Hvað er mannbætandi fyrir þessa fjölskyldu?

Gott er til þess að vita hvaða augum þessi fjölskylda frá Uspekistan lítur Ísland. Að fá að ganga "Örugg úti á götu" telur hún til forréttinda við Ísland. En hvernig komumst við hingað? Að skapa þjóðfélag þar sem tíðkaðist ekki að læsa heimili sínu þegar fólk skrapp frá. Að leggja bílnum með lyklinum í þótti lengi vel ekkert tiltökumál. Að senda börnin gangandi að heiman í skólann eða senda þau út í búð. Hvað þá að leyfa þeim að leika óáreitt með félögunum, senda þau í sund eða íþróttir? Þessi sjálfsögðu mannréttindi hafa fengið að blómstra hér en eru enganveginn sjálfsögð í fjölda landa og þjóðfélaga.

Við kenndum börnunum sameiginleg gildi og lífsreglur. Við fræddum þau um gyðingleg-kristin trúargildi og héldum að börnunum hinu Nýja Testa mennti. Á heimilunum  þótti Biblían sjálfsögð eign. Þeim var uppálagt að meðtaka sérhvern eins og hann er skapaður af Guði. Fólk þarf að meðtaka grunngildin í lífinu að náunginn minn er sá sem ég mæti og ég kem fram við hann af virðingu hverju sem hann trúir, hvernig sem hann lítur út og hvaða tungumál sem hann talar. Þessum sjónarmiðum var reynt að koma til skila í skólakerfinu áratugum saman. Ávöxturinn varð þjóðfélag sem er býsna öruggt.

Nú aftur á móti eru augljósar tilhneygingar til að fjarlægja þessi grunngildi frá Grunnskólanum og aðskilja skólann og "kirkju"! Er ekki rétt að hyggja að þessum orðum Úsbekana um Ísland svo að okkur mætti auðnast að varðveita hið góða sem við eigum í stað þess að fórna gæðum þessa lands í pólitískum popúlisma sumra vinstriflokka.

Snorri í Betel


mbl.is „Hér göngum við frjáls úti á götu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er ágætt að halda í góðar minningar og hefðir, en það er ekkert sem heitir gyðingleg-kristin trúargildi, því gyðingar trúa einfaldlega ekki á Krist eftir því sem ég best veit.

Jónatan Karlsson, 15.12.2015 kl. 21:11

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Hér var ekki fjölmenningar samfélag, bara við þessi einföldu sem héldum að ekkert myndi breytast og mamma kenndi okkur að virða alla og eigur þeirra sem og að sína öldruðum og fötluðum tillitsemi og virðingu.  Við vorum alin upp við kristna siðfræði sem nú er ekki vinsæl hjá fólkinu sem lærir að vera kennarar og fjölmiðlamenn til að leiðbeina okkur inná ofgnótt af einhverju sem allir vilja og skilja nema við.   

Hrólfur Þ Hraundal, 15.12.2015 kl. 22:24

3 Smámynd: Snorri Óskarsson

gyðingleg-kristin gildi eru að finna í báðum hlutum Biblíunnar, Gamla- og Nýjatestamentinu. Gyðingar halda í það Gamla en Kristnir hafa hvorttveggja.

Snorri Óskarsson, 16.12.2015 kl. 13:25

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Hrólfur!

Það er aumt ef við með okkar reynslu og þekkingu blindumst svo af "fjölmenningunni" að við sjáum ekki lengur ljósið, hið góða og fagra sem Úsbekarnir sjá. Umburðarlyndi er nefnilega ekki samþykki. Þú þolir og þreyr þrátt fyrir að þú veist betur en bíður þess að augu hinna opnist einnig.

Snorri Óskarsson, 16.12.2015 kl. 13:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 241101

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband