9.3.2016 | 18:09
lífsrof og/eða siðrof?
Hvers vegna þarf að breyta 40 ára gömlum lögum? Það er engu líkara en að löggjöf sé að fara í ,,popp" útgáfu! Við státum okkur af því að boðorðin 10 séu 3500 ára og enn ekki fallin á tíma en fóstureyðingarlögin orðin úrelt rétt rúmlega fertug!
Úrelt? Gæti það verið tilfellið að lög sem gefa mönnum og konum rétt til að eyða lífi úreldist svona hratt en önnur sem eru líf verndandi þau séu í gildi mannkynssöguna á enda? Væri þá ekki rétt að löggjöfinni verði breytt fóstrinu eða barninu til hagsbóta? Það kæmi inní lögin að mannfóstrið fengi að njóta mannréttinda og umhverfið stæði samábyrgt um að því yrði sýnd sú umhyggja sem tryggði því bestu lífsgæði sem þetta land hafi uppá að bjóða. Við erum ekki nema rúmlega 330000 sálir og gætum talist um 400000 ef þeir 40 þúsund einstaklingar hefðu fengið að lifa og þroskast sem urðu fyrir þungunarrofi og gerðir lífvana í móðurlífi. Margir þeirra hefðu verið foreldrar með afkomendur ef gömlu gildin um verndun lífs og æðis hefðu fengið að varðveita þessi smáu fóstur.
Hver veit hvort fóstureyðingarnar eyddu börnum sem annars í dag hefðu tilheyrt hinum trygga armi heilbrigðra stjórnmála og forðað okkur frá svona illum flokki Pírata er hvetja til þungunarrofs og fóstureyðinga en varðveita ekki líf og limi hins ófædda manns.
Fóstureyðingin á að vera afarkostur til verndunar lífs móðurinnar ef ekki er unnt að bjarga báðum en ekki til að tryggja það að móðirin geti klárað námið sitt á áætluðum námslokum. Fóstrið er mikilvægara en prófgráða!
Snorri í Betel.
Þungunarrof í stað fóstureyðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242244
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Boðorðin tíu eru löngu fallin á tíma. Bara það fyrsta brýtur gegn stjórnarskrá.
Matthías Ásgeirsson, 9.3.2016 kl. 18:20
Það sem vantar alltaf inn í þessa umræðu; er hvenær sálin tekur sér bólfestu í holdinu:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2165318/
Jón Þórhallsson, 9.3.2016 kl. 19:00
Matthías, það er enn ólöglegt að stela, ljúga, hórast og ágirnast! Sanna umræðurnar um útborgun arðs hjá VÍS ekki hversu rangt græðgisviðhorfið er. Ef stjórnarskráiner boðorðunum 10 æðri hvers vegna er þá höfuðáhersla lögð á að semja nýja stjórnarskrá?
Snorri Óskarsson, 10.3.2016 kl. 09:20
Þegar stórt er spurt, hvenær sálin kemur inn? Verðum við ekki bara að treysta því að eins og fóstrið vex og þroskast sem heild þá fylgi hið sálarlega jafnhliða? Ég segi að meðan líf er til staðar þá er sálin viðstödd!
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 10.3.2016 kl. 09:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.