5.8.2022 | 18:05
Heilbrigð sál á skotæfingu?
Af misjöfnu þrífast börnin best. Sumt sem þau taka sér fyrir hendur flokkast undir óhollustu og slæman lífsstíl. Skotfimi er ekki þar á meðal. Ég gekk til liðs við Skotfélag Reykjavíkur 1970 þegar gjaldkerinn var Ári V. Atlason. Ég hef ekki verið virkur félagi undanfarna áratugi og ræðst það helst af búsetu minni utan höfuðborgarsvæðisins. En skotveiðar hafa verið stundaðar í gegnum árin, bæði svartfugl, Skarfur, rjúpa, gæs og hreindýr hafa verið lögð að velli á skjótan og sársaukalausan hátt.
Ég hreifst snemma af skotfimi og stundaði veiðar. Til að fella dýr eða fugla var nauðsyn að vera hittinn. Í veiði vilja menn alls ekki særa dýr og margskjóta eða hlaupa eftir þeim helsærðum heldur fella þau kvalalaust og snöggt. Til að svo megi verða þurfa menn æfingasvæði.
Ég gladdist yfir þessari frétt, að nýju má skjótast úti á Álfsnesi og æfa skotfimi. Stilla sjónaukana á rifflum og viðhalda færninni að hitta vel þegar til kastanna kemur..
Fólkið sem ég hef kynst í þessum geira er ekki hættulegasta fólk og morðóðasti lýður. Þetta er fólkið sem fer mjög varlega og gætir þess vel að ógna engum eða verða öðrum til ama.
Þeir sem læra að umgangast byssur hafa sýnt það að slys af völdum skotvopna á Íslandi eru hverfandi. Því segi ég að byssan er ekki endilega hættuleg, það er maðurinn með rangt hugarfar sem er hættulegur hvort sem hann ber hníf, byssu, kylfu eða band.
Ég gladdist því yfir opnun skotsvæðisins á Álfsnesi að nýju og ætla að fá að njóta þess. Endurnýja skráningu mína í Skotfélag Reykjavíkur og njóta þess að heilbrigt fólk á höuðborgarsvæðinu fái að hittast við æfingu, undirbúning veiða og góð vináttu.
Það hlýtur að vera eitt eðlilegasta sport í veiðimannaþjóðfélagi að ungt fólk fái aðgang og áhuga á veiðum, byssum og náttúruvernd. Því þetta fer saman. Enginn heilbrigður veiðimaður drepur til að útrýma.
Vinur minn sótti um byssuleyfi á unglingsárum sínum hjá sýslumanni í okkar heimabæ. Sýslumaðurinn spurði hvað hann vildi með byssu, hvort honum þætti nú ekki vænt um litlu fuglana? ,,Jú" svaraði vinur minn, ,,mér þykir svo vænt um þá að ég vil ekki borða þá lifandi"! Syslumaður hafði ekki frekar orð á þessu, skrifaði nafn sitt á byssuleyfið og síðan hefur handhafi byssunnar ekki gert flugu mein en bæði gæsir, sjófuglar og sauðfé hafa fengið skjótan dauða hjá viðkomandi.
Það er frá Guði komið að við megum nýta okkur dýrin sem fæðuog því Guði þóknanlegt að við förum rétt að með sem sneggstum hætti.
Til hamingju að hafa opnað Skotæfingasvæðið á Álfsnesi.
Snorri í Betel
Skotvöllur í Álfsnesi fær nú nýtt starfsleyfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 242244
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.