Betra samfélag?

Þegar kröfurnar berast frá börnunum um betra samfélag þá er eðlilegt að við stöldrum aðeins við. Hvað vita þau um samfélagið? 

Dagurinn er dvöl á leik- eða grunnskóla. Mamma og pabbi vinna svo allir geti lifað, borgað af húsi, bíl og gert eitthvað saman. Gott samfélag gæti orðið betra ef mamma væri heima og launin hans pabba dygðu fyrir daglegum þörfum. En samfélagið þolir ekki nema 3% launahækkun. Annars hækka lánin í bankanum of mikið og afborganirnar lækka ekki lànið. Og lànin hækka samt!

Afkoma bankanna er ekki svo slæm því þeir hafa lögin með sér,Verðtrygging à lànum og vextir 10% eða svo à óverðtryggðu lánunum.

þessi umræddu 3% launahækkun kallar á hækkandi vísitölu!

Nú hefur olíuverð lækkað á heimsmarkaði um 20% en olía og bensín um hvað? 2%? Sennilega er varasamt að lækka olíu- og bensínverð vegna þess að það breytir vísitölunni og eykur kaupmátt sem eykur neyslu og hækkar vísitölu? Lànin hækka og .... Engu hægt að breyta!

Betra samfélag? Við höfum búið við hagsæld og làg laun. Làglaunastefnan er "mesti styrkur" peningastefnu stjórnvalda. Útgerðin fær skattaafslàtt, fyrirtækin fà hagstæðari rekstrargrundvöll með lægri sköttum og lægri launum en engan afslàtt hjà kerfinu.

Hvernig stendur á því að allar vísitölur og verðtryggingar hækka ef launin hækka? Jú, það er vegna þess að MENN bjuggu til þetta kerfi. Það er einnig àstæðan fyrir því að olía eða bensín lækka lítið eða ekki vegna þess að "kerfið" er söfnunar kerfi.

Betra samfélag fengist ef peninga flæðið fengi að vera meira í launaumslagið hjà mömmu og pabba, lànin lækkuðu, bankar bæru minna úr bítum og útgerðir legðu aðeins meira til samfélagsins.

Nú hafa t.d. Vestmannaeyjar haft til umràða 10% af kvótanum. Hefur byggðin stækkað mikið undanfarin 20 ár? Eru launin mun betri hjà hinum almenna launamanna þar en annarsstaðar? svarið er nei!

Meinið á Íslandi er það að sanngirnina vantar í launastefnu yfirvalda. Betra samfélag skapast ekki með làglaunastefnunni. Þetta er mjög gamalt vandamál því Skuli fógeti hafði à orði að ríku bændurnir voru helstu þràndar í götu framfara og sanngirni í íslensku samfélagi í hans tíð. Nú er Skúli allur, bændurnir horfnir en hugarfar þeirra svífur enn yfir vötnum fjàrmàlanna. Við sitjum t.d. Uppi með Lífeyrissjóði sem eiga 2500 000000000, eða tvöþúsundogfimmhundruðmilljarða, fær lífeyris þeginn að njóta innleggsins? Nei, öðrum er falið að ráðskast með fjàrmunina.

Betra samfélag kallar à annað hugarfar. Þà má borga hærri og sanngjarnari laun sem geta staðið undir æskilegum lífskjörum. Ef ekki þà innan örfárra ára sitjum við uppi með fáa ríka sem fà aldrei nóg en marga skortandi sem fà aldrei nóg. Þess vegna er lausnin fólgin í því að við ræktum upp hinn kristna hugsunarhátt sanngirninnar. Launin skili sér til verkamannanna, launþega og þà til heimilis,banka, byggðar, ríkis og sveita. En fyrst heim. Þá þarf ekki að nota börnin til að krefjast betra samfélags. Við þurfum djarfari menn til að breyta kerfi og ósanngjörnum launaútreikningi í hagstæðari stærðir fyrir betra samfélag!


mbl.is Krefjast betra samfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 41
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband