Stjarna á himni?

Gaman að  sjá hvernig uppgötvun leiðir fram stærðar hnött sem enginn sér. Hnötturinn dregur sólina og sólkerfið áfram og klárar hringferð sína um það á 10 til 20 þúsund árum. Enginn hefur með augum litið og aðeins útreikningur einn staðfestir gruninn. Kapparnir smelltu þessum möguleika inní formúlu og útreikningurinn gaf þeim nýja stjörnu. Nú er bara að bíða og sjá til hvort augun fá einhverntíma litið þessa stjörnu.

Þetta minnir mig á orð Páls Postula um tilvist Guðs, sem enginn hefur séð! Hann segir: ,,..með því að það er vitað verður um Guð er augljóst á meðal þeirra. Guð hefur birt þeim það. Því að hið ósýnilega eðli hans, bæði hans eilífi kraftur og guðdómleiki er sýnilegt frá sköpun heimsins með því að það verður skilið af verkum hans." (Róm.1: 19 - 20)

Svo Páll notar ,,formúlu" sköpunarinnar og fær út Guð, ósýnilegan - ennþá- en það á eftir að breytast. Svo bæði í trú og vísindum eru ,,formúlur" notaðar til að sanna tilvist hins ósýnilega.

Gaman að sjá hvernig vísindamaðurinn og trúboðinn beita sömu rökum og aðferðarfræði!

Svo er því haldið fram að hinn trúaði hafi vanþroskaðri heila, ekkki aldeilis!

kær kveðja

Snorri í Betel


mbl.is Leitin þrengist að Reikistjörnu níu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ýtarefni um flökkuplánetuna Niburu; það er talið að það búi allskyns verur á þessari plánetu:

Rúv-sjónvarp mættigjarnan skoða svona mál myndrænt í sínum miðli:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/entry/1309463/

Jón Þórhallsson, 1.3.2016 kl. 17:03

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

,,Talið að þar búi allskyns verur"!  Margir leggja trúnað á að eitthvað líf sé að finna annarsstaðar í himingeimnum og því greinir Biblían frá á þennan hátt. ,,Baráttan sem vér eigum í er ekki við menn af holdi og blóði heldur við tignirnar, völdin og andaverur vonskunnar í himingeimnum"!

vonandi eru íbúar 9.stjörnurnar ekki andaverur vonskunnar!

Snorri Óskarsson, 2.3.2016 kl. 14:55

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Mér skilst að geimurinn sé fullur af bæði góðum mennskum verum og líka ómennskum óæskilegum verum og það þessir hópar hafi átt og eigi jafnvel í stríði sín á milli enn í dag í geimnum:

Ef að þú myndir skoða þessa bloggsíðu frá upphafi að þá ættir þú að geta kynnst báðum þessum hópum:

http://thjodarskutan.blog.is/blog/gudspekifelag_s/?offset=10

Jón Þórhallsson, 4.3.2016 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 48
  • Frá upphafi: 241030

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband