Píratarnir í Norðrinu!

Þessi frétt er auðvita enganveginn í takt við tjáningar- og trúfrelsi okkar tíma. Eitt verðmætasta mannréttindaákvæði mannkynssögunnar er að við séum bræður, sköpuð af sama skapara og fáum þessi fyrirmæli frá honum :"Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skuluð þér og þeim gjöra." (Mat. 7:12) Svo heldur Jesú áfram og segir:"Þetta er lögmálið og spámennirnir"!

Nú hefur því gjarnan verið trúað að sócíalismi/kommúnismi sé hugmyndafræði réttlætis, bræðralags og frelsis. Sama hvar hann hefur komist á laggirnar í löndum þá hefur hann kallað á blóðflæði bræðralagsins. Á síðustu öld hefur hann lagt allavega 100 000 000 -eitthundraðmilljónir manna í gröfina. Allt fyrir málstaðinn! Gjarnan hafa þeir, kommúnistarnir, rænt völdum og hagað sér eins og grimmustu "sjóræningjar". Þar gilda ekki mannréttindi bræðralagsins heldur ofríki og hatur á kristnum og gyðingum. Undarlegt að einn flokkur í íslenskum stjórnmálum skuli kenna sig við Pírata, ræningja og lögbrjóta með svartan lit ISIS í fána sínum. Hvernig komu fulltrúar flokksins fram á þessari jólaföstu? Jú,eins og Guðshatarar að leyfa ekki skólabörnum að eiga kirkjuheimsókn í jólaundirbúningnum. Hví er verið að ræna börnum þessum sjálfsögðu tengslum sem grunnskólalögin skipa fyrir að skuli vera? Hversu stutt er í Norður-kóreskar aðfarir gagnvart kristnum mönnum hér á landi? Af hendi þeirra sem flagga nýjum  fána bræðralags, jafnréttis og frelsis? Það er litið hornauga af yfirvöldum hér á landi ef kennari stundar einnig prestþjónustu og kennslu. Áður var þetta alsiða og þótti ekki aðfinnsluvert. Meðan þjóðin skildi samhengið milli trúar, mannréttinda og lögmálsins og spámannanna.

Nú fréttist af þessum kanadíska presti sem ógnar öryggi ríkis "Píratanna" í Norðurkóreu. Þetta hefur einnig fylgt kristninni og hófst með ógnunum Heródesar í jólaguðspjallinu að útrýma sveinbörnunum tvær vetur og þaðan af yngri bara til að "bjarga ríkinu"? Völd ranglætisins varðveita aldrei mannréttindi og alls ekki "lögmálið og spámennina"!

Ég legg til að vinstriflokkarnir skipti um stefnu og isma. Setji sig í þær stellingar að meta aldrei Jesú Krist, kenningar hans eða þjóna sem glæpamenn samfélagsins. Fjandmenn ríkisins. Það er hverju ríki til góða að við kristnir skiptum okkur af málefnum ríkisins.

Amen!

Snorri í betel


mbl.is Prestur dæmdur í lífstíðarfangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband