8.12.2022 | 13:50
Að tapa innihaldinu.
Aðventan er spennandi tími. Dagarnir kólna og styttast. Við sjáum jól og áramót í hyllingu. Leppalúðar og jólasveinar skoppa fram með sögum frá heiðninni. Kristur, jólabarnið, settur á áhrifalaust svæði eða ekki einu sinni tekinn fram. Nú vill kirkjan ekki rugga bátnum trúlega vegna þess að ballestin er farin. Ballestin, segi ég, því þegar hún fer þá verður óstöðugleiki skipsins til mestu vandræða og auðvelt er að snúa skipinu á hvolf þegar kjölfestan er ekki til staðar. Ég hef séð þannig sjóslys og þau eru sérstaklega slæm og eftirminnileg. Þá er áhöfnin í skugga dauðans.
Á aðventunni ætti kristin þjóð að rifja upp söguna sem hefur gefið jólunum innihald og tilgang. Fæðing Jesú Krists hefur sannarlega fyllt jólin innihaldi hér á landi frá því eftir árið 1000.
Ég held ekki jól af því að Jesús fæddist þá. Ég fagna fæðingu Jesú á jólum af því að það er ljómandi gott tækifæri að minnast komu Jesú inní þennan heim.
Biblían er mjög skír á því að Jesús Kristur var til og á fortilveru löngu fyrir fæðingu sína. Jesús segir sjálfur: ,,Áður er Abraham fæddist er ég"(Jóh.8:58)! Biblían segir líka "Fórn og gjafir hefur þú eigi viljað en líkama hefur þú búið mér"(Hebr.10:5) og þetta segir Jesús er hann kom í heiminn.Þá má glöggt sjá að tilvera Jesú Krists er frá eilífð enda var allt skapað til hans. Hann er fyrri en allt og fyrir hann og allt á tilveru sína í honum.(Kól.1:16-17)
Við horfum á hann sem ómálga barn, hvítvoðung í jötu, en samt umhverfist allt Orð Guðs um þessa einu persónu. Sagði ekki jóhannes "og Orðið varð hold"?
Jólin eru því notuð af kristnum mönnum til að sýna hversu lifandi Orð Guðs er, Orðið sem skapaði tilveruna, út bjó sér líkama og bjó með oss!
En af hverju vilja menn fá þetta Orð burt frá börnunum. Það er sett í bann gagnvart börnum og unglingum. Kristnum kennurum hótað ef þeir koma með kristilegt innlegg í skólana, jafnvel fyrir utan skólana.
Aðventan hefur líka tengingu við hina síðari komu Jesú sem við köllum endurkomuna. Í trúarjátningu hinnar Lútersku kirkju segir: "...og mun koma þaðan til að dæma lifendur og dauða". Á Íslandi er heill söfnuður sem nefnir sig eftir þessari endurkomu von og kallar sig "Aðventista"!
Nú hafa kristnu gildin verið sett til hliðar eða inní skápinn meðan annað er tekið út úr skápnum. Það virðist því vera svo að kristnin fái ekki rúm í "gistihúsi" hins stjórnandi Íslendings.
Jólaköttur, jólasveinar, grýlur og leppalúðar eiga sviðið í verslunum, skrauti borgar og bæja og jólamörkuðum.
Áður en menn vita af þá er búið að afhelga jólin, fríið víkur fyrir brauðstritinu endalausa og við búin að hverfa frá voninni um Frelsarann sem kom í heiminn til að verða borgunin fyrir syndir okkar mannanna.
Erum við betur sett án Krists í Guðlausri tilveru?
"Þín vegna býður hann út englum sínum til að gæta þín á öllum vegum þínum" segir Biblían (Sálm 91:11)og finnst mönnum betra að vísa englunum frá, hafna hinum himneska boðskap og skella skollaeyrunum við hinu lifandi orði sem upplýsir hvern mann og gerir vegu hans bjartan?
Gleðileg jól!
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.