Dramb er falli næst!

Í æsku las ég söguna um konuna sem vildi alltaf meira og hætti ekki fyrr en hún heimtaði að vera í sömu stöðu og Guð. Nafn sögunnar var einmitt sama og yfirskriftin á þessu bloggi. Ég tel að sagan eigi enn heilmikla skírskotun í samtímann. Það er alheims ráðstefna í Glasgow sem ætlar og jafnvel er sest í sæti Guðs. Þeir vilja ráða veðri og vindum! Ísland lætur sitt ekki eftir liggja heldur stígur fram með yfirlæti og öfgafullum tilboðum að laga veður og ,,hamfarahlýnun" landsins.

Í Guðspjalli Markúsar er saga sögð af ferðalagi kumpánanna yfir Galíleuvatn. Þá skall á með vindi og öldugangi. Lærisveinarnir vöktu Jesú og báðu um hjálp. ,,Hirðir þú ekki um að vér förumst"? Jesús hastaði á vindinn og öldurnar og það varð stillilogn, öldugangurinn hætti. Þá spurðu lærisveinarnir sín á milli: ,,Hver er þessi að bæði vindar og vatn hlýða honum"?

Í dag standa þjóðarleiðtogar í sömu sporum. Söfnuður Grétu spyrja ríkisstjórnir án afláts : hirðið þið ekki um að vér förumst?

Frá Grunnskólabörnum er sami söngurinn og víða í samfélaginu er ótti gripinn um sig meðal manna, ótti og skelfing við ,,dunur hafs og brimgný"! Er ekki hægt að laga veðrið? En veður og vindar halda áfram. Stundu koma gular viðvaranir og jafnvel rauðar eða þá bara engar. 

Það er sama hvað mætir okkur við virðumst vera afvanin því að biðja og leita Drottins. Trúmálin eru of heit til að kenna þau í grunnskólum og fermingarfræðslan virðist litlu skila í trúar fátækt unglinganna. En þjóðhöfðingjarnir ætla bara að fljúga minna, hjóla meira og hætta að ylja sér við kertaljós á kvöldin til að minnka ,,kolefnissporið"! Eða eru þetta aðeins skilaboð til lægri stétta?

Hvernig væri nú að leita til þeirra sem þekkja þann sem ,,stöðvar vind og sjó" til að létta áhyggjum af viðkvæmu hjarta og biðja um betra veður á Íslandi? Við megum alveg við því að eiga minni jökla, minni kulda og trekk jafnvel mildari vetur!

Ég er þeirrar skoðunar að CO2 hafi engar veðurfarsbreytingar í för með sér. Það gas er næringarforði allra grænna planta og þörunga, náttúran er þvílík efnavél að hún nýtir þessa gastegund CO2 til að gleðja augu með fögrum blómum og stæðilegum trjám að ég tali nú ekki um fengsæl fiskimið. Náttúran er sköpuð til að hreinsa andrúmsloftir, það segja náttúruvísindin.

Guðleysið er búið að leiða okkur í spor gömmlu kellu sem ég las um í æsku og vildi setjast í hásæti Guðs. Þess vegna eru þjóðhöfðingjarnir komnir á sínum reykspúandi einkaþotum saman á þing til að setjast með ,,kellu í stjórnunarsætið" og ráða veðri og vindum. Hvernig líst mönnum á?

Er ekki enn prédikað að ,,Guð stendur gegn drambátum en auðmjúkum veitir hann náð"!(Jak.4:6)? Hvert er kristnin komin þegar við segjum ekkert við þessum hroka að mennirnir geta lagað veður og vinda? Ætti prédikun kirkjunnar ekki einmitt að fara í þann farveg að:,,án mín getið þér alls ekkert gjört" (Jóh.15:5)!

Er eitthvert samhengi í því að ótryggt veðurlag og hörmungar séu frekar afleiðing að syndum mannanna heldur en skógareyðingu eða díselbílnum sem við ökum? Segir ekki ritningnin, Orð Guðs:,,Sköpunin er undirorpin fallvaltleikanum ekki sjálfviljug, heldur vegna hans sem varp henni undir hann, í von um að jafnvel sjálf sköpunin muni verða leyst úr ánauð forgegnileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna" Vér vitum að öll sköpunin stynur líka og hefur fæðingarhríðir allt til þessa.(Róm.8:20-22)

Nú er hárrétti timinn til að mæta í kirkju, vekja Jesú og biðja hann um að hasta á vind og sjó!

Sjáumst!!!

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 241033

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband