Hvernig rökræða menn?

Ég sá þessa framsetningu á ruv.is frá SA:,,Verðbólguhorfur hafa farið versnandi og Ásgeir Jónsson seðlabankanstjóri segir að þær launahækkanir sem eru framundan séu ekki í takt við efnahagslegan raunveruleika."

Rafmagnið hefur hækkað! Olíuverð hefur hækkað. Vextir hafa hækkað. Húsnæðisverð hefur hækkað.Eigum við að telja upp fleirra?

Erum við ekki að tala um EFNAHAGSLEGAN RAUNVERULEIKA?

Þessar hækkanir eru kynntar sem ,,eðlilegar hækkanir" til að svara ,,verðbólgu"?

En það ætlar allt að bilast ef laun hækka! Þá kalla þau á verðbólgu, olían hækkar, rafmagnið, húsnæðið, vextir og, og, og ...!

Mikið er rökfærsla samtaka Atvinnulífsins merkileg. Það er greinilegt að þau líta ekki á aðgerðir verslunar, banka og markaðar til hækkunar sem verðbólgumyndandi aðgerðir. Það eru aðeins laun sem er lang hættulegasta stærðin í verðbólgunni á Íslandi. Trúlega er eina lausnin fólgin í því að launamaðurinn verði gerður að þræli og fái engin laun fyrir sitt framlag! Eru menn að fara þangað í sinni röksnilli?

Gæti það verið til heilla að sjávarútvegsfyrirtækin, Stórfyrirtækin sem skila 5 milljörðum í arðgreiðslu mættu borga hærri laun? Eða eru lágu launin tryggingin fyrir að hvorki, Olía, rafmagn, vextir, tryggingar og húsnæði hækki að verðlagi?

Samtök Atvinnulífsins þurfa að opna augun fyrir því að launamaðurinn er ekki verðbólgumyndandi aðili. Hann skaffar vinnu, heldur bankakerfinu uppi, greiðir ríki og bæ sín framlög og situr uppi með mikil gróðafyrirtæki sem vilja ekki greiða laun bara arð!

Og Biblían segir: ,,Hlustið á, þér auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum sem yfir yður munu koma. Auður yðar er orðinn fúinn og klæði yðar eru orðin möletin, gull yðar og silfur er orðið ryðbrunnið og ryðið á mun verða yður til vitnis og eta hold yðar eins og eldur. Þér hafið fjársjóðum safnað á síðustu dögunum. Launin hrópa, þau sem þér hafið haft af verkamönnunum, sem slógu lönd yðar og köll kornskurðarmannanna eru komin til eyrna Drottins hersveitanna. Þér hafið lifað í sællífi á jörðinni og í óhófi. Þér hafið alið hjörtu yðar á slátrunardegi. Þér hafi sakfellt og drepið hinn réttláta. Hnn veitir yður ekki viðnám." (Jak. 5:1 -6)

Gætið ykkar að fá ekki Guð almáttugan sem andstæðing ykkar. Þið reynið að viðhalda láglaunastefnu og kúgun á Íslandi. Sú ósvinna hefur nógu lengi tíðkast.

Launamaðurinn hefur aldrei skapað verðbólgu, aðeins reynt að tóra og ná saman endum! Það eru haldbæru rökin í tilverunni! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 241146

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband