Er nútíminn eldgamall?

Af hverju ætli kristnir hafi farið út í þessa umræðu varðandi homma, lesbíur, samkynhneigð eða kynvillu? Eins og hún er í raun alveg steingeld, meiðandi og full af sleggjudómum. Menn hafa mjög stór orð um mig af því að ég samþykki ekki slíkan lífsmáta. Svo eru prestar farnir að saka hvor annan um fóbíu eða jafnvel einelti.

Ég fór út í þessa umræðu á sínum tíma vegna þess að Evrópubandalagið krafðist þess að öll þjóðþing þess legðu fram löggjöf um "rétt samkynhneigðra" til að lifa samkvæmt tilfinningum sínum. Fram að því hafði enginn, prédikari né kirkja, rætt eða "ofsótt" samkynhneigða. Nokkrir prestar voru samkynhneigðir og ég hafði sjálfur kennara sem var prestur og samkynhneigður. Hann var svo sem að spyrja mig  og aðra stráka "hvort eitthvað væri farið að vaxa þarna niðri" . Því var bara svarað á viðeigandi hátt og honum bent á að slíkt væri ekki til umræðu. Málið afgreitt! Okkur fannst þetta fínasti kall og honum var aldrei sýnd lítilsvirðing né annað misjafnt.

En þegar krafa kom frá Evrópu og alþingi að lífsmátinn yrði lögleiddur þá bentu kristnir einstaklingar á að hann væri flokkaður með þjófnaði, framhjáhaldi, græðgi, lygum og illu umtali. Hvers vegna að taka eitt atriðið útúr og samþykkja það með lögum en sleppa hinu?

Þannig var lagt af stað í umræðuna. Nú er niðurstaða komin að menn vilja leiða lífsmátann til altaris og blessa hann. Þá er auðvitað verið að blessa það sem ekki "erfir Guðs ríkið".

Það á kristin kirkja alls ekki að gera og mun ekki gera. En ríkisrekin trúarstofnun munu gera slíkt. Þess vegna ættum við að athuga hvað er í gangi og skilja að hugtökin "skækjan" og "Babylon" eru afhjúpuð. Þeim sannkristnu er ráðlagt að yfirgefa þá staði.

Veistu að Salómon konungur hafði nokkur orð um þetta ( frá því 900 f.kr) hvernig þverrandi skilningur manna á Guði kallaði fram siðferðishrun í þjóðfélögum sem villast frá boðorðum Drottins Guðs. Salómon segir:

"Afleiðing hjáguðadýrkunar

"Ekki sat við það að þeir færu villir vegar um þekkinguna á Guði. Vanþekking þeirra leiddi af sér friðvana líferni en samt nefna þeir slíkt böl frið. Þegar þeir iðka barnamorð við helgihald og launhelgar eða halda tryllingslegar og annarlegar óhófsveislur, þá er hvorki líferni þeirra né hjúskapur framar óflekkaður. Hver myrðir annan með svikum og svívirðir hann með hjúskaparbroti. Alls staðar veður uppi blóð og morð, þjófnaður og vélabrögð, spilling, sviksemi, róstur, meinsæri, áreitni við góða menn, vanþakklæti, saurgun sálna, kynvilla, hjónabandsriftingar, hórdómur og saurlífi.

Dýrkun skurðgoða, sem ekki eru nefnandi á nafn  er upphaf alls ills, orsök og takmark."  (Speki Salómons, kafli 14 vers 22 - 27)

Tekið úr Biblíu 21.aldar sem átti ekki að hafa meiðandi orð né stingandi boðskap. En Guð segir: "sjá ég vaki yfir orði mínu" (Jer.1:12)

Láttu Orð Guðs líka vaka í þér svo þú megir halda vegi þínum hreinum. Fyrst fráhvarfið er komið svona langt þá er mjög stutt í að Jesús Kristur komi aftur. Biddu að hann megi finna þig vakandi.

Segðu: Jesús Kristur, ég veit að þú ert eingetinn Guðs son, fyrirgefðu mér syndir mínar og taktu mig í þinn náðarfaðm. Ég gefst þér - hjálpaðu mér að vera heilshugar við þig! Amen. 

kær kveðja

Snorri í Betel 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Helgason

 Ok 'eg er ekki samála að samkynhneigðir fái að gifta sig í kirkju eða þeirra lífstíll  , En Kristnu samfélögin hafa predikað gegnum árin gegn þessu fólki sem verstu synd ever , Sem gerir það verkum að fagnaðarerindið    er tekið frá þessu fólki . Það finnst mér alvarleg synd , Hvort er að gera réttra  Þjóðkirkjan eða  svo kölluðu  frjálsu ? kristnu samfélögin ? Bæði að gera ranga hluti Og að nota orð eins og kynvillu er niðrandi . 'i upphafi skapaði Guð þau karl og Konu . Það er ekkert anað kyn eins og kalla þau  homma, lesbíur. Þá eru við komin með 4 kyn ??

Æi sorglegt  báða vegu ...... Kristur vill þetta fólk inn sitt ríki að þau endurfæðist & hann breytir fólki .

Amen .

Jóhann Helgason, 27.10.2007 kl. 01:41

2 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Takk Snorri fyrir þetta. Síraksbók 25. kafli vers 9 'Sæll er sá er sem hyggindin hlaut sá sem hlýtt er á með athygli' Hafðu það sem bezt. Guð blessi þig.

Aðalbjörn Leifsson, 27.10.2007 kl. 09:30

3 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

orðið kynvilla? er það ekki líka um þá sem misnota dýr og börn. Einhver sagði að þetta gæti jafnvel þýtt sá sem leitar á unga drengi. En það myndi þá passa við kaþólsku prestastéttina sem hafa fengið að minnsta kosti 5 þúsund ákærur síðustu 30 ár fyrir kynferðislega misnotkun á börnum.

Samkynhneigðir hafa líka gengið of langt í réttlætiskröfum sínum. Fyrir mér hefur þetta ekkert með mannréttindi að gera heldur siðferði. Hjónabandið er stofnun sett fram af Guði sjálfum skapara himins og jarðar og hann sjálfur skilgreinir hjónband sem karl og konu. Samkynhneigðir heimta það að við breytum trú okkar til að samþykja villu þeirra og ásaka okkur um vera fordómafull. En mín skoðun er sú að ef samkynhneigðir vilja gefast saman að þá eiga þeir að stofna sinn eigin söfnuð og láta kirkjuna vera. Lútherska kirkjan er orðið lítið skárri en kaþólikkar í villu sinni með svona. Og eins og þú skrifar Snorri að þá fá svona sambönd enga blessun ´frá Guði. Enda blessar Guð ekki synd.

Reyndar er eitt en sem þetta fólk skilur ekki eða vill ekki sjá í flestum tilvikum og það er að Jesús kom til þess að leysa okkur undan syndinni en ekki til þess að gefa okkur leyfisbréf fyrir henni...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 27.10.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Snorri Óskarsson

Jón Arndal

Er það ekki einmitt  vandinn að við viljum snúa öllu á okkar eigin veg? En þeir sem beygja sig undir veg Krists hafa þeir ekki lagt sitt eigið til hliðar og tekið upp annarra skoðun - lífsgildi annars t.d. Krists? Það er mitt mottó.

Olafur Skorrdal

Þú einmitt vísar til orða Páls postula með kærkleikann - ertu þá "Páls-trúar"?

Jesús Kristur, Páll og spámennirnir eru allir með sama boðskapinn. Þeir allir sem grunnur hússins en Kristur sem hyrningarsteinn - allt miðast við hann og út frá honum.

Hann sagði:"Hafið þér eigi lesið að Skaparinn gjörði þau karl og konu til þess að þau tvö yfirgæfu foreldra sína og yrðu einn maður (hold)"?
Það er mín trú að hjónabandið er Guðs hugmynd og Guðs tilskipan. Allt annað í þeim efnum er  í móti Guðs vilja. Ekki viljum við  gera á móti Guði?
kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 27.10.2007 kl. 12:08

5 Smámynd: Snorri Óskarsson

Ólafur Skorrdal

Ég vísa til orða Salómons sem sá ávöxt guðleysisins eins og greint er frá í greinarskrifum mínum. Þegar Guðleysið er vaxandi á Íslandi á 21.öld þá eru nákvæmlega sömu ávextir augljósir í þjóðfélaginu. Er maður "Farísei" þegar ég hef orð á þessu? Er maður kærleikslaus þegar ég bendi á 3000 ára sögu sem vitnar um sömu kvilla í okkar þjóðfélagi og var á dögum Salómons, Grikkjum, Rómverjum og fleirri menningarríkjum áður en menningarhrun varð hjá þeim? Að ég minnist nú ekki á Sódómu og Gómorru!

Nei, Ólafur, nú þarft þú að endurskoða röksemdir þínar. Þessar upplýsinar eru of skelfilegar til að við tökum ekki mark á þeim! Fyrst Guð dæmdi hinar fornu þjóðir af hverju ættum við að sleppa? Guð er eins og við trúlega eins og hinar þjóðirnar.

Kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 27.10.2007 kl. 12:31

6 Smámynd: Flower

Gat það nú skeð að þau orð sem ætluð eru faríseum og þeim sem ekki trúa séu uppfærð á þá sem trúa. Er ekki einhver mótsögn í því? Af hverju er svona erfitt að skilja að biblían gefur okkur tvo kosti, annað hvort ferðu þá leið sem Guð hefur lagt þér eða ekki. Það er ekki gert upp á milli fólks og það sama gildir fyrir alla. Og þar af leiðandi eiga allir séns.

Vandamálið er því ekki Guð heldur fólkið sem vill ekki láta af sínu synduga líferni og fer frekar þá leið að reyna að láta Guð samþykkja það heldur en samþykkja Guð sem yfirvald. En það þurfa þeir sem vilja ganga veg Guðs að gera. Guð ritaði orð sitt í stein og ætlar ekki að breyta því heldur lætur það standa óhaggað um aldir. Þess vegna er hann sem bjarg sem óhætt er að byggja hús sitt á, en það væri hann ekki ef hann breytti orðinu eftir því sem tíðarandinn heimtaði.

Flower, 27.10.2007 kl. 13:57

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

...þá er mjög stutt í að Jesús Kristur komi aftur.

Mjög stutt í merkingunni 'nokkur ár' eða mjög stutt í merkingunni 'tvö þúsund ár'?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 27.10.2007 kl. 18:06

8 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Ólafur Skorrdal, Jesús var ekki myrtur.. hann gaf líf sitt fyrir okkur svo við gætum eignast eilíft líf á himnum og verið um alla tíð í Paradís í gleði og hamingju;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 27.10.2007 kl. 19:50

9 Smámynd: Linda

Amen Sigvarður, amen.

Linda, 27.10.2007 kl. 20:23

10 Smámynd: Flower

Það er sko langt í frá að ég taki orð þín til mín en gæti freistast til að álíta að þú hafir tekið mín orð til þín miðað við hvað þú leggur áherslu á ykkur frelsuðu. Ég kýs nú reyndar að kalla mig lifandi trúaða þar sem það er sannara orð yfir trú mína en frelsuð. Þú talar til mín sem hluta af þessum fyrirlitlegu ykkur frelsuðu, sem er talsvert stór hópur reyndar. Þú mátt hafa þessa sannfæringu í friði og ekki ætla ég að æsa mig yfir því. Þú ert nú samt að falla í sömu gryfju og þú ert að ætla þessum okkur frelsuðu. Þannig að ég spyr þig hreint út sagt hvað sé að þínum dómi hið sanna Orð Guðs og túlkun á því, annað en þessi hrokafulla túlkun okkar frelsuðu? Og hvernig þú veist hvað er Kristi þóknanlegt þegar þú virðist ekki vilja taka hans orð bókstaflega? 

Og varðandi dauða Krists á krossinum var það ekki tilviljanakend aftaka heldur sendi Guð hann til að deyja á krossinum fyrir okkur öll til að hann gæti risið upp og sigrað dauðann. Og ekki fara að predika hvað það sé grimmur guð sem það gerir því að þetta var eina leiðin til að allir gætu orðnir hólpnir en ekki bara gyðingar. Þetta er nú það sem kristnin grundvallast á. Þess vegna er þetta fagnaðarboðskapur og segir okkur að Guði er ekki sama um mannkyn. Þeir sem vilja túlka þetta á annan veg eða hunsa hafa fullkomið frelsi til þess. En leiðin er bara ein og þeir sem finna hana gera það ekki af sjálfum sér heldur með náð Drottins. 

Flower, 27.10.2007 kl. 20:33

11 Smámynd: Linda

Amen Flower aka blómið

ps. kíktu á síðuna hjá mér og sjáðu auglýsinguna (hlekkur á hana ) vegna bænargöngu, ég vona að munt sjá þér fært að koma í bæin og taka það.  Guð blessi ykkur.

Linda, 28.10.2007 kl. 00:44

12 identicon

SNORRI TAKK FYRIR og sömuleðis þið FLOWER og SIGVARÐUR og ekki gleymi ég þér LINDA.  GÖNGUM Á GUÐS VEGUM. GUÐ BLESSI YKKUR.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.10.2007 kl. 03:50

13 Smámynd: Björn Heiðdal

Þið eruð öll syndarar og verðið að taka afleiðingum gjörða ykkar.  Það er tilgangslaust að fela sig á bakvið Biblíuna því Guð almáttugur sér í gegnum hana eins og allt annað sem maðurinn hefur búið til.  

Eins og maðurinn bjó til Biblíuna bjó Guð til Hommana.  Hommar eru því sköpunarverk Guðs og þeirra lífsmáti einnig.  Guð skapaði einnig Kaþólska barnaníðinga, blómin og Snorra. 

Björn Heiðdal, 28.10.2007 kl. 11:03

14 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Björn Heiðdal ég skal segja þér einn leyndardóm náðarinnar og hann er sá, að sá einstaklingur sem hefur gefið líf sitt Jesú kristi er leystur undan lögmáli og syndar.

Róm 8:1-4

-1- Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. -2- Lögmál lífsins anda hefur í Kristi Jesú frelsað þig frá lögmáli syndarinnar og dauðans. -3- Það sem lögmálinu var ógerlegt, að því leyti sem það mátti sín einskis fyrir holdinu, það gjörði Guð. Með því að senda sinn eigin son í líkingu syndugs manns gegn syndinni, dæmdi Guð syndina í manninum. -4- Þannig varð réttlætiskröfu lögmálsins fullnægt hjá oss, sem lifum ekki eftir holdi, heldur eftir anda.

Þeir sem tilheyra Kristi Jesú er ekki lengur undir lögmáli syndar, og því ekki flokkaðir sem syndarar heldur hreinn og lýtalaus Guðslíður. Það er vegna þess að Jesú blóð gerir okkur hrein og fullkomin. En það sem þú skilur ekki vinur að Guð bjó ekki til syndina. Syndin er afleiðing óhlýðnis Adams. Samkynhneigð eða kynvilla er afleiðing brenglunar vegna siðferðishnignunar heimsins. Það sem varð rómverjum að falli var samkynhneigð á meðal annars. Þeir hættu að hafa áhuga á konum sínum, fóru síðan að riðlast á hvorum örðum, síðan var það ekki nóg þannig að þeir fóru yfir í dýrin og enduðu sem náriðlar. Syndin er þannig að hún dregur þig bara lengra og lengra niður í pyttinn. En Jesús er þannig að hann gefur þér líf og leysir þig frá syndinni. Enda talar Páll um í Rómverjabréfinu að við eigum að álíta okkur dauð syndinni en lifandi í Kristi Jesú:) Guð blessi þig vinur...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 28.10.2007 kl. 13:09

15 Smámynd: Gísli Kristjánsson

 Í Biblíunni segir líka, Guð elskar alla menn en hatar syndina ! Þannig að svokallaðir fordómar eru eingöngu gegn syndinni en ekki fólkinu!

 Guð blessi ykkur

Gísli Kristjánsson, 29.10.2007 kl. 20:22

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fín grein hjá þér, Snorri, og þakka þér fyrir það. Ég mundi nú reyndar ekki eftir þessum texta í Speki Salómós, en hann er mjög athyglisverður. Í 1. lagi má strax greina hér allverulega líkingu við texta Pál í Rómverjabréfinu, 1.18-32, um hjáguðadýrkunina -- og sjálfsdýrkunina, sem einnig verður að hjáguðadýrkun í raun -- og óyndislegar afleiðingar þeirra fyrirbæra. Hafa ber í huga, að trúarbragðafræðin virðast leiða í ljós, að eingyðistrúin sé hin upprunalega, en síðar hafi þjóðirnar spillzt í sérdrægni sinni og hjáguðadýrkun. Þannig trúðu Súmerar á einn guð (og þá aðeins um einn að ræða: Guð) á fjórða árþúsundi fyrir Krist, en voru um 1.000 árum seinna komnir út í fjölgyðistrúna. Um þetta og hliðstæða öfugþróun í fleiri löndum er margt til skrifað, m.a. hjá prófessorum tveimur, mannfræðingnum Evans-Pritchard og þjóðfræðingnum Wilhelm Schmidt (sbr. um hann HÉR), og skal ég reyna að rita eitthvað um það síðar á vefsíðu mína.

Í 2. lagi virðist þetta spekirit eiga það sameiginlegt með Páli að telja kynvillu eina af mörgum afleiðingum þessa sama fráfalls frá einum sönnum Guði. Við efum það ekki. Reyndar er hugtak Salómons sennilega einna næst merkingarsviði íslenzka orðsins 'kynvilla' af öllum ummælum um það fyrirbæri í Biblíunni, en "óeðlilegar [samfarir]" (eldri ísl. þýðing: "ónáttúrlegar", gr. 'para pfysin', lat. 'contra naturam') hjá Páli í Róm.1.26 fer þó nærri þeirri hugsun, en beinlínis það orðaval Páls tengir hann þó ekki síður grískum hugleiðingum hinna betri manna um þetta, Platóns (í einu þroskaðasta verki hans, Lögunum) o.fl. eftir hans dag. Meginhugsunin sjálf í samhenginu er þó biblíuleg, hugsanlega jafnvel mótuð með hliðsjón af texta Salómós.

Í The New Jerusalem Bible, kaþólskri Biblíuútgáfu [study edition, London 1994] eru frumtexta-orðin að baki þessu þýdd svona: "sins agains nature" (og í neðanmálsgrein sagt: "lit[erally] 'inversion of generation').

Um Speki Salómós segir í upphafi inngangs að því í þessu nýnefnda riti, s. 1042: "The Greek book of Wisdom is one of the deutero-canonical books. It was used by the Fathers of the Church from the second century AD, and despite some hesitation and opposition, notably from St Jerome [Hieronymusi kirkjuföður], was recognised as being inspired in just the same way as the books of the Hebrew canon." -- Ég þykist viss um, að Snorri skrifar vart upp á þetta síðastnefnda, en samt sá hann í tilvitnun sinni hér ofar mjög svo biblíulegan málflutning, og það sama finnur hann miklu víðar í sama riti.

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 30.10.2007 kl. 00:50

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ólafur Skordal er hér uppivöðslusamur. Hann virðist t.d. telja alla verða hólpna, en svo verður því miður ekki. Á því getur hann fundið ótal staðfestingar í sjálfu Nýja testamentinu, þ.m.t. ekki sízt í orðum Jesú, sem ítrekað talar um eilífa glötum allt of margra.

Sumum hér, sem ráðast á kaþólska presta, skal bent á, að þeir eru um 400.000 í heiminum öllum, og svörtu sauðirnir í barna- og (mestmegnis) unglingagirndinni voru ekki nema örlítið brotabrotabrot af þeim (og hlutfallið vart lægra í norrænu þjóðkirkjunum, þ.m.t. okkar). Þar að auki lögðust þeir ekki á þessa stráka af því að þessir undanvillingaprestar væru gagnkynhneigðir, heldur höfðu einmitt hneigð til eigin kyns -- menn eru láta sér oftast sjást yfir það.

Jóhann Helgason, hvar hafa "Kristnu samfélögin ... predikað gegnum árin gegn þessu fólki sem verstu synd ever"? Nefndu eitt dæmi eða tvö. Vitaskuld jafnast þessi synd ekki á við ýmsar aðrar ljótar syndir, en synd eru samkynja mök samt samkvæmt Heilagri Ritningu og það alvarleg synd. Svo bendi ég þér á, að 'frjálslyndu' prestarnir taka einmitt frá samkynhneigðum það fagnaðarerindi, sem lesa má í I.Kor.6.11 (og hef ég fjallað um það áður í bloggi).

Björn Heiðdal, orð þín hér voru súrrealísk öfugmæli. - Með kveðju,

Jón Valur Jensson, 30.10.2007 kl. 01:17

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afsakið ásláttarvillu. "Para physin" (eða fysin) vildi ég sagt hafa í fyrra innlegginu.

Jón Valur Jensson, 30.10.2007 kl. 01:21

19 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Það er ekkert til sem heitir synd. Syndarhugtakið, sem og helvíti, var fundið upp til að kúga fjöldann til hlýðni og halda fólki í ótta svo auðveldara væri að stjórna fólki. Enda hefur sýnt sig að kristni er einmitt þau trúarbrögð sem konungar fortíðar völdu fyrir sín ríki til þess að halda fjöldanum niðri. 

Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að þau trúarbrögð, sem einna mest hamra á umburðarlyndi og náungakærleika í boðskap sínum, sýna alltaf sitt rétta andlit þegar á reynir, með fordómum og virðingarleysi sínu gagnvart mannlegri reisn.  

Það að vitna alltaf í texta bókasafnins ykkar, (er ekki rétt að nota íslenska þýðingu á heiti hennar eins og að þýða texta hennar?) til rökstuðnings hinu og þessu þykir mér móðgun við skynsemi manna enda færu fæstir aðrir en kristnir að vitna íí skáldsögur máli sínu til stuðnings.

Það að samkynhneigðir skuli yfirhöfuð hafa áhuga á að tilheyra slíkum trúarbrögðum er ofar mínum skilningi. Trúarbrögð sem byggja á undirgefni, fordómum, gagnrýnislausri tryggð við 2000 ára gamlan texta og hræðsluáróðri. Og það að þessi trúarbrögð skuli vera ráðandi í hinum vestræna heimi þykir mér sorglegra en tárum taki. 

Rún Knútsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:44

20 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Auk þess er biblían mannanna verk þannig að það að ákveðnir hlutir séu þar fordæmdir getur ekki annað en endurspeglað skoðanir og fordóma þeirra sem hana rituðu. 

Rún Knútsdóttir, 31.10.2007 kl. 12:51

21 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Rún Knútsdóttir, allt sem ekki er af trú er synd... Og hefur líka ranga mynd af Kristnidóminum, því að Kristur er kærleiksríkur og góður og við eigum að feta í hans fótspor, þótt okkur flest öllum mistakist það oft og iðulega. Fordómar eða annað eiga ekki heldur heima í kristni enda sagði Jesús ég er ekki komin til að dæma heiminn heldur til að frelsa hann. En það er eitt sem þú verður að skilja vinan og það er að kærleikur er að gefa það besta þar sem þörfin er mest. Jesús gaf líf sitt til lausnargjalds til þess að leysa okkur frá syndinni. Hann hefur ekki gefið okkur leyfisbréf til að lifa í synd, hann hefur gefið okkur síknunarskjal þar sem okkur er gefið frelsi að lifa ekki í synd og fresli til að vera ekki að dæma aðra eða sjálfan sig fyrir misgjörðir eða mistök. 

Biblían er ekki mannaverk, hún er innblásið og heilagt Orð Guðs ... Guð sjálfur er höfundur Biblíunar þótt hann hafi notað menn við skrifun hennar. Enda er þetta bók sem hefur varið sig sjálf í gegnum tíðina og þótt einhverjir komi með einhverjar kenningar gegn henni, þá hafa þeir allir fallið um sjálfa sig. Enda er enginn sem getur sigrað Guð;)

En eitt enn samkynhneigð eða kynvilla er synd. Guð sjálfur hefur skilgreint hvað hjónaband er og það er karl og kona. Drottinn blessar ekki synd, þess vegna munu samkynhneigð sambönd alldrei hljóta blessun Guðs því að þau eru í andstöðu við það sem hann segir að sé hjónaband;)

Samkynhneigðir mega vera það fyrir mér enda eigum við að elska alla menn jafnt og hafa umburðarlyndi gagnvart þeim. En þótt maður elski fólki og umberi það, þá er ekki þar með sagt að maður þurfi að samþykja það sem það er að gera. Guð elskar alla menn án skilyrða og Jesús sýndi það fordæmi þegar hann gekk um á jörðinni en hann tók ekki þátt í neinum syndum. Enda var hann syndlaus ef svo hefði ekki verið þá hefði fórn hans á krossinum verið ógild. Og ef sú fórn væri ógild, þá væri ég aumkunarverður og ekki frjáls frá því sem áður hélt mér..

En samkynhneigð er ekki aðalefni Biblíunar, aðalefni hennar er það að Jesús er kærleiksríkur og góður og bíður okkur lausn frá syndum okkar og eilíft líf á himnum. Og mundu þetta kona góð að Jesús kom ekki til þess að horfa á okkur þjást í syndinni, hann kom til að setja okkur frjáls svo við þyrftum ekki að lifa í henni.

En staðreyndin um homma er sú að 1% homma nær 65 ára aldri, meðalaldur þeirra er um 42 ár. 1/3 af þeim deyr úr eyðni og meira mætti telja upp. Afhverju iðrast menn ekki í stað þess að reyna rökræða við Guð um syndina. Guð er óhagganlegur og það sem hann segir, það er það sem gildir;) 

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.10.2007 kl. 14:06

22 Smámynd: Rún Knútsdóttir

Hingaðtil hefur mér fundist besta leiðin til að lifa í frelsi frá synd er að viðurkenna ekki að til sé nokkuð sem heitir synd, ekki frekar en ég viðurkenni að helvíti sé til, guð, jesú eða aðrir af því sauðahúsi.

Hinsvegar er ég forvitin um hvaðan þú hefur þessar tölur um lífslíkur homma? Miðað við það að ca. 5-10% manna séu samkynhneigðir erum við að tala um að á íslandi séu 7500 til 15000 hommar, sem þýðir að 2500 til 5000 séu nú þegar smitaðir af HIV. 

Auk þess má sjá á vef landlæknis að aðeins um 250 manns eru með HIV smit eða alnæmi á íslandi. Hér má svo sjá að gagnkynhneigðir eru í miklum meirihluta nýsmitaðra.

http://www.landlaeknir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3126

http://www.landlaeknir.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=3071

Rún Knútsdóttir, 31.10.2007 kl. 17:10

23 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er mikið rugl í Rúnu, en væntanlega ber hún enga sök á því. Þeir eru margir, sem villa nútímamanninn, fjölmiðlar og sjálfskipaðir, illa upplýstir baráttumenn. En hér, í tveimur greinum, getur hún lesið greinar byggðar á afar marktækum könnunum á tíðni samkynhneigðar: Hversu algeng er samkynhneigð á Íslandi? (Fréttablaðið, 28. apríl 2005; grundvallandi grein um tölfræðina í þessum málum, sbr. og 3. lið hér á eftir) -- og (með enn athyglisverðari talnaupplýsingum): Tekur Framsókn mið af kristnu siðferði eða ímynduðum fjölda samkynhneigðra? (Morgunblaðið, 23. des. 2005; mjög mikilvæg grein, sem upplýsir betur um tölfræðina í þessum málum).

Miklu er logið um tíðni HIV-smits og AIDS hjá gagnkynhneigðum, eins og Rúna áttar sig væntanlega á við lestur þessarar greinar: HIV-nýsmit í hópi danskra homma um 300 sinnum algengara en meðal gagnkynhneigðra, danskra kvenna : rök gegn málflutningi í ísl. fjölmiðum (30. sept. 2006; hér eru miklar tölfræði-upplýsingar sem koma munu Rúnu á óvart). Sjá einnig þessa grein: Miðstöð samkynhneigðra í Los Angeles viðurkennir að AIDS sé einkum þeirra sjúkdómur (28. okt. 2006).

Jón Valur Jensson, 31.10.2007 kl. 19:07

24 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvaðan eru þessar tölur komnar um 5-10% kynvillu?

Sigurður Þórðarson, 31.10.2007 kl. 23:44

25 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Góður punktur hjá þér Jón Valur......    5-10% 'Islendinga kynvillingar? ekki séns samkynhneigðir eru svona 0.1 % á 'Islandi

Sigvarður Hans Ísleifsson, 31.10.2007 kl. 23:47

26 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég var í fyrst-tilvísuðu greininni minni (í Fréttabl. 28. apríl 2005) með meðaltalstölurnar 2,2-2,3% (karlmenn um 2,6-2,7% samkynhneigðir skv. þeirra eigin skilningi eða mati á kynhneigð sinni, konur um 1,6-1,7% með lesbíska kynhneigð, samkvæmt ýmsum rannsóknum. En í hinni greininni (Mbl. 23. des. 2005) var líka litið til upplýsinga hér á landi, sem og til þess, hvað fram kom í rannsóknum erlendis um það, hve margir hefðu alfarið haft mök við einstaklinga af sama kyni síðasta árið (eða önnur afmörkuð tímabil) sem þær kannanir voru gerðar). Samkvæmt þeim könnunum lafir þetta í einu prócenti, gjarnan svona um 0,9%. En lesið þessa tengla tvo, sem ég gaf upp um þetta; hinir, í seinni klausunni, varða mest HIV-smitið, sem er hlutfallslega ótrúlega miklu algengara hjá hommum en hjá gagnkynhneigðum karlmönnum og konum.

Einhver kvenmaður skrifaði nýlega, að sér fyndist fjöldi þeirra homma í Bandaríkjunum (um 6% árið 2002), sem eru með slíkt smit eða með AIDS, alls ekki vera mikill. En væri þessi sjúkdómur svo útbreiddur meðal íslenzku þjóðarinnar almennt (rúml. 300.000 x 6% = rúml. 18.000), þá væru heilbrigðisyfirvöld svo sannarlega ekki að skafa af því, að þar væri um stórfellda FARSÓTT að ræða. En þegar samkynhneigðir eiga í hlut, má helzt ekki tala um slíkt, og maður er miklu fremur ávíttur fyrir að benda á staðreyndir; en ég er því svo sem vanur. – Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 1.11.2007 kl. 00:11

27 Smámynd: Snorri Óskarsson

Rún

Syndin er til. Hvernig er hægt að vita það? Hlustaðu á fréttir, stríð, nauðganir, þjófnaður, ill meðferð á börnum. Kallar þú þetta eitthvað annað en synd?

Allt ranglæti er synd og lögmálsbrot er synd. Þegar ég stend í gegn þeirri skoðun að karlmaður megi vera með karlmanni eins og kona væri eða kona með konu sem karlmaður værir þá eru þau allavega ekki að fara eftir skipun Guðs "margfaldist og uppfyllið jörðina". Það er boðorð Guðs til "Karls og Konu" þau saman geta margfaldast. Það er lögmál lífsins til að náttúran haldi áfram og verði betri.

Að brjóta þetta boðorð er synd. Þess vegna er kynvilla synd.

Ég lít ekki á það fólk sem verra, óhreinna eða ógeðslegra en annað fólk, heldur aðeins að það sem þeim er sagt að sé í lagi og samþykkt - jafnvel blessað í Jesú nafni- er synd og synd leiðir til dauða.

Helvíti er til! Það var ekki skapað til að kúga fólk eða ná tökum á veikum sálum. Það var skapað fyrir Djöfulinn, engla hans, dauðann og Anti-Krist. Það er nefnilega rauslahaugur eilífðarinnar. Þangað á enginn maður að fara. Þess vegna kom Jesús til þess að hver sem  á hann trúir "hafi eilíft líf" og verði í hinni nýju sköpun um alla eilífð, án dauða, syndar, sjúkdóma eða böls.

Ég þakka Jesú fyrir þessa mjög svo höfðinglegu gjöf!

Varðandi fjölda samkynhneigðra á Íslandi þá gerði Jóna Ingibjörg könnun sem birt var 1987 og þá voru samkynhneigðir 0,7%. Tvíkynhneigðir miklu fleirri. Og svo veistu að Samtökin 78 eru samtök sam- og tríkynhneigðra. Þá eykst verulega fjöldi "samkynhneigðra".

Þú veist einnig að samkynhneigðir eru ekki nýr kynstofn! Þetta eru karlar og konur!  Þau þurfa að frelsast eins og allir SYNDARAR !

kær kveðja

Snorri 

Snorri Óskarsson, 1.11.2007 kl. 00:12

28 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Jón og Snorri. Takk fyrir fræðandi svör.

Sigurður Þórðarson, 1.11.2007 kl. 10:08

29 identicon

Sæll Snorri!
Mikið dáist ég að því hvað þú þekkir mikið til orðs Drottins okkar!
Frábært að eiga þig að í herliði Guðs okkar!!
Guð umvefji og gefi þér yfirflæði af blessunum og velvild!
Þín trúsystir Ása.

Ása (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 10:10

30 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég segi bara Amen á eftir efninu og þakka Guði fyrir að fá að vera barn hans, en ekki þrælbundin og fjötruð af syndinni.

Hulin í blóði hans, má ég ganga inn fyrir fortjaldið og bera fram bænagjörð sem ég get verið viss um að Drottinn heyrir.

Það er verk Jesú Krists, en ekki manna. Jesús segir sjálfur um sig, ÉG ER Vegurinn, Sannleikurinn og Lífið og engin kemur til Föðurins, nema fyrir mig.

Hann fyrirgaf Samversku konunni, sem að farísearnir vildu dæma og grýta og sagði, ég dæmi þig ekki - far þú og SYNDGA EKKI FRAMAR! Jesús sagði hana hafa syndgað, en í stað þess að dæma hana, gaf hann henni frelsi og bauð henni að syndga ekki framar.

Samkvæmt þessum orðum Krists er syndin til og líka lausnin!

G.Helga Ingadóttir, 2.11.2007 kl. 10:10

31 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvað hafði samverska konan til saka unnið til að verða grýtt?

Sigurður Þórðarson, 3.11.2007 kl. 00:38

32 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Hún hafði drýgt hór, að drýgja hór þýðir að halda framhjá... Þannig að þeir sem héldu framhjá mökum sínum áttu að fá dauðadóm fyrir synd sína. Það væri ekki mikið eftir af Íslandi ef þessi regla yrði tekin upp...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 3.11.2007 kl. 02:59

33 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ha ha ha ha ha ha!!!

Eruð þið að tala í alvöru hérna gott fólk??? Ég vissi ekki einu sinni að fólk hugsaði svona nú til dags!! KYNVILLINGAR!!! Ahahahahaha!!! Broslegt. Teljið ykkur söfnuð Guðs??

Við erum öll jöfn fyrir Guði svo að andið rólega, predikið minna, hugsið meira um hvernig þið sjálf getið komið góðu til leiðar í verki, ekki röfli um syndir annarra og "villur." Nú, eða að þið getið bara farið í steinakast í Öskjuhlíðinni... það væri jafn gáfulegt og það sem hér á undan hefur verið ritað. En takk samt fyrir, ég hef skemmt mér prýðilega undanfarnar mínútur við lesturinn!

Kynvillingar.... vissi ekki einusinni að fólk notaði þetta orð í dag! Væri líka alveg til í að fá að sjá meira um syndir Adams??? Er verið að afneita þróunarkenningunni????

Ylfa Mist Helgadóttir, 4.11.2007 kl. 00:34

34 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

afneita þróunarkenningunni? Við flokkumst sem sköpunarsinnar og þeir eru ekki sammála þróunarsinnum. Segðu mér eitt ekki trúir þú þessari vitleysu í þróunarkenningunni? Þróuðust menn allt í einu að þeir gátu hver og einn, haft ólíkt útlit, ólíkan karakter, engin með sömu fingraförin, mismunandi raddbaönd, mismunandi hæfileika oflr? Það eru 20 atriði sem eru ólík með líkama apa og manna. En fyrst við þróumust af öpum, afhverju eru aparnir þá hættir að þróast?  Urðu bílar allt í einu til af því að þeir þróuðust út frá einhverju? það er hönnuður á bakvið bíla og það er það sama og með okkur. Guð hefur skapað okkur eitt og sérhvert, með ólíkt útlit, ólíka hæfileika, mismunandi útlit og tungumál, hver og einn einstaklingur er einstakur því það er bara til eitt eintak af hverjum. Ég er made in heaven, skapaður af Guði og í hans mynd og skapaður til þess að eiga samfélag við hann og vera með honum;)

Sigvarður Hans Ísleifsson, 4.11.2007 kl. 14:58

35 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll Snorri. Þetta er góð grein hj'a þér. Og ég er mjög sammála því sem þú ert að tala um. Já ég tel það líka að Jesús komi brátt. Og ég er samála því að við eigum að vera tilbúinn þegar hann kemur.

Guð blessi þig ríkulega.

Þormar Helgi Ingimarsson, 6.11.2007 kl. 19:13

36 Smámynd: Ingvar Leví Gunnarsson

Þakka þér kærlega Snorri fyrir góðan pistil, það er mikið uppörvandi að lesa skrifin þín.

Mér finnst alveg ótrúlegt að menn skuli tala svona eins og hann Kristinn Haukur talar hérna um hann Snorra hér að ofan, Kristinn svona talar maður ekki við einn eða neinn, haltu svona skoðunum fyrir þig og engann annan því ég get alveg fullvissað þig um það að hér býr enginn áhugi fyrir að lesa slíkan dónaskap, ég bið fyrir þér í kvöld og Guð blessi þig.

Ingvar Leví Gunnarsson, 8.11.2007 kl. 21:11

37 Smámynd: Sigvarður Hans Ísleifsson

Erlingur, varðandi dýrin þá þykir mér líklegt að fyrra dýrið sé gjaldmiðillinn USA dollar sem var lengi vel öflugasti gjaldmiðill heims en seinna dýrið er evran sem er að verða öflugri en dollarinn. Þetta er allavegana mín túlkun eða trú á hið fyrra og hið seinna dýr og Evrópusambandið er endurreisn hins gamla Rómveldis...

Sigvarður Hans Ísleifsson, 9.11.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn
  • Betesta

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 241210

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband