Ekki bara lögbrot?

Greinilega hafa lögin og ákæruatriðin verið gaumgæfð í réttarsalnum, að sjálfsögðu. Allt kerfið okkar, umgjörð, framkvæmd bankamála, arðmyndun fyrirtækja sem og launagreiðslur ættu einnig að fara í sömu gaumgæfni.

Peningakerfi bankanna er vinnustundir og afköst launþeganna. Við sitjum uppi með kerfi sem hefur illa þolað launahækkanir. Almúganum er gefið að sök að hleypa af stað verðbólgunni eða ógnun við stöðugleika krónunnar sé farið fram á bætt kjör. Þess vegna hafa þessi átök í réttarsalnum verið átök um siðferðileg viðmið stjórnenda. Þar hafa rekist á hagsmunir þeirra og "sanngirnin" gagnvart náunganum. Við erum ekki enn komin út úr þessari glímu. En sú spurning: "hvers virði er náungi minn" hefur ekki fengið rækilega umfjöllun. Tilhneigingin til "þrælahalds" er augljós í kerfinu okkar af því að sangirnin hefur vikið fyrir ofurhagnaðinum.

Við verðum að lúta löggjafanum og framkvæmdavaldinu. Sú þjónkun sem felst í því að lúta og sætta sig við þröngan kost er hlutskipti hins þjóðholla launþega. Ég er ekki þar með að segja að okkur beri svimandi há laun eða ofurtekjur heldur aðeins "deildan verð"! Auðvita er það breytilegt hversu háar upphæðir það ættu að vera en má ekki gera þá kröfu að sanngirnin fái hærri sess? Því þessum lögbrotum sem Óli hefur verið að færa til saka fylgir einnig laskað siðferði sem hefur komist áfram vegna slæmra laga frá löggjafanum. Því hef ég velt þessum þáttum fyrir mér.

1. Ofurhagnaður banka og sjóða hefur verið varinn og telst ekki vera verðbólguvaldandi né rýra gildi grónunnar. Hann má hverfa frá launþeganum án þess að peningakerfið laskist. Heimilin aftur á móti mega enganveginn fá bættan skaðann eða njóta þeirra hagsbóta að lánin greiðist niður. Hvaða unga fólk á að kaupa eignir með óborganlegum lánakjörum?

2. Bankarnir mega bæði vera með verðtryggð lán og drjúga vexti. Fyrirtæki og heimili borga án þess að eiga annan möguleika en þann að vera líkt og mjólkurkýr í fjósi með rýra fóðrun. Fjósamaðurinn hins vegar má sitja að krásum hvern einasta dag. Hvaða unga fólk á að kaupa eignir með óborganlegum lánakjörum?

3. Lífeyrissjóðirnir sitja á 3300 milljörðum og hafa ekki efni á að auka bætur til sinna skjólstæðinga. Engu er líkara en að málin eru komin í þann farveg að við skulum borga í sjóðina en ekki fá neitt úr þeim? Hverjir eiga þessa sjóði? Eru þeir farnir að haga sér eins og tryggingafélög sem búa til bótasjóð og svo greiða þeir "eigendum" arð? Hvaða unga fólk á að tryggja án þess að fá tryggingabætur ef skaði skeður?

Ágirndin virðist því vera hin leiðandi hönd stjórnenda fjármála, banka og sjóða. Þegar ágirndin fær þennan sess þá færast öll mörk til og landamæri sanngirninnar hverfa. Hinn ágjarni verður aldrei saddur!

Þessi gildi verða ekki endurvakin með réttarhöldum einum heldur prédikun og boðun hins kristna boðskapar sem hefur verið á hrakhólum undanfarin ár og birtist hrakhólaförin í "stórum slag og prófun í hverju skrefi málanna"! Lögin þurfa einnig að grundvallast á siðferðisgildum.

Ég tel að menn kristinnar trúar og boðberar sanngirninnar í stjórnmálum ættu að stíga fram sem breiðfylking til hagsbóta fyrir sanngirni, góðum gildum og hófsemi í ágóðakröfum forstjóranna. Nú er nefnilega komið nóg. Slík boðun og betri sýn á sanngirni myndi hjálpa saksóknurum og dómurum að rétta hlut okkar í fjármálakerfi þjóðarinnar.

Heyrum við ekki gjarnan þá klysju að allir vilja borga hærri laun eða veita hagstæðari lán? Vija lífeyrisstjóðir og tryggingastofnanir ekki einnig borga meira til baka? En hvað er þá gert í málinu ef allir vilja hið góða og vera sanngjarnir í viðskiptunum? Þessi framkvæmd liggur alltaf í hjartalagi stjórnendanna að hemja ágirndina.

Kerfið er nefnilega í höndum manna!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Snorri minn, þetta er góð grein og þörf. Tek undir hvert orð sem þarna er skrifað um ástand mála í okkar þjóðfélagi.

"Ágirndin virðist því vera hin leiðandi hönd stjórnenda fjármála, banka og sjóða. Þegar ágirndin fær þennan sess þá færast öll mörk til og landamæri sanngirninnar hverfa. Hinn ágjarni verður aldrei saddur!"

Þessi setning þín er frábær og heilagur sannleikur. Hafðu þökk fyrir þessa grein Snorri minn.

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 10.2.2016 kl. 13:35

2 Smámynd: Sigurður Rósant

Samgleðst þér, Snorri minn, í máli Akureyrarbæjar gegn þér. Ég vissi það allan tímann að Akureyrarbær var að brjóta á rétti þínum til að tjá þig á vefsíðum Facebook, en létu sem þú værir að tala gegn hommum og lessum í kennslustundum. Þvílíkt dómgreindarleysi er frekar algengt innan opinberra stofnana, enda virðist það vera bara landlægur kvilli, að nenna ekki að kynna sér lög opinberra starfsmanna betur en raun ber vitni.
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/02/11/snorri_hafdi_betur_gegn_akureyra

Sigurður Rósant, 11.2.2016 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband