spilling þjóðar?

„Við erum ger­spillt sam­fé­lag. Það er ekki bara ég. ÉG hef verið að benda þér á það að 66% þjóðar­inn­ar sem eru á því að spill­ing sé stórt vanda­mál í ís­lensku sam­fé­lagi.“ Þetta sagði Gunnar Smári, Sócíalisti í viðtali. Hann er ekki einn um þessa skoðun. Nokkrir frambjóðendur í kosningabaráttunni (sept.2021) hafa haft orð á þessu sama.

Hvernig er spillingin?

Oftast er bent á tengingarnar við valdaflokkana og stéttir manna sem hafa aðgang að miklum fjármunum. Sjálfstæðisflokkur og dómarastöður, Sjálfstæðisflokkur og útgerðirnar stóru, Sjálfstæðisflokkur og ....? Hvað vilja menn nefna?

Trúlega er hægt að nefna mjög margar tengingar milli stjórnmála og ráðningar í ,,valdastöður"! En hvernig fer þá með úthlutun á kvóta ef ,,spilltir" stjórnendur ríkis og ráðuneyta fá þetta verkefni í hendur? Og Samfylking ásamt Viðreisn vilja efla skatta og gjöld til að fá sannvirði kvótans í ríkissjóð. Er verið að leiða ,,freistnivanda" inní ráðuneytin og ríkisstofnanir? Er ekki auðvelt að borga ,,kommissaranum" undir borðið til að fá úthlutunina? Má þá hæstbjóðandi í kvótann veiða í íslenskri lögsögu? Ef hæstbjóðandi er þýsk, spönsk, eða ensk útgerð, fær hún þá frjálsan aðgang að fiskimiðunum? Þá gæti orðið þröngt um íslenska útgerð og farið eins fyrir henni og smábátaútgerðinni. Saga okkar til veiða og aflabragða gæti orðið lífleg bankaviðskipti milli landa ef ,,spillingin" tekur völdin.

,,Spilling" er yfirleitt tilvísun í rangt og ósanngjarnt hugarfar. Spilltir menn fara illa með auð, völd, hjónabönd og náungann jafnvel sjálfa sig! Mafían er dæmi um spillta menn. En Tryggingastofnun ríkisins sem hjólar í þá fátæku og endurkrefur þá um ,,ofgreiddar" bætur spillt? Eða starfsmenn þar sem segja að ,,endurhæfing er ekki fullreynd" þó svo að læknisvottorð segi annað, spilltir?  Er það ekki dæmi um spillt samfélag sem þarf aðgæslu Umboðsmanns Alþingis til að fá frá ráðuneytinu skírari svör um þær reglur sem TR eigi að vinna eftir.

Er það ekki dæmi um spillingu að hlýða á kosningabaráttu þar sem hver flokkur kemur með lausnir, svör og fyrirheit um betra samfélag verði þeir kosnir en undanfarin ár hafa þeir stungið stefnumálum sínum undir stól og haft þau að engu, aðeins til að þóknast ,,hinum í stjórnarsamstarfinu"? 

Hvað með löggjöf um kynin öll, breytingu á íslenskri tungu til að þóknast fámennum hóp sem glímir við hugaróra og afbrigðilega kynhegðun? Er það dæmi um spillt hugarfar? Hvers virði er Blóðbankinn, má fórna öryggi sjúklinga í blóðgjöf bara til að þóknast Samtökum 78? Er einhver spilling fólgin í þeirri fórn?

Ég er alveg viss um að grunnur hins spillta þjóðfélags liggur í því að við höfum hafnað Guði. Kirkjan klæðskerasaumar kristna kenningu eftir tíðarandanum og er því hvorki salt né ljós fyrir þjóðina.

Pétur postuli segir:,,...til þess að þér skuluð víðfrægja dáðir hans sem kallaði yður frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss"!(1.Pét.2:9)

Flokkar sem vilja ekki kenna grunnskólabörnum þessi kristnu fræði eru dæmdir til að leiða spillinguna inn í stjórnkerfi Íslands af því að þeir hafna ljósinu en velja ,,Myrkrið"!

Svarið okkar gegn spillingunni er að kjósa þá aðila sem leggja til kristinfræðina sem námsgrein í grunnskólum landsins og kveikja ljós óspilltrar hugsunar meðal barna okkar. Göngum á vegi ljóssins þar sem allt má vera sýnilegt!!!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband