16.4.2022 | 18:39
Hver er ekki ,,bókstafstrúar"?
Orðið ,,bókstafstrú" er gjarnan framsett á neikvæðan hátt eða um þá sem skal forðast. Öfgar og Bókstafstrú haldast í hendur til eyðileggingar frjálslyndi og ,,víðsýni"!
Í ljósi páskanna og allra þeirra atburða sem tengjast þeirri sögu er samt vert að athuga hvað ,,bókstafurinn" hafði mikið vægi hjá Guðspjallamönnunum og öðrum sjónarvottum.
Mattheus segir:
,,Þá rættist það sem sagt var fyrir munn Jeremía spámanns: Þeir tóku silfurpeningana þrjátíu, það verð sem sá var metinn á er til verðs var lagður af Ísraelssonum og keyptu fyrir þá leirkerasmiðs akurinn eins og Drottinn hafði fyrir mig lagt."!(Mt.27:9 - 10) Má segja að þetta hafi ræst ,,bókstaflega"?
Jóhannes tekur sama pól í hæðina í sinni frásögn. Hann segir frá klæðum Jesú: ,,Þegar hermennirnir höfðu krossfest Jesú tóku þeir klæði hans og skiptu í fjóra hluti og fékk hver sinn hlut. Þeir tóku og kyrtilinn en hann var saumlaus ofinn í eitt ofan frá og niður úr. Þeir sögðu því hver við annan: ,,rífum hann ekki sundur, köstum heldur hlut um hver skuli fá hann." Svo rættist ritningin: ,,Þeir skiptu með sér klæðum mínum og köstuðu hlut um kyrtil minn."(Sálm 22:19)
Enn fremur birtist mynd af ,,bókstafstrúuðum" krossfestum frelsara sem Jóhannes greinir svo frá:
,,Jesús vissi að allt var þegar fullkomnað. Þá sagði hann, til þess að ritningin rættist:,,Mig þyrstir"! (Jóh. 19:28)
Guðspjallamaðurinn Mattheus segir frá því þegar búið var að grafa Jesú að æðstu Prestarnir og farísearnir komu saman fyrir Pílatus og sögðu:
,,Herra, vér minnumst þess að svikari þessi sagði í lifanda lífi ,eftir þrjá daga rís ég upp"! (Mat. 27:62-63) Þeir bókstaflega tóku mark á orðum hans.
Ég get haldið áfram og bent á fleirri atriði sem er að finna í Biblíunni og fornleifar hafa leitt í ljós. Sannleiksorð ræðst nefnilega ekki af því hvort ég trúi þeim. Sannleikurinn er nefnilega ekki afstæður eða breytilegur. Hann er og varir -bókstaflega réttur!
Markús, Guðspjallamaður greinir frá orðum Jesú svona:
,,Jesús sagði þeim,,Mannssonurinn verður framseldur í manna hendur og þeir munu lífláta hann en þá er hann hefur líflátinn verið, mun hann upp rísa eftir þrjá daga." (Mark.9:31 )
Guðspjallamennirnir tefla fram sögulegum staðreyndum sem rökum fyrir því hver Jesús er.
Jesús virðist sjálfur hafa verið ,,bókstafstrúar". Það er nefnilega haft eftir Mattheusi að Jesús svaraði:
,,Hafið þér eigi lesið að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði, fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður. Það sem Guð hefur tengt saman má maður eigi sundur skilja."(Matt. 19: 4 - 6)
Þannig er Jesús bæði á móti kynferðislegu sjálfræði og hjónaskilnuðum. Bókstafurinn stendur því óhaggaður.
Eru menn ekki líka ánægðir með að boðorðið ,,Þú skalt ekki stela" skuli vera túlkað sem óhagganlegt boðorð um eignarréttinn? Það merkilega er þó að í okkar ,,frjálslynda" þjóðfélagi þegar verið er að losa um allar siðferðilegar reglur þá er þrengt að lífeyrisþegum sem hafa lagt sína eign í lífeyrissjóðina og stjórnvöld takmarka stórlega réttinn til lífeyrisins. En mönnum er stefnt á Austurvöll til að skerpa á reglum sem varða þjóðareign okkar eins og bankana en kvótinn er utan sviga og bundinn milljarða hagkerfi útgerðanna.
Það fólk sem mætti á Austurvöll heimtar ,,bókstafstrú" á heilbrigðar reglur samfélagsins. Er það ekki jákvætt?
Gleðilega páska
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 17.4.2022 kl. 22:32 | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242244
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.