Rétt niðurstaða!

Eitt af því nauðsynlegasta sem Alþingi gerir núna er að greina rétt hvað býr að baki orðum og framkomu í Klaustrinu sem og utan þess. Jesús segir:,,af orðum þínum muntu réttlættur og af orðum þínum muntu sakfelldur”! En hann segir líka:,,sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum” og grjótflugið er enn í gangi. Guð hjálpi okkur.

En til að þessi orð mín verði ekki innlegg í grýtingar þá vil ég nefna þau hughrif sem ég upplifði. Það laust niður í hug minn sagan um Belsasar,konung Babylonar sem var á fylleríi með hirð sinni. Óvinaherir umkringdu borgina en mesta ógnin við ríkið var hirðin og veikleiki hennar. Belsasar hafði tekið og vanvirt hin helgu áhöld sem tekin voru úr Musterinu í Jerúsalem og flutt til Babylonar. Þá ritaði fingur Guðs dóminn yfir Belsasar og á sömu nóttu féll Babyloníuríkið.

Nú höfum við heyrt og séð ,,Alþingi” rita sína yfirskrift á skjái landsins og bæði sjónvörp, símar og blöð greina okkur frá. En er þetta tilviljun? Flestir hafa gerst sekir um illt umtal og niðrandi orð ekki bara um öryrkja og samkynhneigða heldur heiðarlegt og gott fólk. Það var líka atað auri.

En skoðum þessi atriði.

Fyrir ári gátum við ekki staðið með Ísrael og viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg gyðingaríkis. Þeirri borg er líkt við sjáaldur Drottins. Að standa ekki með Ísrael er að ögra Guði almáttugum! Við höfum Alþingi sem fær frumvarp um aukinn rétt til fóstureyðinga og Guð segir: ,,veljið Lífið”! Við flokkum synd og syndugt líferni sem mannréttindi en tökum mannréttindin af öldruðum og öryrkjum til að fá betri útkomu fjárlaga. Í stað miskunnar og líknandi handa gagnvart krabbameinssjúklingum þrengjum við bataferlið með íþyngjandi kröfum um aukna kostnaðarþátttöku þeirra í meðferðum, vitjunum og lyfjum. Hvers vegna? Af því að hugsunin er röng og afvegaleidd. Það birtist líka í lögum þessa lands.

það er aðeins ein leið fær utúr þessum ógöngum. Að snúa við! Velja réttu orðin. Kalla hið illa illt og hið góða gott. Hætta  að sakfella saklausa menn. Velja Lífið fyrir ófæddu börnin og styðja þá kristnu hópa sem boða trú samkvæmt Biblíunni en ekki útiloka þá frá skólum né setningu Alþingis. Með því að styðja þá sjúku, fátæku og öryrkja. Ekki ræna öldungana lífeyrinum né verkamanninn laununum.

þá mun miskunn Guðs rita aðra yfirskrift yfir þingheim, yfirskrift lofs og virðingar! Þá mun ljós Drottins lóga yfir þessu landi og við munum hafa mikið fram að færa í mannréttindum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.

Snúum okkur aftur til Höfðingjans Jesú Krists og hann mun snúa ásjónu sinni til okkar lands.

snorri í Betel.


mbl.is Rannsakað sem siðabrotamál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband