Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
30.11.2020 | 16:33
Ég kveiki á kertum..!
Þetta sagði Davíð Stefánsson en þá var hann staddur við ,,krossins helga tré"! Enn er verið að kveikja á kertum og aðventan hafin. En hvers er að minnast? Þurfum við einhvern sem við treystum til að halda okkur í hönd og leiða í gegnum aðventuna?
Ásmundur Einar Daðason hafði einmitt áhuga á því þegar verst gegndi í hans lífi að fá handarband og dómgreind þegar dökku dagarnir komu. Hann segir:,,Ég hefði bara viljað að einhver hefði haldið í hönd mér í gegnum þetta. Að ég hefði getað leitað til einhvers sem gæti lánað mér dómgreind á erfiðum stundum. Einhver afruglari"
Hann fann ekki þessa hönd í kerfinu, skólanum, kennaranum eða kirkjunni. Í haust voru menn að kynna fyrir börnum nýja útgáfu af Jesú Kristi sem átti að eiga ,,í kynáttuvanda" og kirkjan vildi að þeir hinir sömu gætu fundið samsvörun við Jesú. Nú kveikjum við á kertum og fyrsta kertið er spádómskertið.
Spádómarnir um Jesú eru auðvitað boðskapur sem ætlaður var til að taka í hönd gyðinga og leiða þá að jötunni, þar sem meistarann var að finna á upphafsdögum jarneskrar tilvistar hans. Nokkrir mættu, kannski innan við 10, til að gæta sóttvarnamarka en við vitum að fjárhirðar og vitringar komu að jötunni. Voru svona fáir til að grípa í höndina og njóta Guðs handleiðslu, gegnum tíma og tíðir sem spámennirnir bentu á? Hvar voru allir hinir, prestar, skriftlærðir, kennarar eða kerfiskarlarnir í stjórnsýslunni? Var enginn til að grípa í hendur þeirra og lána þeim dómgreind?
Getur verið að sú þörf sem Ásmundur Einar Daðason, ráðherra hefur gengið í gegn og bent á hinn alvarlega skort á ,,leiðandi hönd" eða ,,dómgreind" sé miklu eldra vandamál en okkur óraði fyrir?
Heródes bað þess að fá fullvissu um barnið til að geta eytt því. Hann bað um að vitringarnir gæfu honum ,,handleiðslu og dómgreind"! Í dag eru 19 þingmenn sem bjóða fram hendur og dómgeind til að aðstoða verðandi pólskar mæður til að framkvæma verk Heródesar á börnum þeirra. Það eru ekki nema 2020 ár milli þessara þingmanna og Heródesar.
Spádómskertið á að minna presta á spádóminn um að: ,,barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir og Friðarhöfðingi. (Jes.9:6) Samt hefur ríkiskirkjan kynnt okkur Jesú í vandræðum en ekki sem ,,Undraráðgjafa" fyrir börn í kynáttuvanda. Okkur nefnilega vantar hvorki hönd til að halda í né dómgreind til að styðjast við heldur fólk sem kennir trúir og talar!!!
Er ekki merkilegt að þeir þingmenn sem hafa lagt til að börnum yrði gefin þessi styðjandi hönd sem kemur með kristinfræðslu fá ekki góðan hljómgrunn hvorki hjá samþingmönnum eða kennurum. Dómgreind andstæðinga þeirra hefur ekki gagnast börnum eða ungmennum til hjálpar og trúlega ekki heldur Ásmundi Einari Daðasyni. Sorglegt.
Og við kveikjum á kertum, Betlehemskertið fær að loga. Það hefur verið öllum sem trúa, staðfesting á að undraráð Guðs og spádómur Míka kom fram, reyndist réttur og sannur. Míka segir:,,Og þú Betlehem Efrata þó þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í Ísrael og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum."(Míka 5:1). Þessi drottnari í Ísrael útleggst sem :,,Hver stjórnar þér? Hver heldur í hönd þína og veitir þér dómgreind? Ég auglýsi eftir fólki í stjórnunarstöðum ráðuneytanna, kennurum barnanna, prestum ríkiskirkjunnar og kennimönnum kristninnar sem tilbúnir eru til að ganga inní hlutverkið sem Ásmundur Einar Daðason talaði um að hann hafi þurft á að halda þegar stormar blésu og dimmviðrin byrgðu sýn. Hvað þurfa ekki börnin í dag sem sjá ekki leiðina; fyrir ungu mennina sem vantar að vera upplýstir af Guðs Orði? ,,Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að Orði þínu. (Davíðssálmur 119:9) Lausnin fyrir ráðvilltan ungan mann er að finna hjá Undraráðgjafanum frá Betlehem. Vita menn ekki að nafnið Betlehem þýðir brauðhúsið og það er sko ekki myglað þó gamalt sé. Vita menn ekki að Undraráðgjafinn sagði okkur að Guð hafi aðeins skapað tvö kyn, konu og karlmann til að þau tvö yrðu eitt, yfirgæfu foreldra sína en byggju saman til dauðadags? Þú, sem ert í einhverskonar tilvistarkreppu, leitaðu til þessa Undrarágjafa sem kertin lýsa fyrir.
Svo kemur að Hirðiskertinu, kerti Vitringanna. Hvar er þá að finna í dag? Þegar þeir reyndust ekki alveg vissir um leiðina eða staðinn þá luku menn upp ritningunum og leiðbeindu þeim og þeir tóku tilsögn! Fyrst komu þeir róti á hugarheim Heródesar og Heródes hinn ráðvillti, kallaði presta og skriftlærða til fundar og hann spurði:,,Hvar á Kristur að fæðast"? Ritningunum var lokið upp og Míka spámaður var látinn svara þó að hann hafi þá þegar legið dauður í 700 ár. Síðasti ráðandi konungur sem nefndur er í sögu Míka var Hiskía Júdakonungur, tengdasonur Jesaja spámanns. Hiskía er talinn hafa látist 687 f.kr. Hirðiskertið tengir því saman sögur spámannsins frá 700 f.kr til daga Jesú (5.fkr.) og til okkar daga 2020! Það er því komin góð reynsla á þennan boðskap sem hefur lifað af gagnrýni og vantrú í yfir 2700 ár! Hvað segir þetta okkur um vantrúnna? Hún er innihaldslaus ,,þekking" grundvölluð á engu nema þekkingarleysi. Ætlar lýður Guðs, Ísrael, söfnuður Drottnarans yfir Ísrael að gefa eftir fyrir tælandi röddum menntasnobbaðra vantrúarmanna? Vitringarnir gerðu það ekki heldur héldu áfram skv. Orði Drottins og fundu ungbarnið í Betlehem lagt í jötu. Það var og er von hins fallna mannkyns!
Þá er Engakertið látið skína. Hver hefur séð engla? Ég hef ekki séð neinn nema hann hafi verið teiknaður í myndaramma eða úthögginn í marmara. Hvers vegna trúi ég því sem ég ekki sé eða hef þreifað á? Það er vegna þess að ég hef valið sömu leið og vitringarnir. Þeir sáu ekki Jesú í upphafi ferðar og vissu ekki nema það sem stjörnuhimininn sagði þeim fyrst. Ég hefði trúlega ekki þekkt ,,stjörnu hans" sem lýsti Vitringum leið og því aldrei lagt af stað á sömu forsendu og þeir. En þeir gengu hina vandrötuðu leið sem lá að Orði Drottins. Segir ekki sálmaskáldið:,,Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin hans handa."(Davíðssálmur 19:1) Vitringarnir, leiddir af englum, opnaðist vegur gegnum óþekktar lendur og til Jerúsalem, borgar Friðar(höfðingjans). Englarnir birtust líka hirðunum úti í haga. Við boðskapinn ruglaðist vaktaskipulagið í haganum og þeir með sauðahjarðirnar á eftir gengu rakleit þangað þar sem ungbarnið lá, reifað og lagt í jötu. Við þessa opinberun barst þeim til eyrna hinn ljúfasti söngur, losöngur um Guð vorn og hjörtu þeirra fylltust af gleði og von. Sálmaskáldið segir:,,Þegar Drottinn snéri við hag Síonar var sem oss dreymdi. Þá fylltist munnur vor hlátri og tungur vorar fögnuði. Þá sögðu menn meðal þjóðanna:,,Mikla hluti hefur Drottinn gjört við þá." (Davíðssálmur 126:1-2)
Hafi Orðið reynst stöðugt og áreiðanlegt, talað af spámönnum, englum, vitringum og postulum þá er engin ástæða fyrir okkur í nútímanum að hafna kenningu drottins þó svo að okkur skorti þekkingu. Vantrú veitir engin svör hún étur menn að innan og stækkar tómarúmið en Orð Guðs lífgar og gerir menn vitra eins og Páll postuli bendir Tímóteusi á í 2.Tím.3:16! Boðskapurinn er:,,Því að hafi orðið af englum talað reynst stöðugt og hvert afbrot og óhlýðni hlotið réttlátt endurgjald, hvernig fáum vér undan komist ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði sem Drottinn flutti fyrst og var staðfest af þeim sem heyrðu?"(Hebr.2:2-3)
Engill þýðir sendiboði og þú getur orðið Guðs sendiboði, hönd eða dómgreind fyrir náungann ef þú gefur gaum að Orði Drottins!
Guð blessi þér þessa aðventu!
Snorri í Betel
18.11.2020 | 16:09
Trúuðum fækkar!!!!!
Fréttablaðið birti á forsíðu fækkun í þeim hópi sem telja sig trúaða (17.11.2020). Aðeins 40% svarenda töldu sig trúaða. Þegar ég var yngri var gjarnan talað um að þjóðkirkjan væri yfir 90% þjóðarinnar og þá væntanlega sá hópur trúaðra sem greiddi sóknargjöld til ríkiskirkjunnar. Sagan segir okkur að við fjölgun guðlausra skapast hættuástand. Abraham bað fyrir Sódómu og Gómorru og bað ef aðeins fyndust 10 réttlátir! Þá var borgunum borgið. En þá vantaði! Orðskviðir Salómons benga á þetta hættuástand er hann segir: ,,Þegar óguðlegum fjölgar, fjölgar og misgerðum..."(Orðs. 29:16) og Píratar lemja á ráðherrum vegna þess að þeim blöskrar vinavæðingin í ráðuneytunum (án auglýsinga). Mega allir ekki sjá að ,,misgerðunum" hefur snarlega fjölgað? Aðeins 40% eru trúaðir! Fróðlegt væri fyrir félagsfræðinga að leggjast í rannsóknir og skoða samhengið milli guðleysis eða vantrúar og spillingar í stjórnkerfinu?
Sköpunin stynur vegna vantrúar! Hagkerfið stynur vegna ,,vonleysis". Seðlabankinn hefur einnig ,,væntingar vísitölu" og bregst við vegna hugarfars þjóðarinnar svo þetta er vel þekktur þáttur í hagstjórn. En megum við ekki einnig taka upp gömlu tenginguna að mæla trú, siðferði og árangur í mannheimum út frá hegðun og hugarfari? Postulinn Páll notar þetta atriði til að kenna hinum frumkristnu þennan leyndardóm er hann segir:,, Hið góða sem ég vil gjöri ég ekki en hið vonda sem ég ekki vil gjöri ég." og á öðrum stað:,,Því að sköpunin þráir að Guðs börn verði opinber. Sköpunin var undirorpin fallvaltleikanum, ekki sjálfviljug, heldur vegna hans sem varp henni undir hann, í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna."(Róm.8:19-21)
Það er eins gott að kunna að lesa inní kringumstæður í mannheimum. Þær geta nefnilega gefið okkur vísbendingar um hversu nálægt við erum dómi Guðs. Því stundum koma hörmungar sem hitta okkur rosalega illa. Muna ekki allir eftir óveðrinu fyrir ári þegar rafmagnskerfið fór og ungir menn fórust. Af hverju hitti þetta óveður okkur svona illa? Við höfum horft uppá eldgos og hamfarir sem líta út sem sjónarspil og jafnvel auka hróður Íslands. Við höfum séð menn nýta sér náttúruna í auglýsingaskyni og eflt ferðamannastrauminn hingað til lands. Hver er munurinn? Af hverju snýst sumt í móti okkur en annað í hag.
Þessar tölur um aukna vantrú landans er aðeins okkur til ills. Við erum með okkar hvatir og langanir sem gjarnan leiða okkur í ógöngur. Ein hættulegasta hvötin er græðgin. Svo má nefna kynhvötina sem aldrei verður fullnægt eins og Rollingarnir komust að. ,,Við þá fíkn hafa sumir villst frá trúnni" eins og postulinn segir og talar þá um ágirndina (1.Tím.6:10).
Svo má benda á það þegar við hættum að þekkja syndina af því að við höfnum tilsögn í réttlæti. Segir ekki Biblían:,,Ég þekkti ekki syndina nema fyrir lögmálið. Ég hefði ekki vitað um girndina hefði ekki lögmálið sagt:,,þú skalt ekki girnast." En syndin sætti lagi og vakti í mér alls kyns girnd með boðorðinu. (Róm.7:7-9).
Vantrúin liggur undir þessari ásökun að hafa kenndirnar en hafna leiðbeiningu Guðs um hvernig best sé að bregðast við þeim. Vegna vantrúarinnar láta menn leiðast af ,,tilfinningum" og skilja svo ekkert í því af hverju vondir ávextir birtast í fjölskyldum viðkomandi. Svo ef náttúran kemur með harðneskju í veðri eða aflabrögðum og vernd Guðs er ekki yfir landi og þjóð þá segja menn:,,Hvar er Guð núna"?
Myndin er þessi: Ísinn hefur aukist því kólnað hefur í kirkjunum. Boðskapurinn um iðrun heyrist varla. Því hafa menn lokað eyrum sínum og taka hjartað sitt sem mælikvarðann á hvað er rétt eða rangt. ,,Mér finnst" er þá svarið og það er eins og allir hafi ljós yfir rétt og rangt! En guð hefur gefið okkur lögmál lífsins anda til að hjálpa okkur að lækna okkar sjúka hjarta.,,Þannig verður fögnuður með englum Guð yfir einum syndara sem gjörir iðrun."(Lúk.15:10)
Enginn læknir mun ráðleggja hjartveikum manni að taka ekki tillit til hins veika hjarta. Smá áreynsla getur þýtt bráðan bana. Eins segir Guð:,,...Vertu ekki vantrúaður!"(Jóh.21:27)
Það er því þjóðar mein þegar vantrú fær að vaxa eins og krabbamein í þjóðarsálinni og skila okkur berskjölduðum gagnvart hinu illa sem rís upp og kemur án nokkurs fyrirvara og við varnarlaus.
Á 100 ára andlátsafmæli Matthíasar Jockumssonar!
Snorri í Betel
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.11.2020 | 11:26
Fóstrið, klasi eða manneskja?
Við á Íslandi höfum haft aðgang að Biblíunni á okkar ,,Norrænu" frá 1584. Í þeirri merku bók er talað all nokkuð um okkur mennina og með hvaða augum Guð, skaparinn og ,,Faðir Vor" sér okkur.
Þar segir m.a:
Beinin í mér voru þér eigi hulin, þegar ég var gjörður í leyni, myndaður í djúpum jarðar.
Augu þín sáu mig er ég enn var ómyndað efni, ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þina, áður en nokkur þeirra var til orðinn. (Davíðssálmur 139:15 - 16)
Hvernig fara þessi orð í okkur? Hef ég rétt til að stöðva þann feril að dagarnir fái að koma yfir fóstrið sem Guð er þegar búinn að útvelja því?
Í þessum sálmi segir einnig:,,Ó að þú Guð vildir fella níðingana. Morðingjar! Víkið frá mér."
Hvaða morðingja er verið að ávarpa? Eru það þeir sem eyða mönnum eða mannslífum? Svona talar Guðs Orð kröftuglega til okkar. Meiðandi? Já, fyrir þá sem hafa gert Guði í móti skapi.
Í dag er enn verið að færa Ísland fjær Guði og vilja Guðs. Í dag er hin kalda vinstrihönd að leggja til aukið álag á sjúkrahús með fóstureyðingarmiðstöð fyrir öll lönd. Greinilega Guði á móti skapi. Hvernær ætlum við að læra að fóstrið er augnayndi Guðs?
Einhverju sinni voru menn að ræða Nazismann og morðölduna sem fylgdi honum með útrýmingarbúðum á hinum minnimáttar. Þá sagði Prófessor í guðfræði, Þórir Kr. Þórðarson: ,,Þegar Guð er ekki til þá er þetta hægt"!
Er Alþingi Guðlaus stofnun og þess vegna rýmkar það fyrir morðum á hinum ófæddu börnum?
Frá 1976 höfum við að meðaltali eytt 1000 börnum á ári og samanlagt um 45000 börnum sem áttu að verða þegnar okkar lands, samerfingjar að auðæfum landsins. Í dag er þessi tala fyllt með útlendingum. En þeir fylltu uppí rúm hinna horfnu. Ekki svo að skilja að útlendingarnir séu ekki velkomnir heldur hitt að það var óþarfi að eyða litla fólkinu okkar.
En þegar Guð er ekki lengur áhrifavaldur í löggjöfinni eða lífsmáta þjóðarinnar þá eru aðeins tveir möguleikar eftir. Sá fyrri er að við snúum okkur aftur til Guðs, biðjum fyrirgefningar og förum að hans ráðum. Hinn að við köllum yfir okkur hörmungar og fáum dóm Guðs yfir okkur. það verður okkur ekki að skapi.
Biblían segir: ,,Þegar dómar þínir birtast á jörðu, þá læra byggjendur jarðríkis réttlæti." (Jes. 26:9),,Sé hinum óguðlegu sýnd vægð, læra þeir eigi réttlæti. Þá fremja þeir órétt í því landi þar sem réttlæti skal ríkja og gefa ekki gætur að hátign Drottins."(Jes.26:10)
Guð! Verði þinn vilji.
Veljum lífið en ekki hönd dauðans, kvenréttindin!
Snorri í Betel
13.10.2020 | 14:43
,,Ég er hógvær..."!
Þegar einhver kynnir sig þá er mjög sjaldgæft að hafa hógværð sem fyrsta atriði. Þetta með hógværðina er afar merkilegt því upphafsmenn AA samtakanna lögðu mikla áherslu á hógværð til að ná bata í glímunni við Alkóhólismann. Hógværð virðist ekki vera eftirsóknarverð eða vel metin dyggð í dag.
Oft er bent á samfélagsmiðla þar sem áhrifavaldarnir halda sig. Þar er greinilega mikil áhersla lögð á líkamann, útlit, hreyfingu og mataræði.Þessi vettvangur er einnig eins og hjúskaparmiðlun. All oft er tilkynnt um að sambandsslit hafi orðið og plássið því autt fyrir næsta ,,leikfang".
Ein stærsta stjarna mannkynssögunnar og einn mesti áhrifavaldur í þeirri sögu kynnti sig aldrei sem líkamsræktarfrömuð. Engan tók hann í fimleika né gaf út martreiðslubók. Hann lenti aldrei í skilnaði og breytti trúlega aldrei um skoðun.
Samtímamenn hans höfðu ýmislegt að segja og viðurkenndu að: ,,hann talar og kennir rétt, gerir engan mannamun en kennir Guðs veg í sannleika." Sjálfur hafði hann álit á samtímamönnum sínum og einn vina hans sagði:,,(hann) gaf þeim ekki trúnað sinn því hann þekkti alla. Hann þurfti þess ekki að neinn bæri öðrum manni vitni; hann vissi sjálfur hvað í mönnum býr"!
Þegar hann lýsti sjálfum sér þá sagði hann: ,,lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur".
Þessum aðila tengjast ein stærstu nöfn mannsandans eins og leiðtoginn og löggjafinn Móse. Samtímamenn hans sögðu um hann: ,,En maðurinn Móse var einkar hógvær, framar öllum mönnum á jörðu." Nói var mörghundruð árum á undan Móse en honum er lýst sem ,,réttlátum og vönduðum".
Þessir mannkostir virðast ekki eiga uppá pallborðið í okkar samtíð og er miður. Við á Íslandi veljum mun frekar hin gildin sem viðhalda hroka, stærlæti og sjálfshóli.
Að leggja áherslu á mannkosti þarf auðvita að vera en þeir verða að engu gagni nema hógværð fylgi. Þess vegna er líka sagt ,,sælir eru hógværir því að þeir munu jörðina erfa"! Svo viljum við auðvita laga jörðina og bæta náttúruna. En hvernig gengur? Ef við sleppum að rækta hógværð mannsins fáum við að erfa landið okkar? Getur það verið að fylgifiskur hrokans og mikilmennskunnar verði slæm útkoma eða landlaus lýður?
Að síðustu. Þegar Guð undirbjó komu hins hógværa Jesú Krists inní heiminn þá valdi hann konu og mann til að fóstra hann og skapa honum heimili. Hverskonar heimili hentaði honum best? Ekki er greint frá hversu vel það var útbúið tólum, tækjum eða öðrum búnaði en Jósef var sagður ,,grandvar" og María ,,hrein mey"! Ef Þessi staða væri uppi í dag að fæðingu Jesú hefði verið frestað um 2000 ár, ætli Guð hafi látið hann fæðast á Íslandi í þeim tíðaranda sem nú birtist hjá ,,áhrifavöldum" samfélagsmiðlanna?
Bróðir þessa ,,hógværa" kennimaðnns benti á það að Guð stendur gegn dramblátum en auðmjúkum veitir hann náð"! (Jak.4:6) Er ekki eftirsóknarvert að eiga gott samband við Guð, höfund sköpunarinnar.
Vert er að minnast þess sem konungurinn sá í sinni samtíð hvernig Guð er, en hann segir:
,,Gagnvart ástríkum ertu ástríkur, gagnvart ráðvöndum ráðvandur, gagnvart hreinum hreinn, gagnvart rangsnúnum ert þú afundinn."(Sálm 18:26 - 27)
Er Guð þér afundinn? Finnst þér hann órafjarri? Hvað ætli aðskilji, byrjaðu á að losa þig við hrokann og rækta með þér auðmýkt og þú munt finna Guð í Jesú, sem er hógvær og af hjarta lítillátur!
Snorri í Betel
1.10.2020 | 09:50
Barnasáttmáli S.Þ.
Í gær minntist sérfræðingur hjá UNICEF á mikilvægi Barnasáttmála S.Þ. Hann nær til ALLRA barna.
Þá er spurningin hvenær verður barn barn?
Hvenær er kona barnshafandi?
Gengur þunguð kona með barni?
kveðja
Snorri í Betel
9.9.2020 | 02:12
Eins og à dögum Heródesar!
Þeir afklæddu hann og færðu hann í skarlatsrauða kápu, fléttuðu þyrnikórónu og settu á höfuð honum, en reyrsprota í hægri hönd hans. Síðan féllu þeir á kné fyrir honum og höfðu hann að háði og sögðu: "Heill þú, konungur ?....."
Matteusarguðspjall 27:28-29
Snorri í Betel
Brjóstgóður Jesús á götum borgarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2020 | 12:13
Jesús og tíðarandinn!
Mikið er sannleikurinn beittur og upplýsandi. Biblían opinberar Jesú Krist sem heilagan enda oftast kallaður Jesús frá Nazaret (heilaga staðnum), Hann er flekklaus eða ,,hin lýtalausa fórn" í Hebreabréfinu 9:14. Hann gekk um kring, gjörði gott og græddi alla þá sem af Djöflinum voru undirokaðir eins og Postulasagan segir. Hún leggur líka áherslu á að:,,ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað oss"!(post.4:12)
En hann var gjörður að ,,synd okkar vegna"!
Það hefur ekkert breyst í 2000 ár. Enn er Þjóðkirkjan að útmála Jesú sem máttlausan frelsara sem fellur inní tíðarandann. Hann leysir engan frá synd heldur gerist ,,þátttakandi með honum í syndum hans"! Það er dæmi um stöðu okkar þegar Jesús er gjörður að því sem samtíminn nærist á.
Auðvitað nýtum við okkur kærleikann til að varðveita okkar hugmyndir og umburðarlyndið má ekki vanta. En ef ég er á annarri skoðun þá fæ ég hvorki að finna til kærleiksþels né umburðalyndis. Ég skal fá að finna til ,,te-vatnsins" eins og Akureyrarbær sýndi landsmönnum.
Það er trúlega viljandi gleymska í öllum þessum kynningum hvað Biblían segir um kærleikann í 1.Kor. 13. En berum saman hvað versin 4 - 7 segja um lyndiseinkunn kærleikans:
,,Hann er langlyndur, hann er góðviljaður.
Kærleikurinn öfundar ekki.
Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp.
Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin,
hann reiðist ekki, er ekki langrækinn.
Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum.
Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi."
Ég gleðst ekki heldur yfir hinu ósæmilega né óréttvísinni sem auglýsingin hefr að geyma! Það er nefnilega stórmerkilegt hvað menn vilja með kærleikann og umburðarlyndið. Í dag eru þau beitta vopnið til að slá á andstæðinginn og mikil hjálp til að við samþykkjum óréttvísi og ósóma. En kærleikurinn samþykkir það ekki þó hann þurfi að umbera það!
Það má kirkjan vita og allir lesendur þessa bloggs líka, að Jesús Kristur þolir það vel að vera gjörður enn eina ferðina að synd og skömm! En þolum við það að eini Frelsari okkar missi tiltrú okkar í skopstælingunni og að vonin verði rænd úr prédikuninni og frá veikum trúarhjörtum?
Jesús var aldrei hommi, en hann er Frelsari homma; Jesús verður aldrei kynskiptingur en hann er Frelsari þeirra. Eini Frelsarinn sem getur leyst hugarfar mannsins og hegðun frá skömm, ósóma og óréttvísi. Syndin er drottnunarvald spillingarinnar í hvaða mynd sem er og trúin á Frelsarann Jesú eina lækningin fyrir okkar spillta hugarfar.
Hann mun gefa þeim sem hans leita trú, von og HEILAGAN ANDA til umbreytandi lífs. Syndin þarf ekki að vera hið mynduga og mótandi afl í þínu lífi. Þú átt ennþá aðgang að FRELSARANUM JESÚ frá Nazaret!
Snorri í Betel
Ætla að segja sig úr kirkjunni vegna auglýsingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.6.2020 | 22:10
Af hverju komast vinstri flokkarnir alltaf að rangri niðurstöðu?
Palestína hefur hljómað sem helsta átakasvæði veraldarinnar í nokkur ár. Vitað er að Tyrkir höfðu yfirráð á öllu svæðinu frá 1517 og fram til 1917 að Bretar hertóku svæðið af Tyrkjum. Þá bjuggu bæði gyðingar,Arabar og önnur kristin þjóðarbrot á þessu landsvæði. Allir voru nefndir Palestínu?eitthvað, ýmist gyðingar, arabar eða Palestínumenn. Orðið náði ekki yfir eitt þjóðarbrot.
Bretar ráðstöfuðu svæðinu í hendur gyðinga með Balfour yfirlýsingunni. Gyðingar fengu að gjöf eyðimörk en þeir höfðu einnig keypt ræktarland af Tyrkjum við lok 19.aldar! Eyðimörkinni var breytt í blómlegar byggðir, heimaland gyðinga, Araba og afkomenda annarra þjóðflokka Palestínu.
Svo fóru Arabar með ófriði gagnvart gyðingum og allsherjar útrýmingarstríði gegn gyðingum 1948. Jórdanir tóku þá Vesturbakkann herskildi og misstu hann 1967 í 6-Daga stríðinu. Palestínumenn töpuðu engu heldur aðeins Jórdanir. Innlimun Samaríu (Vesturbakkans) í Ísrael er því beint framhald af Balfour samningnum við gyðingana og tap Jórdana á hernámi þeirra 1948! Því eru gyðingar í fullum rétti að innlima gjöf breskra stjórnvalda inní Ísrael og er það samkvæmt alþjóðalögum.
Vinstri þingmenn á Íslandi gera því ályktun sem opinberar fullkomið þekkingarleysi þeirra á málefni Þjóðarbrota fyrir botni Miðjarðarhafs. Ef innlimun Ísraels á gjöf Breta til gyðinga (Vesturbakkans)er meingjörð þá er tilvist ríkja Arabaheimsins s.s. Líbanons, Sýrlands og Jórdaníu ólögleg tilvist. Þau ríki voru búin til af Bretum og Frökkum með samþykki Þjóðarbandalagsins um líkt leyti og Balfour ráðagerðin var gerð handa gyðingum. Því er Ísrael eigandi Vesturbakkans því hann var þeim gefinn 1917 og seinna unninn í stríðsátökum 1967.
Ég hef því áhyggjur af þekkingarleysi Vinstri hlutans í Utanríkismálanefnd á málefni Ísraelskra réttinda á þeim landsvæðum sem þeim voru gefin og seinna þurftu að berjast fyrir með blóði og tárum.
Sýnum gyðingum sanngjörn viðbrögð í réttindabaráttu þeirra fyrir frelsi, eignarrétti og sjálfstjórnar á eigin landi!
Snorri í Betel
Lýsa yfir áhyggjum af framferði Ísraels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.6.2020 | 11:23
Heiður eða last!
Ég mátti til að lesa ,,Spegilinn"! Þessi forsíða er svo stingandi. Trump er gerður sem Neró, brennuvargur og litla fréttin fyrir neðan rifjar upp raunir Þjóðverja. Það á ekki af þeim að ganga. Þjóðin sem valdi Nazistana og situr uppi með ótrúlega svarta fortíð þess tímabils. Stutt er í kvikuna. Þarf hún meira af slæmum tengingum?
Nafn Hitlers hefur enginn Þýskumælandi maður borið eftir seinni heimstyrjöld. Í Noregi breyttist ættarnafnið Quisling í alþjóða heiti yfir Föðurlandssvikara. Við Íslendingar erum núna fyrst að sættast við nafnið Mörður eftir að Njála skilaði lyga-Merði sem einum viðsjárverðasta aðila Þjóðveldisaldar. Í Grísku er ,,Eþialtis" látið ná yfir martröð en það nafn bar Spartverjinn sem sveik bardagamennina 300 sem lokuðu leiðinni fyrir Xerxes til Aþenu. Þessi umræddi Eþialtis benti Persanum Xerxes á hina leiðina, aftan að þeim 300 og þá var leiðin greið að Aþenu. Eftir þessi svik er nafn svikarans Eþialtis notað yfir Martröð og enginn Grikki hefur borið það nafn í 2500 ár. Ítalir eiga sinn Pílatus, dómarann sem lét undan þrýstingi öfgamanna og gyðingar sitja uppi með Barabbas, manndráparann sem fékk frelsi og naut mannréttinda í stað hins réttláta frá Nasaret!
Svo er sá kafli sögunnar. Þegar menn sem hafa orðið þjóðarsómi eins og Meistarinn frá Nasaret, hafið þjóð sína upp í hæðirnar þrátt fyrir að þeir hafa ekki haft mikinn ávinning af því sjálfur. Hann sem lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mennina, átti hvergi höfði sínu að að halla en kunnur í samtíð sinni að græða alla þá sem af Djöflinum voru undirokaðir. Þessum Jesú hefur fylgt ótrúleg blessun. Þær þjóðir sem gerðust kristnar fengu ávöxt sem við köllum ,,menningararf" bera höfuð og herðar yfir menningu annarra kynþátta. Kristna menningin skóp listir, sagnaritun og tónlist sem við gjarnan tengjum við ,,klassík" og teljum síglda. Jesú hefur fylgt bók sem ber sæmdarheitið Bók Bókanna og er bæði grunnur að pólitík gyðinga í Ísrael, grunnbók kristnu kirkjunnar um allan heim og telst nauðsynja rit í bókmenntum háskólanna. Allt er þetta dæmi um áhrif sem skóp ný þjóðfélög og kemur með græðandi lífsgildi í okkar menningu eins og þau gildi að allir kynþættir eru bræður og enginn öðrum æðri. Þessi bók er því til:,,nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, til þess að sá sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur til sérhvers góðs verks"!(2.Tím.3:16)
Enn í dag erum við minnt á þetta merkilega val sem hver og einn verður að gera varðandi líf sitt. Hvað ætlarðu að verða, hvað ertu að gera, hvað muntu kjósa? Allar svona spurningar heyrðust líka í Þýskalandi, á Þjóðveldisöld á Íslandi, hjá Spartverjum! Valið er alvarlegra en okkur sýnist í fljótu bragði. Meira að segja Pílatus, dómarinn, spurði:,,Hvað á ég að gera við Jesú, sem kallast Kristur"?(Mt.27:22)
Spiegel nefnir einmitt alvarleikann sem getur lagst eins og mara yfir sögu þjóðar hafi ,,Þjóðverji líflátið hina litlu Maddie"!
Auðvitað hefur Biblían orð yfir þetta:,,Réttlætið hefur upp lýðinn en syndin er þjóðanna skömm"!(Orðskv.14:34)
Það er bæn mín að Íslendingar geri augljósa stöðu sína að velja Guðs Orð sem leiðarljós stjórnmálanna og byggi mannréttinda hugsun sína á Orði Guðs en ekki tilfinningum manna! Orð Guðs hefur upp lýðinn og mannréttindin en syndin leggur allt niður í saurinn.
Snorri í Betel
6.6.2020 | 10:21
Trú er ekki bara trú!
Hvað er Islam? Miðað við söguna þá hefur sú trú reynt að útrýma kristninni og flokkað kristna menn óæðri með minni réttindi en Múhammeðstrúarmenn hafa. Nafnið Islam þýðir undirgefni og gefur mönnum ekki færi á að skipta um trú, heldur beygja sig undir ægivald Kóransins sem enginn skilur!
Islam segir Jesú aldrei hafa liðið og dáið á krosssi fyrir syndir okkar. Allah hafi kippt Jesú burt þegar hann bar krossinn fyrir okkur og skapað dúkku sem var krossfest. Aldrei var um neina upprisu að ræða og því er grunnkenning kristninnar staðlaus þvættingur samkvæmt Islam. Þetta fékk Múhammeð að vita frá englinum sem opinberaði honum þetta þó að Jesús hafi liðið og dáið í augsýn þúsunda sem fylgdu honum síðasta spölinn og voru vitni að öllum þessum hörmungum. Þess vegna er Islam ósamrýmanleg við Kristnina enda alls staðar ófriður og átök þar sem Islam haslar sér völl.
Vandinn eykst enn frekar þegar Jesús Kristur segir: ,,enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig"! (Jóh.14:6) Þannig er hann sá eini sem tryggir manninum opna leið til Guðs almáttugs. Jesús er líka sá eini sem lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir okkur. Hann segir okkur að flytja boðskapinn um sáttargjörðina öllum mönnum en slíðra sverðið. Milli Islam og Jesú er þess vegna fjandskapur. Það er sorglegt að Íslendingar skuli aðhyllast Islam, andstæðing hins mjóa vegar sem Jesús Kristur er. Svo fáfróð er þjóðin orðin að hún telur trúfrelsið, sem kristnin skapaði opni leiðina fyrir fjandskapinn sem birtist í Islam.
Eru þá þeir sem aðhyllast Islam vont fólk? Nei, engan veginn! En Islam fær áhrifavald og sköpunar vald hjá öllum þeim sem aðhyllst þessa trú. Engan þarf því að undra að bókin, Kóraninn, verði notaður til að etja fólki saman gegn kristnum og gyðingum. Við erum því að sjá illgresi sáð á síðum Morgunblaðsins og höldum að við sleppun við fylgikvilla hinnar skelfilegu afkristni sem leiðir fram hrun hins vestræna frelsis.
Hvers vegna að hafna Jesú Kristi? Hann sem er Sáttin milli Guðs og manna, Vegurinn til Guðs, Sannleikurinn, Lífið og Friðurinn sem er æðri öllum skilningi! Að hafna Jesú er auðvita að loka veginum til Guðs! Er þá nokkuð önnur leið eftir nema Glötunarleiðin?
Þessi grein opnar auðvitað á nauðsyn þess að kristin kirkja hristi af sér slenið og boði þjóðinni okkar boðskapinn um þann sem er eigandi sköpunarinnar og Biblían segir að ,,allt sé skapað fyrir hann og til hans", hann sem er Drottinn, Sonur Guðs almáttugs! Munum að ,,hver sem á hann trúir glatast ekki heldur eignast eilíft líf"!
Kristni er eina trúin með örugga himnavist!
Jóh.3:16
Snorri í Betel
Dóttir mín fann hamingjuna í Islam | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar