talar enn, þótt dauður sé!

Mér kom í hug þessi setning úr helgustu bók veraldar, Biblíunni, þegar ég las frásögu Guðnýjar Bjarnadóttur.

Setningin sem ég vísa til er úr Hebrebréfinu og á við um Abel, þann fyrsta sem varð fyrir rangindum og misbeitingu. Hann var drepinn af bróður sínum, Kain. Enn lifir sagan.

Kristinn E, leiðtogi sócíalista, fór yfir mörkin. Guðný segir frá, skilar skömminni og enn lifir sagan. Hann talar enn þó dauður sé.

Svona eru minningarnar; þær lifa alla af.

Er ekki tímabært að leyfa gömlum ráðum fyrri kynslóða heyrast í samtímanum? Þær urðu að ganga í gegnum ýmislegt og þær minningar lifa og tala þó þær kynslóðir séu horfnar.

Eitt ráðið er: ,,Flý þú æskunnar girndir..."! Það er ótrúlegt hvað þau mistök æskunnar eru lífsseig! Annað er: ,,Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu"! Sá gaumur talar meðan við lifu og löngu eftir að við höfum dáið.

Þriðja má nefna í þessu samhengi: ,,Vertu trúr allt til dauða og Guð mun gefa þér kórónu lífsins"!

Margur ungur og sumir allt fram  á gamals aldur sniðganga þessar grundvallar stoðir til fagurs mannlífs og ljúfra minninga að lífi loknu. Þeir, fyrir bragðið, öðluðust ekki kórónu lífsins.

Minning þeirra afhjúpaði þá, verkin sem þögnin og leyndarhjúpurinn átti að hylja hvarf. ,,Dómsdagur" reyndist myrkur og sár!

Hvað getum við gert?

Er til of mikils mælst að dustað verði rykið af boðskapnum:,,Gjörið iðrun og snúið ykkur frá synd og til trúar á Jesú því við það  mun hann hreinsa okkur af áhrifum þeirra verka sem við keppumst við að hylja"!

,,Af ávöxtunum skuluð þið þekkja þá".   vilja ekki allir hafa góðan ávöxt í minningum um okkur í hugum annarra?

Snorri í Betel


mbl.is Segir Kristin E. hafa misnotað sig kynferðislega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband