15.10.2021 | 16:41
Vísindi og væntingar!
Ég sá þessar tölur frá Ísrael. Allur þessi fjöldi bólusettur með einni, tveim eða þrem sprautum og samt er landið lokað. Smit ekki endilega hætt og dauðföll vegna Covid-19 gera rusk.
Við höfðum fyrst trú á því að ,,vísindin" hefðu svarið og ,,vissu" um lausnina. En í dag sjá menn að við fórum svolítið fram úr okkur af því að allt bóluefni virðist ekki standast væntingar sem við gerðum til þess. Ástæðan er sú að við höfðum ofurtrú á bóluefninu, ofurtrú á því sem ,,vísindin segja"!
Þessi tjáning ,,vísindin segja" hefur oft ekki alveg hljómað í takt við það sem ,,þau" segja heldur það sem vísindamaðurinn álítur eða trúir.
Allir virðast eiga það sammerkt að við trúum. Við trúum á Guð eða engan guð, trúum vísindunum eða ekki og trúum best okkur sjálfum. Trúin virðist því vera rökræða hugans, samsetning margra þátta sem styðja skoðun okkar.
Tölurnar frá Ísrael hafa svipuð áhrif á þá eins og reynsla okkar af bólusetningunum að við vitum ekki alveg til hvers þetta mun leiða. ,,Vísindin" þurfa því að bíða með fullyrðingar og segja sem minnst í Covid faraldrinum þangað til að óyggjandi niðurstaða fæst af tilrauninni að bólusetja heimsbyggðina.
Mér finnst þessi tilraun minna mig á skrásetninguna sem ,,gerð var þá er Kyreníus var landstjóri á Sýrlandi" eins og Guðspjallið segir.
En fylgifiskur þessarar bólusetningarherferðar er að birtast í nýrri kröfu. Þeirri að allir fái ,,grænan passa"!
Samkvæmt þeirri kröfu fá menn fyrst öruggan aðgang í verslanir, hótel, vinnu og veitingahús. Alls eru nefnd 9 atriði á meðfylgjandi lista sem ná yfir tilgang græna passans. En þetta minnir mig á fornan spádóm yfir lokadaga okkar menningar sem segir að :,,enginn geti keypt eða selt nema hann taki á sig merki dýrsins"! (Op. 13:16)
Þegar svona atburðir gerast í ljósi þess að við höfum treyst því sem ,,vísindin segja" en sitjum svo uppi með veruleika sem ,,trúin spáði um" löngu fyrir okkar daga erum við þá ekki komin að miklum tímamótum?
Er ekki ástæða fyrir okkur að staldra við og skima yfir farinn veg og spyrja af hverju erum við komin hingað? Erum við betur sett með ,,græna passann"? Hætta menn að smita eða veikjast þó svo að þeir fái ,,merki" um það?
Trúin, Biblían, varar okkur við að taka á okkur merki sem sett verður á enni okkar eða hægri hönd og kallað er ,,Merki Dýrsins". Það má svo sem segja að merki í símann sé hvorki á hönd né enni og þess vegna í lagi. En trúlega erum við hér að sjá síðasta skrefið unz mönnum verður boðið að fá á sig merki sem tengir okkur við nýja menningu, menningu Regnbogans og frjálslyndis; Menningu sem fjarlægist allt það sem kallast Guð eða Helgur dómur og ætlar að fara sína eigin leið. Leið sem endar í vegleysu. Hún hefur áður verið reynd í uppreisn og andstöðu við Guð almáttugan. Þá reyndu menn að byggja upp sameiningartákn, Babelturninn. Allt varð það til sundrungar og tjóns. Eins verður með ,,Merkið" sem Evrópa er að koma með til okkar sem kallast ,,græni passinn"!
Guð hefur sagt okkur þetta fyrir og nú er tíminn til að taka eftir, vakna og snúa okkur til Guðs spyrja um gömlu götuna og hver sé hamingjuleiðin, svo við getum farið hana.
Það hlýtur að vera til Guð fyrst atburðir samtímans eru að gerast eins og Guð hefur sagt fyrir um!
Munum eftir hver Jesús Kristur er! Við frelsumst og björgumst fyrir trú á hann. Farðu með honum í gegnum Covit!!
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:50 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"En þetta minnir mig á fornan spádóm yfir lokadaga okkar menningar sem segir að :
,,enginn geti keypt eða selt nema hann taki á sig merki dýrsins"! (Op. 13:16).
-----------------------------------------------------------------------------------------------
Þarna er þetta komið svart á hvítu.
https://ingaghall.blog.is/blog/ingaghall/entry/2270585/
Jón Þórhallsson, 15.10.2021 kl. 17:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.