9.11.2007 | 23:57
Guð er til, alveg örugglega!
Gyðingarnir eru kallaðir "Guðs útvalda þjóð" eða "Guðs fólk". Saga þeirra er litrík og hroðaleg á köflum. En þrátt fyrir allar hörmungar þá eru líka glæsilegar hliðar á sögu Gyðinganna sem vert er að minnast.
Að teljast "Guðs útvalinn" tilheyrir forréttindum. Þá er lífsstefnan skírari og í ríkara samhengi í sögunni en þeirra sem eiga engan Guð eða æðri tilgang. Og saga gyðinga hefur svo sannarlega slíkt innihald.
Þeir kallast "útvaldir". Það er sama hvað menn segja um útvalninguna þá breytir það engu um að tilvist gyðinganna er ekki studd neinum skynsömum rökum. Hvers vegna að vera gyðingur? Hvar sem þeir hafa búið þá hafa þeir verið réttdræpir, réttlausir og hataðir. Samt hafa þeir haldið hópinn og varðveitt trúnna á Guð.
"ég vil opna grafið yðar...og leiða yður inní Ísraelsland " Esekíel 37:12
Sama hvar þeir hafa verið fæddir þá eiga þeir þjóðríki og fósturjörð sem mörgum öldum áður tilheyrði áum þeirra. Þeir eiga söguna, landið og trúnna á Guð. Sú trú segir þeim að Guð hafi gefið þeim landið til ævarandi eignar. Sama hverju menn trúa þá er staðreyndin sú að þeir eru komnir í landið, búa í borgum og rækta landið - en þannig er boðað í trú gyðinganna.
Þeir komu til landsins úr útrýmingabúðum Nazista. Sama hvað menn segja "grafir þeirra voru opnaðar" og þeir fluttir á Ísraels-fjöll. Trú okkar hefur ekkert með þetta að gera. Afneitun okkar ekki heldur. En í aldir var þessi boðskapur kallaður "Guða Orð", "Guðs fyrirheit" og "Guðs loforð" . Þetta eru staðreyndir í dag!
Þeim stendur enn ógn af afskiptasemi stórvelda sem og nágranna. Nú er á stefnuskrá að stofnsetja ríki Palestínuaraba og þá á að skipta Jerúsalem milli þessara hópa, gyðinga og Araba. Þetta er samkvæmt trú og boðskap Biblíunnar - Orði hins lifanda Guðs! (Jóel 3: 7)
Þegar saga og trú gyðinganna er borin saman við Biblíuna þá er augljóst að einhver vissi fyrirfram hvernig þróun mála yrði. Einhver sá augljósa þróun mála löngu áður en atburðir gerðust. Um þessi mál heyrum við í dag sem fréttir fjölmiðla. Gyðingarnir komnir heim, tunga þeirra töluð sem daglegt mál og enn einu sinni á að láta spádómana rætast með því að skipta Jerúsalem milli aðila, þeirra sem "tilheyra útvalningu Guðs" og hinna sem hegða sér á hatursfullan og fjandsamlegan hátt við Guð.
En þó menn sjái augljós merki um að gyðingarnir gætu ekki hafa lifað allar ofsóknir og hörmungar af sem steðjaða hafa að þeim nema Guð hafi gætt þeirra - þá eru menn samt með heimasíðu og reka markvissan áróður gegn trú á tilvist hins almáttuga Guðs.
Mín niðurstaða er þessi: .!miðað við sögu gyðinganna og Biblíulegt hlutverk þeirra hefur engin þjóð eða kynstofn reynt slíkar hörmungar, margra alda búsetu í fjandsamlegu umhverfi og lifað af þá sanna þeir tilveru Guðs
Það er vert að athuga alla þætti upplýsinganna en ekki bara þá sem vantrúin leggur fram sem "staðreyndir" í málinu.
Það sem vita má af reynslu sögunnar ætti að verða öllum sannleikselskandi mönnum staðfesting að tilvera Guðs verður ljós þegar sagan verður hlaðin samhengi.
Vita menn ekki að heimsríkin sem hafa ráðið yfir Ísrael eru Babyloníuríkið, Medar og Persar, Grikkir og Rómverjar? Það er samkvæmt Daníelsbókinni og sagnfræðinni. Vita menn ekki að Evrópa í dag er endurreist ríki Babylóníumanna og Rómverja? Það sérst á trúartáknunum sem Evrópuríkið styðst við.
Auðvitað er Guð til og Jesús Kristur er eingetinn sonur hans. Við þurfum ekki nema viðurkenna staðreyndirnar og trúa afgangnum.
kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Menn eru nú bara að reyna að að koma smá skynsemishyggju inn í þá mynd, sem margir trúaðir draga upp af þessu allsherjarafli. Trúaðir eru fremstir í flokki með að kalla hver annan villutrúarmenn, en ég nýt ekki þeirra forréttinda, þar sem ég er ekki áhangandi einhverrar túlkunarstefnu á moðreyk þessara fornu rita. Talandi um spádóma, þá mætti leyfa sér að hugleiða hvort það er fyrir tilvist spádómanna, sem menn hafa fundið sig knúna til að hjálpa þeim að rætast, eða hvort í raun er um spádóma að ræða. Svo eru þeir jafn óljósir og háðir túlkunum og óráðshjal Nostradamusar og má raunar lesa hvað sem manni hugnast í þá, sé viljinn fyrir hendi.
Svo er það tilgangur spádóma yfirleitt. Er það einhver hókuspókus til að staðfesta fyrir mönnum að Guð sé til og viti hvað hann hafi í hyggju. Og þvílík ósköp sem það plan virðist innibera.
Ég átta mig sjálfur ekki á þessum óljósa texta og tilgangi hans og því síður treysti ég túlkun breyskra manna, sem hafa sjálftekið sér vald að segja okkur hvað átt er við með því sem við skiljum ekki. Markmið þeirra virðist vara að sá ótta í hjörtu okkar við einhvern geistlegan harðstjóra með eld að vopni, sem vakir yfir öllum hugsunum okkar og gjörðum. Óttinn er faðir haturs og annarrar sundrungar manna á milli, svo ég held að ef eitthvað algott er til, þá sé þetta gustuk í óþökk þess.
Víst er að ef sleppt er öllum ytri merkimiðum okkar um stétt, stöðu, menntun, skoðanir og uppruna etc, þá situr eftir sálarhró, sem er það sama í okkur öllum og óaðgreinanlegt frá öðrum sálum. Kannski er það Guð, sem þið leitið að. Hann finnið þið með því að hætta að dæma og gera mannamun og réttlæta ykkur framar öðrum. Í þessum anda liggur Sam-viskan er það ekki. Hin sameiginlega viska, sem ekki á sér uppruna í rykföllnum skruddum, heldur í hyggjuviti mannsins, sem grundað er á reynslu hans. Þá hyggju að ef þú gerir gott, þá eru meiri líkur að þú hljótir gott og ef þú veitir hjálp, þá bíður þín hjálp, þegar þú þarfnast hennar. Án þessa hefði mannkyn aldrei komist á legg og það er ekki einhverju dogma að þakka.
Iðkið trú yðar í leynum eins og boðað er og ykkur mun umbunað, en ef þið eruð að hrópa á torgum úti og í musterum ykkur til réttlætingar, þá eru víst í boði ógreind laun á himnum fyrir slíkt, svom maður vitni nú beint í bókina.
Með vináttu og fullri virðingu annars.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 01:50
Og hvar í biblíunni sér maður þessa augljósu spádóma?
Og hvaða spádómur er það? Og vinsamlegast ekki koma með einhverja "spádóma" sem eru jafn óljósir og kvæði Nostradamusar. Ef guðinn þinn sá virkilega framtíðina mætti maður búast við svolítilli nákvæmni.
Sanna sígaunar líka tilvist guðsins þíns eða sanna þeir kannski tilvist annars guðs?
Nú? Hvers vegna ættu þeir ekki að hafa lifað þetta af nema með hjálp guðsins þíns?
Í Daníelsbók er ekkert minnst á Rómverja, og það hafa fleiri heimsveldi ráðið yfir Ísrael, t.d. heimsveldi Araba. Síðan áttu ekki að bæta við samtengingunni "og" inn í miðri upptalningu. Þetta ætti að vera svona: Babyloníuríkið, Medar, Persar, Grikkir og Rómverjar.
Hjalti Rúnar Ómarsson, 10.11.2007 kl. 02:18
ENN EIN GÓÐ GREIN FRÁ ÞÉR. STUNDUM finnst mér ef ég myndi segja "SÆLL" við ákveðna gagnrýnendur á þínar greinar,þá má svona nokkurn veginn búast við umfjöllun um "VANSÆLL".Og vera í þeim farvegi,ef farvegur skyldi kallast. Enn og aftur þakka ég þér Snorri fyrir greinar þínar. Það er ekkert að veltast fyrir mér á hvað VEGUM þú ert. Í mínum huga. GUÐS VEGUM. OG bið ég hann að gæta þín,svo MIKILVÆGUR ertu okkur hinum. GUÐ BLESSI ÞIG.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 10.11.2007 kl. 03:21
Sönnunarfærslan er reikul hér Snorri minn. Það mun náttúrlega líka sanna tilvist guðs ef Palestínumenn, sem hafa verið í flóttamannabúðum í Palestínu, Sýrlandi, Líbanon og víðar síða 1947 að þeim var bolað út af heimilum sínum eins og búpeningi með blessun okkar og Sameinuðuþjóðanna, myndu ekki lifa þær hörmungar af? Þeir eru náttúrlega ekki Guðs útvaldir og verða því fyrir hinum miskunnlausa mannamun, sem "algóður" gerir og ýtir undir.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 03:26
Skipting Jerúsalem borgar er augljós í spádómsbók Sakaría 14.kafla. Menn geta auðveldlega séð á hvaða tíma henni verði skipt út frá því að Olíufjallið mun klofana á þeim tíma. Sá atburður á eftir að gerast enda á Messías eftir að koma aftur. Pólitísk áhrif til skiptingar borgarinnar er núna í framkvæmd. Áður fyrr var bogin tekin í heild eða lögð í rúst. Skiptingin er eftir og það verður á okkar tímum.
Daníelsbókin talar vissulega um ríkin sem munu ráða yfir Ísrael og það sérðu í draumi Nebúkadnesars og dýrunum sem munu koma og fara á móti prýði landanna.
Arabar réðu aldrei yfir "ríki gyðinga". Þeir koma þarna inn rétt um 700 og þá var ríkið angi af Rómarríkinu- enda var Jerúsalem endurbyggð eftir 300 sem kristinn bær.
Það er merkilegt að rökræða á þann hátt að erfitt sé að túlka og skilja spádómana til fullnustu þar sem þýðingar eru vandmeðfarnar. Þegar svo þýðingarnar eru bornar saman við atburði sem falla inní sögu svæðisins þá geta menn séð nákvæmlega hvernig Orð Guðs rætast bókstaflega.
Ég ráðlegg öllum að lesa kafla 36 - 39 í Esekíel og líta þann boðskap sem heild eða framhald til að átta sig á þeim pólitísku hræringum sem eru að verða á svæðinu fyrir botni Miðjarðarhafs.
Eitt enn sem ætti að liggja klárt fyrir okkar augum er þegar "froskar" eða "pöddur" (illir andar) fara frá falsspámanninum til konunga jarðarinnar og draga þá saman til stríðsin á hinum mikla degi Guðs. Orrustuvöllurinn verður Har-Meggidó ( Ísrael). Í dag finnast hersveitir Nató á svæðinu- allar til að gæta friðar. Þær hlóðust inn vegna 11. sept. og stríðsins við Hisbollah. Meira að segja "íslenski herinn" hefur átt hlutdeild í þessum hernaði t.d. Írak og Afganistan. Tilviljun? Nei, spádómarnir eru að rætast.
Kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 10.11.2007 kl. 12:22
Var ekki Ísraelsríki endurreist og réttlætt fyrir tilvísan í spádómana 1947. (Þjóðin, sem byggði landið þá er enn í flóttamannabúðum) Þennann fáránlega sögulega rétt fengu þeir með að vísa í þessa spádóma um að þetta ætti að verða. Snorri...hugleiddu málið og spurðu sjálfan þig hvort hafi komið á undan, hænan eða eggið í þessu samhengi? Ég ræði svo við þig þegar olíufjallið klofnar og meiri viðurstyggð verður réttlætt í nafni Guðs. Ég hræðist fólk, sem talar á þessum óráðsnótum og ég er ekki einn um það Snorri minn.
Jón Steinar Ragnarsson, 10.11.2007 kl. 16:51
Jón!
Þú þarft að kynna þér betur söguna. Hvers vegna búa Palestínuarabar í flóttamannabúðum? Áður en Ísraelsríkið var stofnað hafði Þjóðarbandalagið myndað "Trans-Jórdaníu". 23% hennar var ætluð gyðingum. Það var gert að sjálfstæðu ríki skv. tillögu Tór Tórs, fulltrúa Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum.
Þá hófu Arabarnir stríð og ætluðu að hrekja Ísraelsmenn á haf út þrátt fyrir skíran rétt gyðinga til 28000 ferkílómetra lands sem samþykkt var bæði af Þjóðarbandalaginu og Sameinuðuþjóðunum. Spádómar Biblíunnar voru ekki lagðir þar til grundvallar - en þeir rættust samt.
Þú þarft ekki að hræðast fólk sem veit hvað það skrifar og segir. Þú þarft að hræðast fólk sem veit ekki sínu viti eins og kemur fram í þínum skrifum Jón. Þú ert sjálfum þér hættulegur af því að þú trúir vitleysunni og heldur að ríki gyðinga sé vandræðabarnið við Miðjarðarhafsbotna!
(Ég sendi þér líka þetta svar af síðu Skúla Skúlasyni sem Loftur Þorsteinsson ritaði. Þetta er afar lærdómsríkt)
Umsjónar-svæði Breta í Palestínu (British Mandate of Palestine) var samtals 120.000 km2. Þjóðabandalagið, sem var forveri Sameinuðu þjóðanna, hafði falið Bretum umsjón þessa landsvæðis, eftir að það hafði verið tekið af Ottoman veldi Tyrkja.
Á styrjaldarárunum höfðu verið gefin ýmis loforð um þetta land, þar á meðal hafði Gyðingum verið lofað landi og Banu Hashim (Hashem ættbálknum), sem er angi af Quraish þjóðinni. Athygli er vakin á að Múhammed var af þessari Quraish þjóð, sem upprunin er frá Rauðahafinu. Þessir Arabar eru því langt frá sínum "heimaslóðum", en engu að síður var þeim úthlutað yfirráð yfir þeim hluta Palestínu sem lág handan árinnar Jórdan (Trans-Jordania).
Trans-Jordania er 92.000 km2, sem er um 77% af Palestínu. Ísrael var ætlaður afgangurinn 28.000 km2, eða 23% svæðisins. Þegar Arabarnir höfðu fest tök sín á Jórdaníu, könnuðust þeir ekkert við gerða samninga heldur hófust handa við að hrekja Gyðinga á haf út og afmá Ísrael af landakortinu. Svik af þessu tagi hafa ávallt einkennt Araba og með Múhammeds-trú hefur þessi ósiður smitast á aðra múslima.
kær kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 10.11.2007 kl. 17:54
Ja hérna hér. Söguskoðun þín er aldelis frjálsleg Snorri minn. Þetta var yfirráðasvæði breta og þeir spurðu hvorki kóng né prest, þegar þeir úthlutuðu þessu. Ég reyni að hafa augu Palestínskra barna fyrir mér þegar ég hugsa um þetta ofstæki, sem er byggt á eldfornum kreddum um eignarrétt. Komtu til samtímans Snorri og skammastu þín fyrir forherðing þína.
Lestu svo vel það sem Erlingur bendir þér á áður en þú segir fólki að kynna sér söguna.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 11:02
Jón
Þú sérð nú hvað ég tek frá Lofti Þorsteinssyni hér fyrir ofan og bendi þér sem öðrum á að frá 1517 til 1917 var svæðið undir stjórn Tyrkja og þá Breta. Á yfirráðatíma Bretanna lagði Þjóðarráðið í Sviss fram reglurnar um Trans-Jórdaníu. Þú getur kynnt þér málin, Jón, og þá sérðu hvort söguskoðunin sé frjálsleg.
Augu Palestínskra barna eru ekki góður sjónarhóll því þeim er kennt að gyðingar og kristnir séu illþýði. Því miður þá þarf annar en ég að skammast sín fyrir forherðingu.
Ég kannast við rit Jónasar og það sannar frekar mitt mál þar sem Júda-ættkvíslin (í Ísrael) tilheyrir gyðingum og á því rétt á landinu helga.
kveðja
Snorri
Snorri Óskarsson, 11.11.2007 kl. 17:04
Jesús sagði " ÉG ER" og kærleiki hans er meiri en hugur minn fær rúmað. Hugsanir hans eru stærri og meiri en ég fæ skilið, en hann dó fyrir mig. Ég vil ekki vera án hans, sem að lagði sjálfan sig í sölurnar, svo að ég mætti lifa. En hann fór ekki bara á krossinn, heldur sigraði hann Dauðan, Dauðinn gat ekki haldið honum, því að Jesús er Sannleikurinn, Vegurinn og Lífið.
Ég treysti Jesú og hann er Sonur Guðs og Gyðingur.
G.Helga Ingadóttir, 11.11.2007 kl. 23:12
Nú sé ég hvergi talað um að Jesúsalem verði skipt í tvennt á milli Palestínu- og Ísraelsmanna í 14. kafla Sakaría. Hvar er því spáð í biblíunni?
Nú skil ég ekki alveg hvað þú ert að bæta "ríki gyðinga" inn í myndina. Augljóslega var "ríki gyðinga" ekki til þegar veldi arabanna réð yfir landinu, af því að þá var landið hluti ar "ríki araba".
Ég var ekki að halda því fram að það væri erfitt að "úlka og skilja spádómana til fullnustu", heldur að þeir séu ekki nákvæmir, alveg eins og kvæði Nostradamusar, og þú getur lesið hvað sem þú vilt inn í þá. T.d. segist þú geta séð spádóm um skiptingu Jerúsalem í kafla sem segir ekkert um það.
Jahá, þar er talað um að það muni verða gerð árás á Ísrael með her manna á hestum. Mjög líklegt!
Hjalti Rúnar Ómarsson, 11.11.2007 kl. 23:14
Einmitt það já. Samkvæmt Esekíel 26 hefði Nebúkadresar átt að eyða Týrus, og að hún ætti eftir að verða auðn það sem eftir væri. Honum tókst það auðvitað ekki, og Týrus er til í dag.
Nei, það er staðreynd að líf hefur þróast í milljónir ára og að við eigum sama forfeður og apar. Sættu þig við það.
Biblecode? Það er vitleysa.
Sýna fram á hvað?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 12.11.2007 kl. 02:43
Amen Helga. Guð blessi þig.
Linda, 12.11.2007 kl. 10:05
Snorri, skv. helgiriti gyðinga Talmud var þessi Jesús bastarður, mamma hans hóra sem lá með trésmiðum og sjálfur mun hann soðna í mannaskít í helvíti til eilífðarnóns. Hvert er álit þitt á þessu? Það þýðir ekkert að láta eins og þetta sé ekki til, þetta er allt saman skjalfest.
Baldur Fjölnisson, 12.11.2007 kl. 23:44
Hjalti Rúnar.
Í nýlegum sjónvarpsþætti um trú og vísindi sýndi tölfræðingur fram á að 70% líkur væru á tilvist Guðs.
Þróunarkenningin hefur ekki verið sönnuð. Þess vegna er hún kenning.
Biblían segir:"af jörðu ertu kominn og að jörðu skaltu aftur verða" þetta er algerlega í samræmi við vísindalega staðreynd. Lífvera sem rotnar hverfur til jarðar, þaðan sem hún kom.
Veistu hvað DNA- genamegni manna hefur marga basa (gen)?
Veistu að samkvæmt gena-rannsóknum á svínum hafa þær leitt í ljós að þau eru komin frá Írak.
Veistu að íslenska hænan á náskyldan ættingja meðal Bedúina en það er hæna Bedúina?
Veistu að upphaf Indó-Evrópskra tungumála á sameiginlegt tungumál sem var talað í Anatólíu, dreiðfist þaðan niður á sléttur Sínearlands og skiptist þar og dreifðist um til vesturs, norðurs og austurs? (Sjá Scientific American, mars. 1990)
Öll þessi atriði benda til þess að upphaf Biblíunnar er sannara en menn hafa viljað viðurkenna!
Baldur:
Það hefur ýmislegt verið sagt um Jesú. Það eina sem við verðum að gera og það er að trúa. Við getum trúað vitleysunni og hún mun leiða yfir okkur enn meiri vitleysu því hún ríður ekki við einteyming. við getum líka trúað því að Jesús sé Sonur Guðs, eingetinn. Hann mun gefa okkur frið sem heimurinn getur ekki tekið á móti. Og það er minn vitnisburður að hann hefur veitt mér mikinn frið og elsku til allra sem jafnvel snúast illilega gegn því sem ég segi og trúi. Menn sem senda mér illyrði verða bænarefni hjá mér um að Guð taki þá að sér og veiti þeim frið og hamingju.
Svona gerist ekki nema menn fái hjálp og snertingu frá Friðarhöfðingjanum.Amen!
kveðja Snorri
Snorri Óskarsson, 13.11.2007 kl. 00:06
Snorri, ég er nú ekkert að taka undir þetta helgirit gyðinganna, Talmud, síður en svo. Satt að segja er það ógeðslegur viðbjóður og þetta sem ég nefndi er bara eitt dæmi um það af mörgum.
Annars varðandi Jesús - Krist, sem kristnin og hennar risavöxnu og auðugu stofnanir byggjast á - þá tel ég afar ólíklegt að hann hafi verið til eins og hann er presenteraður í biblíunni heldur sé um að ræða eins konar samsetta mynd sem annars vegar var dregin af ýmsum heimsendaspámönnum og andófsmönnum sem nóg var af þarna á svæðinu fyrir um tvö þúsund árum og hins vegar stuldi og stælingar úr öðrum trúarbrögðum. Það er nefnilega ekki eina frumlega setningu að finna hjá þessarri persónu enda höfðu trúarbrögð og heimspeki og siðfræði þróast í þúsundir ára og haldi menn að hjólið hafi verið fundið upp í þeim efnum fyrir tæpum 2000 árum þá er það argasta blekking og misskilningur.
Baldur Fjölnisson, 13.11.2007 kl. 08:46
Ég veit það svei mér ekki; kannski hafið þið þarna á Omega aldrei heyrt Talmudsins getið og alveg örugglega hafið þið þá ekki rætt innihald hans við vini ykkar ofsatrúarmennina í Ísrael. Af skiljanlegum ástæðum er þessi viðbjóður ekki aðgengilegur almenningi á bókasöfnum og því heyrir maður td. ekki lærðar umræður guðfræðinga um td. kenningar Yebamoth(63a) um að Jahwe hafi látið Adam prófa sig áfram á ýmsum dýrategundum þangað til hann gafst upp og skapaði kvenmann handa honum.
Baldur Fjölnisson, 13.11.2007 kl. 18:52
Snorri:
Hvar nákvæmlega er því spáð í biblíunni að Jerúsalem verði skipt í tvennt?
Nei, þú misskildir greinilega þáttinn.
Já, og sólmiðjukenningin er líka kenning. Það er álíka gáfulegt að afneita henni og að afneita því að tegundirnar sem við sjáum í dag hafi þróast úr öðrum tegundum.
Það getur vel verið að svínið og hænan hafi fyrst verið tamin í miðausturlöndum. Ef þú heldur að það styðji ævintýrin í fyrstu köflum biblíunnar, þá ertu ansi veruleikafirrtur.
Nei, Snorri, það er vissulega deilt um hvar IE-málin voru upprunalega, en það er út í hött (og ekki haldið fram í greininni sem þú vísar í) að þau hafi öll dreifst út frá "sléttum Sínearlands".
Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.11.2007 kl. 19:16
Þar sem biblían tekur sérstaklega fram (nema að það hafi verið lagfært í nýjustu útgáfunni) að jörðin sé flöt og hvíli á risastöplum og sé auk þess miðpunktur alheimsins er hún greinilega ekki runnin undan rifjum neins hugsanlegs skapara jarðarinnar eða alheimsins. Orsök og afleiðing. Maður verður að gera þá lágmarkskröfu til skapara að hann hafi amk. lágmarksvit á eigin sköpunarverki. Vitleysan sem boðið er upp á í þessarri steypu, sem greinlega er soðin saman af einhverjum munkum á miðöldum (sbr. samkynhneigð sem er rauði þráðurinn í sköpunarsögunni) er ekki nokkrum heilvita manni bjóðandi.
Baldur Fjölnisson, 13.11.2007 kl. 19:57
Snorri, hvar nákvæmlega er því spáð í biblíunni að Jerúsalem verði skipt í tvennt?
Hjalti Rúnar Ómarsson, 22.11.2007 kl. 19:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.