Andlit kirkjunnar?

Mér kom eitt Biblíuvers í hug, frá spádómsbók Jesaja, kafla 3 og vers 9:

,,Andlitssvipur þeirra vitnar í gegn þeim, og þeir gjöra syndir sínar heyrinkunnar, eins og Sódóma, og leyna þeim ekki. Vei þeim, því að þeir hafa bakað sjálfum sér ógæfu."

þarf ekki kirkjan að gera sér grein fyrir því hvað hún stendur fyrir? Á hún ekki að vera rödd Guðs í samtímann? Þess Guðs sem er ,,í gær, og í dag hinn sami og um aldir"!!!

eins gott að kynnirinn fari ekki útaf og klúðri ,,Faðirvorinu"!
snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Snorri og velkominn heim á klakann.

Hér er vel mælt Snorri. Kirkjan, því miður, virðist feimin við að kannast við Guðs Heilaga Orð en það er Lifandi Orð sem frelsar, leysir og læknar, kirkjan virðist ekki þekkja þennan sannleika.

Mér kom til hugar orð úr Hósea um daginn, en þar segir "Lýður minn verður afmáður, af því hann hefur enga þekking. Af því að þér hafið hafnað þekkingunni, þá vil ég hafna yður..." Jafnvel þótt menn hafi alla mannlega þekkingu og mannlega visku, en þekkja ekki Guð, skapara okkar, þá vita þeir ekki neitt. Jesús sagði "Það er hið eilífa líf að ÞEKKJA þig, hinn eina sanna Guð og þann sem þú sendir, Jesú Krist". Þar liggur hin eina sanna þekking. Ef kirkjan sér það ekki er hún blind.

Tómas Ibsen Halldórsson, 16.6.2022 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 241047

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 42
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband