Hættulegar sýkingar!

Covit-19 koma úr sömu átt og dagurinn. Hún barst yfir okkur með misjöfnum túlkunum og ráðstöfunum. En þegar hún mætti hingað lagðist hún þungt á suma, varð öðrum að bana en lamaði allt þjóðfélagið. Má ég bera hana saman við viðhorf okkar og vantrú? Íslensk þjóð hefur verið undirlögð undanfarna áratugi af efahyggju og röksemdum vantrúaðra sem um leið skaðaði trúarlíf og Guðrækni þjóðarinnar. Við litum ekki á það sem lífshættulega afstöðu en sú afstaða hefur haft ótrúlegar breytingar í för með sér í íslensku þjóðlífi og passa afar vel við orð Jeremía spámanns: ,,Misgjörðir yðar hafa fært allt þetta úr skorðum og syndir yðar hafa hrundið blessuninni burt frá yður."(jer.5:25)

Það ýtti við mér grein um Akureyri (Frèttab.skoðun,150719,HH).  Þar var spurt hvers vegna hinn fallegi bær væri ekki kominn með 50 000 íbúa! Höfundurinn nefndi nokkur dæmi sem stjórnendur bæjarins hafa gripið til og orsakað að fólk velji búsetu annars staðar. Ein af ástæðunum var viðbrögð bæjarstjórnar við ,,hættulegum málum"?! 

Greinarhöfundur rifjaði upp ,,stjórnvalds aðgerir" gegn mér þegar ég var hrakinn frá kennslu út úr skólastofunni að öllum börnunum ásjáandi. Sá sem tók við starfinu þann daginn var ekki kennaramenntaður né með gráðu í uppeldisfræðum. Ástæðan var jú, ég hafði ,,hættulegar skoðanir" á samkynhneigð.

Aðförin hófs í Skólanefnd þegar núverandi formaður Samfylkingarinnar lagði fram bókun í trúnaðarbók Skólanefndar. Bókunin hófst með þeim orðum að ,,allir eru jafnir fyrir lögum.."! Nema sá sem hefur aðra skoðun en stjórnvöld aðhyllast? 

RÚV hefur sýnt þætti, samantekið efni um samkynhneigða og baráttu þeirra við samfélagið og viðurkenningu þess á þeirra lífshættulega lífsmáta. Einn þátturinn var um sorgina og ógnina sem að þeim steðjaði vegna eyðninnar sem tók rosalegan toll. Á tímabili voru vikulega jarðarfarir þar sem einn eða ein úr hópnum var borin til grafar. Lífsmátinn reyndist lífshættulegur og grafalvarlegur. En má segja það? 

Nýlega bárust fréttir frá Ísrael að hávær mótmæli urðu vegna orða menntamálaráðherrans sem sagði að ,,hægt sé að lækna samkynhneigð"! Látið er í veðri vaka að þetta sé svo hættuleg staðreyndarvilla að ríkisstjórnin deili ekki skoðunum ráðherrans og honum sé hollast að víkja. Skoðanafrelsið á undir högg að sækja. Fyrir fáeinum árum varð þektur sálfræðingur í Bandaríkjunum ,,afsagður" fyrir sömu skoðun af því að hann vissi að sumir höfðu læknast. Af hverju mátti ekki segja það?

Vel kann að vera að við öll trúum virkilega á það að skoðanir okkar séu réttar og grundvallaðar á staðreyndum. Einn heimspekingur sagði: hættu að bera virðingu fyrir skoðunum annarra, láttu þá rökstyðja skoðanirnar og þá fara þær gjarnan að hnikast til og jafnvel hrynja.

Eitt af því sem brýtur niður,,skoðanir" er til dæmis raunveruleikinn. Okkur hefur fundist eðlilegt að berjast gegn eiturlyfjum vegna þess raunveruleika sem fylgir þeim. En við verjum áfengisneysluna og teljum hana eðlilegan þátt skemmtanalífsins þrátt fyrir raunveruleikann sem fylgir áfenginu. Jafnvel þó okkur sé bent á stórkostlegt fjárhagslegt tjón sem getur hlotist af áfenginu vilja menn auka réttinn til sölu áfengis með því að flytja  það í matvöruverslanir.

Ef hegðun okkar opnar á sjúkdóma, heilsuleysi og brauðskort er auðvita tilefni til að endurskoða hegðunarmynstrið. Skoðun sú sem telur þessi atriði fylgifiska rangs lífsmáta getur varla talist ,,hættulegar skoðanir" í slíkum málum?

Einnig var til þess tekið að börnum fer fækkandi á Akureyri. Fréttin sagði að 200 börn vantaði í bæinn. Auðvitað er slíkt grafalvarlegt mál. En er þetta samt ekki allt skv. áætlun? Akureyri hefur gengið fram fyrir skjöldu að berjast fyrir réttindum fólks að lifa þeim lífsmáta sem elur ekki af sér börn. Leikskóla var lokað til að óæskilegum gildum kristninnar, yrði ekki haldið að börnum. Þegar foreldrarnir þurftu leikskólapláss fyrir börnin þá var nokkra ára biðtími fyrir leikskólapláss því það tekur styttri tíma að rífa niður en byggja upp eins og sagt er í bók Prédikarans (kafli 3:3)

Það var eftirtektarvert að heyra samgöngumálaráðherra tala um nýtt samkomulag um endurbætta vegi og umferðarskipulag á höfuðborgarsvæðinu. Mönnum hefur verið ljóst í tuttugu ár að mikilla endurbóta er þörf. Þetta lásu menn af ástandi vega, umferðarþunganum og sóun á tíma ökumanna!

En hvernig er það með þjóðlífið? Ef við sjáum og heyrum ,,neyðarkall" í mannlífinu breytum við um stefnu? Heyrum við ekki:,,Vaknaðu"? Angistaróp foreldra sem misst hafa unglinga í eiturlyf. Sjáum við ekki að 1000 fóstureyðingar á ári.Heyrum við ekki um vaxandi þörf fyrir geðlyf hjá þjóðinni? Skynjum við ekki íþyngjandi álagið á sjúkrahúsunum? Sjáum við ekki vanlíðan ungmenna sem telja sig vera annað en þeir eru? Heyrum við ekki að geðsviðið ræður ekki við ástandið? Sjáum við ekki enn að leiðin sem þjóðin hefur valið sér er vegur eyðileggingar?
Kynskipti lækna ekki andlega vanlíðan. Eiturlyfin bæta ekki ástandið! Þetta höfum við vitað all lengi enda var stefna stjórnmálanna ,,Vímuefnalaust Ísland árið 2000"! En hvers vegna náðum við ekki takmarkinu? Er vitlaus hugsun í þessum valdaklíkum þjóðfélagsins?

Hvert sem litið er sjáum við ekki lausnir eða bættar kringumstæður. Þetta ástand sem ríkir í dag kom ekki skyndilega yfir okkur. Þetta ástand er frekar ,,niðurstöður" eða ,,uppskera" sáningar og hegðunar liðinna ára. Tímabilin mega vera flokkuð sem rokktímabilið, hippatíminn, bítlatíminn svo eitthvað sé nefnt. Við sem upplifðum þessi tímabil munum að þau einkenndust af nýjum viðhorfum, uppreisn gegn ,,gömlum reglum" eða hefðum. Á þessum tímum voru allir hvattir til að ,,láta vaða", ,,prófaðu, upplifðu". Syngja menn ekki hástöfum ,,Farðu alla leið"? Ekki langt frá freistingu Evu:  ef þú etur af ,,munt þú verða eins og Guði". Ef þú lætur vaða verður þú reynslunni ríkari. Við höfum látið vaða og erum beiskri reynslu ríkari.

Svo birtast enn ein stjórnvalds mistökin þegar manni er bolað úr starfi og #metoo ásakanir voru bornar á hann af stjórnendum. Þar fóru stjórnvöld offari eins og oft áður og sömdu við hann um bætur uppá 15 milljónir eða 5x hærri bætur en Hæstiréttur dæmdi mér skv. ,,dóm venju"! Þá voru ekki allir jafnir fyrir lögum. Dómaranum sem fékk ekki sæti í Landsrétti voru dæmdar 5 milljónir í miskabætur. Var ,,kollega"-samfélagið að verja sína? Allir jafnir fyrir lögum?

Hættulega málið leynist í því að það eru ekki allir jafnir fyrir lögum hvorki hjá stjórnendum né dómstólum.Þegar dómarar hika við að dæma skv.lögum þá eyðileggja þeir réttlætishugsjónina og þá rætast orð Ritningarinnar sem segir: ,,Hinir óguðlegu umkringja hina réttlátu, fyrir því kemur rétturinn fram rangsnúinn". (Habak.1:4)

Við rekum þriggja milljarða stofnun til að viðhalda trúarlífi á Íslandi. Mætum við þar með vandamálin sem bænarefni. Berast bænir okkar til Guðs almáttugs um liðsinni í þessu neyðarástandi þjóðarinnar? Nú um síðustu páska var meiri áhersla í páskaprédikun ríkis stofnunarinnar um náttúruvár vegna hlýnunar andrúmsloftsins heldur en að Jesús Kristur, lausnarinn okkar, ,,dó vegna okkar misgjörða og að hegningin sem við höfðum til unnið kom niður á honum"! Fyrir því höfum við aðgang að Guði sem vill senda Anda sinn yfir okkur þeim til heilla sem glíma við vandamál! Hvar eru útgerðarmenn sem leita loðnunnar? Mæta þeir í kirkju og biðja himnaföðurinn um ,,daglegt brauð"? Hvað þurfa mörg ár að líða svo að fólk til lands og sjávar biðji Guð um sitt viðurværi?

Segir ekki í trúarbók ríkis stofnunarinnar, þjóðkirkjunnar: ,,Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að Orði Drottins"!

Við höfum of lengi leyft trúleysinu leika lausum hala og leika unga fólkið grátt. Það fólk verður seinna stjórnendur, þingmenn og dómarar. En er það fólk með sterka réttlætiskennd? Hefur þetta fólk þá sannfæringu að Guð sem er yfir okkur mætir okkur þar sem við erum?

Davíð konungur sagði frá því sem hann sá hvernig Guð hugsar og bregst við okkur. Hann segir:,,Gagnvart ástríkum ert þú ástríkur, gagnvart ráðvöndum ráðvandur, gagnvart hreinum hreinn en gagnvart rangsnúnum ert þú afundinn"! (Sálm.18:26-27)

Hvernig lítur þjóðin, með þessa stjórnendur sína, á almáttugan Guð? Hvernig horfum við á Hann undir drepsóttinni, Covit-19?

Spyrjum við hvar hann haldi sig núna þegar mikið er í húfi? Þegar heilu heimsálfurnar eru lokaðar með farartálmum og skert frelsi til athafna, spyrjum við um leiðsögn frá Guði til að ráða fram úr vandanum? Gjaldeyrissjóðir þjóðanna eru að verða uppurnir og brauðhúsin tóm. Við erum að horfa uppá hrun samfélaga og örþrifaráða þar sem jafnvel allt þetta ár verður undirlagt af ráðstöfum stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu agnarsmárrar veiru. Stjórnmálamanna sem hafa gert sig seka um vítaverð mistök til verndar mannréttinda og þess að ,,allir séu jafnir fyrir lögum"! Hafi þeir sniðgengið réttlætið og gerst rangsnúnir megum við þá ekki eiga von á því að Guð sé okkur afundinn?

Í dag er gullið tækifæri til að við lítum yfir sviðið og spyrjum um hamingju leiðina svo að við megum fara hana. Hún hefur legið ljós fyrir okkur mönnunum í 2500ár. En undanfarna áratugi hafa menn hafnað og lokað á þessa leið, stjórnmálamenn sem almenningur. Við höfum þess vegna valið okkur til löggjafar og stjórnar fólk sem hefur hvorki Guðsótta né skíra réttlætiskennd.

Við sitjum uppi með kirkju sem hyggur meira um ,,mennskuna" en að kenna okkur um þann sem hefur allt vald bæði á himni og jörðu, Jesú Krist sonur Guðs. Miðalda kennimaður kristninnar sagði:

Jesú vill að þín kenning klár

kröftug sé, hrein og opinskár

lík hvellum lúðurhljómi.

Launsmjaðran öll og hræsnin hál

hindrar Guðs dýrð og villir sál

Straffast með ströngum dómi (H.P)

 

Það er vissulega til önnur leið. Hún er kölluð Guðs leið,enginn sem hana fer mun villast, jafnvel ekki fáráðlingar segir Jesaja (35:8)

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 241114

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 48
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband