Gerandi nafngreindur!

Sonur Söru handtekinn fyrir heimilisofbeldi. Sorglegt! Á sömu síðu er talað um tvföldun slíkra brota í Reykjavík og þau komin uppí 617, öll nafnlaus. 

Hverjir eru þessir á Íslandi sem beittu heimilisofbeldi? Má ekki segja til nafns gerenda? Trúlega er blaðamaður að hlífa fjölskyldum, frændum okkar og vinum. Það er nefnilega niðurlægjandi að eiga ættingja sem kann ekki að stjórna skapi sinu og lætur það bitna á maka sínum. Þannig er þessi frétt meiðandi fyrir nafn Söru Palin og þunginn er lagður á hana þar sem hún er áberandi í bandarísku þjóðfélagi. Vildum við sjá nöfn samlanda okkar eða börn þingmanna, jafnvel presta nefnd í tengslum við heimilisofbeldi? Nei, enda gerum við það ekki gagnvart okkar fólki en hvers vegna þá Söru Palin? Erum við að samþykkja okkar tvöfalda siðgæði að niðurlægja Söru af því okkur líkar hún ekki? Er hún sett í þá stöðu vegna fréttarinnar að hún hafi ekkert efni á að láta á sér bera og henni færi betur að halda sér á mottunni og þegja? 
Mér finnst kjarninn í þessum fréttum bæði frá Ameríku sem og frá Íslandi og það er ástand þeirra sem beita heimilisofbeldi sem segir allt sem segja þarf, því saman fer drykkja, óstjórn og ofbeldi. Erum við ekki komin með víti til að varast og jafnvel að standa gegn tillögu Sjálfstæðismanna að opna á greiðari aðgang almennings að víni. Það er meginorsök ofbeldisins ekki Sara Palin, hún er fórnarlamb eins og 617 aðrir ónefndir Íslendingar.

með friðarkveðju

Snorri í Betel


mbl.is Palin handtekinn fyrir heimilisofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 241112

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband