Börnin og kynið!

Það var utan ímyndarafls míns að halda að fólk vissi ekki af kyni sínu. Strax við fæðingu var skráð að hún ,,fæddi dreng"! Ég var aldrei leiddur að þeim stað að ég þyrfti að ákveða kyn mitt; ég sem barn slapp við þessa hugmyndafræði.

Í kennaranámi og störfum var alltaf lögð áhersla að fræða en ekki innræta. Á mínum námsárum var vinsælt að spila lagið á plötunni ,,The Wall" þar sem sungið var .,,hey, teacher, leave the kids alone.."!

Árum saman kom það upp að kristinfræði ætti ekki heima í skólum þar sem hún væri ,,innræting" en ekki fræðsla og kennarar voru ekki tilbúnir að stunda trúboð hjá viðkvæmum aldurshópi.

Við 10 ára aldurinn voru börnin gjarnan látin læra um boðorðin 10. Þá var stundum lagt að okkur að fara varlega í 7.boðorðið. Það gat verið óþægilegt fyrir börn sem upplifðu skilnað og eða framhjáhald foreldranna. Yfirleitt kom spurningin upp í bekknum: ,,hvað er að drýgja hór"?

Í dag er þetta ekki lengur viðkvæmt mál í kennslu því hvar er kristinfræðin kennd? Enginn Gideonmaður kemur lengur og gefur 10 ára aldrinum Nýjatestamenti.

Er þá engin innræting lengur í skólunum?

Fyrir skömmu var unglingur í Borgarholtsskóla í heimili hjá vinum mínum. Hann spurði mig út í kynjafræði námsefnið sem honum var gert að læra. Hann sagði mér að þessi fræði væru ,,kol vitlaus" og ,,alger sóun á skólatíma"! Álit hans og skoðun breytti engu, kynjafræðin skal ofaní hann. Var um ,,innrætingu" að ræða?

Sumir foreldrar hafa sett skólum skilyrði að þegar S78 mæta með sitt námsefni (kynfræðsluna) þá fari börnin út og meðtaki ekki þá innrætingu sem höfð er þar um hönd.

Á Akureyri hafa þeir gert samning við bæjarstjórn um fræðslu á efni sem ,,enginn fær að sjá"! Nemendum haldið í gíslingu afla sem vildu ekki kristna ,,innrætingu" fyrir örfáum árum en skammlaust í dag bjóða uppá annarskonar innrætingu, sem foreldrarnir, uppalendur, fá ekki að þekkja né kynna sér.

Þarna eru heilbrigðar reglur samfélagsins færðar til og brotnar því hinn ögrandi lífsmáti sem fylgir Trans og kynvillu er reiddur á borð sem meðfæddur og óviðráðanlegur. Eina svarið er að láta undan og vera með.

Ég tek eftir að á sama tíma og þetta gerist blöskrar mönnum ,,græðgi" peningaafla og bankanna. Græðgina má líka flokka sem meðfædda því víða er hana að finna og bankakerfið þrífst mjög vel á henni. Ríkið sjálft hrósar happi yfir velgengni og góðri afkomu banka og orkufyrirtækja. En verkalýðshreyfingin mótmælir.  Hver stoppar græðgina? Alma?

Ef Verkalýðurinn gera athugasemdir við hinn óstjórnlega og meðfædda eiginleika, græðginna, er þá ekki tilefni til að heimilin fái einnig að gera athugasemdir við hinn illviðráðanlega eiginleika, kynhvötina? Mega börnin ekki fá heilbrigða kynfræðslu sem stuðlar að viðgangi stofnsins og skaffar nemendur til frambúðar?

Menn gætu sagt svo sem:,,það er sama hvaðan gott kemur"! Ef við græðum á ágirndinni og hún fær að snúa hjólum tilverunnar þá græða allir. Er það ekki?

Menn geta eins sagt við njótum ,,fjölbreytninnar" með þeim sem vill vera með.

En er samhengi milli þessara þátta og uppgjafarinnar sem sögð er leggjast yfir íslenska æsku? Eiturlyfin, sjálfsmorðin og þunglyndi.

Sumir fá ekki að standa sig vegna lágra launa. Þeir eru óhjákvæmilega ,taparar" á launamarkaði. Þeim er boðin þátttaka í ,,fjölbreytileikanum" og þá lifa menn lífi sem er fullt af áhættu. Trans er áhættu lífsmáti. Kynvilla er allt annað en skírlífi, sagði einn sem fór til Köben til að ,,lifa lífinu".

Hvað er verið að bjóða börnunum í skólunum? Er verið að opna fyrir ,,áhættu lífsmáta"?

Við erum ekki þau fyrstu í mannkynssögunni sem leggja börnin okkar að veði í áhættulífsmátanum. Fyrri kynslóðir gerðu þetta líka og við megum aðeins skoða reynsluna af þeim gjörðum.

Ég tefli fram bók sem kennd er í sagnfræði við HÍ, A brief history og ancient Greece. Þar má lesa um ,,frjálslynt" viðhorf milli nemanda og kennara. Í bókinni er sagt frá því að það taldist vera hið besta mál ef kennari hefði kynferðislegt samband við nemanda sinn (bls.113). Þannig var barnaníð jákvæð venja og kynvilla eðlileg. Íslenskt skólakerfi er ekki alveg komið þangað en mikið en nú skammt eftir!

Nú er risin aftur þessi múr að segja ekki, spyrja ekki, hlusta ekki, heldur aðeins að kennarar veiti börnunum sjálfsagða fræðslu. Nú skal kennarinn standa með trans- eða samkynhneigða barninu. Þá er nefnilega gert ráð fyrir því að þessar hvatir séu meðfæddar og þurfi aðeins að viðurkenna,  annars er svo mikil hætta á vanlíðan sem leiði jafnvel til sjálfsvíga. 

Bæjarstjórn Akureyrar fer enn eina ferðina gegn kennara sem bendir á að enginn fær að sjá námsefni sem börnum er boðið uppá í skólanum. Allir aðrir kennarar þurfa að kenna samkvæmt námsskrá sem yfirvöld hafa samþykkt og liggur galopin öllum. 

KÍ stappar niður fæti og á ógnandi hátt lætur kennara vita að þeir fái ekki vörn samtakanna í þessu máli. Kennarinn er skilinn eftir einn á kaldri braut. En þetta hafa þeir gert áður og fyrir mér var þar ekkert húsaskjól þegar mér var sagt upp.

Akureyrarbær var gerður afturreka með allan sinn málatilbúnað í mínu tilfelli en komst samt upp með glæpinn. því Hæstiréttur fór ekki að lögum þegar ég átti að fá bætur fyrir skaðann. Þá þurfti Akureyrarbær ekki að greiða meira en 3,5 milljónir sem voru ekki eins árs kennaralaun. Ég sannaði fyrir þeim að tap mitt hafi verið 15 milljónir. Hefði Hæstiréttur dæmt og bætt mér skaðann eins og lög gera ráð fyrir, þá væru viðbrögð bæjar- og sveitastjórna mun vægari en núna.

Erum við á einhverri hamingjuleið? 

Árum saman vann ég að unglingastarfi sem miðaði að því að leiðbeina unglingum frá áfengi og vímugjöfum því við sáum að afleiðingarnar eru vondar. Nú þarf SÁÁ að fjármagna starf sitt með álfasölu því viðurkennd er skaðsemi eiturlyfja og áfengis. Hvað er langt í það að við kaupum eitthvað merki til að fjármagna þá sem vilja vinda ofan af kynbreytingu sinni og komast aftur í sitt fyrra horf?

Þetta er orðið þekkt erlendis!

Má vera að þú, kæri lesandi, kærir þig ekkert um svona blogg eða skoðanir. En á meðan ég hef ennþá rétt til að tjá mig um málefni sem varla er hægt að spyrja um hvað þá ræða, ætla ég að tjá mig og benda á það sem Guð segir: ,,Hafið þið eigi lesið að skaparinn gjörði þau frá upphafi karl og konu og sagði: ,,Fyrir því skal maður yfirgefa föður og móður og bindast konu sinni og þau tvö skulu verða einn maður." (Matt.19:4-5 

 

Með kærri kveðju

Snorri í Betel


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þakka þér Snorri fyrir þessa góðu grein. Við sjáum það svo vel hversu djöfullinn hefur áorkað nú til dags, hið góða er talið illt og hið illa gott. Ég segi eins og Páll í I.Kor.16 Maranata, kom þú Drottinn Jesús, því Hann einn getur frelsað okkur frá þessari illu veröld.

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.5.2023 kl. 22:54

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Frábær pistill og svo sannur.

Sigurður Kristján Hjaltested, 13.5.2023 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband