Af hverju komast vinstri flokkarnir alltaf að rangri niðurstöðu?

Palestína hefur hljómað sem helsta átakasvæði veraldarinnar í nokkur ár. Vitað er að Tyrkir höfðu yfirráð á öllu svæðinu frá 1517 og fram til 1917 að Bretar hertóku svæðið af Tyrkjum. Þá bjuggu bæði gyðingar,Arabar og önnur kristin þjóðarbrot á þessu landsvæði. Allir voru nefndir Palestínu?eitthvað, ýmist gyðingar, arabar eða Palestínumenn. Orðið náði ekki yfir eitt þjóðarbrot.

Bretar ráðstöfuðu svæðinu í hendur gyðinga með Balfour yfirlýsingunni. Gyðingar fengu að gjöf eyðimörk en þeir höfðu einnig keypt ræktarland af Tyrkjum við lok 19.aldar! Eyðimörkinni var breytt í blómlegar byggðir, heimaland gyðinga, Araba og afkomenda annarra þjóðflokka Palestínu.

 

Svo fóru Arabar með ófriði gagnvart gyðingum og allsherjar útrýmingarstríði gegn gyðingum 1948. Jórdanir tóku þá Vesturbakkann herskildi og misstu hann 1967 í 6-Daga stríðinu. Palestínumenn töpuðu engu heldur aðeins Jórdanir. Innlimun Samaríu (Vesturbakkans) í Ísrael er því beint framhald af Balfour samningnum við gyðingana og tap Jórdana á hernámi þeirra 1948! Því eru gyðingar í fullum rétti að innlima gjöf breskra stjórnvalda inní Ísrael og er það samkvæmt alþjóðalögum.

Vinstri þingmenn á Íslandi gera því ályktun sem opinberar fullkomið þekkingarleysi þeirra á málefni Þjóðarbrota fyrir botni Miðjarðarhafs. Ef innlimun Ísraels á gjöf Breta til gyðinga (Vesturbakkans)er meingjörð þá er tilvist ríkja Arabaheimsins s.s. Líbanons, Sýrlands og Jórdaníu ólögleg tilvist. Þau ríki voru búin til af Bretum og Frökkum með samþykki Þjóðarbandalagsins um líkt leyti og Balfour ráðagerðin var gerð handa gyðingum. Því er Ísrael eigandi Vesturbakkans því hann var þeim gefinn 1917 og seinna unninn í stríðsátökum 1967.

Ég hef því áhyggjur af þekkingarleysi Vinstri hlutans í Utanríkismálanefnd á málefni Ísraelskra réttinda á þeim landsvæðum sem þeim voru gefin og seinna þurftu að berjast fyrir með blóði og tárum.

Sýnum gyðingum sanngjörn viðbrögð í réttindabaráttu þeirra fyrir frelsi, eignarrétti og sjálfstjórnar á eigin landi!

Snorri í Betel


mbl.is Lýsa yfir áhyggjum af framferði Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband