Upprifjun á Íslendingasögum!

það má kallast merkilegt að mannrán í Noregi skuli eiga tilvísun í fornbókmenntir okkar Íslendinga. Ég finn til með eiginmanninum og bendi á hversu vafasamt það er að eiga ógrynni fjár. Biblían segir það ,,valda mörgum harmkvælum” að eiga mikið fé.

Í Hænsa-Þórissögu er greint frá Gunnari Hlífarssyni er bjó að Gunnarsstöðum á Skógarströnd. Hann átti dóttur eina sem var góður kvenkostur og hét Jórunn. Hún giftist Þóroddi Oddssyni. Oddur þessi var gjarnan kallaður Tungu Oddur og var mikill mótstöðu maður Gunnars og var á leiðinni að brenna Gunnar inni þegar Þóroddur stöðvaði fyrirætlanir Tungu-Odds með bónorði sínu. En við mægðirnar voru þessir keppinautar tengdir fjölskylduböndum. Þóroddur átti bróður sem Þorvaldur hét. Um hann er sagt ,,að hann var í höftum” í Noregi. Þóroddur fór utan skömmu eftir brúðkaupið ,,og vildi leysa hann með fé”!

Ekki hefur spurst til þessara bræðra síðan. Jófríður fæddi manni sínum dóttur sem kemur við í Gunnlaugssögu Ormstungu og var hálfsystir Helgu fögru Þorsteinsdóttur, Egilssonar, Grímssonar, Kveldúlfssonar.

Enn er mannrán í Noregi og krafist lausnargjalds. Vonandi gengur betur í þetta sinn.

 

snorri í betel


mbl.is Er hún enn á lífi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég legg til að fólk lesi frekar bækurnar hans GUNNARS DALS

þar sem að keppst er við að leysa lífgátuna.

Frekar en að eyða tímanum á villimenn

sem að eru að brenna hvorn annan inni vegna skoðana-ágreinings.

Jón Þórhallsson, 21.1.2019 kl. 18:23

2 Smámynd: Snorri Óskarsson

En viðhorf ,,villimanna” sækja à í okkar samtíma! Við höfum ljós dæmi um samfélög í okkar sögu, sem smækkaði manngildið og gerði aflífun algengari.

Allt í lagi að rifja upp það sem var!

Snorri Óskarsson, 21.1.2019 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband