Tímanna tákn?

Nú er búið að opna fyrir okkur nýja veröld. Fjármálamarkaðir og peningakerfi veraldar eru svona samofin. Hver átti von á því að við sölu eins banka í USA þá hækkuðu lán í íslenskum bönkum, krónan gengisfélli um tugi prósenta og kjarasamningar hér misstu gildi sitt? Unga fólkið með tuttugumilljónkróna lán varð einni milljón fátækara á einni nóttu - lánið hækkaði og bankinn græddi- enda hafa þeir tögl og hagldir, axlabönd og belti!

Nú stökkva allir til og reyna að  mynda nýtt hagkerfi. Menn hafa verið kallaðir til eins og í morgunútvarpi eða fréttatímum og eina "ábyrga" svarið sem menn fá er að "hrapa ekki að neinu", bíða og sjá til, "athuga hvort krónan komi ekki til baka"!

Menn hafa verið að kjafta krónuna útúr íslenskum veruleika svo hún hefur alls ekki fundið sig lengur heima á Íslandi. Af hverju ætti hún að vilja að koma til baka?

Ég tel þessar fréttir mikil tíðindi.  Því er nefnilega þannig farið að menn hafa nokkuð oft endurreist peningakerfi veraldarinnar frá stríðslokum. Gullið reyndist ekki nægilega góður grunnur. Þá var farið í framleiðsluhæfnina og myntkörfuna og gjaldeyrisvarasjóði o.s.frv. Allt voru þetta reikningskúnstir til að sannvirði væri á milli gjaldeyris þjóðanna. 

En svo er þessi merkilega klausa sem tengist endurkomu Jesú Krists. Hún segir: "enginn getur keypt eða selt nema taka merki dýrsins á enni sér eða hægri hönd". Þessi undarlegi spádómur hefur af ýmsum verið aðhlátursefni og þeir sem hafa bent á hann, gjarnan flokkaðir með svartsýnum, þunglyndum dómsdagsspámönnum. En er það ekki deginum ljósara að fréttir af gengishruni og olíuverðshækkunum opinbera fyrir okkur hve fjármálakerfi veraldarinnar er samtengt?

Þá er næst að spyrja hvernig þjóðir ná sér úr þessari dýfu? Ef önnur kemur í kjölfarið af því að bankar í Evrópu fara að hrynja, hvað þá?

Gefur það ekki auga leið að "Evran" verður MYNTIN? Er hún þá ekki "Merki Dýrsins"?

Vita menn ekki að samkvæmt spádómnum gamla þá er "dýrið" endurvakið  Rómaveldi? Í dag sé ég stóra tækifæri Evrunnar af því að Dollarinn hrynur enn meir. Olíumarkaðirnir fara í Evru-myntina og á örfáum mánuðum verður Evrópa stórveldið í viðskiptum og allir þeir sem eru þar inni teljast "hólpnir"!

En framtíðin þar er alls ekki glæsileg ef miðað er við framhaldið í gamla spádóminum!

Meira um það seinna!

Á meðan: "Gleðilega páska" mundu að þeir flytja okkur boðskap um að dauðinn er ekki lokasvarið heldur upprisan fyrir trúnna á Jesúm Krist. Allur páskaboðskapurinn er líka samkvæmt gömlum spádómum sem rættust - allir með tölu!

Allir bókstaflega

kær kveðja

Snorri í Betel 


mbl.is Hrun í kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Er flaga undir húðina á öllum ekki merkið sem talað er um ? Hún er hugsuð til þess að enginn geti keypt eða selt nema að hafa hana undir sínu skinni, þeir sem ekki vilja hafa hana eru að mestu úr leik...sjá HÉR

Georg P Sveinbjörnsson, 19.3.2008 kl. 16:21

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Sæll Snorri, já þetta er ekki góð tíðindi úr kauphöllinni, en er það ekki lögmálið að allt sem fer upp kemur niður aftur. Ég óska þér og þinni fjölskyldu gleðilegra páska, kær kveðja frá Eyjum.

Helgi Þór Gunnarsson, 19.3.2008 kl. 21:18

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Athyglisverður Snorri. – Gott að sjá þig á VÖLDUM BLOGGUM, þar áttu heima.

Jón Valur Jensson, 20.3.2008 kl. 01:39

4 Smámynd: G Antonia

Gleðilega páska til þín og fjölskyldunnar og tengdó

G Antonia, 20.3.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæll Snorri.
Kærar þakkir fyrir frábæran pistil sem fer greinilega fyrir brjóstið á sumum gestum þínum????
"Og það lætur alla, smáa og stóra, auðuga og fátæka og frjálsa og ófrjálsa, setja merki á hægri hönd sér eða á enni sín og kemur því til leiðar, að enginn geti keypt eða selt, nema hann hafi merkið, nafn dýrsins, eða tölu nafns þess. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins, því að tala manns er það, og tala hans er sex hundruð sextíu og sex." Obinb. 13: 16.-18.
Gleðilega páska.
Guð blessi ykkur.
Kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 20.3.2008 kl. 14:03

6 Smámynd: Sigurður Rósant

Komdu heill Snorri

Þetta eru mögnuð spádomsorð "enginn getur keypt eða selt nema taka merki dýrsins á enni sér eða hægri hönd"

Jón Valur segir ekki mikið, en veit kannski innst inni að hér túlka sumir trúaðir (Mofi) að merki dýrsins sé um -páfavaldið- að ræða. Þú ert væntanlega að gefa í skyn að nú sé Kristur að koma aftur í allri sinni dýrð, úr því að þessi spádómur virðist vera að rætast.

En tákn komu Jesú og endaloka veraldar eins og Matt 24 orðar það, eru nokkur, sem má heimfæra upp á hina ýmsu tíma mannkynssögunnar.

Það eru hins vegar tvö atriði sem eru all teygjanleg í túlkun og fyrirsjáanlegt að rætist aldrei og þar af leiðandi kemur blessaði karlinn hann Jesús aldrei aftur.

1. "Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma."

2. "Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn. Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin."

Vottar Jehóva og S.D.Aðventistar hafa rýnt sérstaklega á fyrra atriðið og verða sífellt fyrir vonbrigðum hve erfitt það gengur að koma þessum góðu fréttum um ríkið til allra í veröldinni.

Hvítasunnumenn hafa sérstakt dálæti á seinna atriðinu og búast á hverri stundu við að einn af öðrum verði "burt hrifinn", en það verður hins vegar ekki fyrr en hörmungarnar sem nefndar eru í 24. kafla Matteusar eru byrjaðar að rætast af fullum þunga.

Kristur mun sennilega "ganga fram hjá" að þessu sinni eins og engill dauðans á dögum Móse.

Gleðilega framhjágöngu (páska)

Sigurður Rósant, 20.3.2008 kl. 15:33

7 Smámynd: Snorri Óskarsson

Gleðilega páska Sigurður

Ég er inná því að burthrifningin verði áður en hörmungarnar ganga yfir ríki anti-krists með öllum þeim hrikalegu afleiðingum og skelfingu sem lýst er.

Nói var kallaður inní Örkina fyrir flóð, ekki eftir. Eins verða hinir "frelsuðu" hrifnir burt til fundar við Drottinn í loftinu "áður en hörmungarnar koma". Ég svo sem veit ekki hvort við fáum að reyna byrjunina á hörmungunum en það verður allavega nótt - enginn getur unnið - og meyjarnar verða vaktar upp af værum blundi. 

Ég heldu úti þessu bloggi mínu til að menn megi fylgjast með og halda sér vakandi á þessu andlega sviði.

Eitt má benda á í þessu samhengi er strikar undir tímann sem við lifum á og hvað trúmálin áhrærir. Þá eru Saudi-Arabar að taka þúsundir "immana" í endurhæfingu og Dalaí-Lama hótar að segja af sér. Þá vantar greinilega "lausnara". Hættan er sú að inní þetta ástand gangi einmitt blekkingarmeistari allra trúarbragða "Andi-Kristur".

Jesús kristur kemur á ný en eftir tíma antikrists.

kveðja

Snorri í Betel 

Snorri Óskarsson, 21.3.2008 kl. 16:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Snorri í Betel

Höfundur

Snorri Óskarsson
Snorri Óskarsson

Er lífeyrisþegi og notar tímann til að fylgjast með Ritningunum rætast! Var safnaðarhirðir Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri 2004 - 2018 og kennari í Brekkusóla frá 2001 til 2013.

Hef stundað kennslu frá 1973 á Vopnafirði. Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja frá 1975, Barnaskóla Vestmannaeyja, Iðnskóla- Vélskóla og Stýrimannaskóla Vestmannaeyja. Gerðist kennari við Framhaldsskóla Vestmannaeyja við stofnun hans og fram til 1986. Hóf aftur kennslu við Hamarsskóla Vestmannaeyja uns ég flutti til Akureyrar sumarið 2001.

Hef veitt Hvítasunnukirkjunni Betel í Vestmannaeyjum forstöðu fram til miðs árs 2001 og verið forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar á Akureyri frá 2004 - 2018. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • IMG_2207
  • IMG_1548
  • friðrik
  • sveitadúkurinn
  • papakrossinn

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband