Orðið og jólin.

,,Gleðileg jól" er á allra vörum. Auðvitað, varla hugsum við okkur jól sem hryggðartíma eða sorgarhátíð og þó eru ekki margar jólasögurnar einmitt um einmanaleika, fátækt og fólk sem fer varhluta af sælunni? Þegar leitað er til ævintýra eins og þau sem H.C.Andersen gaf okkur má lesa um litlu stúlkuna og eldspýturnar sem er sígild saga og hittir enn í mark jafnvel árið 2021. Á dögum H.C.Andersen höfðu þeir ,,fátæka ávallt á meðal yðar" Í dag er staðan eins bæði fátækir og einmana er víða að finna í ríkustu samfélögum manna.

Menn vita að þeir kristnu fundu ekki upp jólahátíðina. Áður en þeir gerðust kristnir áttu þeir þessa hátíð líka. Eftir trúskiptin úr heiðni í kristni notuðu þeir hátíðina fyrir sig og gáfu henni nýtt innihald. Þeir settu ,,fæðingu frelsarans" sem kjarnann í hátíðina. Það er vissulega góð tenging og gott framlag en trúlega fæddist Jesús ekki um jólin. En ég held uppá fæðingu hans um jólin.

Sagt er að Íslendingar hafi talið aldur sinn í vetrum. Þeir sem náðu vetrarsólstöðum voru orðnir einum vetri eldri en áður. Var þá ekki nokkuð rökrétt að halda uppá fæðingu Frelsarans þegar allir áttu ,,afmæli"?

Margt merkilegt er að finna í ,,Sögu daganna" eftir Árna Björnsson, eins og það að orðið Ýlir er náskylt orðinu jól. Þar kemur fram að Beda prestur sem uppi var á Englandi um 400 e.kr og Sæmundur Fróði haði eftir honum hina fleygu setningu ,,hafa skal það sem sannara reynist". Á hans dögum var talað um desember eða janúar sem ,,jól" eða ,,giuli". Einnig segir þar að orðið jól og hjól séu skyld. Þau geti því átt við um umsnúninginn frá vetrarmyrkri í hækkandi sól og lengri daga.

En kristna innihald jólanna er kjarninn: ,,Orðið varð hold" eins og sagt er í fyrsta kafla Guðspjalls Jóhannesar og versi 16! Fyrsta versið er:,,Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð". Hvernig á að skilja þetta? Hvernig getur Orð orðið hold?

Frá kristnum sjónarhól þá birtist sú mynd að þegar Guð skapaði þá talaði hann það sem átti að verða. Orðið af munni Guðs varð himinn, jörð, sól og stjörnur. Páll postuli segir um Jesú:,,Allt er skapað fyrir hann og til hans. Hann er fyrri en allt,  og allt á tilveru sína í honum." Svo aðeins seinna: ,,Því að í honum þóknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa..."(Kól.1:16 - 19)

Að fagna fæðingu Frelsarans er því ekki bara að sjá lítinn hvítvoðung í reifum liggjandi í jötu heldur miklu meir. Þarna var líkaminn kominn sem Guð valdi sér til að dvelja í og fórnfæra með dauða á krossi. Hin kristnu jól eru því fögnuður yfir að Orðið, Guð, varð hold til að mæta mætti og kröfu syndarinnar á okkur og örlögum okkar.

Getur einhver ríkisstofnun verið handhafi og boðberi þessa sannleika? Verður ríkisstofnunin ekki alltaf undir valdi þess sem ræður og stífir úr hnefa sínum veraldlegu brauði? Svo má líka spyrja getur nokkur maður haldið raunverulega gleðileg jól og fagnað fæðingu frelsarans ef hann sniðgengur það að Orðið varð hold? Líkaminn sem mætti í þinn stað dómi, hörmungum og dauða?

Þetta má einnig sjá í annarri merkingu. Ef þú tekur Orð Guðs inní huga þinn og hjarta, breytir það þér? Hinn trúaði fær veganesti. Honum er uppálagt að lesa Orðið! Segir ekki á einum stað:,,Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að Orði þínu"!(Sálm. 119:9) 

Ekki má gleyma trúarsýn Péturs postula þegar hann kennir okkur :,,en Orð Drottins varir að eilífu"! Hvað er þá Biblían, hin heilaga ritning annað en Orð Guðs? Takir þú hana inní huga þinn þá breytist þú sem maður til hins betra, þú verður Kristi líkur enda er hann Orðið sem varð hold.

gleðileg jól, að kristnum hætti.

Snorri í Betel

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 242244

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband