1.2.2023 | 17:47
Hús í yfirflæði?
Ég var í Jerúsalem hinni mögnuðu borg og gekk niður að laug rétt innan við ,,Ljónahliðið" sem er kölluð Betesta (hús í yfirflæði, úthellingu). Nafnið er engin tilviljun heldur lýsandi fyrir það sem fyrir bar á þessum stað. Jóhannes Guðspjallamaður greinir frá þessum stað í 5. kaflanum og dregur um leið fram stórmerkilegt sjónarhorn á trú gyðinga og gjörðum Jesú Krists. Andstæðurnar gerðu Jesú að andstæðingi trúar sem leysti ekki menn frá þungum byrðum.
Trúarríki gyðinga voru strangar reglur og þungar byrðar sem voru lagðar á smælingjana. Jesús var búinn að kvarta yfir þessu viðhorfi gyðinga og hvernig lögfræðingar og farísear báru sig að í reglugerðum sínum. Lúkas segir:,,Vei yður líka, þér lögvitringar! Þér leggið á menn lítt bærar byrðar og sjálfir snertið þér ekki byrðarnar einum fingri."! (Lúk.11:46)
Byrðin í sögunni frá Betestalaug var auðvitað engum bjóðandi. Maður hafði legið þjáður og lami í 38 ár og komst aldrei fyrstur niður í ,,úthellinguna" þegar vatnið hrærðist. Svo kom Jesús að lauginni og spurði kappann hvort hann vildi verða heill? Trúlega hefði hann ekki þurft að spyrja því lamaði maðurinn var búinn að bíða í 38 ár eftir lækningu. Ekki er getið um tryggingastofnun né sjúkrabætur frá hinu opinbera en samt voru strangar reglur sem giltu um háttalag manna.
Jesús sagði lamaða manninum að standa upp og taka sæng sína og koma sér í burtu. Styrkur kom í líkama mannsins og hann dreif sig í burtu úr eymdinni, um leið!
Þá mætti honum annað viðhorf, viðhorf valdsins; ,,..og Gyðingarnir sögðu við hinn læknaða. Í dag er hvíldardagur, þú mátt ekki bera rekkjuna."!
Hversu oft kemur ekki á móti okkur heimskulegar reglur yfirvalda sem hefta einstaklingsfrelsið til athafna? Það er t.d. engu líkara en að kauphækkanir megi ekki verða vegna verðbólgu aukandi áhrifa. Svo kemur ríkisstjórnin með sínar álögur, íþyngir skattgreiðendum og launþegum, veldur verðbógu og það er sjálfsagt mál. Byrðar yfirvalda fara ekki á þau sjálf. Sama munstur er því á Íslandi og var hjá gyðingum fyrir 2000 árum. Byrðarnar leggjast á þá smáu.
Lærisveinar Jesú Krists fóru úr borg í borg og úr landi í land. Hvað mætti þeim? Jú, þungar ásakanir um ,,hatursorðræðu" og ,,guðlast"! Ekki mátti tala gegn Musterinu, hinum helga stað. En faríseum eða Saddúkeum var ekki meinað að drepa Stefán píslarvott. ,,Hatursorðræðan" var í fullu gildi gegn hinum kristnu. Trúaryfirvöldin, hefðirnar, valdastofnunin gekk fram af ótrúlegri hörku fyrir 2000 árum. Hversu margir prestar hafa verið hraktir frá sínu brauði vegna viðhorfa yfirvalda kirkjunnar? Hve mörgum sjúkum er ekki haldi niðri við rekkjuna vegna viðhorfa til örorku?
Hvert er Ísland komið vegna skammarlegra viðhorfa í okkar samtíma? Sumir hafa reynt að benda á það að ,,hatursorðræðan" svo nefnda er eitt hættulegasta stjórntæki sem stjórnvöld ætla að komast yfir, svo hættuleg og ógnvekjandi að stjórnmálamenn veigra sér við að standa í gegn, tala í gegn og hafna opinberlega vegna ótta við umfjöllun fjölmiðlafólks.
Að kúga lamaða og hefta tjáningarfrelsið er sama glapræðið og kúgunarvaldið notaði og mætti Jesú Kristi og verkum hans og lærisveinum á sínum tíma.
Ef Jesús gengi um hér í dag, fengi hann að tala í kirkjunni þinni? Myndi Bylgjan eða Rúv kalla hann til viðtals? Myndum við taka dagpeningana af þeim sem hann læknaði?
Ég hef velt þessu fyrir mér hvaða sviðsmynd er verið að hanna í samtímanum og af yfirvöldum sem eiga sér fyrirmynd í trúarríki gyðinga, kúgun nazista og ógnarstjórn kommúnisma Stalíns.
Ísland!
Það sem við gerum sendiboðum hans það gerum við honum.
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.