18.11.2016 | 13:54
Borgin sem slapp?
Nimrod er sögulegt nafn. Sá fyrsti sem bar nafnið stofnaði Babylon og hans er getið á fyrstu blöðum Biblíunnar (1.Mós.10:8). Hann er sagður hafa byggt borgir svo sem Níníve og fl.
Það ætti að vera áhrifaríkt fyrir okkar samtíma að heyra þessi gömlu nöfn nefnd í nútíma hernaðarbrölti hins islamska ríkis. Því gömlu nöfnin vísa til sögunnar og ekki síst Biblíunnar. það er engu líkara en að við fáum upphaf mannkynssögunnar í fangið.
Nimrod er sagður vera einn af upphafsmönnum trúarbragða sem flokkast undir heiðni eða hindurvitni. Hann átti að hafa gifst móður sinni, Semiramis og hún hafi gert hann að guði eftir andlát hans. Babylóníumenn hafi nefnt Pólstjörnuna Anú sem var annað nafn á Nimrod. Stjörnuspekingar Babylonar voru búnir að finna það út að allar stjörnur himingeimsins snérust í kringum Pólstjörnuna sem hlaut því að vera hásæti ,,hins hæsta" og þá auðvita hásæti Nimrods!
Ríki Nimrods með borgina Níníve kemur seinna að í sögum Biblíunnar. Þá var Jónas sendur frá Joppe í Ísrael, þorpinu við hliðina á Tel Aviv. Jónas átti að flytja borginni alvarlegan boðskap. Syndir Níníve voru stignar upp til himins og kölluðu á dóm Guðs yfir borgina. íbúarnir höfðu aðeins eitt tækifæri til að bjargast undan dómi og tortímingu og það var með því að hlýða boðskap spámannsins. Jónas var samt ekki tilbúinn til að fara og ætlaði að flýja frá kölluninni og tók því skip, tarsis knerri, frá Joppe og ætlaði trúlega frekar til Spánar. En þá sendi Guð megnan storm svo við lá að skipið færist. Jónasi var varpað í sjóinn og var gleyptur af stórfiski og er eftir það kallaður í mannkynssögunni: ,,Jónas í hvalnum"! Honum var síðan spýtt upp á land, trúlega á SV strönd Svartahafs, eins og Jósefus sagnaritari segir. Þaðan gekk hann til borgarinnar Níníve og flutti þeim boðskapinn.
Við prédikunina gerði borgin iðrun og konungur skipaði öllum að klæðast sekk og ösku til iðrunar. Guð sá hið breytta hugarfar og þyrmdi borginni og fékk hún að standa í það minnsta í 500 ár til viðbótar. Jónas aftur á móti kom sér vel fyrir undir rísínusrunni og hugðist horfa á eyðingu borgarinnar af besta stað í öruggri fjarlægð.
Flestir þekkja þessa sögu, geri ég ráð fyrir og því er meðfylgjandi frétt um Nimrod vekjandi fyrir okkur að rifja aðeins upp söguna.
Það hefur nefnilega verið skilningur kristinna manna að áður en Guð gerir upp málin við okkur mennina þá opni hann á tækifæri fyrir okkur til að snúa okkur frá braut óreiðu og blekkinga. ,,Nínívemenn munu koma fram í dóminum ásamt kynslóð þessari og sakfella hana, því að þeir gjörðu iðrun við prédikun Jónasar og hér er meira en Jónas. Drottning Suðurlanda mun rísa upp í dóminum ásamt þessari kynslóð og sakfella hana, því að hún kom frá endimörkum Jarðar að heyra speki Salómons og hér er meira en Salómon." (Mt.12: 41 - 42)
Þannig má segja að atburðir tengdir Jónasi, Níníve og öðrum fornum Biblíusögum eru notaðir sem fyrirmynd uppa réttlæti Guðs með viðvörun hans til samtímans. Hvernig Guð dæmdi fornar syndir þá dæmir hann nútímasyndir eins. Leiðin frá dómi Guðs er því fyrirgefning fyrir Jesú og iðrun okkar honum að skapi. Drambið sem hafnar vegi Guðs og hjálpræðisverki Jesú Krists gerir okkur illa sett frammi fyrir Guði. Við viljum frekar stunda yoga og gera það sem ,,okkur líkar" í stað þess að fara Guðs leiðina úr ógöngum syndarinnar. Eina færa leiðin er að snúa frá syndum og biðja Jesú Krist að taka við stjórninni í okkar daglega lífi.
Snorri í Betel
Eyðilegging Nimrud algjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:04 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242245
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo sem ekkert að þvi að fólk ástundi nútíma-jóga (Bara viðbót við Nýja-Testamentið sem að leiðir til góðs).
En það er gaypride-ólifnaðurinn og gangan því tengdu sem að er þyrnir í augum GUÐS
og hugsanlega var það gaypride-ólifnaðurinn sem að var ástæða þess að Nóa/syndaflóðið kom
og að GUÐ eyddi Sódómu.
Jón Þórhallsson, 18.11.2016 kl. 14:50
Yoga, nútíma yoga er hindúismi. Ekkert skylt við bæn kristinna. Í yoga tæma menn hugann en í bæn fyllast menn andanum! Talsverður munur ekki satt!
Þetta er allt satt með kynvilluna hún var dæmd óhæfa í Sódómu og Gómorru, Lögmáli Móse og Nýja testamentinu, svo það stendur heima hvað þú segir um það, Jón!
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 18.11.2016 kl. 17:14
Ég vil gera greinarmun á nútíma jóga eins og sýnt er í 2 fyrstu færslunum í þessari bloggsíðu:
http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/category/3219/
----------------------------------------------------------------------------------------------
og svo skítugu furðufuglunm á indlandi sem að eru að dýrka allskyns guði tengda hinduisma, brenna lík á opnum eldi og allskyns rugl.
Jón Þórhallsson, 18.11.2016 kl. 18:00
Þakka þér áhugaverðan pistilinn. Snorri, um Nimrod og Níníve, sem setur nútímaatburði í sögulegt og alþjóðlegt nútímasamhengi og tengir þá frásögn Biblíunnar (Spádómsbók Jónasar er fljótlesin, um tvær og hálf blaðsíða). Og nú hafa ISIS-menn eytt Nimrud! (Eyðilegging Nimrud algjör).
En þessi orð Jesú í Mt.12.41-42 eru ekki síður eftirtektarverð:
"og hér er meira en Jónas ... og hér er meira en Salómon,"
með öðrum orðum og þó nákvæmlega sömu merkingar: Jesús frá Nazaret er meiri en bæði spámaðurinn Jónas og konungurinn Salómon, sem þó var talinn vitrastur manna! Þetta segir Kristur sjálfur.
Út frá þessu leggur Sjónarhæðar-forstöðumaðurinn á Akureyri, Sæmundur G. Jóhannesson kennari, í frábærri bók sinni: Höfundur trúar vorrar, 1953.
Lærisveinn eða samstarfsmaður Sæmundar er snillingurinn Jón Hilmar Magnússon, höfundur hinnar vönduðu Íslensk-færeysku orðabókar og Færeysk-íslenskrar að auki. Og hér getur við fengið eins og smjörþefinn af Biblíuþekkingu hans (og þeirra beggja), sem er margfalt traustari og dýpri en flestra Þjóðkirkjupresta:
Gönuhlaup gagnrýnenda Biblíunnar ríða ekki við einteyming.
Með kærri kveðju,
Jón Valur Jensson, 19.11.2016 kl. 03:30
Sæll Snorri aftur!
Ertu fylgjandi þeirri vinstri stjórn sem að nú er í smíðum undir stjórn Katrínar eða eigum við að fella þá stjórn fyrir að aðhyllast hjónabönd samkynhneigðra?
Jón Þórhallsson, 20.11.2016 kl. 16:02
Jón, ekki bara fyrir afstöðuna til hjónabands samkynhneigðra heldur fyrst og fremst fyrir Guðleysistilburðina og anarkismann sem Píratarnir standa fyrir og hinir kokgleypa. Taktu eftir hvernig fer fyrir henni, mannstu fyrstu hreinu Vinstristjórnina sem stóð vörð um heimilin í landinu? Hvernig fór? Horfð á hvernig komið er fyrir Reykjavíkurborg, hún nærri gjaldþrota! Er framtíðin björt með þjóðarskútuna hart í bak?
Það þarf að biðja því þessi stjórn mun klippa á öll tengsl við hinar kristnu rætur okkar á Íslandi!
k.kv
Snorri
Snorri Óskarsson, 21.11.2016 kl. 17:51
Sjálfstæðisflokkurinn og framsókn virðast ekkert skárri í þessum málum.
Voru það ekki þeir flokkar sem að lögleiddu hjónabönd samkynhneigðra á sínum tíma og Ólafur forseti skrifaði undir þau lög án þess að depla auga; þó að það stæði í stjórnarskránni að forsetinn ætti að vernda Kristna trú.
Jón Þórhallsson, 21.11.2016 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.