fordæmd árás?

Enn eina ferðina bera fjölmiðlar okkur frétt af ótrúlegri grimmd og skipulögðum manndrápum á kristnum, útlendingum og hótelgestum. Nú er það á SriLanka. Forseti þeirrar eyju tengdi þessi hryðjuverk við drápin í moskunum á Nýja Sjálandi. Líklega hefndaraðgerð?

Flest ríki, kirkjur og samfélög fordæmdu manndrápin í Christchurch sem er auðvitað nauðsynlegt. Við eigum ekki að drepa fólk hverrar trúar sem það er. Það eru kristin gildi að varðveita lífið. Boðorðin 10 segja okkur einnig að við skulum ekki mann deyða! 

En böndin berast að Múslimum sem framkvæmdu þessi illvirki. Auðvitað fordæmum við kristnir þessi verk og notum jafnvel sterk orð um þau.

En það er eitt sem óróar mig og það er þögnin sem berst frá hinum múslimska heimi. Enginn múslimi hefur látið hafa eftir sér á samfélagsmiðlum fordæmingu á þessum hryðjuverkum. Engin ríkisstjórn né þjóðhöfðingi múslimsks ríkis hefur fordæmt hryðjuverkin á SriLanka!

Er það kannski vegna þess að í Islam eru ekki boðorðin 10? Jafnvel að þar er ekki boðskapur um að varðveita lífið? 

Er það ekki nokkuð ljóst að af þögninni má ráða mismun á kristni, gyðingdómi og Islam? Í kristni og gyðingdómi er sjötta boðorðið: ,,Þú skalt ekki morð fremja"! 

Meðan Islam virðir ekki boðorðin 10 verður aldrei til góð sambúð mismunandi trúarbragða. Sorglegt!

En sjá Íslendingar þetta? Eða verður þessi færsla bara sett undir hatursorðræðu?

Það er alveg kominn tími til að menn líti yfir sviðið og spyrji hvenær verður látið til skarar skríða hér á landi? Við gætum verið í skotlínunni áður en varir, nákvæmlega eins og 1627.

Stöndum gegn manndrápum! Varðveitum Kristnina sem sjáaldur augnanna!

Snorri í Betel


mbl.is Tveggja Dana saknað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2019

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 241211

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband