Ég kveiki á kertum..!

Þetta sagði Davíð Stefánsson en þá var hann staddur við ,,krossins helga tré"! Enn er verið að kveikja á kertum og aðventan hafin. En hvers er að minnast? Þurfum við einhvern sem við treystum til að halda okkur í hönd og leiða í gegnum aðventuna?

Ásmundur Einar Daðason hafði einmitt áhuga á því þegar verst gegndi í hans lífi að fá handarband og dómgreind þegar dökku dagarnir komu. Hann segir:,,Ég hefði bara viljað að einhver hefði haldið í hönd mér í gegnum þetta. Að ég hefði getað leitað til einhvers sem gæti lánað mér dómgreind á erfiðum stundum. Einhver afruglari"

Hann fann ekki þessa hönd í kerfinu, skólanum, kennaranum eða kirkjunni. Í haust voru menn að kynna fyrir börnum nýja útgáfu af Jesú Kristi sem átti að eiga ,,í kynáttuvanda" og kirkjan vildi að þeir hinir sömu gætu fundið samsvörun við Jesú. Nú kveikjum við á kertum og fyrsta kertið er spádómskertið.

Spádómarnir um Jesú eru auðvitað boðskapur sem ætlaður var til að taka í hönd gyðinga og leiða þá að jötunni, þar sem meistarann var að finna á upphafsdögum jarneskrar tilvistar hans. Nokkrir mættu, kannski innan við 10, til að gæta sóttvarnamarka en við vitum að fjárhirðar og vitringar komu að jötunni. Voru svona fáir til að grípa í höndina og njóta Guðs handleiðslu, gegnum tíma og tíðir sem spámennirnir bentu á? Hvar voru allir hinir, prestar, skriftlærðir, kennarar eða kerfiskarlarnir í stjórnsýslunni? Var enginn til að grípa í hendur þeirra og lána þeim dómgreind?

Getur verið að sú þörf sem Ásmundur Einar Daðason, ráðherra hefur gengið í gegn og bent á hinn alvarlega skort á ,,leiðandi hönd" eða ,,dómgreind" sé miklu eldra vandamál en okkur óraði fyrir?

Heródes bað þess að fá fullvissu um barnið til að geta eytt því. Hann bað um að vitringarnir gæfu honum ,,handleiðslu og dómgreind"! Í dag eru 19 þingmenn sem bjóða fram hendur og dómgeind til að aðstoða verðandi pólskar mæður til að framkvæma verk Heródesar á börnum þeirra. Það eru ekki nema 2020 ár milli þessara þingmanna og Heródesar.

Spádómskertið á að minna presta á spádóminn um að: ,,barn er oss fætt, sonur er oss gefinn. Á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvíla. Nafn hans skal kallað Undraráðgjafi, Guðhetja, Eilífðarfaðir og Friðarhöfðingi. (Jes.9:6) Samt hefur ríkiskirkjan kynnt okkur Jesú í vandræðum en ekki sem ,,Undraráðgjafa" fyrir börn í kynáttuvanda. Okkur nefnilega vantar hvorki hönd til að halda í né dómgreind til að styðjast við heldur fólk sem kennir trúir og talar!!!

Er ekki merkilegt að þeir þingmenn sem hafa lagt til að börnum yrði gefin þessi styðjandi hönd sem kemur með kristinfræðslu fá ekki góðan hljómgrunn hvorki hjá samþingmönnum eða kennurum. Dómgreind  andstæðinga þeirra hefur ekki gagnast börnum eða ungmennum til hjálpar og trúlega ekki heldur Ásmundi Einari Daðasyni. Sorglegt.

Og við kveikjum á kertum, Betlehemskertið fær að loga. Það hefur verið öllum sem trúa, staðfesting á að undraráð Guðs og spádómur Míka kom fram, reyndist réttur og sannur. Míka segir:,,Og þú Betlehem Efrata þó þú sért einna minnst af héraðsborgunum í Júda, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drottnari í Ísrael og ætterni hans vera frá umliðinni öld, frá fortíðar dögum."(Míka 5:1). Þessi drottnari í Ísrael útleggst sem :,,Hver stjórnar þér? Hver heldur í hönd þína og veitir þér dómgreind? Ég auglýsi eftir fólki í stjórnunarstöðum ráðuneytanna, kennurum barnanna, prestum ríkiskirkjunnar og kennimönnum kristninnar sem tilbúnir eru til að ganga inní hlutverkið sem Ásmundur Einar Daðason talaði um að hann hafi þurft á að halda þegar stormar blésu og dimmviðrin byrgðu sýn. Hvað þurfa ekki börnin í dag sem sjá ekki leiðina; fyrir ungu mennina sem vantar að vera upplýstir af Guðs Orði? ,,Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að Orði þínu. (Davíðssálmur 119:9) Lausnin fyrir ráðvilltan ungan mann er að finna hjá Undraráðgjafanum frá Betlehem. Vita menn ekki að nafnið Betlehem þýðir brauðhúsið og það er sko ekki myglað þó gamalt sé. Vita menn ekki að Undraráðgjafinn sagði okkur að Guð hafi aðeins skapað tvö kyn, konu og karlmann til að þau tvö yrðu eitt, yfirgæfu foreldra sína en byggju saman til dauðadags? Þú, sem ert í einhverskonar tilvistarkreppu, leitaðu til þessa Undrarágjafa sem kertin lýsa fyrir.

Svo kemur að Hirðiskertinu, kerti Vitringanna. Hvar er þá að finna í dag? Þegar þeir reyndust ekki alveg vissir um leiðina eða staðinn þá luku menn upp ritningunum og leiðbeindu þeim og þeir tóku tilsögn! Fyrst komu þeir róti á hugarheim Heródesar og Heródes hinn ráðvillti, kallaði presta og skriftlærða til fundar og hann spurði:,,Hvar á Kristur að fæðast"? Ritningunum var lokið upp og Míka spámaður var látinn svara þó að hann hafi þá þegar legið dauður í 700 ár. Síðasti ráðandi konungur sem nefndur er í sögu Míka var Hiskía Júdakonungur, tengdasonur Jesaja spámanns. Hiskía er talinn hafa látist 687 f.kr. Hirðiskertið tengir því saman sögur spámannsins frá 700 f.kr til daga Jesú (5.fkr.) og til okkar daga 2020! Það er því komin góð reynsla á þennan boðskap sem hefur lifað af gagnrýni og vantrú í yfir 2700 ár! Hvað segir þetta okkur um vantrúnna? Hún er innihaldslaus ,,þekking" grundvölluð á engu nema þekkingarleysi. Ætlar lýður Guðs, Ísrael, söfnuður Drottnarans yfir Ísrael að gefa eftir fyrir tælandi röddum menntasnobbaðra vantrúarmanna? Vitringarnir gerðu það ekki heldur héldu áfram skv. Orði Drottins og fundu ungbarnið í Betlehem lagt í jötu. Það var og er von hins fallna mannkyns!

Þá er Engakertið látið skína. Hver hefur séð engla? Ég hef ekki séð neinn nema hann hafi verið teiknaður í myndaramma eða úthögginn í marmara. Hvers vegna trúi ég því sem ég ekki sé eða hef þreifað á? Það er vegna þess að ég hef valið sömu leið og vitringarnir. Þeir sáu ekki Jesú í upphafi ferðar og vissu ekki nema það sem stjörnuhimininn sagði þeim fyrst. Ég hefði trúlega ekki þekkt ,,stjörnu hans" sem lýsti Vitringum leið og því aldrei lagt af stað á sömu forsendu og þeir. En þeir gengu hina vandrötuðu leið sem lá að Orði Drottins. Segir ekki sálmaskáldið:,,Himnarnir segja frá Guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin hans handa."(Davíðssálmur 19:1) Vitringarnir, leiddir af englum, opnaðist vegur gegnum óþekktar lendur og til Jerúsalem, borgar Friðar(höfðingjans). Englarnir birtust líka hirðunum úti í haga. Við boðskapinn ruglaðist vaktaskipulagið í haganum og þeir með sauðahjarðirnar á eftir gengu rakleit þangað þar sem ungbarnið lá, reifað og lagt í jötu. Við þessa opinberun barst þeim til eyrna hinn ljúfasti söngur, losöngur um Guð vorn og hjörtu þeirra fylltust af gleði og von. Sálmaskáldið segir:,,Þegar Drottinn snéri við hag Síonar var sem oss dreymdi. Þá fylltist munnur vor hlátri og tungur vorar fögnuði. Þá sögðu menn meðal þjóðanna:,,Mikla hluti hefur Drottinn gjört við þá." (Davíðssálmur 126:1-2)

Hafi Orðið reynst stöðugt og áreiðanlegt, talað af spámönnum, englum, vitringum og postulum þá er engin ástæða fyrir okkur í nútímanum að hafna kenningu drottins þó svo að okkur skorti þekkingu. Vantrú veitir engin svör hún étur menn að innan og stækkar tómarúmið en Orð Guðs lífgar og gerir menn vitra eins og Páll postuli bendir Tímóteusi á í 2.Tím.3:16! Boðskapurinn er:,,Því að hafi orðið af englum talað reynst stöðugt og hvert afbrot og óhlýðni hlotið réttlátt endurgjald, hvernig fáum vér undan komist ef vér vanrækjum slíkt hjálpræði sem Drottinn flutti fyrst og var staðfest af þeim sem heyrðu?"(Hebr.2:2-3)

Engill þýðir sendiboði og þú getur orðið Guðs sendiboði, hönd eða dómgreind fyrir náungann ef þú gefur gaum að Orði Drottins!

Guð blessi þér þessa aðventu!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ég er búinn að óska eftir því við moggabloggið að fá

TJÁNINGARFRELSI  í jólagjöf frá þeim.

Þannig að ég geti haldið úti mínu eigin bloggi.

Jón Þórhallsson, 4.12.2020 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 242249

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband