að rifja upp þessa spádóma.
Svona er spádómurinn:
,,Mannsson, snú þér gegn Góg í Magóglandi, höfðingja yfir Rós, Mesek og Túbal, spá gegn honum og seg: Svo segir Drottinn Guð:
Ég skal finna þig, Góg, höfðingi yfir Rós Mesek og Túbal og ég skal setja króka í kjálka þína og leiða þig út, ásamt öllu herliði þínu, hestum og riddurum, öllum með alvæpni, mikinn manngrúa, með skjöld og törgu, alla með sverð í höndum. Persar, Blálendingar og Pútmenn eru í för með þeim, allir með törgu og hjálm, Gómer og allir herflokkar hans, TógArma lýður, hin ysta norðurþjóð (við?) og allir herflokkar hans - margar þjóðir eru í för með þér. Bú þig út og ver viðbúinn þú og allar hersveitirnar sem safnast hafa til þín og ver þú yfirmaður þeirra. Eftir langan tíma munt þú útboðsskipun hljóta. Á síðustu árunum munt þú koma inn í það land sem aftur er unnið undan sverðinu, til þjóðar sem safnað hefir verið saman frá mörgum þjóðum á Ísraelsfjöll sem stöðuglega hafa í eyði legið, já, frá þjóðunum var hún flutt og nú búa allir öruggir. Þá munt þú brjótast fram sem þrumuveður, koma sem óveðursský til þess að hylja landið, þú og allir herflokkar þínir og margar þjóðir með þér." (kafli 38:1 - 9)
Þessi orð eru eins og þau standa í Biblíunni svo þú getur túlkað þau sjálfur. En þegar ég raða saman nöfnum þjóðanna sé ég að Gómer(Tyrkir), Persar (Iranir), Góg (Rússland), Pútmenn(Líbía) eru þjóðir sem þegar taka þátt í stríðinu í Sýrlandi. Er hér um tilviljun að ræða? Er ekki líklegra að spádómsorðið er að koma fram. Þessu er nefnilega ekki lokið.
Hvernig mun málum lykta?
Esekíel heldur áfram með spádóminn. Ég gríp niður í næsta kafla, nr,.39 en þar segir: ,,Ég skal slá bogann úr vinstri hendi þinni og láta örvarnar detta úr hægri hendi þinni. Á Ísraels fjöllum (Harmagedón?) skalt þú falla, þú og allar hersveitir þínar og þær þjóðir sem eru í för mð þér. Alls konar ránfuglum og dýrum mrkurinnar gef ég þig til fæðslu. Úti á víðavangi skalt þú falla, því að ég hef talað það segir Drottinn".
Svona má lesa spádóminn og spyrja hvort þetta eigi erindi við okkur í dag? Til hvers þarf ég að vita um svona framtíð? Er ekki alger óþarfi að tefla fram einhverjum hryllingsboðskap á tímum Corónuveiru og ferðahafta? Hverjum er hollt að útmála dökka framtíð? En við erum minnt á framtíðina meira að segja hjá vantrúardrengjunum sem velja nafn á vinsælum útvarpsþætti og þeir kalla Harmagedón. Hvers vegna?Það sem kirkjurnar eru hættar að tala um, þá notar Guð þann sem hann vill til að minna á sína áætlun. Harmagedón strákarnir slá hringitón samtímans á ógnvænlegri nafngift útvarpsþáttarins og auðvitað ættum við að heyra bjölluhljóminn!
Við fáum að vita og velja. Það er ekkert víst að svona spádómur verði okkur að gagni það liggur í okkar höndum. Fyrst er að sjá að framtíðin er ekki í okkar höndum og annað að mannkynssagan er leidd til áfangastaðar. Þessu ráðum við ekki, við erum aðeins þátttakendur. Mannkynssagan snertir okkur til blessunar eða bölvunar. Því segir Biblían:,,Sæll er sá er situr í skjóli hins hæsta.."! Þar kemur tilgangur spádómsorðanna. Í lífinu verður uppgjör, við köllum það stundum dóm eða dómsdag. Nokkur tilfelli eru tilgreind á spjöldum Biblíunnar sem dómur Guðs s.s. Nóaflóðið - dómur yfir hinni fyrstu sköpun svo dómurinn yfir Sódómu og Gómorru vegna þess lífsmáta sem nú kallast mannréttindi. Það var dómur sem gekk yfir heiminn við dauða Jesú og upprisu. Hann tók þann dóm á sig. Svo verður lokauppgjör, dómur Guðs, yfir þessum áðurnefndu þjóðum sem Esekíel tilgreinir og við sjáum kallaðar fram í þeirri atburðarrás sem ekki er sagt frá í fréttum íslenskra fjölmiðla. Trúlega vegna þess að fréttamenn eru svo vankunnandi í kristnum fræðum að þeir þekkja hvorki ritningarnar né mátt Guðs! Því eru svona fréttir ógnvekjandi og flokkaður sem ,,hræðsluáróður"!
Við verðum leidd fram í lokauppgjörinu. Þessu ráðum við ekki. En Guð gaf okkur undirbúningstíma, náðartíma, til að við gerum réttar ráðstafanir áður en við birtumst frammi fyrir Dómstól Drottins. Hvernig gengur undirbúningurinn?
Vonin okkar er Jesús Kristur! Hann tók dóminn okkar á sig. Hann er kallaður ,,Árnaðarmaður" okkar á himnum eða verjandi. Vonandi hefur þú meint fermingarheitið að hann hafi verið gerður ,,leiðtogi lífs þíns"?
Iranir, Persar, fara ekki leynt með áætlun sína að verða sér út um kjarnorkusprengju. Þeirra markmið er að eyðileggja Ísrael því landið er aðeins ,,einnar sprengju land" en lönd Islam þola miklu meir. Þetta ,,sár á líkama Islam", Ísrael þarf að fjarlægja að mati klerkastjórnarinnar í Teheran. Vegna yfirlýsinga klerkanna taka Ísraelsmenn mark á þessum sterku yfirlýsingum. Hægt er að benda á trúarlegar ástæður þessara orða sem birtast í von Islam að þeirra ,,Messías" muni stíga inní okkar veröld út úr eyðingu og eldi kjarnorkunnar. Svo álit klerkastjórnarinnar speglar trúarsetningar sem vissulega hafa mikil áhrif á hugarfar. Vert er líka að minnast þess að í stríðinu milli Irana og Íraka bjuggu Iranirnir til ,,barnahersveitir" til að hreinsa jarðsprengjusvæði vígvallanna. Táningarnir fengu um hálsinn plast lykil. Siðan var þeim sagt og þessi lykill er að dyrunum á Paradís. Svo var skylda þeirra að hlaupa út á jarðsprengjusvæðin og finna jarðsprengjurnar. Þegar þær sprungu tættust ungmennin upp, í ,,Paradís"?
Allt með glöðu geði er gjarnan sett að veði. Við á Vesturlöndm eru jafn örugg og persnersku ungmennin. Af hveju skyldu þeir vilja sleppa okkur fyrst þeir hafa getað farið svona með ungmennin sín og vilja fara svona með Ísrael.
Í kennisetningum Islam er það boðað að þeirra messías, Imman Madí, muni birtast í ringulreið styrjaldar og tortímingar. Iranir sjá þetta tækifæri á ,,góðri útkomu" gjöreyðingarstríðs að Imman Madí komi.
Hernaðaruppbygging og ófriðurinn í kringum Ísrael er einnig spádómur Jóels spámanns að rætast. Jóel talar um ófriðinn hjá þjóðunum allt um kring. Og Jesús talar um eyðinguna sem er ,,fastráðin" mun koma sem ,,refsidómsflóð" skv. Daníelsbók í kafla. 9.
Hvers vegna þarf ég að skrifa svona pistil? Jú, það eru forréttindi okkar að vita um hættuna sem er framundan. Ef tekin væru í burtu öll viðvörunarmerkin í umferðinni þá yrði umferðin ekkert öruggari. Hætturnar eru allar fyrir hendi og aukast eftir umferðarhraða og færð. Nú eru svo mörg viðvörunarljós logandi en er einhver undirbúningur? Þú og ég þurfum að standa frammi fyrir Guði almáttugum hvort sem við trúum á hann eða ekki. Við megum vita að samtímaatburðir benda okkur á þann tíma sem spámennirnir hafa sagt okkur frá.
,,Nú er hagkvæm tíð, nú er hjálpræðisdagur." Láttu ekki dragast legur að gera Jesú að leiðtoga lífs þíns, Hann mun vel fyrir sjá!
Snorri í Betel
17.4.2021 | 18:04
Barna Skírnin, villutrú!
Það virðist vera einknni á Íslendingum að þeir eru skírðir og fermdir. Menn hafa tengt þessar athafnir við kristnina og telja það eðlilegan þátt trúarinnar. Hvergi er talað um ,,fermingu" í Biblíunni þó svo að hún sé orðin tengd játningu um skírnina eða ,,staðfestingu" hennar.
Miðað við kenningu kirkjunnar um barnaskírnina þá er ,,staðfesting" fermingarbarnsins algerlega óþörf þar sem kenning ,,kirkjunnar" er sú að skírnin tengi barnið við náð Jesú Krists og sé forsenda til sáluhjálpar. Skírnin á að verka til sáluhjálpar barnsins án staðfestingar eða fermingar.
Nú er kenning kirkjunnar sú að skírn verði að viðhafa til að sáluhjálp geti átt sér stað. Þessi kenning er grundvölluð á kristniboðsskipuninni:,,gjörið allar þjóðir að lærisveinum með því að skíra þá í nafni Föður,Sonar og Heilags Anda"! Þetta var ástundað af postulum, trúboðum og prestum kristinnar kirkju. Vandinn er bara sá að áður, í frumkirkjunni var mönnum niðurdýft, þeir færðir á kaf í vatn og svo reistir upp úr vatninu. Barnaskírnin hefur hvorki vatnsmagn né kaffæringu í athöfninni. Þá er barnaskírnin allt annað en niðurdýfing eða Baptism.
Hafi kenning kirkjunnar þennan trúargrundvöll sem verður börnum til sáluhjálpar, grundvallað á orði Guðs, þarf þá athöfnin ekki að vera sem líkust upprunalegri boðun með vatnsmagni til að kaffæra einstaklinginn? Biblían notar gríska orðið ,,baptismo" sem þýðir ,,niðurdýfing" en kirkjuhefðin hefur skipt því út fyrir skírn = hreinsun, eins og skíra gull eða skíra silfur.
Kirkjan teflir fram barnaskírninni á þennan hátt í kenningarriti sínu ,,Concordia the Lutheran confession" (kafla 9, bls 153) ,,Baptism is necessary for salvation" that ,,children are to be baptized", ,,Baptism of children is not vain, but necessary and effective for salvation"!
Á íslensku útleggst þetta svo:,,Skírnin er nauðsynleg til sáluhjálpar", ,,börn skulu skírð"! ,,skírn barna er ekki ónauðsynleg, heldur nauðsynleg og áhrifarík til sáluhjálpar"!
Hvers vegna var þá Páli postula ekki sagt að fara um allan heim og skíra áheyrendur sína? Hann segir:,,Ekki sendi Kristur mig til að skíra, heldur til að boða Fagnaðarerindið- ekki með orðspeki til að kross Krists missti ekki gildi sitt."(1.Kor.1:17) Kirkjan er búin að gera skírnina meira verða en Fagnaðarerindið um Kross Jesú. Gildi krossins er einmitt það að vegna þess sem á honum gerðist opnaðist leið, vegurinn inní hið allra helgasta. Blóð Krists er því kjarnaatriðið ekki barnaskírn. Enda kennir postulinn Efesusmönnum þetta:,,Í honum, fyrir blóð hans eigum vér endurlausnina, fyrirgefningu afbrota vorra."(Efes.1:7)
Niðurstaðan er því þessi að boðskapurinn heyrist og við honum er tekið, þá verða menn hólpnir. Trúin kemur af boðuninni og sáluhjálpin þegar við tökum við og treystum Orðum Jesú.
Hvar kemur þá skírnin inní Fagnaðarerindið? Allir kristnir söfnuðir skíra/niðurdýfa um heim allan. En ekki á forsendum þjóðkirkjunnar heldur orðum Biblíunnar. Skoðum þetta:
a. Ræninginn á krossinum sem Jesú talaði við heyrði:,,Sannlega segi ég þér, í dag skaltu vera með mér í Paradís"! (án skírnar) Var þá leiðin opin fyrir hann þegar hann sagði:,,Hræðist þú ekki einu sinni Guð og ert þó undir sama dómi?" Með þessari játningu kom sáluhjálpin til hans.
b. Trúin kemur af boðuninni og boðunin byggist á Orðum Jesú Krists. ,,Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn og trúir í hjarta þínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum muntu hólpinn verða (Róm.10:9 - 10) Þess vegna var Páll ekki sendur til að skíra. Við verðum nefnilega hólpin án skírnar!
Til hvers er þá skírnin?
Segir ekki Páll í Galatabréfinu:,,Þér eruð allir Guðs börn fyrir trúna á Krist Jesú.(fyrsta atriði) Allir þér sem eruð skírðir til samfélags við Krist (annað atriðið) þér hafið íklæðst Kristi."(Gal.3:26- 27)
Páll segir við Títus:,,Þá frelsaði hann oss ekki vegna réttlætisverkanna (skírnarinnar?) sem vér höfum unnið heldur samkvæmt miskunn sinni í þeirri laug þar sem vér endurfæðumst og heilagur andi gerir oss nýja"! Hvaða laug er það? Vatnið eða blóðið?
Miðað við Orð Biblíunnar, þá er frelsislaugin ,,blóð Jesú sem hreinsar oss af allri synd"og í Efesusbréfinu segir:,,til þess að lauga hana og hreinsa í laug vatnsins með Orði!" Hérna tengir postulin saman vatnslaugina og lindina sem má einnig heita ,,Orðið"! Ekki verður betur séð en að þetta haldist í hendur að trúa því Orði sem prédikað er og svara með athöfn skírnarinnar.
Illu heilli hefur barnaskirnin verið gerð að þessari frelsislind og skyggir á trúarréttlætið sem fæst með því að heyra Fagnaðarerindið og taka við því! Segir Páll ekki við Korintumenn:,,En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn drottins Jesú og fyrir anda vors Guðs."(1.Kor.6:11)
,,Létuð laugast"? Orðalagið bendir til að sá sem skírðist tók sjálfur meðvitaða ákvörðun. Barnaskírnin er höfð án þess að viðkomandi hafi nokkuð um það að segja enda í flestum tilfellum ómálga hvítvoðungur sem hvorki hefur heyrt Fagnaðarerindið eða tekið afstöðu til þess.
Hvað er þá skírnin? Hún er ómissandi þáttur kristninnar. Ég vil minna á hvernig Pétur prédikaði á fyrsta hvítasunnudeginum þegar hann segir: ,,Gjörið iðrun og látið skírast.." (post.2:38) Þetta eru tvö samliggjandi skref, hið fyrsta að iðrast og annað skírast (niðurdýfast). Niðurdýfingin er þá sett fram sem svar okkar. Kemur vel heim og saman við Kennslu Péturs í 1.Pétursbréfi 3:21 ,,Með því var skírnin fyrirmynduð (í Nóaflóði)sem nú einnig frelsar yður, hún sem er ekki hreinsun óhreininda af líkamanum heldur bæn til Guðs um góða samvisku fyrir upprisu Jesú Krists.." Svona hafa menn þýtt orð Péturs samkvæmt kirkjuhefðinni. En í grískunni er hvergi talað um ,,bæn til Guðs"! Hér notar Pétur orðið Epirotima= svar! Þá er niðurdýfingin svörun góðrar samvisku okkar gagnvart boðskapnum um Kross Jesú, sem má ekki missa gildi sitt.
Þessi framsetning setur skírnina í allt aðra stöðu en barnaskírendur hafa haldið fram með fjárframlögum ríkisins ár hundruðum saman. Samkvæmt bók sr.Sigurbjarnar Einarssonar biskups ,,Coram deum" varð barnasírnin ekki alsiða fyrr en eftir 1350 svo hún kom löngu seinna í kirkjuathafnirnar en niðurdýfingin.
Hið upprunalega er því að skírn skuli vera Niðurdýfing enda kennir Páll postuli í Rómverjabréfinu kafla 6: ,,Vitið þér ekki að vér sem skírðir (niðurdýfðir) erum til Krists Jesú erum skírðir til dauða hans? Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var uppvakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins." Þessi athöfn lýsir fullkomnlega því sem við fáum með niðurdýfingunni. Þetta er því útför, greftrun, samfélag við dauða Jesú og svo upprisa, frá dauðum og innganga inní líf með Jesú það sem framundan er.
,,Sá sem trúir og skírist/niðurdýfist mun hólpinn verða"! Vantar nokkuð niðurdýfinguna í þitt kristnihald?
Snorri í Betel
14.4.2021 | 13:03
Þrenning?
Orðið ,,þrenning" kemur aldrei fyrir í Biblíunni en samt er þetta orð eitt mest notaða hugtak Guðfræðinnar. Ég held að flestir þekki orðin ,,í nafni Guðs Föður, Sonar og Hilags Anda"!
Vandinn eykst þegar menn fara að útskýra hvað sé átt við. Engu er líkara en að menn tali um 3 aðskildar persónur sem er samt ein heild. Hvernig geta 3 verið einn? Hvernig getur 1 verið 3?
Biblían segir okkur frá Guði, einum sönnum Guði. Margt er afar merkilgt í tengslum við þann almáttuga. Í sköpunarsögunni talar hann um sig í fleirtölu ,,Vér viljum gjöra manninn eftir vorri mynd líkan oss..."(1.Mós.1:26) . Hver er ,,vér"?
Þegar lengra er haldið í lestri í hinni helgu bók komum við þar að þegar Guð talar við Abraham og þá notar hebreskan orðið ,,El-Shaddaj" og Móse kynnti hann sig sem ,,Jahve" (2.Mós.6:2). Hinn eini, lifandi og almáttugi Guð notar tvö nöfn í viðkynningunni. Ekki svo að skilja að þeir séu tveir heldur aðeins einn.
Nú hafa menn, öldum saman deilt um þetta atriði og segja sumir að hvergi sé talað um þrenninguna í Biblíunni. Skilningur manna stendur stundum ráðþrota frammi fyrir þessu máli en okkur er ekki endilega uppálagt að skilja heldur aðeins að meðtaka.
Það ætti að verða hverjum manni augljóst sem þekkir inná kristna trú að Þríeinn Guð opinberast víða í kristinni trú. Vert er að rifja upp sögu Jesú þegar hann lét niðurdýfast í ánni Jórdan. Þá segir Guðspjallamaðurinn: ,,Þá bar svo við er hann gjörði bæn sína að himininn opnaðist og Heilagur Andi steig niður yfir hann í líkamlegri mynd eins og dúfa og rödd kom af himni:,,Þú ert minn elskaði sonur, á þér hef ég velþóknun"! (Lúk.3:22) Af þessu má sjá að þrír birtast í sama atburðinum. Jesús í Jórdan, Heilagur Andi í dýfulíki og Faðirinn talar frá himni. Þrenningin opinberuð.
Sumir halda því fram að hinn þríeini Guð sé uppfinning Kaþólikka og því beri að hafna þrenningunni. En málið fær enn meira vægi þegar vísað er til kveðjuorða Jesú og kristniboðsskipunarinnar þar sem Jesús segir:,,Farið því og gjörið lærisveina af öllum þjóðum, skírið (niðurdýfið) þá í nafni Föður, Sonar og Heilags Anda"! Matt.28:19
30.3.2021 | 11:06
Hver er Jesús Kristur?
Þessi spurning er ein ágengasta spurning allra tíma. Öll trúarbrögð hafa svarað henni og hver kynslóð af annarri glímir við hana. Samtími Jesú hvort sem um var að ræða gyðingasamfélagið, Samverjana eða hið rómverska vald þurftu að svara því hver Þessi Jesús Kristur var/er? Gyðingarnir sáu hann sem mestu ógn samtímans, samverjarnir báðu hann um að halda sig fjarri en Pílatus sá enga sök hjá honum.
Pétur postuli var með svarið á hreinu og sagði:,,Þú ert Sonur hins lifanda Guðs"! Þetta hefur síðan verið játning hins kristna manns að Jesús er Sonur Guðs, Guð af Guði, fæddur af konu og títt nefndur Mannssonur. Hann birtist í fyrri trúarritum og sögu gyðinga sem söguleg persóna, allt frá 1.Mósebók sem Melkísedek til Malakí, síðustu bókar Gamla Testamenntisins sem engil sáttmálans.
En vandinn eykst þegar önnur trúarbrögð birtast í mannheimum þá verða þau einnig að svara því hver Jesús er. Þá birtast forvitnileg sjónarmið og sum afar andkristin.
Í trúarbragðafræðiefni um Islam sem kennt er í grunnskólum landsins segir:,, Allah er einn og á engan son"! Þannig er Alla og Guð Biblíunnar ekki sá hinn sami. Guð Biblíunnar á nefnilega Son. Jesús á samt engan ,,afa" í föðurætt. Þá eru tvennar ættartölur um Jesú, í móðurætt og Jósefs ætt. Af því að hann var talinn sonur Jósefs.
Búddistar segja:(Í Asíu) Jesús er ,,Avatar", Guð í holdi. Þetta sjónarmið er mjög líkt því hvernig Jóhannes postuli lýsir Jesú Kristi: ,,Sonurinn eini sem er í faðmi Guðs hann hefur birt hann"!
Postulinn Páll fræðir okkur um að 1.allt á tilveru sína í honum, Hann er fyrri en allt og allt skapað fyrir hann og til hans. 2. Hann er í himnunum og situr þar til hægri handar Guði Föður. Þessi mynd hlýtur að vera ögrandi fyrir kvennahreyfingar sem berjast á móti ,,Feðraveldinu"! Það birtist ennfremur í bæninni sem Jesús kenndi okkur :,,Faðir vor.."! Þá er faðirinn beðinn um okkar daglega brauð og fyrirgefningu syndanna. 3.,,Hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið" Höfuð kirkjunnar er höfundur kristninnar og kenningarinnar sem við vitum að skráðar eru í Biblíunni. Hann er því æðri allri Guðfræði og skoðunum manna. Við eigum stundum erfitt með að trúa frekar því sem Biblían segir en okkar eigin áliti eða heimssýn.
4.,,Hann er frumburðurinn frá hinum dauðu"! Þetta er ekki sagt um neinn trúarbragðahöfund! Frumburður hinna dauðu? Hver getur sagt þetta nema hann lifi. Enginn dauður maður getur státað sig af þessu nema hann hafi lifnað við! Það á við um Jesú Krist. Í ljósi páskanna er þetta atriði mjög mikilvægt. Hann þjáðist, dó og reis upp frá dauðum. 5.Hann samdi frið við Guð Almáttugan, fyrir okkur. Þess vegna er Guð ekki andstæðingur eða mótstöðu aðili heldur kærleiksríkur vinur.
Við aftur á móti erum ekki endilega vinir eða samstarfsaðilar Guðs! Við höfum þá sterku tilhneigingu að samþykkja ekki Guð nema hann þjóni okkur. Komi sjúkdómar, þrautir andlát eða eitthvað þaðan af verra þá er það yfir leitt allt Guði að kenna og við sættum okkur ekki við Guð.
Í Yoga segja þeir hann ,,upplýstan kennara"! Hjá þeim er hann einn af kennurunu sem sjaldan er vísað til eða hlustað á. Á Íslandi sýnist mér hann hafa sömu stöðu. Við setningu Alþingis hafa sumir þingmenn ekki álitið hann verðugan til að mæta í kirkju og heyra hans speki flutta af háskólamenntuðum mönnum. Einhver önnur húmanisk heimssýn er frekar virt eða hlustað á.
Stór hluti þjóðarinnar hefur verið leiddur fram að altari kirkjunnar og gefið þar loforð um að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Í staðin hafa fylgt nokkrir þúsundkallar og góðar gjafir. Þjónar kirkjunnar hafa samt ekki verið mjög sælir með efndirnar á hinu hátíðlega loforði. Það er engu líkara en að loforð gefið Jesú Kristi þurfi ekki að taka alvarlega. Hann sem segist vera með okkur alla daga og hafa allt vald bæði á himni og jörðu sýnist býsna fjarlægur, flestum!
Eitt af atriðum trúarjátningarinnar er loforðið eða fyrirheitið um ,,endurkomu hans."
Þessari endurkomu átti að fylgja undanfari sem við megum taka mark á. Nefndir eru hernaður og ófriðartíðindi, hungur,landskjálftar, drepsóttir, ógnir og tákn mikil á himni. Í þessum orðum felast ýmsir atburðir sem við segjum gjarnan um að ,,þetta hafi alltaf verið svona"! Við rekjum styraldarsöguna sem óstöðvandi ,,mannkynssögu", náttúruhamfarirnar mismiklar en alltaf eitthvað í gangi, hungursneyðin sömu leiðis. En þegar þetta allt birtist á sama tíma? Fréttirnar segja okkur frá drepsótt, hungursneyð, ófriði, og tákn frá himni(Oranum (gríska)). Engin önnur kynslóð hefur séð jafn skírar og góðar myndir frá öðrum hnöttum en þessi kynslóð. Má tengja það ,,tákni frá himni"?
Aldrei hafa jafn margir jarðskjálftar verið mældir og á síðustu árum. Ekki þannig að við höfum endilega fundið fyrir þeim öllum en mælarnir segja okkur frá þeim og ýta þannig undir að tákn um endurkomu Jesú er mælanlegt fyrirbæri í náttúrunni. Ég get haldið áfram en það er lítil þörf á því vegna þess að okkur ætti að vera augljóst hvað fyrirbærin sem Jesús talaði um eru að tala/vitna.
Ég hef ekki nefnt nokkra andlega þætti eins og ,,fráhvarf", ,,siðleysi" og ,,falsspámenn" eða ,,hatur" á nafn. Þó eru þessir þættir jafnhliða táknum hinna síðustu daga sem Jesús nefnir. Aldrei fyrr höfum við staðið frammi fyrir öðrum eins trúskiptum og átökum um trú en einmitt í þennan tíma. Kristnin er sögð ,,fordómafull", ,,kynvillan" mannréttindi, ,,bænastagl" trúboð og yoga ,,hagstætt útvíkkun hugans". Gídeonsmenn fá ekki að gefa NT 12 ára nemendum og kennari rekinn vegna hættulegra trúarskoðana.
Halda menn að þessi atriði samanlögð séu tilviljanir einar? Ætli við megum ekki frekar staldra við og spyrja okkur hverju þessu sætir? Munum við sleppa frá táknunum eða gerum við okkur varnarlaus með þekkingarleysinu svo atburðir munu koma yfir okkur eins og snara?
Eitt af síðustu táknunum er kallað ,,merki dýrsins". Við vitum svo sem ekki hvað það er en við vitum samt að það verður sett á hægri hönd eða enni og að enginn geti keypt eða selt nema hafa þetta merki. Þá duga peningar ekki og eignastaðan verður til vandræða!
Í þessum kórónu faraldri hafa komið nokkrar fréttir um að fólk fái ,,passa" til að ferðast sé það búið að fá bólusetningu. IATA hefur krafist að allir verði ,,merktir" sem vilja ferðast. Samgöngustofa er búin að senda flugrekendum skilaboð að þeir verði gerðir ábyrgir fyrir að flytja farþega hingað sem ekki hafa tilskylin vottorð. Breskur ráðherra hefur lýst því yfir að menn verði merktir eftir bólusetningu og nýlega breytti Alþingi lögum um að leyfilegt væri að setja ,,aðskotahlut ígræddan" í líkama manna.
Nú blasa þessi atriði við og viðbrögð okkar eru hver?
Sjáum við Orð Jesú rætast eða látum við Orð hans víkja fyrir okkar eigin áliti og skoðunum. Við ráðum og allt skal fara eins og við viljum?
Nú er tími til að átta sig á því að við ráðum ekki tíma eða tíðum, Guð ræður og Guð fer sínu fram. Komdu þér í skjól og gerðu þig viðbúinn að Jesús hrífi þig frá jörðinni áður en hinir illu og vondu dagar skella á sem Opinberunarbókin 14:6 - 20 talar um.
Hver er Jesús Kristur?
Snorri í Betel
17.3.2021 | 13:55
Fordæmir hvað?
Vatíkanið byggir álit sitt og niðurstöðu þessa máls á oðrum Jesú Krists. Hans orð um hjónabandið endurspeglar ekki niðurstöðu Alþingis Íslendinga né ,,mannréttinda álit" samtímans.
Um hjónabandið segir Jesús: ,,Hafið þér eigi lesið að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: Fyrir því skal maður yfirgefa föður sinn og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður."
Þannig eru þau ekki lengur tvö, heldur einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman má eigi maðurinn sundur skilja." (Matt.19:4-6)
Jesús tengir saman bindingu karlmanns og konu í einn mann. Það er blessað af Guði, fyrirætlun Guðs og boðskapur hans. Vatíkanið getur ekki verið með aðra skoðun á þessu vilji þeir fylgja Kristi. Sama gildir um íslenska þjóðkirkju og hvern Alþingismann. Vilji menn fylgja Kristi þá tölum við hans máli og móðgum Elton John, væntanlega.
Það er svo sem engin ætlun að móðga eða gera menn reiða í þessu efni. Guð flokkar málin sem synd ef menn velja sér frillu, samkynja einstakling eða barn sem rekkjunauta til samlífis.
Það má vel vera að slíkt henti samtímanum illa en þá verða menn líka að taka afleiðingunum með æðruleysi. Öll þurfum við að gera upp málin við Guð, Vatíkanið, Elton John, þú og ég!
Ekki móðgast út í þann sem kynnir þér skoðun og álit Guðs á siðferðismálum. Ef þú ert ekki sammála Guði þá hefur þú aðeins tvo möguleika að skipta um skoðun og verða Guði sammála eða sitja uppi með þitt álit og taka afleiðingunum. Þitt er valið!
Sönn og ærleg kristin Kirkja getur því ekki blessað synd eða sundrungu á Guðs tilskipun. Þeir sem blessa andstöðuna við Guð eru hvorki kristnir né þjónar Guðs heldur andstæðingar hans og munu taka afleiðingum samkvæmt því sbr. Sálm. 18:27!
Verum sammála Jesú, það er leiðin til blessunar!
Snorri í Betel
Fordæmir ákvörðun Vatíkansins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.1.2021 | 14:11
Endalok lýðræðisins?
Foringjaræðið í Þýskalandi, Þriðja ríkið eða Nazizminn reis upp úr rústum Weimar lýðræðisins. Flestir þeirra sem hafa kynnt sér og fjallað um það lýðræði hafa viðurkennt veikleika sem vill birtast hjá lýðræðis þjóðfélögum. Það er sundurlyndið og fjöldi flokka sem stíga fram þegar einhver stefnumál eru látin liggja milli hluta og endalausar samsteypustjórnir með getuleysi og átakafælni sitja að völdum. Nazisminn komst að vegna þess að lýðræðið átti engin svör.
Allir sem hafa lesið um hrun Weimar lýðveldisins vita að það átti ekki roð við ,,Foringjann" sem nýtti sér einfaldara kerfi og einræði með skyndilausnum. En þar mátti enginn hafa aðrar skoðanir.
Getum við séð lýðræðið falla og ,,Foringjaræði" rísa í okkar tíð? Tvö ríki má nefna strax og eru þau bæði fyrir botni Miðjarðarhafs. Tyrkland er komið vel á veg til einræðis. Sést það best á spennunni sem komin er milli Tyrkja, Grikkja og Armena. Mannréttindi hafa verið stórlega skert í Tyrklandi því lýðræði er veikara en einræði.
Nú herma fréttir að ísraelska ríkisstjórnin er að sundrast og erfitt var fyrir hana að ná saman svo kosningar verða á næsta ári, þær fjórðu á jafnmörgum árum. Lýðræðið er greinilega ganga á hálum og þunnum ís eða bara á vatni.
Stendur Ísrael frammi fyrir ógnun líkri þeirri sem hreppti þjóðverja fyrir 80 árum? Stjórnvöld sem ná ekki saman og treysta ekki öðrum stjórnmálamönnum er mikil ógn við hið viðkvæma lýðveldi.Þetta gerðist í Weimar lýðvelinu millistríðsáranna og gæti hæglega verið að birtast í Ísrael á þessum vikum. Sagt er um gyðinga að þar sem 3 koma saman þá hafa þeir 4 skoðanir. Sundurlyndið getur því verið ástæðan fyrir því óumflýjanlega að ,,Foringjaræði" gæti tekið völdin. Hluti af þessu máli er einnig eftirvænting gyðinga eftir Messíasi. Vegna þess getum við sagt að í trú gyðinga er innbyggð ,,Foringjahyggja" þar sem þeir vonast eftir því að tími Messíasar er inni.
Getur það verið að á þessu ári muni sá birtast sem Gyðingar bíða eftir? Leiðtogi sem virðir ekki lýðræðið? Ekki vitum við það en vert er að hafa opin augun og fylgjast grannt með.
Sá sem verður þessi leiðtogi er nefndur til sögunnar og hefur verið kallaður Antikristur! Við getum vitað sumt um hann meðal annars úr spádómsritum gyðinganna sjálfra. Þeim er þetta ekki hulið því þeirra fornu rit geyma þessa sögu. Hvað fáum við að vita? Til dæmis þetta:,,og borgina og helgidóminn mun eyða þjóð höfðingja nokkurs sem koma á". Sú þjóð sem eyddi Jerúsalem og musterið 70 e.kr. voru Ítalir. Verður næsti ,,foringi" Ísraels af ítölskum ættum?
Þessar hugrenningar mínar tengjast atburðum síðustu vikna vegna þess að jarðvegurinn er kjörlendi fyrir ógnandi en sterkan foringja. Þess má geta að ríkisstjónrin í Íran gerði samning við mörg ríki um takmarkaða auðgun úrans. Vilji þessara mörgu ríkja var að hefta útbreiðslu kjarnavopna, nóg er komið. Bandaríkin sögðu sig frá þessum samningi því þeir treysta ekki sviksömum stjórnvöldum í Teheran. Nú hefur utanríkisráðherra Þýskalands og Svíþjóðar krafist þess að Íranir standi við umræddan samning þó svo að Bandaríkin hafi sagt sig frá honum því samningurinn er ennþá í gildi við Evrópu t.d. En þegar hinn sterki gefngur út úr salnum þá virðist agaleysið ná aftur tökunum á liðinu.
Getur það verið að við á Íslandi sem sitjum undir áróðri fréttastofa sem hafa mótað afstöðu okkar gegn Trump, með fréttaflutningi, hefur gert okkur kærulaus og hyskion í afstöðunni til Múslimskra þjóða? Það má ekki benda á tvöfeldnina í stefnu þeirra ríkja og ég hef ekki séð eða heyrt fréttir um aukna framleiðslu á Úran hjá Irönum. Við vitum að þeir hafa hótað því að mæta með kjarnorkusprengju í átökin í Mið-Austurlöndum. En best er trúlega að gera eins og strúturinn, stinga höfðinu í sandinn.
Ekki vitum við þetta svo gjörla í dag en höfun augun opin og sjáum hverju fram vindur.Verkin tala og Guð gefur okkur náð til að vita þetta áður en það gerist. Þannig erum við forrréttindahópur sem getur gert viðeigandi ráðstafanir í huga okkar og hjörtum.
Hvernig við hugsum ræður því hversu ógnandi atburðir líðandi stundar eru. Sumt í lífinu er óumflýjanlegt þó svo að það veki okkur ugg og ótta. Þöggunin breytir engu nema til bölvunar.
Þegar samfélagsmilðar eins og Twitter og Facebook ásamt fleirrum slíkum sýna af sér yfirgang og þöggun þá er mjög stutt í að ,,Hitlers typan" geti birst og tekið völdin.
Ég hugsa oft til þess sem Akureyrabær sýndi mér með þöggunarkröfu sinni og síðar útskúfun hve stutt er í þessi viðbrögð hjá ,,vinstrisinnuðum" mönnum. Alla vega hefur verið áberandi hversu einarðlega þeir komu til vanrar þöggunartilburðum Akureyrar. Meira að segja vanir fjölmiðlamenn og Alþingismenn vörðu Akureyrarbæ. Svo má nefna skýrsluna um óeyrðirnar á Austurvelli í kjölfar hrunsins. Þegar bent var á hvatningarhróp þingmanna og eggjan þeirra til að taka Alþingi yfir, þá mátti þetta ekki standa í skýrslunni. Krafan frá vinstrinu var að fjarlægja þetta úr skýrslu lögreglunnar.
Hve nálægt erum við komin að skerðingunni á trúar-, tjáningar- eða skoðunarfrelsi?
Og ég sá annað dýr stíga upp af jörðinni það hafði tvö horn lík lambshornum...(Op.13:11) Það virðist ekki svo hættulegt. Ef Biden og Kamella eru dæmi um veigalítil horn sem eru að ná Hvítahúsinu, gefa þau rúm annarsstaðar fyrir stærri og meiri ógnanir? Því þessi ,,lambshorn" gegna því hlutverki að efla tiltrú á ,,fyrra dýrið" og sjá til þess að allir ,,tilbiðji líkneski dýrsins" og ,,allir taki nafn þess og tölu þess á hægri hönd sér eða enni"!
Það er áleitið fyrir mig að bera saman þessa fornu sýn Opinberunarbókarinnar og lesa samtíð mína inní þessa mynd. Jarðvegurinn virðist vera eins í sýninni og í nútímanum. Mér sýnist við vera komin inní þennan ógnvænlega tíma Guðleysisins þegar frelsi til trúar og tjáningar verður fjarlægt og við ,,látin tilbiðja" ríki og skipulag sem þolir ekki frjáls skoðanaskipti. Djöfullinn hreiðrar alltaf um sig í þögguninni með lygunum! Hann hefur aldrei þolað Anda Sannleikans.
kveðja
Snorri i Betel
Trúmál og siðferði | Breytt 15.1.2021 kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2021 | 15:12
Friðarhöfðinginn segir:
,,Minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur, hjarta yðar skelfist ekki né hræðist." (Jóh.14:27)
Er ekki auðveldast að leita til friðarhöfðingjans, fá friðinn og mæta síðan til leiks?
kveðja
Snorri í Betel
Mig langar að finna friðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.1.2021 | 23:51
Betel 100 ára
Það er ekki algengt á Íslandi að hafa fríkirkju í sinni heimabyggð. Lengst af Íslandsögunni var ekki tíðkað að kirkjur væru frjálsar og sjálfstæðar heldur voru þær undir konungi eða páfa. Það var ekki fyrr en með strjórnarskránni 1874 að trúfrelsi væri ákvæði inn í þjóðskipulag á Íslandi. Betel í Vestmannaeyjum nýtur góðs af því.
Betel er elsta hvítasunnukirkja á Íslandi og hefur í 100 ára sögu sinni staðið vörð um Biblíulega kristni. Söfnuðurinn var ekki stofnaður fyrr en 1926, þann 1.janúar en trúboðsstarfið byrjaði í Vestmannaeyjum árið 1921 og því finnst mér eðlilegt að minnast þess með fáum orðum.
Þegar Sigmundur Davíð brýndi raust sína á síðum morgunblaðsins um undanhald kirkjunnar og trúargildum sínum þá ýtti það við mér. Ég fór að rifja upp söguna hvað Betel söfnuðurinn þurfti að glíma við í gegnum þessi 100 ár. Þó svo að hann hafi aldrei talist fjölmennur eða haft sínar pólitísku tengingar né lifað á sóknargjöldum, þá heyrðist meðal fólksins vitnisburðurinn um Vilja Guðs, Reglur Guðs og Náð Guðs sem birtist í kenningum Jesú Krists.
Fyrsta glíman var við Þjóðkirkjuna sem var að meira eða minna leyti undirorpin andatrúnni. Bæði biskupar, Guðfræðiprófessorar og ýmsir kennimenn voru hallir undir Andatrú og lituðu söfnuði sína með slíku. Í haust var Fríkirkjan við tjörnina að rifja upp fyrir okkur hið ,,Frjálslynda kennivald" sem kirkjan stóð fyrir og skreytir sig enn með fjöðrum ,,Frjálslyndis" sem sínu helsta ágæti. Hvítasunnuprédikararnir andmæltu hinni ,,Frjálslyndu" guðfræði og bentu á hversu kröftuglega hún er trássi við Biblíuna, Guðs Orð. Hvítasunnuprédikanirnar studdust einmitt við þetta þrennt Biblíuorðið, reynsluheim frelsaðra og Hallgrím Pétursson. Engu var líkara en að HP væri besti varnaraðili Betelinganna því fyrir eitthundrað árum andmæltu menn ekki framsetningu Hallgríms á kristinni Guðfræði. Og í Betel var bara lifað, breytt eins og stendur skrifað:
Guðs Orð fær sýnt og sannað
hvað oss er leyft eða bannað
Það skal þitt leiðarljós!
Lífsreyndur prestur og vinur minn, hafði á orði við mig að hann teldi að Hvítasunnumenn hafi bjargað kristninni fram að miðbiki 20. aldar. Því þeir vísuðu alltaf til Biblíunnar og kröfðu prestana um afstöðu með kristnum sjónarmiðunum og hvað Biblían segði.
Í upphafi starfs Hvítasunnusafnaðanna urðu fleiri átakamál eins og kommúnisminn og nazisminn. Ungir menn flykktust að flokkum þessum og margt glæsilegt virtist eftirsóknarvert í þeirra framsetnigu. Eitt atriði umfram annað réð úrslitum að Betel gat ekki samþykkti þessar stefnur og það var guðleysið sem þær boðuðu. Kommúnisminn vildi tortíma eignarréttinum og þess vegna prédikuðu hvítasunnumenn á móti kommúnismanum því Guð varðveitir eignarrétt mannsins og segir:,,Þú skalt ekki girnast neitt það sem náungi þinn á"!
Nazisminn vildi útrýma gyðingum og vaða yfir önnur lönd, flokka menn í yfir- og undirflokka en hvítasunnumenn bentu á Biblíuna og sögðu alla menn bræður, komna af einum og skapaða af Guði.
Þó svo að hvítasunnusöfnuðurinn hafi verið ljós á myrkum stað og sett ljósið á ljósastikuna þá varð það ekki til þess að hann fengi öflugt fylgi almennings. Betel var ævinlega flokkað sem ,,sértrúarsöfnuður".
Þegar hvítasunnumenn töluðu gegn klámi, lauslæti,kynvillu eða trans-lífsmátanum og bent á að Guð hafi skapað manninn í sinni mynd til að virða það að karlinn er gerður fyrir konuna og konan gerð fyrir manninn þá telst það ekki góð ella í dag og bera vott um þröngsýni. Þegar prédikað var að kynvillan sé synd og leiði menn til glötunar skv. Biblíunni þá jókst ekki fylgið við Hvítasunnusöfnuðinn heldur ruku upp pólitískir tækifærissinnar og beittu sínum vopnum af krafti til að þagga niður í ,,þröngsýnum prédikurum" sem skildu ekki nútíma viðhorf í samtímanum.
Kannski er kominn tími fyrir þá sem í dag prédika í ræðustólum Hvítasunnu-kirkjunnar að tala eins og gert hefur verið fyrstu 50 ár Betels, Láta Orð Guðs hljóma, setja lampann á ljósastikuna til að það lýsi öllum í húsinu því menn eru á glötunarvegi, þrátt fyrir skírnir, fermingar eða kvenna stjórnun.
Takk Sigmundur Davíð að hafa orð á þessu mikilvæga atriði kirkjunnar. Þó að það skapi ekki fjöldafylgi, vinsældir eða almennan stuðning við hin kristnu gildi þá gefur kristnin mönnum og þjóðfélögum möguleikann á betra lífi. Má vera að kirkja sem lætur almenningsálitið leiða sig þurfi að fá uppsagnarbréf frá ríkinu til að hin Frjálsa og Sjálfstæða kirkja tali skírar því líf okkar liggur við. Hlutverk kirkjunnar er að vera Guðs rödd inní samtímann svo menn: ,,Nemi staðar við vegina og litist um og spyrji um gömlu göturnar, hver sé hamingjuleiðin og fari hana, svo að þeir finni sálum sínum hvíld."(Jer.6:16)
Megi þessi 100ára saga Betels verða til brýningar þeim sem fara um landið okkar með ,,Orðsins Brandi"!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt 2.1.2021 kl. 01:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar