Íslensk ,,kristni" er sértrú!

„Þurfum að spyrja þjóðina hvað hún vill“

Þessa fyrirsögn er að finna á bls 19 í Mbl 27.10.´21. Þjóðkirkjan er greinilega í miklum vanda og minnir mig helst á orð þjóðkirkjuprestsins sem lést þennan dag 1674, ,,Frá einni plágu til annarrar, í ystu myrkrum þeir hrekjast þar." Hann gaf einnig skýringu á þessum ógöngum með orðunum: ,,Ó, hvað syndin afskapleg er. Allt þetta leiðir hún með sér." (3.Passíusálmur 5.vers.)

Þegar kirkja hefur misst sjónar á tilgangi sínum þá þarf hún að athuga hverjum hún er að þjóna. Hún er til einskis gagns ef hún þarf að spyrja samtímann um stöðu sína. Samtíminn er búinn að velja vanheilög hjónabönd, allskonar kynja fyrirbæri, fóstureyðingar, Yoga, spiritisma og svo nefnda ,,frjálshyggju" guðfræði.

Biblían segir um tilgang kirkjunnar:,,Þér eruð bygging sem hefur að grundvelli postulana og spámennina en Krist Jesú sjálfan að hyrningarsteini." Þarf að spyrja þjóðina um þessi atriði? Mun þjóðin meðtaka eða hafna þeim? Postulinn heldur áfram: ,,Í honum er öll byggingin samantengd og vex svo að hún verður heilagt musteri í Drottni." Ætli þetta verði samþykkt hjá hinum almenna þjóðkirkjumeðlim? Postulinn endar með þessu: ,,Í honum verðið þér líka bústaður handa Guði fyrir anda hans." (Efes. 2:20 - 22)

Ef þjóðkirkjan byggir ekki tilvist sína á orðum Postulans þá hefur hún ekki rétt á að flokkast sem kristin kirkja. Verð það ofaná að þjóðkirkjan breytir grunni sínum og lætur þjóðarvilja ráða hvað hún boðar þá er hún orðin Íslenskur sértrúar söfnuður!

Postulinn varar hina kristnu kirkju að leita samþykkis almennings er hann segir: ,,Þér megið ekki framar hegða yður eins og heiðingjarnir hegða sér. Hugsun þeirra er allslaus, skilningur þeirra blindaður og þeir eru fjarlægir lífi Guðs vegna vanþekkingarinnar sem þeir lifa í og síns harða hjarta. þeir eru tilfinningarlausir og hafa ofurselt sig lostalífi svo að þeir fremja allskonar siðleysi af græðgi."(Efes. 4:17 - 19) Er ekki hér einum og djúpt í árina tekið? Varla hefur farið fram hjá okkur siðrofið í þjóðfélaginu og vandi sem birtist í fréttum, kastljósi og víðar um syndina sem allsstaðar er að bera vondan ávöxt?

Hin kristna kirkja veit að Grundvöllurinn er Jesús kristur. Hvatning postulans er því þessi: ,,Standið aðeins stöðugir í trúnni, grundvallaðir og fastir fyrir og hvikið ekki frá von fagnaðarerindisins sem þér hafið heyrt og prédikað hefur verið fyrir öllu sem skapað er undir himninum og er ég, Páll, orðinn þjónn þess. (Kól.1:23)

Því er áskorun mín til biskupa, prófasta og presta á ríkislaunum að hverfa aftur til Kenningarinnar eins og hana er að finna hjá Jesú og postulum hans. Þið hafið Biblíuna, lesið hana, boðið hana og haldið ykkur fast við hana þar er Orð lífsins

 

Ef Þjóðkirkjan vill kenna sig við Jesú Krist þá þarf hún að sópa rækilega gólf, jafn vel skúra með lútarsalti"! Þjóðin á ekki að leiða heldur fylgja. Jesús sagði:..og kennið þeim að halda allt það sem ég hef boðið yður!"(Mt.28:20)

Snúi kirkjan sér aftur til Jesú og kenninga hans mun linna þeirri píslargöngu sem hún er komin í!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Við getum almennt verið sammála um kristnar messur séu af hinu góða

(þó að Þjóðkirkjan sé á rangri leið með því að blessa samkynhneigð hjónabönd gegn GUÐI/BIBLÍUNNI.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------

Það sem að Þjóðkirkjuna vantar, vilji hún komast inn í framtíðina

er að vera með allskyns FRÆÐSLUERINDI þar sem að allskyns spurningum er kastað fram

í fyrirsögn messu-auglýsingarinnar sem að sóknin á að keppast við að svara í eigin huga og með öðrum.

Þannig starfa t.d. allskyns GUÐSPEKIFÉLÖG: 

sameinast í leitinni að lausninni á lífsgátunni.

= Umræðan og samtalið sem að skiptir meira máli

en 1 klukkustundar-löng predikun hjá prestum í sunnudagamessum

og fundinum síðan slitið.

www.vetrarbrautin.com

-----------------------------------------------------------------------------------------------

Þjóðkirkjan er farin að taka JÁKVÆÐ SKREF Í ÞESSA ÁTT t.d. með þessari samkomu: 

https://www.facebook.com/events/404142914719307

------------------------------------------------------------------------------------------------

Fólk má svo ekki blanda saman GUÐSPEKI og spiritisma hjá sálarrannsóknarfélaginu

Jón Þórhallsson, 27.10.2021 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband