27.8.2008 | 00:41
Orð, til lífs eða dauða.
Hefurðu heyrt um Litla-Jón?
Hvort var hann giftur Litlu-Gunnu eða í útlagahópi Hróa- Hattar?
Það breytir nokkuð viðurnefninu í hvaða samhengi við setjum persónuna. Viðurnefnin geta verið saklaus, skemmtileg eða sálar drepandi.
Sagt er um Færeying nokkurn sem var í nöp við Landsstjórnina að eitt kvöldið braut hann allar rúður í "Landstýrihúsinu". Rúðurnar voru samtals 95 talsins. Eftir það fékk hann á sig nafnið "Windows 95"! Tilefnið var komið og refsingin fullkomin - hann situr uppi með gerðir sínar.
Það ber enginn höfuðið hátt með meiðandi viðurnefni. Þetta hefur orðið mönnum afar ljóst í Vestmannaeyjum eftir að bók um viðurnefni í Vestmannaeyjum var gefin út - og tekin úr sölu.
Í Lesbók Mbl. (23.ágúst 2008) var efni bókarinnar gerð skil á faglegan hátt og þakka ég höfundi greinarinnar, Gísla Pálssyni, innilega fyrir meitlaða umfjöllun.
Ég þekki nefnilega margt af þessu fólki sem fékk viðurnefni. Sum hljóma í mínum eyrum sem gæluyrði. Ég hef notað þau og ávarpað viðkomandi með þeim. Sumir voru óþekktir af nöfnum sínum því þeir voru ekki annað en það sem viðurnefnið sagði. Þessi viðurnefni voru skemmtileg, Gaui á Látrum, Mari píbó, Súlli á Saltó, Steini stóri og Jói danski. Þessi nöfn eru skemmtileg og tengjast þannig fólki.
Einu sinni var kveðin vísa um Eyjanna bestu nöfn:
Húllum hæ, Ási í bæ.
Geiri gæ, Stebbi Pól
Figgi á Hól
Bragi í Höfn, Trani í "Gödn"
Þetta´eru bæjarins bestu nöfn!
Hina þekki ég líka sem báru viðurnefni en enginn notaði nema helst þegar gjóað var augum eða viðkomandi ekki heyrði. Það vissu allir að persónan bar þungan kross sem samfélagið lagði á hana og við sögðum fátt til varnar Í besta falli þá notuðum við ekki viðurnöfnin eða leiðréttum þá sem gripu til viðurnefnisins en trúlega unnu fáir í því að þvo nafngiftina af persónunni. Eða hvernig var það hægt?
Viðurnefnið setti persónuna í samfélagsbás og þar var fjölskyldan ásamt kunningjum. Oft var tilefnið lítið en þó kom að því að sumar stúlkurnar (aðallega) sem eru ömmur í dag fengu viðurnefnið vegna frjálslyndis í ástarmálum eða óvandaðs lífernis. Þær skemmtu sér eins og það var kallað, voru sætar og vinsælar en skemmtunin var dýr og launuð með illu viðurnefni. Hún sat uppi með skömm og reyndi árangurslaust að vinda ofan af sér viðurnefninu. Þá var hún 16 eða 17 ára og glannaleg unglingsstelpa. 50 árum síðar veit allur bærinn um háttalag sem margir nýttu sér en köstuðu síðan grjóti til baka í "þakklætisskyni"!
Þetta gerist í mannfélagi sem kallast kristið. En hefur kristin trú ekki einhver orð um þessa hegðun manna? Biblían segir:
"Tungan er líka eldur! Tungan er ranglætisheimur meðal lima vorra; hún flekkar allan líkamann og kveikir í hjóli tilverunnar en er sjálf tendruð í helvíti". (Jak.3: 6 - 7)
Þessi fullyrðing Jakobs Jósefssonar frá Nasaret, hálfbróður Jesú, er hægt að heimfæra uppá Vestmannaeyinga sem gættu ekki að meðbróður/systur og festu klístur helvítis á þá/þau. Er ekki augljóst tilefni af þessari bókaútgáfu, studdri af Bæjarsjóði Vestmannaeyja, að draga fram í umræðuna iðrunarboðskap Biblíunnar. Hér er komin ærin ástæða til að við sem liggjum undir þessari sök að hafa kastað auri yfir samborgara, biðjum þá fyrirgefningar og snúum við af þessari vondu braut. Ég vil geta horft framaní hvern þann sem að ósekju situr undir illu viðurnefni og rétta hlut hans. Ég vil þvo af Vestmannaeyingum hrakyrði fyrri kynslóða. Ég vil líka benda okkur á og draga fram í dagsljósið að þessi orðasmíð sannar að það býr fleirra í Vestmannaeyingum en góð sál. Og sálina hreinsar enginn annar en Jesús Kristur. Hann kom til að frelsa synduga menn.
Liggur ekki í augum uppi að við eigum að biðja Jesú að hreinsa hjarta og hugarfar svo náungi okkar fái að reyna hvatningu og uppörvun á komandi tímum. Þegar við gerum þetta upp og tölum rétt þá kemur Guðs-ríkið yfir okkur, Vestmannaeyjar fyrst og svo okkur hin á úteyjunni stóru, Íslandi.
Munum að af orðum okkar verðum við réttlætt og af orðum okkar verðum við einnig sakfelld. Hvort þú færð er þitt val.
kær kveðja
Snorri í Betel
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Snorri í Betel
Færsluflokkar
Bloggvinir
- trukona
- hvala
- zeriaph
- hognihilm64
- kiddikef
- sigurjonn
- baddinn
- gudni-is
- baenamaer
- birkire
- valgerdurhalldorsdottir
- pkristbjornsson
- ruth777
- jullibrjans
- goodster
- sirrycoach
- daystar
- ellasprella
- flower
- valdis-82
- valdivest
- thormar
- sigvardur
- levi
- malacai
- hafsteinnvidar
- davidorn
- heringi
- helgigunnars
- icekeiko
- kjartanvido
- gretaro
- stingi
- jenni-1001
- kafteinninn
- eyjann
- svala-svala
- predikarinn
- exilim
- sax
- truryni
- morgunstjarna
- coke
- siggith
- kristleifur
- antonia
- vor
- valur-arnarson
- deepjazz
- bjarkitryggva
- harhar33
- thjodarskutan
- balduro
- gudspekifelagid
- study
- h2o
- frettaauki
- nyja-testamentid
- nkosi
- gudnim
- genesis
- ea
- gullilitli
- gladius
- bryndiseva
- dunni
- arnihjortur
- arncarol
- gun
- gummih
- gattin
- johann
- olijoe
- vilhjalmurarnason
- nytthugarfar
- postdoc
- eyglohjaltalin
- hebron
- muggi69
- krist
- trumal
- pall
- talrasin
- angel77
- gessi
- ghordur
- baldher
- ragnarbjarkarson
- adalbjornleifsson
- bassinn
- skari
- kje
- benediktae
- nonnibiz
- bjargvaetturmanna
- doralara
- nafar
- contact
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 242249
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr kæri Snorri. Ég tek heils hugar undir hvert orð þitt hér.
Ave atque vale kæri Snorri
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 27.8.2008 kl. 01:57
Sæll Snorri og takk fyrir ágæta áminningu um leið og ég bendi á eitt atriði sem trúarneytendur geta misskilið eða eftirfarandi: "Og sálina hreinsar enginn annar en Jesús Kristur. Hann kom til að frelsa synduga menn."
Auðvitað geta menn sótt sér hugarró í þessi orð en samkvæmt mínum bókum á fólk aðra valkosti og einn er t.d. sá að breyta rétt gagnvart náunganum og biðjast afsökunar. Umboðsmenn Jesú, sem ég efa ekki að hafi verið raunverulegur eru ekki að gagnast þolendum neitt sérlega vel með því að hreinsa gerandann því þeir eru jafn móðgaðir og áður, og hugsanlega enn móðgaðri en fyrr þegar gerandinn telji sig lausan allra mála án þess svo mikið sem að ræða við þolendurna.
Finnst þetta eiginlega ekki ganga upp og hallast því miklu frekar að karmalögmálinu sem gengur út frá raunverulegri breytni til árangurs í stað skyndilausna
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 02:07
Simmi Koló kom inn á þetta sama í bloggi hjá sér. Ég setti inn athugasemd hjá honum um viðurnefnin í Eyjum. Mér finnst að við útgáfu bókarinnar hefði mátt hafa í huga að oft má satt kyrrt liggja og að aðgát skal höfð í nærveru sálar. Margt var sniðugt í bókinni en einnig var margt særandi. Einnig var eitthvað um hreinar rangfærslur varðandi tilurð viðurnefnanna.
Aðalsteinn Baldursson, 27.8.2008 kl. 02:28
Einu sinni sem oftar var ég að hlusta á Gunnar Þorsteinsson að predika. Hann var að segja frá manni einum í Færeyjum sem eyðilagði hjónaband, hann sem sagt komst upp á milli. Í giftingarsáttmálanum sagði Gunnar, höfðu hjónin játað að vera hvort með öðru uns dauðinn aðskildu þau, en það varð skilnaður úr þessu. Maðurinn sem komst upp á milli hjónanna,var eftir þetta aldrei kallaður annað en Dauðinn. Sennilega réttnefni.
Aðalbjörn Leifsson, 27.8.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.