Veður og vindar - tákn tímans!

Hvað gerist þegar "vísindin" tefla fram rökum í umræðunni um hlýnun jarðar sem "vísindin" einnig hrekja með álíka gögnum sem mótrök. Við hinir almennu sitjum á "mörkunum" og sveiflumst til eftir því hvernig "vindar blása"! Síðasta greinin var sú sem sannfærði flesta.

Gögnin eru vísbendingar um hvort tveggja, allavega sumsstaðar. Almenningur hættir sér ekki út í umræðuna af því okkur vantar vísindalegar forsendur. Þægilegast er að láta segja sér hvað er að gerast.

Al Gore gerði sig gildan í þessari umræðu fyrir nokkrum árum og græddi milljónir á framsögn sinni og fyrirlestrum. En hefur mikið verið staðfest af hans framsetningu og rökum?

Hafa þessar veðurfars sveiflur aðrar undirliggjandi ástæður en sól, vinda og mengandi lofttegundir? Þekkt er að veðurfar jarðar breyttist vegna íslenskrar gosmengunar á fyrri öldum. Laki orsakaði hungurssneyð víðsvegar í Evrópu, Asíu og Ameríku. Þá má spyrja nú hvort gasið úr Bárðarbungu verði ekki einnig til að auka gróðurhúsaáhrifin á komandi vetrum? Guð forði okkur frá því að fá ösku frá Bárðarbungu eða öðrum eldfjöllum ofaní gasmengunina frá Holuhrauni.

Við höfum heyrt um áhrifin á dýrin og breytt hegðunarmynstur loðnunnar. Mönnum er einnig ljóst að pysjudauðinn hjá Lundanum í Vestmannaeyjum er vegna umhverfisþátta, sandsílið hvarf. Ætisskortur varð svartfuglinum á noðrurlandi að aldurtila fyrir örfáum vetrum. Svo auðvelt er að segja að hlýnun jarðar sé um að kenna.

En hvað ef þessar loftslagsbreytingar er af öðrum orsökum? 

Til dæmis er þetta sagt:

"Tákn munu verða á sólu, tungli og stjörnum og á jörðu angist þjóða, ráðalausra við dunur hafs og brimgný."

Hér er greinilega verið að tefla fram náttúrusveiflum og breytingu sem "tákni"!  Þann 20.þ.m. fáum við að verða vitni að sólmyrkva. Um páskana verður tunglmyrkvi eða svokallaður "blóðmáni". Angist þjóðanna er vel þekkt eins og sjá má á Filippseyjum og Haiti svo fátt eitt sé nefnt. Aukin notkun geðlyfja á Vesturlöndum er sláandi vísbending um "angist meðal þjóða"!

Þessi gamli spádómur með "táknin" heldur áfram og segir:

"Menn munu gefa upp öndina af ótta og kvíða fyrir því er koma mun yfir heimsbyggðina, því kraftar himnanna munu bifast."  Einnig er þetta sagt: 

"Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ymsum stöðum"!

Öll þessi atriði eru fréttaefnið í dag, stríð milli þjóðerna í Mið-Austurlöndum, Rússa og Úkraínumanna svo fátt eitt sé nefnt. Stærri og meiri jarðskjálftar hafa komið og oftar en nokkurntíma áður. Bara á minni æfi hafa 7 stórir (8,6 - 9,5) jarðskjálftar átt sér stað eða á 9 ára fresti. Þessi náttúrufyrirbæri eru ekki tengd bruna jarðeldsneytis eða mengun jarðar en þau tengjast náttúrunni engu að síður.

Það ætti að vera skylda hvers manns að vinna eins og góður vísindamaður og taka alla þessa þætti inní "formúluna" þegar við erum að fjalla um beytta "náttúru" og annan veðurham. Það sem spádómar Biblíunnar, hefðir eftir Jesú Krist, segja um táknin fyrir endurkomu Jesú Krists eru einmitt viðfangsefni vísindamanna í dag. Þeir eru á réttri braut þó svo að vísindalega bendi þeir ekki á endurkomu Jesú - en það geri ég og á það ættu allir prestar og prédikarar að gera því Trúin og Vísindin eru systur sem haldast í hendur og greina frá sömu atriðunum bara frá sitthvorum sjónarhólnum.

Guð hefur sagt okkur frá þessu löngu áður en fór að örla fyrir því og nú eru vísindamenn í óðaönn að mæla út fyrirbærin og skila okkur þeim í merkilegum gögnum, töflum og greinum.

k.kv

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband