16.11.2015 | 23:49
Árni veit!
það er huggun harmi gegn að sjá okkar mann vita hver réttu viðbrögðin við hryðjuverkum eru! Mörg þau ríki sem hafa orðið fyrir hryðjuverkum hafa einmitt haft sósíalískar stjórnir og þær allar gripið til vopna eða beittra viðbragða. Má vera að hugmyndir Árna formanns nái markaðs hlutdeild í Sósíalískri Evrópu? Spánverjar, Englendingar, þjóðverjar, Hollendingar o.fl., o.fl. hafa hrapað að niðurstöðu og vopnvæðst gegn plágunni.
Við vitum um eitt lýðræðisríki sem hefur þurft að glíma við íslömsk hryðjuverk áratugum saman og hefur sýnt undraverðan árangur, en verið harðlega gagnrýnt fyrir viðbrögð sín. Bæði stjórnvöld evrópskra þjóða, Sameinuðu þjóðirnar og fjölmiðlar hafa af flutt fréttir af atburðum og skellt skuldinni á þetta litla ríki og viðbrögð þeirra.
Helstu ályktanir þjóðanna hafa allar hnigið í þá átt að grípa ekki til varna heldur gefa eftir og sleppa herteknum svæðum og semja út í eitt. Gera ríkið svo smátt og berskjaldað að hryðjuverkamenn geti farið hindrunarlaust um. Þetta litla ríki hefur átt að semja við Assad Sýrlandsforseta, Hamash, Hisballa, Fata og leysa málin með samningum.
Það mun talið satt vera að stjórnendur þessara umræddu hópa eru víst "félagslega illa staddir" eins og greint er frá í þessari frétt Mbl.
En trúlega á þetta litla ríki einn besta hugmyndabanka og reynslusjóð gegn hryðjuverkum sem Evrópa og Ísland væri sæmst að tileinka sér. Því við á Íslandi vorum 1627 í skotlínu hryðjuverka eða Jihad frá Alsír og Marokkó. Því gætum við í dag fengið að finna fyrir illverkum.
Mikilvægast er að við vitum fyrir hvað við stöndum. Flóttafólk skal virða og hjálpa sem best við getum. Við breytum ekki þjóðfélaginu fyrir flóttamennina sem hingað koma heldur hjálpum þeim að gerast sem líkastir þegnum okkar lands. Þeir eiga að vera velkomnir, hjartanlega velkomnir. En við megum einnig vita að óvildarmenn geta slæðst með og þá tökum við á þeim með réttum og ákveðnum hætti svo að hinn saklausi verði ekki gerður að sakamanni.
Biblían á nefnilega ævafornt ráð í þessum kringumstæðum að "sá sem saklausan sakfellir og sekan sýknar er Guði báðir andstyggilegir". Ísraelsmenn og Biblían veita svörin þó svo menn vilji ekki gefa Nýjatestamenntið í skólana né eiga viðskifti við Ísrael. Formaðurinn Árni styrkti stöðu sína ef hann væri með rétta sýn á lausnir við hryðjuverk samtímans, innanlands sem erlendis. Sósíalistarnir í Ísrael gætu örugglega bætt stöðuna!
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.