17.4.2023 | 18:07
Vitni sögunnar!
Páskar = framhjáganga
Papakrossinn er staðfesting á því að sá sem hann markaði í bergið á Efri-Kleifum í Heimakletti, hafi verið kristinnar trúar. Líklega var hann klappaður í bergið um og uppúr 700 f.kr. Vitað er að nafnið Vestmannaeyjar tengist Írum eða búsetu norrænna manna á Írlandi sem var talið kristið land löngu áður en Ísland tók við kristninni. Krossinn er því sögulegt vitni um kristin áhrif fyrir landnám.
Papakrossinn í Heimakletti,(700 e.kr?)
Á Írlandi hafði verið trúboðshreyfing sem kölluð var Kolum Killa (dúfa safnaðarins). Hennar hlutverk var að senda trúboða frá Írlandi til landa í Evrópu. Tilgangur trúboðsins var að breiða út Fagnaðarboðskap Jesú Krists. Hinir trúuðu Írar sem fóru um Evrópu komu til St.Gallen í Sviss, Bobbio á Ítalíu, Bregenz í Þýskalandi og fleiri staða eins og til Íslands. St.Gallen ber síðan nafn trúboðans frá Írlandi. Það væri hægt að segja það sama um örnefni á Íslandi, þau geyma sögu trúboðs írsku kirkjunnar á landinu líkt og nafnið Vestmannaeyjar. Sagan um Brendan sem kom til að sækja heim Pól hingað til lands, ætti að hafa gerst um 520 e.kr. Þá var Brendan á miðjum aldri en hann lést 560 AD. Var Papakrossinn greyptur í berg Heimakletts af þessum trúuðu Írum?
Sveitadúkurinn sem geymdur er í Oviedo á N.Spáni er mjög merkileg heimild. Hann hefur langa og samfellda sögu frá því um 30 e.kr og tengist föstudeginum langa og páskadegi það ár.
Ég ók til Spánar árið 2020 og tók þessa mynd af sveitadúknum í Camara Santa. Vitað er að klúturinn hjúpaði höfuð Jesú þegar hann var tekinn
ofan af krossinum eftir andlátið. Jósep frá Arímaþeu fékk leyfi Pílatusar að koma líkinu í gröf áður en hin mikla hátíð gyðinga gengi í garð. Klúturinn gæti því hafa verið í eigu Jóseps en gröfin var örugglega eign hans. Nikodemus, fyrrum ráðherra og sá er kom í næturheimsókn til Jesú sem frá er greint í 3.kafla Jóhannesarguðspjalls, mætti einnig með smyrsl til að smyrja lík hins krossfesta manns.
Á páskadag, við upprisu Jesú þegar menn komu inní opnu gröfina sjá menn líkblæjurnar sem geymdar eru í Tórínó á Ítalíu, lágu í gröfinni og sveitadúkurinn, samanvafinn, annarsstaðar í gröfinni. Þegar vel er gáð sjá menn, í hægra horni myndarinnar, brot sem eru enn varðveitt frá upprisudeginum.
Þessar myndir sem fylgja blogginu eru því af vitnum sem staðfesta söguna. Sú fyrri, Papakrossinn, um áhrifa trúboðs, frásagnarinnar um pínu og dauða Jesú. Hin er af sveitadúknum með blóði og lífssýni þess sem tekinn var af krossi og lagður í gröf.
Allt er þetta til þess að þú megir trúa. Efasemdirnar koma á færibandi en trúartáknin, vitni sögunnar, eru líka fyrir þig, harla örugg vitni um það sem Guðsjöllin segja um páskana árið 30 e.kr. og áhrifa hennar sem mótuð eru í klettabjarg Hæsta fjalls Vestmannaeyja.
Flestir hafa lofað því að gera Jesú að leiðtoga lífs síns og fengið einhverja þúsundkalla fyrir. En hvernig hefur gengið að efna það loforð? Ættu ekki flest allir á Íslandi að vera ,,Vitni" sögu frelsarans sem er:,,fæddur af Maríu mey, Píndur á dögum Pontíusar Pílatusar, krossfestur, dáinn og grafinn. Steig niður til Heljar, reis upp á þriðja degi og steig upp til himna og mun þaðan koma til að dæma lifendur og dauða"!
Trúir þú þessu?
k.kv.
Snorri í Betel
Bloggfærslur 17. apríl 2023
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
-
trukona
-
hvala
-
zeriaph
-
hognihilm64
-
kiddikef
-
sigurjonn
-
baddinn
-
gudni-is
-
baenamaer
-
birkire
-
valgerdurhalldorsdottir
-
pkristbjornsson
-
ruth777
-
jullibrjans
-
goodster
-
sirrycoach
-
daystar
-
ellasprella
-
flower
-
valdis-82
-
valdivest
-
thormar
-
sigvardur
-
levi
-
malacai
-
hafsteinnvidar
-
davidorn
-
heringi
-
helgigunnars
-
icekeiko
-
kjartanvido
-
gretaro
-
stingi
-
jenni-1001
-
kafteinninn
-
eyjann
-
svala-svala
-
predikarinn
-
exilim
-
sax
-
truryni
-
morgunstjarna
-
coke
-
siggith
-
kristleifur
-
antonia
-
vor
-
valur-arnarson
-
deepjazz
-
bjarkitryggva
-
harhar33
-
thjodarskutan
-
balduro
-
gudspekifelagid
-
study
-
h2o
-
frettaauki
-
nyja-testamentid
-
nkosi
-
gudnim
-
genesis
-
ea
-
gullilitli
- gladius
-
bryndiseva
-
dunni
-
arnihjortur
-
arncarol
-
gun
-
gummih
-
gattin
-
johann
-
olijoe
-
vilhjalmurarnason
-
nytthugarfar
-
postdoc
-
eyglohjaltalin
-
hebron
-
muggi69
-
krist
-
trumal
-
pall
-
talrasin
-
angel77
-
gessi
-
ghordur
-
baldher
-
ragnarbjarkarson
-
adalbjornleifsson
-
bassinn
-
skari
-
kje
-
benediktae
-
nonnibiz
-
bjargvaetturmanna
-
doralara
-
nafar
-
contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar