Segja sig úr lögum við ríkið?

Ég hef verið utan þjóðkirkju allt mitt líf. Þjóðkirkja er mér ekkert kappsmál. Ég vil kristni, kristin trúargildi og kristna siðfræði. Þjóðkirkjan hefur ekki staðið sig vel undanfarna áratugi að boða og varðveita kristin gildi. Hvert atriðið af öðru hefur fallið sem áður þótti sjálfsagt kristið boðorð. Því má alveg segja að kirkja sem ekki varðveitir kristni vinnur okkur kirstnm ógagn og er orðin harður andstæðingur kristinna safnaða.
Fornmenn settu fram ákveðna afstöðu í sinni baráttu fyrir kristinni trú. Hjalti, Gizzur og allir þeir kappar sögðu sig úr lögum við heiðna samfélagið á Íslandi. Fram að því gátu kristnir ekki tekið þátt í þingstörfum né dómum á Þingvöllum því að allir eiðar voru strengdir við hin heiðnu goð. Kristnir gátu ekki strengt heit við Njörð, Freyju, Óðinn eða Þór. Það segir sig því sjálft að þeim fannst ekki hægt að semja við ríkistrúnna þá. Enn er sama uppá teningnum að kristin og Biblíuleg trú á ekki samleið með glundroðatrú ríkisins.
Nú eru frjálsir söfnuðir til í landinu ásamt þjóðkirkju. Því má spyrja hvort allir þessir sem fagni aðskilnaði ríkis og kirkju viti ekki um þessi frjálsu trúfélög. Valið er fyrir hendi að styðja t.d. kirstna söfnuði sem varðveita hreinar og klárar kenningar kristinnar trúar. En hvers vegna hafa menn ekki gengið til liðs við frjálsa kristni? Eru kannski þeir sem vilja aðskilnað ríkis og kirkju með það í huga að hafa aðskilnað ríkis og kristni? Það þarf ekkert að gera neitt sérstakt til að viðhalda skoðanalausu trúfélagi. Þjóðkirkjan er stofnun sem boðar mönnum enga iðrun eða endursköpun þar hafa menn fengið allt í barnaskirninni og verið endurfæddir í nafni föður, sonar og heilags anda. Upp frá því eru þau "guðsbörn" sama hvernig þau haga sér.
En í Kristinni trú er okkur boðað að: "Öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að kallast Guðs börn"! Fyrst tóku menn afstöðu og svo létu þeir niðurdýfast sem svar við því að varðveita sig í trúnni á Jesú Krist.
Þjóðríkistrúin leiðir menn til glötunar vegna afstöðuleysis en Kristnin leiðir menn að Krossi Krists til að menn deyji sjálfum sér en fái að rísa upp sem nýjir menn í lífsgöngunni með Jesú Kristi og endurnýjunar krafti heilags anda.
Þessari trú miðlar íslenska ríkið ekki.
Verið velkomin í hin frjálsu kristnu trúfélög sem hafa gengið með góðu fordæmi á undan og verið aðskilin ríki og kirkju í yfir 90 ár.
Snorri í Betel
mbl.is Aðskilnaður ríkis og kirkju í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Jóhann Borgþórsson

Sæll bróðir.

Mér þykir þetta nú heldur harðorður pistill í garð Þjóðkirkjunnar. Þar innanborðs eru margir jafnt vígðir sem leikir sem er annt um hina kristnu kenningu og leggja sig fram um að boða Guðs orðið hreint og ómengað. Hins vegar er ljóst að þar takast á ólíkar skoðanir um ýmis mál eins og þekkt er. En þó held ég að hægt sé að fullyrða að Þjóðkirkjan er kristin kirkja sem þykir vænt um erindi sitt og brýnt að það nái eyrum og hjörtum allra Guðs barna. Ef kirkjan miðar ekki starf sitt við orð og gjörðir Jesú Krists, er hún ónýt og þannig viljum við ekki sjá Þjóðkirkjuna.

Það er mín skoðun að það sé mikilvægt að í stjórnarskrá komi það fram að við eigum okkur kristna Þjóðkirkju, til að minna á hvaða gildi hafa byggt upp samfélagið og hvaða trú við höfum í heiðri.

Bestu eyjakveðjur,

Ólafur Jóhann Borgþórsson

Ólafur Jóhann Borgþórsson, 16.5.2012 kl. 17:58

2 Smámynd: Aron Arnórsson

En halt þú stöðuglega við það, sem þú hefur numið og hefur fest trú á, þar eð þú veist af hverjum þú hefur numið það. Þú hefur frá blautu barnsbeini þekkt heilagar ritningar. Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Krist Jesú.

Varstu ekki fæddur inní hvítasunnusöfnuð Snorri?

En ég verð að segja amen við þessu... fékk svona loga inní mig við endinn af þessu bloggi.

Aron Arnórsson, 16.5.2012 kl. 20:09

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

Sæll Óli.

Þér ætti ekki að finnast þessi pistill harðorður, þú veist hvað gerist þegar Biblían er ekki meðhöndlð sem Guðs Orð eða mælikvarði á rétt og rangt. Hún segir sjálf að fyrir lögmál kemur þekking syndar og þegar þjóðin stendur með kirkju í broddi fylkingar að afnema syndastimpilinn af málum og er komin með ritual til að blessa syndina þá er hún ekki kristin. Þegar kirkja blandar saman bæn og yoga þá eru kristin gildi ekki lengur leidd fram að altarinu og svo þegar kirkja lætur löggjafann ráða skoðunum og siðferði þjóðarinnar þá er kirkjan orðin kreddulaus og kennivaldið farið. Kirkjan getur samt verið um margt kristileg en ekki KRISTIN.

Ég veit um presta sem vilja vera sannkristnir Biblíutrúar menn og bíð eftir saltkrydduðum ræðum í anda Jesú sem kallar menn til iðrunar. Þjóð og kirkja þarf að snúa við. Það má ekki vera óátalið að boðberar kristinnar trúar séu í hórdómi, ágirnd, ofdrykkju og kynvillu.

Veistu Óli, að vatn mengað saurgerlum er að stærstum hluta nýtilegt vatn - en saurgerlarnir gera það óhæft til neyslu!

Ég skora á þig að fá menn til liðs við þig að hreinsa musterið.

k.kv

Snorri

Snorri Óskarsson, 17.5.2012 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 241116

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband