Skerðingar - andlit spillingar?

Við höfum tekið eftir þessum ótrúlega vexti lífeyrissjóða undanfarin ár. Eitt sinn kom frétt um að tekjur þeirra námu nánast um einum milljarði á dag núna 2,8 milljarða á dag eða þreföldun tekna!

Hvað höfum við að gera með 6410 milljarða í eigu almennings sem ekki má nýta til að bæta hag lífeyrisþega? Þarf ekki að upphugsa þessa stöðu að nýju?

Ég var opinber starfsmaður frá því 1973. Lét mér lynda kjör kennarans og sá að ég gat bjargað fjárhagnum með því að vinna á sumrum til að framfleyta fjölskyldunni. Margir skólastjórar bættu kennaralaunin með því að ráða okkur í aukasporslur, sjá um bókasafn, taka að okkur viðvik og jafnvel sérkennslu til aukatekna. Allt var samþykkt til hagsbóta.

Svo komu kjarasamningarnir sem veittu ekki mikla krónutöluhækkun en við fengum ,,félagsmálapakka" og aukin lífeyrisréttindi að starfstíma loknum. Framtíðin átti að verða björt en...! Svo komu aðrir kjarsamningar þar sem KÍ seldi eitt og annað til að fjölga krónunum á kostnað réttindanna sem kæmu upp í hendur okkar seinna! Að starfstíma loknum voru engir félagsmálapakkar eftir og engar hagsbætur sem voru samykktar til að lifa við lág kennaralaun og fá svo góðan lífeyrissjóð sem hvað? Bara vex og vex án þess að bæta okkar hag!

Nú sitjum við með lífeyriseignina bundna. Ráðherra og ríkisstjórn eru með tök valdsins á auðnum og heimta að ekki verði um of mikið fjárstreymi í hendur lífeyrisþega svo bátnum verði ekki ruggað. Þetta er í mínum augum ,,eignaupptaka"!

Við sem eigum lífeyrissjóðina ættum ekki að þurfa að líða skort eða ná ekki saman endum þegar eign okkar, lífeyrissjóðurinn, stendur svona vel. Það hlýtur að vera krafa okkar í þessu árferði að næsta ríkisstjórn virði eignarréttinn og láti af þessum óheilbrigðu skerðingum á greiðslu lífeyris. Það hlýtur að vera hagur ríkissjóðs að meira renni í buddu okkar því þá er hægt að greiða hærri skatta til ríkis og bæjar og auka neyslu sem eykur hagvöxt.

Auknar lífeyrisgreiðslur munu aðeins bæta hag og ástand þúsunda sem hafa samviskusamlega greitt í sjóðina skv. lögum og ættu því að fá virðingu löggjafans að njóta ávaxtarins sem lögboðinn sparnaður hefur skapað í landinu.

Skerðingarnar sem ríkisstjórn og Alþingi hafa samþykkt er angi spillingar því það kemur aðeins niður á sumum en alls ekki öllum. Þannig veldur spillingin að tveir hópar búa í landinu og standa ekki jafnfætis annar verður fyrir skerðingum en hinn lifir í vellystingum. Komu vellystingarnar bara vegna þess að hann komst á þing, gat sett lög um laun sín og girðingar gegn skerðingum þeirra?

Snorri í Betel


mbl.is Lífeyrissjóðirnir bólgna út sem aldrei fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband